Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1977, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1977, Blaðsíða 13
Krossmark eftir Guðmund bíld / ÞJOÐMINJAR eftir Þór Magnússon þjóðminjavörð ÞAÐ er næsta sjaldgæft að sjá ( kirkjum hér á landi á okkar tímum gripi úr kaþólskum sið, svo sem myndir dýrlinga eða róðukrossa, sem mjög mikið var um ( kaþóisku. Flest þess- ara gripa hefur týnt tölunni eftir siðaskiptin, annað hvort verið vfsvitandi eyðilagðir strax ( upphafi iútersks siðar, ef þeir þóttu um of pápiskir, eða þá að þeir hafa smám sam- an týnt tölunni. Einkum var þeim gripum hætt, sem á ein- hvern hátt voru taldir heiiagir i sjálfu sér og fólk hafði dýrk- un á, enda lagði Lúter bann gegn dýrkun helgimynda og helgra dóma. Allmargt kirkjugripa úr kaþólskum sið, sem náði að varðveitast fram yfir miðja 19.-öld, hafnaði þó í Þjóð- minjasafninu, en oft eru þeir illa farnir og að kalla rytjur einar. örfáir urðu eftír ( kirkj- unum og eru þar enn, enda er satt að segja ekki sótzt eftir þeim til safna ef vel er að þeim búið og þeir ekki (neinni hættu, heldur er þá reynt að hlynna að þeim i kirkjunum eftir mætti. Viða voru krossmörk og myndir helgra manna i kirkj- um f kaþólskum sið, en flest af þessu er nú týnt. I seinni tið hafa sumar kirkjur eignast róðukrossa að nýju, einkum þó altariskrossa, en lfklega er stóra krossmarkið f Hóladóm- kirkju hið eina, sem nú er hér ( kirkju úr kaþólsku. 1 þremur kirkjum við tsafjarðardjúp, f Vatnsfirði, á Melgraseyri og i Unaðsdal eru róðukrossar, sem f fljótu bragði gætu virzt frá sfðustu tfmum kaþólsks siðar og mundu menn þó ætla, að þeir hefðu hlotið einhverja aðgerð sfðar. En þeir eru þó ekki eldri en frá sfðustu öld og allir eftir sama hagleiksmanninn, Guð- mund Páisson „bfid“, sem dó 1884. Guðmundur var fæddur f Mýrasýsiu og sigldi til Kaup- mannahafnar og lærði „bfld- höggvarasmfði, það er útskurð. Hann hefur sfðan er heim kom fengizt vfða við list sfna, eink- um norðanlands og má enn sjá nokkur verka hans, bæði f söfnum og þó ekki sfður f kirkjum og á bæjum. Er til dæmis umgerðin og yfirstykk- ið á altaristöflunni fornu á Þingeyrum eftir hann, æðar- blikinn og andiitsmyndin á burstinni á Laufásbænum, laxarnir f Laxamýrarhúsinu og hinn prýðisfagri útskurður, sem var yfir dyrum gamla bæjarins f höfnum á Skaga, æðarhjón, engilsmynd og nafn bæjarins. Eins og myndin hér ber með sér hefur Guðmundur verið hagur og er myndin allvel gerð, þótt honum hafi ekki alltaf tekizt jafnvel. Myndin er einnig máluð, blóðblettir sýnd- ir um allan lfkamann eftir húðstrýkinguna og úr hönd- um, fótum og sfðusári ieggur blóðtauma. Það var fátftt á þessum tfma, að hérlendir menn fengjust við útskurð af þessu tagi. Menn voru enn fastheldnir á hinn gamla, fslenzka útskurð, sem hver kynslóð lærði af ann- arri, en þótt einn og einn lærð- ur útskurðarmaður kæmi, eins og þeir nafnar Guðmundur „bfldur" og Guðmundur frá Bjarnastaðarhlfð tveimur öld- um áður, virðast þeir ekki hafa valdið miklum áhrifum. En menn hafa kunnað að meta list þeirra og gefið virðingarheitið bfldhöggvari“, sem er auðvitað ekki annað en fslenzkun á danskaorðinu billedhugger. Þór Magnússon. Sem óstöðvandi leirskriða Framhald af bls. 5 kjörsvið við Tónlistarskólann. Þetta