Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1977, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1977, Blaðsíða 7
um bve ömurlegt þetta nætu flug væri. Nú væru allir hátt aðir f rúmin sfn heima. Þau töluðu um gjaideyrisvandræði, svartamarkaðsbrask, stjórn- mál, flugtfmaf jölda og ástamái starfssystkina þeirra. Þau voru eins og foreldrar, sem hafa komið börnum sfnum í rúmið og setjast að þvf búnu inn f stofu og ræða uppeldisvanda- mái þau, sem komið hafa upp þann daginn. Farþegarnir voru óðum að festa svefninn og höfðu teygt frá sér fæturna. Sá, sem sat næst eldhúsdyrunum hafði teygt annan fótinn skólausan inn um gættina til þeirra. Það minnti þau á, að þau ættu kannski Ifka sjálf að reyna að teygja úr sér og sofna. Brytinn fór orðalaust að blása upp vindsæng, og hún sótti teppi og kodda. Það var ákveðið, að hún skyldi leggja sig fyrst. Hún lá f einn og hálfan tíma á olfugeymunum á vinsæng- inni og hlustaði á háværan dyn hreyflanna rétt við eyrað á sér og hugsaði um fólkið heima og taldi tfmana, þangað til það ætti að vakna aftur f hljóðlát- um sofandi húsum, þar sem aðeins heyrðist lágt suð f vatnsleiðslum f veggjum, þeg- ar fbúarnir voru að láta renna f baðvaskana eða fylla katlana fyrir morgunkaffið. En f flugvél varð ekki sofið, ekki hljótt, engin hvfld. Flug- vélin æddi óþreytandi gegnum náttmyrkrið eins og dýr rekið áfram af einhverri ómeðvit- aðri hvöt. Hún æðir gegnum allar hindranir, regn, hagl, þrumuský. Eldingar lýsa upp nóttina svo að bjart verður sem um hábjartan dag. Flug- vélin hristist og skekst og titr- ingur vægjanna virðist gefa til kynna algjöra uppgjöf, eins og flugvélin vildi segja: „Tætið mig bara f sundur, ég get hvort eð er ekki meir.“ Flugfreyjan heyrð: ekki svar þrumanna, en eldingarn- ar dönsuðu allt f kring og birt- an var heiftarlega rauðgul og nóttin fjólublá. En hvötin rek- ur vélina áfram, áfram. Það er leitt að erfiða svona mikið og gera sér alls enga grein fyrir ástæðunni, en geta glaðst yfir þvf, þegar takmarkinu er náð. Fuglarnir hugsa ekki: „Nú held ég yfir hafið og byggi mér þar hreiður og lifi þar stutt en fagurt sumar". Þeir halda að- eins af stað, margir f hóp og takmark allra er hið sama, en ómeðvitað. En þessi fugl held- ur yfir hafið einn sfns liðs og erfiðar og erfiðar og takmark- ið er ómeðvitað. En við vitum, hver ræður þinni för og við vitum, hver ræður þfnu tak- marki, vesalingur. Þeir sitja f kollinum á þér og leika sér að þvf að láta þig erfiða og gleðj- ast sjálfir, þcgar ákvörðunar- stað er náð, og þú stendur skilningslaus og hrfmuð á jörðinni. Hún hlaut að hafa sofnað, það fann hún, er brytinn ýtti við henni. Hann var syfjulegur og flýtti sér svo mjög f bólið hennar, að hann hafði nærri gleymt að taka ofan húfuna. Hún læddist aftur f farþega- rýmið og reyndi að stikla yfir fætur, sem teygðir voru út á gangveginn. Hún leitaði f haf- urtaski sfnu að tannburstan- um, svo burstaði tennurnar og snyrti sig eftir svefninn. svo tylfti hún sér á aftasta sætið og fét loga Ijósglætu hjá sér og beið eftir því að tíminn liði, svo að hún gæti vakið brytann. Farþegarnir virtust allir sofa og runnu saman við myrkriC. Hún rýndi með velþóknun út f það um stund. Lágvaxinn, þrekinn amerfkani kom