Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1977, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1977, Blaðsíða 3
Þessi teikning birtist f Vísi 1948 og sýnir mikið steinbákn risið þar sem nú er Bernhöftstorfan. Þarna var sem sé teikning af nýjum Menntaskóla. „Myndinni var ætlað það hlutverk að sýna að Menntaskólinn gæti ekki staðið þar vegna þess að hann væri of lítill . .. .". Gagnstætt því sem var fyrir nokkrum ðrum, eiga nú margir bðgt með að hugsa sér gamla bæinn án húsa eins og þessa, sem sést hér að ofan. en það stendur við Spftalastlg. „Þö gamli borgarhlutinn sé ekki stör hluti af borginni í dag, lífgar hann hana upp og gefur henni svip. Ef maður bregður upp fyrir sér mynd, þar sem gamli borgarhlutinn vœri horfinn, sér maöur fyrir sér ömurlega „eyðimörk" ur slna framleiðslu — og oft i eigin húsnæði og með virkri þátttöku allrar fjölskyldunnar. Dæmi um svæði í Reykjavik með starfsemi af þessu tagi var i kringum Laugaveginn, sem var innkomuleið til bæjarins og að hluta Grjótaþorpið. Á siðustu árum eru mörg dæmi þess, að fólk snúi aftur til gamalla hátta; stundi t.d. hand- iðir eða listiðnað og skapi, móti og selji sjálft sína framleiðslu — og vist er, að við þurfum ekki að fara inn i sama farveg og erlendar iðnaðarþjóðir hafa gert. Meðferð núlifandi kynslóða á auðæfum jarðarinnar Á allra siðustu árum hafa komið fram i dagsljósið upplýs- ingar, sem hafa mjög ýtt undir þróunina til einfaldari lifnaðar- hátta. Með rannsóknum vís- indamanna hefur komið í ljós, að núlifandi kynslóðir eru á leið með að eyða upp auðæfum jarðarinnar — á nokkrum ára- tugum — sem framtiðin ætti að eiga rétt á. Við þetta bætist svo mikil eyðilegging á landslags- legum og menningarlegum verðmætum svo og á lífriki náttúrunnar. Hvert er gildi gamallar byggðar í Reykjavík? Litum nú aftur til aðstæðna i Reykjavík. Gamli borgarhlutinn byggðist að mestu upp á tímum þeirra einföldu lifnaðarhátta sem lýst hefur verið. Enn býr fjöldi fólks af þessari kynslóð i Þing- holtunum og I Vesturbænum. Byggðin nánast andar frá sér kyrrð og friði, og ef nokkur vilji er fyrir hendi til að stuðla að því að yngra fólk nái að tileinka sér hófsama og ein- falda lifnaðarhætti, þá væri það, að leyfa þessum gömlu hverfum að standa, — gott framlag í þá átt. Fyrir utan það atriði sem snýr að lifnaðar- og hýbýlahátt- um hafa gömlu hverfin mikið gildi fyrir hinn almenna borg- ara; Gömlu hverfin búa yfir ótrúlegum fjölbreytileika og margbreytllegri upplifun, enda hafa flestir mjög gaman af að ganga um þau. Þó að gamli borgarhlutinn sé ekki stór hluti af borginni í dag, lifgar hann hana upp og gefur henni svip. Ef maður bregður upp fyrir sér mynd þar sem gamli borgar- hlutinn væri horfinn, sér mað- ur fyrir sér ömurlega „eyði- mörk“. En ein mikilvægasta eigind gamla bæjarins er óupptalinn en það er það, að í honum má lesa og skynja nær 200 ára sögu þessarar borgar, sem er saga þess, hvernig islcnzka þjóðin brauzt til fullræðis, og enn cru til hús og svæði frá fyrstu skrefum þéttbýlismyndunar. Ýmislegt um viðtekið mat og misskilning á gömlum húsum og umhverfi Vmsir gamlir fordómar ætla að verða furðu lifseigir um gömul hús, sérstaklega timbur- hús — og eru þessir fordómar ein aðal hindrunin fyrir vernd- unar hugmyndum. í upphafi aldarinnar urðu yfirgripsmiklir eldsvoðar i Mið- bænum, sem að orsakaóist fyrst og fremst af þvi, að húsin voru sambyggð og án brunaveggja. Þessir eldsvoðar leiddu til þess Framhald á bls. 13 Hér aB ofan sést brekkan vestanvert viB Tjörnina eins og hún er og hefur veriB um skeiB. Ekki hefur þó alltaf veriB taliB æskilegt aS halda I þetta svipmót. ÁriB 1951 var efnt til samkeppni um fegrun og útlit Tjarnarinnar og tóku nokkrir af kunnustu þáverandi arkitektum okkar þátt i henni. Til dæmis um hugmyndir manna fyrir aldarfjórBungi. skal hér birt mynd af tillögu arkitektanna SigurBar GuSmundssonar og Eiriks Einarssonar. Þeir gera ráS fyrir fjórum 8 hæSa blokkum og óneitanlega minnir lausnin á nýlegar byggingar I Moskvu. Trúlegt er aS þessi lausn eigi sér formælendur fáa nú á dögum. Til aS koma i veg fyrir misskilning skal undirstrikaS. aS þeir SigurSur og Eirikur voru mjög mætir menn og þessi teikning er ekki dregin fram i dagsljósiS þeim til hnjóSs. heldur einungis til aS gefa hugmynd um þær breyttu hugmyndir. sem nu rikja.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.