hefur þvf gengið vonum betur, þó að skólinn eigi ekki enn þá þak yfir höfuðið, en hafi þrjár kennslustofur til afnota í heima- vist M.I. og aðrar sex vfðsvegar um bæinn. Það eru lfklega orðnir margir nemendurnir, sem þú hefur út- skrifað frá Tónlistarskólanum á þessum árum? Við þennan skóla eru engin burtfararpróf, enda veit ég satt að segja ekki hvernig nokkur „út- skrifast" f tónlist. En það er orðinn mikill fjöldi fólks, er hefur stundað nám við skólann og sumir lengi og farið í framhalds- nám bæði í Tónlistarskólann f Reykjavík og erlendis. Og enn þá eru ungir nemendur f skólanum, sem vænta má- að verði duglegt tónlistar- og listafólk með tíð og tfma. Þú hefur aldrei iðrast þess að þú fluttir f þennan þrönga fjörð og sagðir skilið við vfðátturnar f Amerfku? Nei, aldrei eftir næst fyrsta daginn. Við hefðum ekki kunnað við okkur þar til langframa. Hugsunarháttur manna er annar með stórþjóðum. Þar er hver maður sem maur í þúfu. Hér á Fróni er hver einstaklingur mikils virði. Við höfum gerst þaulsetin um of. Tíminn hefur flogið áfram. Nú skal ekki tefja lengur. Augun hvarfla þó enn að bókahillunum: Þú iest mikið, Ragnar? Frá blautu barnsbeini hefi ég varið mestu af frfstundum mínum til lestrar og svo er enn. Lesefni mitt er margvíslegt, en er ég var unglingur las ég stutta mannkyns- sögu eftir Boga Melsteð og sfðan hafa athafnir og örlög mannanna á liðnum árþúsundum verið eitt aðalhugðarefni mitt, þó að ég hafi einnig lesið ótal margt annað. Af sagnfræðilestri hefi ég sannfærst um að það koma engir „mann- kynsfrelsarar á hvftum hestum," er með brambolti, byltingum sínum og blóðsúthellingum leiða þjáð mannkyn á braut jafnaðar og réttlætis, þeir eru ekki til hvar sem leitað er. Hvað þá um listir og uppruna fsienzkra bókmennta? Listir eru lífgjafi og eiga að vera hluti af tilveru hvers manns. Trúabrögðin og listirnar, er viðleitni dauðlegra og skammlffra manna í átt til fullkomnunar og gefur störfum okkar og lffi gildi. í meira en tíu aldir hefur margt ágætt og merkilegt verið samið og ritað í bundnu og óbundnu máli á íslenzku. Hvernig þær mállýzkur voru, er norskir landnemar töl- uðu, við komu sfna til íslands, vitum við lftið með nokkurri vissu, líklega hafa þær verið frumstæðar og fátæklegar. En snemma á öldum Islandsbyggðar sköpuðu fslenzk skáld og speking- ar úr þeim stofni það frjóa og auðga mál, er við nú eigum. Utan Islands hefur sú tunga, ALDREI verið töluð né rituð af öðrum en íslendingum. Fornkvæði okkar og sögur jafnt sem atómljóð nútfma- skálda eru á íslenzku, en ekki einhverri „norrænu“. Eng- inn maður hefur nokkru sinni talað né ritað þessa „norrænu" aðrir en útlendingar er bjástra við að skilja og „skýra“ bækur okkar. Hvers vegna við, en ekki frændur okkar á Norðurlöndum sköpuðum og notuðum þessa ágætu tungu okkar, er leyndar- dómur sem margar getgátur eru um. Lfklega eru orsakirnar margar og flóknar. Ein af þeim gæti verið sú að erlendis eru nætur dimmar allan ársins hring og dagar allir nægilega langir til þess að fólk gat unnið öll sfn störf við dagsbirtu, fór á fætur um sólaruppkomu og háttaði um sól- setur. Hér er þessu öðru vísi var- ið. A sumrin er sólskin og birta langar sumarnætur, en skamm- degisbirtan svo lítil að fólk varð að hafa ljós