aftur f, pfrði f Ijósið og nuddaði augun. „Nú, það er the sleeping beauty", sagði hann og brosti glettinn. „Veiztu annars, hvað ég sagði við hina strákana? Eg sagði þeim, að það væri vel 50 doll- ara virði að fara fram f eldhús- ið'og sjá þig sofa“. Hann hló dátt. Hún hló lfka, en fannst ónotalegt að vita, að einhver hafði verið að horfa á hana á fletinu f eldhúsinu. Amerfkan- inn gekk bráðlega aftur til sætis sfns og samlagaðist myrkrinu. Það er einmanalegt til lengdar að sitja eins og smali yfir hjörð f myrkri. Maður finnur ekki til nálægðar neinnar lifandi veru vegna hins stöðuga vélaniðar, en maður veit, að loftið er þrung- ið andardrætti og kannske eru augu starandi á mann úti f myrkrinu. Tjöldin fyrir fata- hcnginu sveiflast til og henni finnst, að cinhver sé að gægj- ast á hana gegnum þau. Allt f einu stóð hjá henni maður. Hann kom eins og hann hefði stokkið inn I Ijós- svið litla lampans. Hún hætti við að láta sér bregða. „Það er gott að rétta svolftið úr fótunum", sagði hann vin- gjarnlega og talaði lágt til að vekja ekki hina sofandi hjörð. „Við erum að koma úr mánað- arheimsókn frá Danmörku konan mfn og ég“, hélt hann áfram. Hann sagði þetta á . ensku, en með sterkum dönsk- um hreim. „Þið eruð dönsk er það ekki?“ spurði hún. „Já, en nú erum við búin að fá amerfskan rfkisborgarrétt, þar sem við búum f Kaliforníu". „Var ekki gaman að koma heim á fornar slóðir“, spurði hún og hugleiddi, að þessi maður hefði að minnsta kosti eytt 50 árum æfi sinnar f Dan- mörku. „Gaman og gaman ekki. Frændfólk okkar á varla spjar- irnar utan á sig. Við fórum með hálfan skipsfarm af not- uðum fötum og þakklætið átti sér engin takmörk. Eg átti vfn og tóbaksverzlun, en á strfðsár- unum var allt skammtað, mað- ur hafði ekkert til að selja og engan til að kaupa“. „Lfður ykkur þá betur f Kalffornfu?" „Betur? Það er annar heim- ur. Hugsið þér yður, sonur minn er verkamaður og hann á tvö sjónvarpstæki á heimili sfnu, ég á tvo bfla og sólin skfn á hverjum degi.“ „Það hlýtur að vera dásam- legt“. Ilún gát ekki varizt þeirri hugsun, að það væri undarlegt að skipta um föður- land á fullorðinsárum, byrja nýtt lff, tala framandi tungu. Var hægt að lifa án þess að geta tjáð sig til jafns við annað fólk? Að vera illa talandi inn- an um innfædda var eins og haltur maður reyndi sprett- hlaup við heilfættan. Ilann stóð þögull um stund, hálf- brosandi eins og hann væri að hugleiða alla þá hamingju sem hann nyti. Svo settist hann og kveikti á leslampanum fyrir ofan sætið sitt. Fólkið fór smám saman að rumska og kveikja ljós. Margir þeir er gengu framhjá flug- „Veðrið virtist alltaf vera að smáversna. Vélin lét nokkuð illa, tók nokkrar dýfur, skókst til hliðanna. Farþegar spenntu öryggisbeltin og flugfreyjan settist aftur á hart aftasta sætið og spennti sitt öryggisbelti. Tíminn leið hægar en nokkru sinni. / Uti fyrir var niðamyrkur, þau óðu ský, sem hristu og skóku vélina og farþegana”. freyjunni á leið sinni á salern- ið, létu einhver vingjarnleg orð falla. Þunglamaleg kona kom kjagandi og hélt sér hvar, sem hún festi hönd á til að missa ekki jafnvægið. Ilún leit brosandi til flugfreyjunnar. „Hvernig llzt yður á, að svona gömul kerling eins og ég sé að flandra milli