Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1977, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1977, Blaðsíða 5
Ljótsstaðir i Laxárdal S.-Þing. sem stafaði eingöngu af ókunnug- leika aðiljanna beggja. Svo ólík- lega fór, að einmitt hingað heim- sótti ég mitt lífslán, eiginkonu mína, Sigrlði dóttur Jóns Gauta Pjeturssonar á Gautlöndum, og gengum við I hjónaband rétt áður en ég þann 6. ágúst 1945 sigldi aftur til Bandarfkjanna og fékk lausn frá herþjónustu f septem- ber. Fór ég þá aftur til Norður- Dakota, þangað kom svo Sigga skömmu sfðar og þar bjuggum við í miklu eftirlæti þar til við sigld- um frá New York þann 6. ágúst 1948 og fluttum hingað til Isa- fjarðar. Getur þú sagt mér nokkuð almennt um tslendinga f Vestur- heimi á þessum árum? Að gera grein fyrir stöðu þeirra i Vesturheimi á þessum árum til nokkurrar hlftar verður ekki gert f stuttu blaðaviðtali. Er ég kom þangað 1921 höfðu þeir löngu að- lagað sig staðháttum þar og komið ár sinni vel fyrir borð á flestum sviðum þjóðlífsins. Þeir voru bændur, fiskimenn, kaupmenn, iðnhöldar, smiðir, braskarar, stjórnmálamenn o.fl. o.fl. En þeir höfðu jafnframt þessu sfna sér- stæðu menningu, er birtist einkum í viðhaldi fslenzkrar tungu og erfða, ýmsum félögum, trúarlegum kirkjulegum samtök- um, er voru einkennandi fyrir þá og miklum metnaði. Þeir vildu standa jafnfætis eða helzt skara fram úr öðrum þegnum þar- lendum. Þessi metnaður var lfk- lega sterkasta aflið í uppgangi þeirra og velgengni. Má þar nefna að vestur-fslenzkum fshockey flokki tókst að sigra alla keppi- nauta sfna á Kanada og verða fulltrúar þjóðarinnar á Olympfsku leikjunum árið 1920 og vinna gullverðlaunin. Frægð þeirra fór sem eldur í sinu um allt landið og út yfir heiminn. Þetta ótrúlega afrek vann þeim álits og virðingar og stælti sjálfsstraust þeirra og þrek. En á meðal okkar hér heima, eru afrek Vestur- Islendinga á sviði skáldskapar og annarra ritsmfða þekktust og mikilvægust og orðinn merkur hluti íslenzkra bókmennta. Blómaskeið vestur-fslenzkrar „rit- aldar“ hófst með útkomu fyrstu ljóðabókar Stephans G. Stephans- sonar 1891 og „Öldinni", 1893 en fer svo að smá hnigna frá þvf er „Sypra" Ölafs Thorgeirssonar varð að leggjast niður árið 1922. Þekktir þú Stephan G.? Nei, ekki get ég talið það. Þó var ég einn dag með honum, hitti hann á járnbrautarstöð í Winnipeg f fylgd með sr. Rögn- valdi Péturssyni. Bauð Rögnvald- ur mér heim til sfn með honum og var ég þar mest allan daginn. Sér- staklega er mér minnisstætt, hve hann hafði falleg, skær og tindrandi augu. Hann var ræðinn, látlaus og blátt áfram í allri fram- komu og laus við þann hroka, sem er áberandi I sumum kvæðum hans. Þegar Laxness kom 1927 til Winnipeg var St. G. nýlátinn. Þá var Laxness nær ókunnugur kvæðum hans, en var beðinn að skrifa um hann i Heimskringlu eftirmæli eða blaðagrein. A fáeinum dögum tókst Laxness að kynna sér kvæði hans svo vel, að hann samdi þá ágætu grein, er seinna var endurprentuð f bókum hans. Slíkt er á f árra manna færi. Og hvernig fannst þér að setjast að á Isafirði? í fyrstu dálltið þröngt, mér fundust fjöllin nærri lokast yfir höfði mér. En það vandist fljótt, er við kynntumst fólkinu og eignuðumst hér vini og kunningja. Tónlistarfélag ísafjarðar hafði fengið mig heim til að stofna og starfrækja hér tónlistarskóla. Fyrsta veturinn voru aðeins 15—20 nemendur í skólanum. Nú eru um 130 nemendur f einka- tímum á ýmis hljóðfæri og f tón- fræðigreinum og lftil hljómsveit. Þá er ágæt samvinna við Mennta- skólann á Isafirði og margir menntaskólanemendur, víðsvegar af landinu, er taka valgreinar og Framhald á bls. 13 Árni Óla ÚR DUL- HEIM- UM Fyrir nokkrum árum dvaldist ég um hrfð f Heilsuhæli N.L.F.1. I Hveragerði. Þar kynntist ég austfirzkum manni, sem Gfsli Þorgeirsson hét. Við sátum oftast tveir að sama mat- borði og bar þá ýmislegt á góma. Meðal annars sagði hann mér þessar tvær sögur: FORBOÐI Árið 1935 var ég við sjóróðra f Grindavfk á báti, sem Haf- renningur hét. Einn morgunn, er við vorum kallaðir i róður og komum niður í fjöru, stóð vél- báturinn Lóa við hliðina á Haf- renningi. Heyrðum við þá allir að barin voru 3 eða 4 þung högg um borð f Lóu. Formanni okkar varð þá að orði: „Þeir hafa vfst ætlað á sjóinn á undan öðrum núna.