Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1977, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1977, Blaðsíða 6
nátt- myrkrið élin og elding- arnar Farþegarýmið var fullskip- að. Þar sátu nú 54 farþegar I beinum stólaröðum, tveir og tveir saman, eða þrír og þrlr. Þau lögðu upp I þessa ferð seint að kvöldi til og flugu út I nóttina cins og svo oft áður. Þessir 54 farþegar voru mikið til I umsjá flugfreyjunnar og hún reyndi að fylgjast með svipbreytingum þcirra: Hljóp til, ef einhver leit á hana, lyfti augabrúnunum og muldraði eitthvað. Það þýddi: Mig vant- ar þetta og hitt, fröken. Ef einhver hreyfði sig mikið f sætinu og blós frá sér, táknaði það: Er ekki einhvern veginn I fjandanum hægt að láta fara betur um sig. Ef einhver leit á hana knakvís, þýddi það gjarn- an: Heyrðu vinan; Gefurðu ekki koníaksstaup? Ef einhver horfði upp I hilluna fyrir ofan sætið, táknaði það, að hann vantaði teppi eða kodda, sem var geymt þar uppi. Hún gekk um meðal farþeg- anna fyrstu klukkutfmana og gekk úr skugga um, að allir fylltu út skýrslur, sem nauð- synlegar voru þeim, sem stigu á land f Bandarfkjunum. Þessa nótt virtist þetta óvenju erfitt verk. Farþcgarnir voru meira og minna fákunnandi f ensku og skyldu þvf ekki skýrslurnar sem þeir áttu að fylla út. Ilún byrjaði fremst í farþegarým- inu. Þar sátu sænsk hjón, sem ekki kunnu orð f ensku. Það tók hana töluverðan tfma að hjálpa þeim. Þau voru elsku- leg en mjög ókyrr og eftir- væntingarfull. Hún fikraði sig aftar og aftar f farþegarýminu, þó að hægt gengi og var orðin töluvert þreytt af áreynslunni af að tala svo hátt, að hún yfirgnæfði véladyninn. Hún skauzt fram f eldhúsið til að hvfla sig um stund. Þar stóð og gnæfði brytinn með sitt breiða, hlýja bros. „Þetta er nú ljóta strfðið með farþegana f dag“, sagði hún f uppgjafartón. „Það er ekki helmingurinn af þeim, scm kann ensku. Það er nú meira en Iftið verk að þýða allar skýrslurnar. Ilvað er fólk ciginlega að vilja til Amerfku, þegar það kann ekki ensku?“ Ilann brosti bara brcitt, kveikti sér í sfgarettu og söngl- aði: Jag er kár f deg, kár f deg, kár i deg. „Þetta er bannað“, sagði hún. „Er það bannað", sagði hann strfðnislega og smeygði hand- leggnum utan um mittið á henni. Ilann var alltaf f góðu skapi og hún yfirgaf hann, þar sem hann stóð sönglandi við eld- húsborðið og fór sér þægilega hægt við að undirbúa morgun- matinn. Önnur atrenna við að útfylla skýrslurnar hófst. „Ilvernig gengur ykkur að útfylla“? Hún ávarpaði þrjá félaga, sem sátu saman. „Engan veginn, þvf við kunnum ckki ensku“. „Hvað ætlið þið að gera f Amerfku, ef þið kunnið ekki ensku"?, spurði hún með sam- blandi af glettni og óþolin- mæði. „Læra hana“ Hún talaði eins hátt og skýrt og hún gat. „i þessa Ifnu eigið þér að skrifa nafn yðar og gætið þess, að skrifa eftirnafnið fyrst. I þessa Ifnu kemur svo staða yð- ar. Þetta verður að skrifast á ensku. Ilvað gerið þér? Tré- smiður. Vitið þér hvað það er á ensku? Carpenter. Já, það er alveg réít“. Skýrslan hélt áfram og þannig hver af annarri. Eftir að hún var búin að hjálpa og segja til með skýrsl- urnar, var hún búin að fá dá- gott yfirlit yfir farþegahópinn sinn. Vissi, hver var hverrar þjóðar, hvað hvcr ætlaði að gera til Itandarfkjanna, hve mikið hver kunní f ensku, hversu gamall hver var vissi hver var kátur og upprifinn, hver þreyttur og kvfðafullur. Hún fór fram f eldhúsið og hjálpaði brytanum. Flugstjór- inn var þegar kominn f kojuna f cldhúsinu og svaf. Véladyn- urinn suðaði f cyrum þeirra og þau þögðu. Brytinn vann með rólegum markvissum handtök- um. Raðaði bökkum, braut servfettur, tók til bolla og hnffapör, opnaði niðursuðu- dósir. Hún dró tjaldið f dyragætt- inni milli farþegarýmisins og eldhússins við og við til hliðar tilbúin að svara hverskyns svipbrigðum farþeganna. Fjöldi augna beindist að henni, og hún reyndi að sjá f þeim, hvort einhver óskaði einhvers. En augun virtust helzt vænta þess, að hún gerði eitthvað af sjálfsdáðun. Hún slökkti loftljósið f farþegarým- inu, og augun depluðu undr- andi augnalokum sfnum. Hún snéri sér að vini sfnum brytanum og spurði: „Býðurðu upp á kaffi?" Hann kinkaði kolli. Þau scttust, hann á stól- hnall og hún á trébekk, með púða til mýktar og hlýjinda. Það var notalegt þarna f litla eldhúsinu, sem Ifka var svefn- klefi fyrir flugmenn og þar sem yfirbyggðir olíugeymar voru ýmist notaðir sem sæti, vinnuborð, farangursgeymsla eða lcgubekkur. Þau spjölluðu um heima og geima yfir kaffibollunum. Einkum um farþegana sfna og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.