f húsum sínum. Hérlendis var nóg af hval- og sel- lýsi og mör af vænum, feitum sauðum til ljósmetis í skamm- deginu, enda vorum við af öfund- sjúkum útlendingum nefndir „mörlandar“. En þannig gátu for- feður okkar „setið við sögur og ljóð“ allan sólarhringinn, vetur sumar, vor og haust, það gátu aðrir ekki almennt. E.t.v. ættu „fræðingar" innlendir, sem út- lendir að taka þetta með í reikninginn. Nokkur orð að lokum um tónlist, Ragnar. Þetta spjall er nú orðið óhóf- lega langt, þú hefur fengið mig til að segja alltof margt og mikið. Hvernig á svo málglaður maður sem ég að verða stuttorður um „drottningu listanna"? Við vitum ekki hvað hún er, hún kemur og lfður eins og tfminn, áfram en enginn hefur getað fangað hana og skoðað eins og mynd eða hlut (nema e.t.v. W.A. Mozart). Þvf má segja um hana „Hið sýnilega er stundlegt, en hið ósýnilega er eilíft." Hún er og hún verður, enginn sér hana, og enginn grfpur hana nema með ósýnilegum huganum. Hún kemur til þín, hrffur þig eða ögr- ar þér og er farin I sama svip, eftir er aðeins minningin. Loftbylgjur eða sveiflur af vissri hæð, tíðni og stöðugleika getum við skynjað sem tóna, söng mannsradda og hljóðfæra, aðr- ar bylgjur heyrum við ekki þannig. Þó halda margir að al- heimurinn sé bylgjusláttur, af bylgjuslætti orku og afls sveiflast hinar smæstu öreindir sem hinir stærstu himinhnettir hver um annan f dansi eftir músfk alheimsins. Með öðrum orðum allt f himingeimnum er söngur, sam- leikur eða hljómkviða (sinfónfa) sem vér vesælir jarðarbúar fáum hvorki skýnjað né skilið og þvf sfður HANN, er stjórnar og stýrir öllu f ógnar veldi og dýrð. Hin kaþólska kirkja kenndi fólki að vegsama stjórnanda þessarar „sinfónfu" með fögrum söng og hljóðfæraslætti og jafnvel göfug- um og tígulegum dansi. Kirkjan lét semja og fága þennan söng um aldaraðir og flytja I kirkjum og klaustrum um alla Evrópu og hvar sem hún náði hylli og fót- festu. I þessum söng (músfk) sigruðu ætfð ómblfðir hljómar ósamræmi og ómstrfð tónbil, lfkt og Drottinn viðhélt því góða og sigraðist á vonzkuverkum Djöf- ulsins. Upp úr þessu spratt svo, er tímar liðu.tónlist Vesturlanda og hlýddi lengi vel sömu lög- um. En er leið á 18. og 19. öldina haggaðist f hugum margra heims- skoðun kirkjunnar. Menn tóku að segja kenningum kirkjunnar og „stjórnandanum" upp hollustu, vildu verða sjálfum sér nógir, eins og tröllin, og sú allsherjar upplausn byrjaði, er nú rfkir um allan heim. Tónlistarhefð Vestur- landa fór ekki varhluta af þessari ringulreið og hefir, þrátt fyrir margar ágætar tilraunir snillinganna og mikilla tónskálda, ekki tekist að finna sameiginlegt tónmál — enn þá. En það steðja nú fleiri og ugg- vænlegri hættur að músikalskri og vitsmunalegri tónlist en nokkru sinni fyrr. Dans hafði verið iðkaður af siðuðum Evrópu- þjóðum við fagran en einfaldan söng og hljóðfæraleik með hófleg- um trumbuslætti alla tfð aftan úr forneskju. I vændishúsum New Orleans borgar og e.t.v. vfðar var tekinn upp annar háttur. Þá var aðalatriði ofsafengið hljóðfall með alls konar argi og óhljóðum, er alit var miðað við að örva frum- stæðar kynhvatir viðskipta- Framhald á bls. 16. Foreldrar Ragnars Áslaug Torfadóttir og Hjálmar Jónsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.