Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1977, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1977, Blaðsíða 9
Þegar bflar byrjuðu að sjást á götum stórborga í Evrópu og Amerfku uppúr aldamótum, höfðu menn ekki neina tröllatrú á þessu nýja samgöngutæki. Það sem menn höfðu vanizt og hægt var að treysta, voru járnbrautir og farþegaskip og til minni háttar ferðalaga: Hesturinn, eða yfir- byggðir hestvagnar, sem talsvert voru notaðir. t fyrstu voru bflarn- ir beint áframhald af hestakerr- unum; grindin, yfirbyggingin og sætin með sama hætti, en vélinni og framhjólunum bætt framan- við. Hinar fyrstu auglýsingar beindust að þvf að sannfæra væntanlega kaupendur um, að þetta nýja tæki væri áreiðanlegt og að hægt væri að komast ferða sinna á þvf án þess að það dytti í sundur. Um leið og bflnum óx fiskur um hrygg, var honum tekið opnum örmum og auglýsingaherferðin mikla byrjaði. Það er fróðlegt að athuga fyrstu bflaauglýsingarnar og plakötin. Strax á fyrsta áratugi aldarinnar höfðu framleiðendur uppgötvað þýðingu þess að sigra f kappakstri og á árdögum bflanna var efnt til ótrúlegustu kapp- akstra — meðal annars yfir þvera Amerfskt tryllitæki annó 1977. Enn er blondfnan við lfði, en I stað þess að hún sé aðalatriðið f myndinni, er hún höfði að baki — við einkaþot- una sfna — og með tamið tfgrisdýr f bandi. Þrjár auglýsingar frá Mercedes Benz: Lengst til vinstri Plakat frá ár- inu 1914 og þarnæst aug- lýsing frá árinu 1928. Hér er höfðað bent til auðugrar yfirstéttar. Að neðan: Ný Benz- auglýsing úr Time Maga- zine. öll áherzlan er nú lögð á gæði bflsins, þvf engin leið er að segja um, hver kaupandinn verður: olfusjeik frá Arabfu eða fslenzkur leigubflstjóri. Mongólfu og Sfberfu, enda þótt vegir væru ekki til. Þá var Opel meðal þeirra bfla, sem stóðu sig f kappakstri og á það er lögð áherzla í Opel-plakati frá árinu 1908; þar og f Fiat- plakati frá 1923 er bersýnilega reynt að kitla með hinum feyki- lega hraða, sem unnt sé að ná. Elzta og virðuiegasta bflaverk- smiðjan f Evrópu, Daimler-Benz, fór fljótlega aðra leið. Þar er lögð áherzla á þægindin og mikill yfir- stéttarbragur á öllu, sem sést í kring. t auglýsingaplakati frá 1914 er Benzinn ennþá eins og hestvagn með vél að framan. En hinir virðulegu herrar og vel klæddar heldri dömur, sem spásséra í kring, eru bersýnilega af „betra standinu“ eins og sagt var fyrrum. Og til að undirstrika klassann betur, er óperuhús f baksýn. Þarna er strax komin til skjalanna sú virðulega reisn sem Mercedes Benz hefur alla tfð haft. Á Mercedes-Benz auglýsingu frá árinu 1928 cr hestvagnssvipurinn horfinn og hinn mjög svo virðu- lega vatnskassahlff komin ásamt með geysilegá löngu vélarloki, sem átti að gefa hugmynd um öll hestöflin undir niðri. t baksýn er farþegaskip ámóta og Titanic; samgöngutæki þeirra sem þá höfðu ráð á að fcrðast milli heimsálfa — og vera mánuðum saman að þvf. Yfir öllu saman stendur eitt orð: Luxus. Það er mikil rómantík f þcssum gömlu bílaauglýsingum. Og strax á fyrsta áratugi aldarinnar var uppgötvað — lfklega f sambandi við kappakstrana — að bfllinn var tengdur einhverskonar karl- mennskuhugsjón. Menn heilluð- ust af aflinu og hraðanum og kappakstur var þrekraun, sem sett var f samband við karl- mennsku. A þessum tíma höfðu Ólympfuleikarnir nýlega verið endurvaktir og mikið aðdáun rfkti á íþróttaafrekum, enda þótt þau væru Iftil á nútfma atvinnu- mennsku-mælikvarða. Eftir fyrri heimsstyrjöldina uppgötvaðist, að það var samt ennþá betra að nota kvenfólk til að auglýsa bfla. Bæði stóð það f sambandi við auk- ið sjálfstæði konunnar og svo voru menn búnir að komast að raun um, að falleg kona dró alltaf til sín athyglina, — f auglýsingu ekki síður en f Iffinu sjálfu. Það hefur haldið áfram allt til vorra daga. En verulcgur munur er þó á þvf, hvernig bflar eru auglýstir. í Bandarfkjunum virð- ist það gert með þrennu móti: i fyrsta lagi er fjölskyldubfllinn Framhald á bls. 16. Nútfminn. Japanskur smábfll er auglýstur með útivinnandi húsmóður. Buick-auglýsing annó 1976. Einhverntfma hefði þótt tilhlfðilegt að hafa rfkmannlegt heldra fólk f námunda við svona ffnan bfl, — en nú er Bjúkkinn bara fyrir sportið og myndaður með körfuboltaliði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.