“ Kallaði hann svo um borð og spurði hver væri þar, en enginn svaraði. Var þá skyggnzt um borð, en þar var enginn maður. Rétt á eftir komu skipverjar Lóu fimm að tölu, og urðu bát- arnir svo að segja samferða út á hafið. En þar skildi með þeim, þvf að Lóa sigldi austur með landi. Þriðji báturinn, sem Garðar hét, fór út um sama leyti, en hvarf okkur von bráðar, þvf að hann hélt lengra austur á bóginn en við. Þessir þrfr bátar voru allir opnir og með kraftlitlum vélum. Veður var hálfslæmt og hvessti er komið var á miðin. Gerði sjó brátt úfinn svo að þegar við fórum að draga Ifnuna, þá náðum við henni ekki allri, en urðum að skilja nokkuð eftir. Var nú leitað til lands. Þegar við komum til Grindavfkur var sjór orðinn svo úfinn, að menn f landi höfðu „flaggað frá“, en svo var það kallað er veifa var dregin á stöng til þess að vara bátana við, og merkti veifan að þá væri ólendandi. Biðum við nú nokkra hrfð utan við brim- garðinn. Formaður okkar var aðeins 18 ára gamall, en kapp- samur eins og ungum mönnum er tftt. Sagði hann að vel mundi lendandi, ef farið væri á eftir stærsta brotsjonum. Höfðu menn nú vakandi auga á boð- unum, og innan stundar komu þrfr boðar og risu hátt. Á eftir þeim var hleypt að landi og tókst lendingin giftusamlega. Hið fyrsta, sem við fréttum, er f land kom, var að Lóa hefði farist og Garðari hefði tekist að bjarga tveimur bátsverjum. Næsta vetur var ég við sjó- róðra f tíornafirði. Þar var þá einnig stýrimaðurinn, sem hafði verið á Garðari veturinn áður. Einhverju sinni sagði hann mér frá þvf, að margt einkennilegt og óskiljanlegt hefði borið fyrir sig á sjómannsárum sfnum. Til dæmis sagði hann mér þá þessa sögu af Lóu-slysinu, en hafði ekki hugmynd um að ég hafði verið f Grindavfk þegar slysið skeði: — Við vorum byrjaðir að draga lfnuna. Skipstjórinn var sofandi, en ég við stjórn. Mér leizt svo á, að heppilegast mundi að draga lfnuna frá vestri til austurs, vegna sjólags- ins, og byrjaði þvf á vesturenda hennar. En er við höfðum dregið 8 bjóð, kom skipstjóri æðandi og virtist bálreiður út af þvf, að við höfðum byrjað á vesturenda Ifnunnar. Skipaði hann að setja dufl á lóðina, þar sem komið var, og sleppa henni svo og halda að austurendan- um. Þetta var nú gert og sfðan skyldi siglt f austur til þess að ná f hinn endann. Sagði skip- stjóri þá fyrir um stefnu, en ég benti honum á, að þetta væri ekki rétt stefna, ef við ættum að hitta eystra bólið. Hann brást reiður við og skipaði að halda þá stefnu, er hann hafði sett. Var nú siglt austur á bóg- inn og fjarlægðumst við óðum lóðina. Sigldum við þá beint á Lóu, þar sem hún var að farast og tókst okkur að bjarga tveim- ur mönnum en þrfr drukknuðu. Ekki kvaðst stýrimaður vita, hvers vegna skipstjóri hefði tekið þessa stefnu, hann hefði ekkert viljað um það tala. Þeir voru með senditæki og til- kynntu nú Keflavfkurstöðinni hvernig komið væri, og þess vegna var fregnin um slysið komin á undan Hafrenningi til Grindavfkur og var hið fyrsta sem við fréttum, þegar á land kom. ÓFÖGNUÐUR Nokkrum árum seinna var ég í Hornafirði á útgerð Þórhalls Daníelssonar úti f Alögurey. Þetta var sama veturinn og margir enskir hermenn urðu úti á þeim slóðum. Lfk þeirra höfðu verið flutt f sjóbúðina sem bátur okkar hafði í eynni. Eg kom seinastur til skips og höfðu allir valið sér svefnrúm, svo að ég fékk leiðinlegasta rúmið. En það var ekki nóg að það væri leiðinlegasta rúmið, heldur var eitthvað ósýnilegt fyrir f þvf og fékk ég svo illa martröð fyrstu þrjár næturnar f röð, að ég gat ekki á heilum mér tekið. Ég skýrði þá formanninum frá þessu og sagði að ég gæti ekki verið á bátnum, ef ég fengi engan svefnfrið, og bað þvf um annað rúm. Hann kvað þetta tóma vitleysu úr mér, en til þess að sannfæra mig um það, sagðist hann ætla að skipta við mig á rúmum. En hann var ekki lengur en þrjár nætur f þessu rúmi, þá flýði hann þaðan. Var verkstjóranum nú tilkynnt þetta, en hann hló að vitleysunni f okkur og bauðst til að sofa sjálfur f rúminu. En það fór á sömu leið, hann varð að flýja þaðan. Enginn vissi hvernig á þess- um ófögnuði stóð, en giskað var á, að Englendingurinn úti- dauði, sem lagður hafi verið f þetta rúm, mundi valda þessu. Enginn vissi hver hann hafði verið, og verður þessi gáta aldrei ráðin. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.