Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1977, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1977, Blaðsíða 7
sína, hugsanir þeirra, tilfinningar, og hann uppgötvar einnig sjálfan sig I leiðinni. Alltaf er eitthvað nýtt, heillandi og óvænt að gerast. Þess háttar starf getur ekki orðið leiðin- legt, því að það er í órofa tengslum við lífið sjálft og býður upp á sömu fjölbreytni. Starf sem þetta hefst ekki klukkan átta á morgnana og lýkur ekki klukkan fimm á daginn. Það býrí manninum á meðan hann vakir. Námsskráin?? Sú þekking, sem hún krefst kemur í leiðinni (svo framarlega sem hún skiptir máli) og á ólíkt áhrifameiri og gagnlegri hátt en annars væri. Órar, óraunsæ hugarfóstur, segja menn ef til vill. Ekki meiri en svo, að þetta er einmitt aðferðin, sem börn nota sjálf, þegar þau fá að vera sjálfráð um nám sitt. Og höfum í huga, að börn læra margfalt meira utan skóla en innan hans. Þar við bætist, að það sem lært er í skóla gleymist gjarna, en hitt geymist. Kennarar þyrftu að vera óragari við að fara eigin leiðir. Það er heldur engin hætta á ferðum, ef þeir á annað borð taka starf sitt alvarlega og eru engir flysjungar. Það er hvort sem er varla mögulegt að finna kennsluaðferðir, sem bera minni arð en þær, sem nú eru mest notaðar. Engin ástæða er svo sem fyrir kenn- ara að hafa hátt um tilraunir sem þessar, ef það skyldi koma sér bet- ur. Þær geta gerzt svo lítið ber á inni í skólastofunni, í gönguferðum um nágrennið, þegar vel viðrar, helgar- ferðum og svo mörgu öðru. Aðalat- riðið er að gera „allt" að tilefni náms, rannsókna og skoðunar. Nú má ekki gleyma því, að alltaf hafa verið til og eru að sjálfsögðu enn til kennarar, sem unnið hafa í þessum anda (Það eru að dómi allra barna langskemmtilegustu kennar- arnir). Þetta er því engin ný speki, eins og raunar þarf varla að taka fram. Ég hef þekkt þónokkra (og átt að kennurum) og lesið um aðra. Ein eftirminnilegasta kennslustund, sem ég hef átt fór fram á bryggju- hausnum á Sauðárkróki i roki og rigningu fyrir tæpum fjörutíu árum. Kennarinn og ég hittumst þar af tilviljun. Hvorugur okkar vissi að verið var að kenna. En ég hef ekki i annan tíma lært meira um lífs- baráttu sjófugla og hliðstæður þess við mannlífið. Úr því að ég er farinn að segja sögur, læt ég fljóta með annað atvik, sem ekki hefur fallið úr minni. Þegar barnaprófi (eða fullnaðarprófi eins og það hét þá) var lokið fórum við krakkarnir í skólaferðalag til Reykjavíkur i fylgd kennarans. Stanzað var fyrir botni Hvalfjarðar. Þarsafnaði kennarinn okkur saman og benti okkur út fjörðinn. Við bjuggumst að sjálf- sögðu við landafræðilexiu og til- hlökkunin var vist ekki mikil. En ræðan varðaðeins: „Jæja krakkar minir, hvernig snýr nú Hvalfjörður- inn?" „Hvað, auðvitað norður og suður", svöruðu flestir að bragði. Mikil var undrun okkar, þegar þetta reyndist alrangt. Svo mikil, að oftast dettur mér þetta atvik i hug, þegar ég fer fyrir Hvalfjörð. Flestir lesend- ur munu kannast við „kennslustund- ir" af þessu tagi, og eru mér áreið- anlega sammála um að efni þeirra festist einatt vel í minni. Höfuðatriðið í góðu og þroskandi Tilraun til að kynnast einhverju utan kennslustofunnar: Nemdur úr skóla skoða varðskip. „KENNARAR þyrftu að vera óragari við að fara eigin leiðir. Það er heldur engin hætta á ferðum, ef þeir á ann- að borð taka starf sitt alvarlega og eru engir flysjungar. Það er hvort sem er varla mögulegt að finna kennsluaðferðir, sem bera minni arð en þær, sen nú eru mest notað- ar." kennslustarfi, er að kennarar séu sjálfir sannfærðir um að hið frjálsa, skapandi kennslustarf, sé hin rétta leið, og að þeir séu fúsir á að taka vissa áhættu (sem raunar er sáralítil. Það væri þá helzt að þeir „misstu stjórn á bekknum", en það er ákaf- lega slæmt, eins og allir vital!) og séu sjálfir forvitnir um allt það, sem lífið varðar. Þá mun vel gegna, einkum ef menn forðast að flækja sig fasta í stefnum og kenningum, reglum og skrám. Heilbrigt og eðli- legt mannlíf á ósköp litla samleið með slíkum fyrirbærum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.