Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1977, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1977, Blaðsíða 16
 | ■ i Close-Up i Nú fást tvær tegundir af Close- Up, Rautt Close-Up, og nýtt Grænt Close-Up. Græna tann- kremið Close-Up er ekki bara nýr litur—heldur lika nýtt bragð. Heilnæmt og hressandi pipar- mintubragð. í hvorutveggja — rauðu og grænu—er Close-Up efnið sem tryggir yður mjallhvitar tennur— og ferskan andardrátt. Þess vegna getið þér verið alveg örugg i návist annarra. Og þaraðauki getið þér valið bragðið eftir smekk: Nýtt Grænt Close-Up eða Rautt Close-Up. Sem óstöðvandi leirskriða Framhald af bls. 13. vinanna. Til aögreiningar frá músík var þetta nefnt ,jazz“. Þegar ég heyrði þetta fyrirbæri fyrst 1921 var það leikið af stórri hljóðfærasveit, enginn lék eftir nótum, en með alls konar tilburðum og látum, samræmis- og samhengislaust, án takmarks og tilgangs annars en að fylgja stjörfum ósveigjanlegum takti trommanna. Það byrjaði og endaði án skipulags, einhvers staðar var svo hætt — hvað eða hvenær var alveg sama og hávaðinn hófst á ný með e.t.v. öðru hljóðfalli. Smám saman hefur þetta New Orleanska fyrir- bæri tekið á sig margs konar myndir og nú eru afbrigðin „rock“ og „popp“ orðin allsráðandi f flestum danssölum Vesturlanda. Islenzkan hefur ekki enn þá lotið svo lágt að gefa þessu fyrirbæri fslenzkt nafn og gerir vonandi aldrei. En það flæðir yfir þjóðina sem óstöðvandi leirskriða, í danssölum sem ærandi hávaði, í útvarpi og sjónvarpi, af milljónum hljóm- platna, foreldrar smábarna láta útvarp sitt arga það inn f hugskot barna sinna. Þetta vitsmuna- snauða fyrirbæri nýtur óhemju vinsælda sem vonlegt er, það er auglýst betur en flest annað. Því er hossað og hælt með feitum fyrirsögnum a.m.k. i Morgun- blaðinu og Tímanum (ég veit minna um hin blöðin) á heilum og hálfum opnum í dauðans alvöru sem væri verið að ræða Njálu eða Hallgrfmssálma. Ritstjórn blaðanna gerir ekki, enn þá a.m.k., leirburði, fákænsku og smekkleysum bundins og óbundins máls svo hátt undir höfði, Iíklega vegna þess að hún ber skynbragð á það, en lítið eða ekki neitt á hvað er bull, óþverri og leirburður í tónum. Haldi þannig áfram, sem nú horfir, má vel fara svo að fagurri og vel saminni tónlist verði alveg rutt til hliðar innan tfðar, tónskáldin okkar dæmd úr leik og þeir er fást við vitsmunalega tónlist hæddir og fyrirlitnir, listamanna- verðlaun veitt ,,poppurum“ er leika, trylla og æsa fákunnandi fólk, svo að það verður gagntek- ið af vitleysunni. Hér hefur sá illi, er einu sinni hét „Djöfull" náð yfirtökunum og fegurðarskynið og vitið berst fyrir lífi sfnu. Hliðstætt þessu er talið að hafi skeð á dög- um Euripidesar, er gríst menn- ing hafi náð hámarki sfnu. Hljóðfæri og hljóðfærasláttur gleðihúsa Litlu Asíu varð vinsæll í Grikklandi þeirra daga, útrýmdi 1'tKt‘fandi: II.í. Arvakur, Rcvkjaifk Framk\.slj.: Ilaraldur Sicinsson Hilstjórar: Mafthias Johanncsscn Sl> rmir Lunnarsson Kilslj.fllr.: t.isli Sij’urósson Auiílysinuar: Arni tíarðar Krislinsson Hilsljórn: Aðalstræli 6. Sfmi 10100 eða lamaði leik- og tónlistarhefð þeirra og þeir hurfu af sviði sögunnar, nema sem minning. „Popp“ærslin er verðugur trylli„sláttur“ (gamalt orð um danslög) „Hrunadansins". „Djöfsi“, en ekki „stjórnandinn mikli“ slær taktinn, gleiður, en þungur á svip og tautar f bræði: „Enn er hún Una, og enn er hún Una.“ Maðurinn sem á götuna Framhald af bls. 12. sem þú þráir, það muntu og fá“. En ég hef unnið til þess, sem ég hef fengið“. Hann dró fram bindið sitt og sneri þvf við svo, að ég mætti sjá vörumerkið. Bindið var evrópskt, afar „ffnt“, frá frægri tfzkuverzlun f Parfs. Svo kíppti Baerkot upp annarri buxna- skálminni og sýndi mér sokkana sfna: „Þeir eru lfka franskir", sagði hann. Eg panta alltaf nokkrar tylftir frá Parfs f einu“. Dúsfn af sokkum frá Parfs. Já, amerfski draumurinn hans Baerkots rættist vissulega! Bílaauglýsingar sem aldarspegill Framhald af blsi 9 auglýstur með fallegri fjölskyldu f miklum unaði, svo sem heyrir til amerfska draumnum. Þar eru all- ir með hin skyldugu bros út að eyrum eins og Carter. Börnin