Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1977, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1977, Blaðsíða 3
Ragnar H. Ragnar á heimili sfnu á isafirði. skemmtilegt ágætisfólk, er settu einnig svip á heimilislífið. Einn þeirra, er var heimiliskennari um tíma á Ljótsstöðum var Þorgerður Helgadóttir systir Sigtryggs á Hallbjarnarstöðum. Hún töfraði okkur nemendur sína með kennslu sinni og ýmsum sögum, er hún kunni. Hún las okkur fyrir í réttritunartfmum Hulduljóð Jónasar og fleiri ágætiskvæði. Hún sagði okkur líka söguna um bændurna á Varastöðum og Mánahjalla (eyðibýli sitt hvorum megin við Ljótsstaði), er háðu einvígi um einhverja fegurðardís á söguöld og biðu báðir bana. Einnig um einn skipverja Garðars Svavarssonar, er gekk með allri Laxá og kring Mývatn og er hann var atyrtur fyrir fjarvistina „mælti hann svo um og lagði á að eldur skyldi brenna f hverju sínu fótspori á þessari leið.“ Er þeir sigldu frá landi var himinn og jörð sem glóandi eldhaf og brunnu þá Mývatnshraun og Laxárdals allt til sjávar. Þorgerður var „Land- varnar“kona og elskaði lítt Dani og þeirra kóng og kenndi okkur útúrsnúning Gröndals á vísu Matthiasar „Stfg heilum fæti á helgan völl“ þannig: „Stfg höltum fæti á hálan völl, þú hræsnisfulli Dana sjóli, er komst frá þfnum kjaftastóli að sjá vor grafar inni öll. Með skeinisblað f skitinni hendi, skrattinn þig oss verstan sendí, far burt, far burt, til fjandans burt“, og hvernig gátum við, nemendur hennar, annað en viljað skilnað við Dani eftir þvflfka kennslu. Þeir voru margir fleiri og ágætir kennararnir á Ljótsstöðum, en beztu kennararnir voru þó okkar góðu foreldrar. En það var ekki allt skemmtun, söngur, lestur og lærdómur á Ljótsstöðum. Móðir mfn var að vísu draumlynd en líka dugleg og áhugasöm húsmóðir og faðir minn var þekktur ákafamaður til allra starfa og hélt okkur fast að vinnunni og hafði klukkuna oft 2—3 klukkustundir á undan sól. Auk allra algengra útiverka vor- um við bræður látnir mjólka ær og kýr, elda mat, baka brauð, þvo matarflát og gólf, prjóna alla okkar sokka og vettlinga og stoppa f þá. Mun þetta hafa verið arfur frá Ólafsdal, en afi flutt það með sér frá landnemabúskapnum f Ameríku. Hlauzt þú ekki aðra skólagöngu en þessa hér heima á Islandi? Veturinn 1916—1917 var ég á unglingaskólanum á Húsavík en þar var skólastjóri ágæstimaður- inn Benedikt Björnsson, frábær kennari, rithöfundur og samdi sögur er gefnar voru út undir dulnefninu Björn austræni. Þar með leit út fyrir að skólagöngu minni væri lokið ég fór í vinnu- mennsku sem þá var títt um ung- linga og ungt fólk. Var ég frosta- veturinn 1917—1918 vinnumaóur á Grænavatni hjá Helga föður- bróður mínum og syni hans Jónasi. Bjuggu þeir stórbúi á hálfri jörðinni á móti Guðna As- mundssyni frænda okkar, sonum hans og tengdasyni. Á Græna- vatni var fjöldi heimilisfólks eða nær þrjátíu manns. Þar var glatt og kátt, þó kalt væri úti, oft t.d. dansað um helgar af heimilisfólki og gestum, en þar var gestkvæmt mjög. M.a. voru þarna tvær vetrarstúlkur úr Reykjavík, fríðar, gáfaðar, fjörugar og vel menntaðar, Valgerður