heimsálfa, ha, ha, ha. Skyldi ég komast alla leið til Oregon?" Flugfreyjan hafði setið svo lengi I sömu stellingum, að hún var eins og stirðnuð og þurfti að taka á til að standa upp. Brytinn lá enn á oliugeym- unum, fæturnir stóðu aftur af, og hann virtist ( fasta svefni. Allt i einu opnaði hann augun og spratt fram úr eins og hann væri að vakna af værum og löngum svefni við Ijúfa haf- golu inn um opinn gluggann. Hún horfði á hann hissa. Sjálf hefði hún bara fengið hjart- slátt af því að spretta svona upp. „Það er naumast þú ert hress eftir blundinn.“ „Ég er svo gamall, að ég þarf ekki að sofa svo mikið“, sagði hann og brosti. „Vfst ertu gamall, og þú ért aðeins öfundsverður af þvf f þessu starfi, þar sem svefn er af skornum skammti“. „Tja, ég er sko gamali, gam- all, gamall húðarklár", raulaði hann. Flugmaðurinn var vfst glað- ur að fá heitan tesopa, en sýndi enga svipbreytingu og sagði Iftið. Til þess var hann búinn að sitja of lengi þögull f miklum hita og rýna á hina ýmsu mæla f borðinu hjá sér. Þegar hún tók við bollanum aftur, færðist Iff f hann og hann sagði: „Vektu flugstjór- ann fyrir mig“. Stuttu sfðar hóf hann sig upp f eldhúskoj- una dró tjaldið fyrir. Sfðan var engin hreyfing. Flugfreyjan kveikti loftljós- ið f farþegarýminu, gekk um og tilkynnti, að aðeins væru 2 tfmar til næsta áfangastaðar og nú kæmi morgunverðurinn. Hún og brytinn töluðu Iftið saman, meðan á framreiðsl- unni stóð. Tfminn leið fljótt, snúningarnir voru margir fram og aftur um vélina. Vin- gjarnlegur gamall maður tók um handlegginn á henni og sagði: „Ósköp er að vita, að þú skul- ir þurfa að ganga alla leið frá tslandi til Amerfku." En henni var engin vorkunn, hún hafði þegar lagt sig. Er sá síðasti hafði aftur fengið kaffi f bollann sinn, var tfmi til kominn að láta hvern hafa sfna yfirhöfn og undirbúa lendingu. — Veðrið virtist alltaf vera að smáversna. Vélin lét nokk- uð illa, tók nokkrar dýfur, skókst til hliðanna. Farþegar spenntu öryggisbeltin og flug- freyjan settist aftur á hart aft- asta sætið og spennti sitt ör- yggisbelti, brytinn var frammi f stjórnklefa. Tfminn leið hæg- ar en nokkru sinni. Úti fyrir var niðamyrkur, þau óðu ský, sem hristu og skóku vélina og farþegana. Loftveikin fór að segja til sfn og hún heyrði skrjáfa f poka, kona grúfði sig áfram. Hún hljóp til með ann- an poka og fleygði þeim, sem konan hafði notað inn á salern- ið. Fleiri komu á eftir. Það skrjáfaði að lokum án afláts f pokum. Hún reyndi að hirða þá hjá þeim, sem sátu aftar- lega. Henni var um og ó að ganga mikið um, hún varð að spyrna hnjánum f sætin og halda sér f stólbökin. Flugvél- in ýmist skoppaði upp, svo að hún átti fullt f fangi mcð að detta ekki ofan í kjöltu þeirra, sem hún var að stumra yfir, eða þá hún datt og hún var að þvf komin að missa fótfestuna. Loks gafst hún upp og settist og spennti aftur beltið sitt. Vélin hlaut að fara að lenda. Hvað var þetta eiginlega búið að ganga lengi svona? Eftir hver ju voru þau að bfða? Höfuðið datt ofan f bringu aftur og aftur og hún sveiflað- ist til og frá. Ilún reyndi að fylgjast með farþegunum og sá höfuð þeirra dingla viljalaust til og frá. Pokar voru alls stað- ar á lofti, sumir grúfðu sig yfir þá, aðrir hölluðu sér aftur með