eru sæl á svipinn og aldrei leið og vælandi eins og gjarnan vill verða í sunnudagabíltúrum á tslandi. Venjulega ber auglýsingin með sér, að þarna er alls engin yfir- stétt á ferðinni, heldur hinn venjulegi maður og hin venjulega fjölskylda, sem hefur efni á þessu farartæki. eins og ekkert sé. Kannski er velmegunarkrókur á bflnum og hjólhýsi aftan f og fólkið er kannski að borða úti i náttúrunni eða leika sér á bað- strönd. Þetta er væntanlega til þess að undirstrika að bfllinn er ekki takmark f sjálfu sér, heldur sjálfsagður hlutur og áreiðanlegt samgöngutæki til þess að geta orðið frjáls og leikið sér þar sen hugurinn girnist. 1 öðru lagi auglýsa bandarfskir bflaframleiðendur stundum enn- þá með fagurleggjuðum og létt- klæddum fcgurðardísum, sem gjarnan eru lagðar uppá vélarlok- ið cða látnar halla sér makinda- lega utan f hann, eða brosa sfnu blfðasta innan úr honum. Þess- konar auglýsingar fara f allar þær ffnustu hjá rauðsokkum og öðr- um þeim sem vinna að þvf að frclsa konuna undan oki kari- mannsins. Því er haldið fram að verið sé að mynda konuna sem „eign“ mannsins á sama hátt og bflinn — og bfllinn á að vera honum hjálplegur við að klófesta kvenfólk. 1 þriðja lagi hefur borið á þvf f scinni tfð, að „töffarar" og glaum- gosar séu drcgnir fram f dagsljós- ið að láta sjá sig i auglýsingum á tryllitækjum og svokölluðum sportbflum, sem teljast gjald- gengir f kvartmfluklúbbana. Sú var tfðin að þesskonar bflar væru auglýstir með viðlfka straumlfnu- löguðu kvenfólki en nú þykir betra að fá til þess unga menn, sem Ifta út eins og ruddalegir kújónar og þeir eru látnir segja með svipnum, ef ekki bcinum orðum: Ég veit hvað ég vil og það þýðir ekkert að bjóða mér mátt- lausa dós. Volvo-auglýsingar draga yfir- leitt dám af þeim amerfsku, að þvf viðbættu að sérstaklega er minnst á fullkomið öryggi. Svfinn vill hafa sitt „sakerhet" með og Bretar auglýsa sína bfla f svipuð- um dúr svo og Japanir. Franskar bflaauglýsingar eru aftur á móti dálftið sér á parti, einkum þær sem koma frá Citroen. Þá eru myndirnar teknar f rökkri og mikið til þess að að reynt að sveipa bflinn dulúðugum hjúpi og gengið svo langt, að stundum er mjög crfitt að átta sig á útliti bflsins eftir auglýsingunni. Þar hefur verið reynt að selja útá svokallaða „Citroén-mystic“ en eitthvað hefur það gengið ver í seinni tíð. Þýzkar bflaauglýsingar eru al- veg sér á blaði. Þar er engin rómantfk á ferðinni, hin hugljúfa familfa hvergi nærri og yfirhöfuð hvorki fegurðardfsir né glaum- gosar. Bfllinn er sýndur nakinn, það er allt og sumt. Stundum kyrr, stundum á fullri ferð. Text- inn er óskáldlegur og alveg niðri á jörðinni og greinir miklu nákvæmar frá tæknilegum atrið- um og öryggi. Þannig auglýsir Mercedcs Benz til dæmis f blöð- um eins og Spiegel, Stern, Times og Ncwswcek. Sama er að segja um BMW og Audi. Þessari auglýs- ingar virðast vilja segja: Hér eru blákaldar staðreyndir og ckkert froðusnakk. Fróðlegt er að bera þessar aug- lýsingar saman við Benz- auglýsingar frá 1920—30. Nú virðist sá tími liðinn, að sérstak- lega sé reynt að ná til yfirstéttar- innar, enda ólfklegustu menn sem kaupa dýra bíla á vorum dög- um. Meira að segja fslenzkir lcigubflstjórar kjósa að vinna fyr- ir daglegu brauði sfnu f dýrustu bflgerðum, sem völ er á. Einna helzt cru það Bretar, sem reyna að undirstrika með auglýs- ingum sfnum, að einstakar teg- undir brezkra bfla heyri til þeim, sem ganga með harðkúluhatt. Rolls Koycc auglýsir ekki mikið að þvf er virðist, en gjarnan eru þá hafðir virðulegir lordar nærri. Rolls-Royce auglýsing frá 1929 lýsir annars vel þvf andrúmi, sem f ramlciðandinn óskaði sér að gæti verið f kringum „bezta bíl f heimi". Þar er Rollsinn staddur á veðreiðunum f Ascot; bflstjórinn er að ganga frá matartöskunni, því fjölskyldan hefur setið að „picnic" á grasflötinni og nú er lordinn genginn frá til að Ifta á hlaupið. Þannig scgja bflaauglýsingar sögu. Ekki aðcins af tæknilegri framþróun, heldur cinnig af þeim miklu þjóðfélagsbreyting- um, scm hafa átt sér stað á Vesturlöndum á þessari öld. GS.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.