Þórðar- dóttir og Sigríður Magnúsdóttir, systir Einars Magnússonar fyrrv. rektors M.R. og glæddu þær mikið félagslífið í sveitinni þennan vetur. Það var eins konar skóla- ganga að vera þennan vetur á Grænavatni. Auk félagslífsins, dansanna og gleðinnar var fólkið fullt af lífsþrótti og áhuga á öllu milli himins og jarðar. Voru um- ræður oft óvægilegar um menn og málefni og þoldu sumir misjafn- lega, en aðrir stæltust og lærðu að svara fyrir sig og láta hart mæta hörðu. Helgi Haraldsson frá Hrafnkelsstöðum hefur gefið ágæta mynd af þessu heimili í bók sinni „Engum er Helgi lfkur.“ En það átti ekki fyrir mér að liggja að verða vinnumaður eða bóndi. Faðir minn áleit mig lftt til þess fallinn m.a. vegna þess að mér þótti hver sauðkindin annarri lík og þekkti ekki ær með nöfnum, sem þá var talið sjálf- sagt. Haustið 1918 fór ég f Sam- vinnuskólann, sem þá var verið að stofna. För mín þangað voru samantekin ráð foreldra minna og Jónasar frá Hriflu. Þaðan út- skrifaðist ég vorið 1920. Ekki var Samvinnuskólinn þá mikill verzlunarskóli, en undir leiðsögn Jónasar og þess merka kennara- liðs, er þar starfaði var hann ágæt menntastofnun. Meðal kennara voru auk Jónasar, Tryggvi Þór- hallsson sfðar forsætisráðherra, Héðinn Valdimarsson, er sfðar varð nafnkunnur stjórnmála- maður og verkalýðsleiðtogi, Ásgeir Ásgeirsson seinna forseti og Ólöf Jónsdóttir, þá í blóma æsku sinnar og fegurðar og vorum við allir ástfangnir af henni, en hún giftist síðar Sigurði Nordal. Þá voru kaffikvöld skólans merkileg, þar sem saman komu til frjálsra ræðuhalda og að skemmta sér nemendur og kennarar skólans og forkólfar Framsóknarflokksins og Alþýðu- flokksins. 1 Reykjavík hafði ég þessi ár aðgang að pfanói og komst af eigin rammleik nokkuð niður f að leika á það hljóðfæri, sem kom sér vel sfðar. Hvað gerðir þú svo að loknu nðmi f Samvinnuskólanum? Veturinn 1920—1921 starfaði ég við Kaupfélag Þingeyinga á Húsavfk. En það var víst bæði félaginu og mér f hag að ég hætti þar störfum um vorið. En vetur- inn þessi á Húsavík og kynni mín af mörgu ungtygóðu og kátu fólki, var ekki einskis verð og ég var til heimilis hjá kaupfélagsstjór- anum Sigurði Bjarklind og skáldkonunni Huldu, er var mér einkar góð, ræddi við mig um heima og geima, fræddi mig um margt og var ljúf og lítillát i viðmóti. En hún og móðir mfn voru alla ævi miklar vinkonur, enda hafði hún hjálpað Huldu að koma fyrstu kvæðum sínum á prent í blöðum á Seyðisfirði og í Reykjavík. Hvað tók við, þegar þú hættir verzlunarstörfum? Ég fór til Ameríku um sumarið með gamla Guílfossi frá Húsavfk til Austfjarða og þaðan til Eng- lands þann 6. ágúst 1921. Hélt ég svo áfram för minni með skipi og járnbrautarlestum til Winnipeg og eftir næturdvöl þar til Jóns sonar sr. Árna föðurbróður míns í Vatnabyggðum Saskastschewan, en þar var hann læknir. Eld- snemma næsta morgun var ég farinn að „hreykja" hveitibindum úti á akri hjá stórbóndanum Þor- láki Jónassyni frá Grænavatni og sonum hans við Dafoe. Að fara f uppskeruvinnu voru ráð móður minnar og þarna fékk ég vel laun- aða vinnu fram á vetur, en fór þá aftur I