lokuð augu og föla yanga og létu pokana hallast upp að sér. Hana svimaði, en hún sveifl- aðist út til hliða, upp og niður. Við og við fór titringur um vélina. Hvað ætlaði þetta að taka langan tfma, eftir hverju biðu þau? Svo gat hún ekki hugsað um það eða neitt. henni var svo heitt og maginn virtist glerharður. Alveg gler- harður, það var sárt. Hún fór úr jakkanum og reyndi að halla sér aftur f sætinu og vera máttlaus, en maginn var þung- ur eins og steinn. Hún hugsaði ekkert meir, hvorki um far- þcgana né sjálfa sig, starði bara fram fyrir sig sijóum aug- um, sem hún eins og þorði ekki að loka. Skyndilega höll- uðust þau til vinstri, þungur hnykkur kom á vélina. Hún hugsaði: Við erum lent svona illa, að vængurinn hefur rekizt f jörð. Brot úr sekúndu leið, mótorarnir drundu mcð annar- legum, ærandi hávaða; þau klifruðu upp hærra og hærra, sffellt hærra. Hún hreyfði hvorki legg né lið en hlustaði; enn hækkuðu þau flugið, en loks fengu mót- orarnir sinn venjulega suðtón og þau máttu leysa af sér ör- yggisbeltin. Hún gekk gegnum farþegarýmið og fann á sér spurningaraugu, en hún gaf ekki kost á sér til viðtals. Brytinn, vinur hennar, stóð f eldhúsinu, það var lokað fram f st jórnklcfann. „Hvað var þetta eiginlega, þessi hnykkur“, spurði hún. „Við vorum bara að brjóta fs af okkur", svaraði hann rólega og horfði rannsakandi á hana. Hún gat ekki rengt þetta frek- ar, en muldraði eitthvað um að hún hefði aldrei trúað, að af þvf hlytist svona mikið högg. „O, sei, sei jú, það gat vel verið". Hann sagði Ifka, að veð- urskilyrði væru slæm þarna og þau mundu halda til næsta flugvallar, þar sem þau lentu eftir klukkutfma eða svo. Maginn komst smám saman f rétt horf og flugfreyjan svar- aði spurningum sleginna far- þcganna með: „Við vorum bara að brjóta af okkur fs, það er ekkert hættulegt". Við vor- um bara að brjóta af okkur fs, við lendum á næsta velli vegna veðurs. Ekkert hættulegt". — Þeir, sem tóku á móti þeim heilsuðu vingjarnlega og vildu allt fyrir þau gera. Hún hjálpaði farþegum f frakkana. Þegar sá sfðasti var farinn nið- ur landganginn, leit hún út og sá hnapp af fólki, sem safnast hafði saman utan við flugvél- ina. Hún stökk niður stigann og sá það, hvað fólkið starði á. Skrúfublöð annars hreyfilsins vinstra mcgin voru undin upp og trjágreinar stóðu inn f hreyfilinn og bærðust f morg- ungolunni. Hún starði á þetta f blágrárri skfmunni og trúði ekki eigin augum. Ilún heyrði fólk segja allt f kring: „We hit á tree, we hit að treetop": Við rákumst á tré, við rákumst á trjátopp. Innra með henni gerðist eitt- hvað, eins og einhver tæki ein- hverja ákvörðun. Engin mátti sjá á henni svipbrigði og með sjálfri sér byrjaði hún að raula lagið um spörfulginn i trénu: Sparrow in the treetop, sparrow in the treetop. Laglfn- urnar hljómuðu ... aftur og aftur f höfðinu á henni. Sumir farþeganna gengu að trjá- greinunum og slitu sér smá- grein til minja. Einn gekk til hennar, hampaði framan f hana greinarbút og sagði kuldalega: ,,Æltarðu enn að fullyrða, að við höfum verið af brjóta af okkur fs?“ „Já“, stundi hún upp alveg ringluð, og hún heyrði ein- hvern spyrja mæðulega: Skyldi ég komast alla leið til Oregon?“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.