heimsókn til Jóns frænda míns í Wynyard. Var ég þá að hugsa um að fara til fiskiveiða á ísum Winnipegvatns. Jón taldi það hið mesta óráð og að ég væri ekki líklegur til slfkra harðræða. Hann og kona hans höfðu mjög gaman af að heyra mig gutla á píanóið og Jón eggjaði mig á að fara og læra hjá góðum kennara, ég væri alla tíma við hljóðfærið, hvort sem væri. Fór hann með mig til þekkts og ágæts kennara f Winnipeg Jónasar Pálssonar, ætt- uðum úr Borgarfirði. Er Jónas vissi aldur minn og hafði litið á hendur mínar, bólgnar af erfiðinu við þreskinguna sagði hann „Þetta verður erfitt, treystir þú þér til að fara í glímu við sjálfann andskotann?" Ég sagðist hafa verið talinn glfminn heima á Islandi og settist við hljóðfærið og lék einhver smálög utanbökar og svo eitthvað eftir nótum. Er ég stóð upp lofaði hann að taka mig f hóp nemenda sinna og þar var ég til næsta vors að peningar minir voru þrotnir. Varð ég þá að fá þrjátíu dollara að láni hjá Jónasi frænda mínum Jónassyni frá Dafoe til að komast aftur í sumar- vinnu vestur í Vatnabyggðir. En daginn áður en ég fór heimsótti ég aldraða frænku mína, Sigríði Johnson dóttur afabróður míns, er fór til Kanada á fyrstu árum fslenzka landnámsins. Hún tók mér sæmilega, ekki meir, sagðist ekki lengur hafa neinn áhuga á neinu á íslandi, né þvi er íslenzkt væri, minningar sínar þaðan væru um fátækt, hungur og kulda. Hann afi minn hefði verið ágætis maður og velgjörðarmaður sinnar fjölskyldu, en nú væru liðin nær fimmtfu ár frá því hann dó. Nei, hana langaði ekki til að heyra neitt frá Islandi. Við drukk- um saman kaffibolla og er við skildum hefur víst hvorugu okkar hugkvæmst að við ættum eftir að sjást aftur. Fór ég svo leiðar minnar vestur i Vatnabyggðir. Um haustið fór ég til Saskatoon, en þangað var Jón frændi minn fluttur, var ég hjá honum um veturinn og kallað að ég ynni fyrir mér með ýmsum smávikum — en jafnframt stundaði ég nám í píanóleik og tónfræði. Um vorið byrjaði ég svo að kenna píanóleik og hefur það verið aðalatvinna mfn sfðan. Þetta sumar voru nemendur fáir og ég svalt heilu og hálfu hungri, ég átti oft ekki fyrir máltfðum svo vikum skipti. En um haustið kynntist ég af furðulegri tilviljun gyðingakaup- manni er fékk mig — gegn húsnæði og morgunverði — til að kenna dóttur sinni er hann sagði að væri músikölsk, en nfðlöt og enginn tjóaði við. Þetta gekk eins og í sögu, stúlkan varð ágætur nemandi og er aðrir gyðingar í borginni fréttu þetta varð það til þess að ég um jól hafði milli 50 og 60 nemendur. — En svo kom allt f einu bréf frá Miss Sigríði John- son, frænku minni, er ég hafði heimsótt vorið 1922, bauð hún mér til Winnipeg og kvaðst mundi líta eitthvað til með mér ef ég kæmi til sín. Fór ég til hennar undir vorið 1924, 'hún reyndist mér frábærlega góð, enda elsku- leg kona á alla lund. Hún gaf mér þegar f stað píanó og þar til hún dó um miðjan vetur 1929 styrkti hún mig og hjálpaði á marga lund og var mér nærri sém móðir. Það var ekki fyrr en löngu eftir að ég kom til Winnipeg, að hún sagði mér ástæðuna fyrir sinna-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.