Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1977, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1977, Blaðsíða 6
 í íslenzkri kennarastétt hefur löngum verið margt hugsjóna- manna og mannvina, manna sem hafa átt þá ósk heitasta að láta gott af sér leiða og gera nemendur sína að betri og vitrari mönnum. Reynsla mín af íslenzkri kennarastétt stað- festir þetta. En hún staðfestir einnig annað. Enda þótt ég hafi þekkt þó nokkuð marga kennara, sem um langa starfsævi hafa ætíð verið fullir áhuga, bjartsýnirog glaðir, finnst mér þeir vera öllu fleiri sem eru vonsviknir og beiskir, þreyttir og jafnvel leiðirá starfi sínu. Hvernig má það vera? Sú skýring er alltof einföld að halda að kennarar sem svo háttar um, hafi einfaldlega valið sér rangt starf, séu á rangri hillu eins og sagt er. Spyrji maður kenn- arana sjálfa, stendur sjaldnast á svörum: Afleitar vinnuaðstæður, alltof mikil kennsla og námsskrár, sem verður að strekkjast við að fylgja, svo að nemendurnir komi sæmilega undirbúnir til prófs. „Þetta er alltaf sama staglið, vetur eftir vetur, svo að loksins gæti mað- ur gert þetta blindandi", hef ég heyrt kennara segja. Engum blöðum er um þaðað fletta, að kennsluálag margra kenn- ara er óhæfilega mikið (vegna ónógra launa), of margar kennslu- stundir, sem er of mikið þjappað saman, of margir nemendur fyrir hvern kennara og víða of mikil þrengsli. Rétt er það líka, að kennsluhefðir hafa um langt skeið ýtt dyggilega undir það, að náms- skrám sé nákvæmlega fylgt og að allar athafnir og gerðir kennara séu sem nákvæmlegast skipulagðar. Þetta mun að öðrum þræði eiga rætur sínar að rekja til gamalla fræðikenninga, sem eitt sinn þóttu merkilegar. Kennslustarf af þessari gerð ber að vísu oft góðan árangur, mældan í einkunnum, en varla fer á milli mála, að hvorki verður það skemmtilegt né frjósamt. Þeir einir munu njóta þess, sem hafa yndi af smásmygli. Það er kunnur siður meðal kenn- ara að bölva námsskrám: allt illt er af þeim akri sprottið, og alls staðar hneppa þær kennarann í þrældóms- fjötra. Nauðsynlegt er að athuga hvort þetta er nú alls kostar rétt, eða hvort þetta ber fremur að skoðast sem vörn og tylliástæðu manna, sem ekki treysta sér (og fá ónóga hvatningu) til þess að feta ótroðnar slóðir. Kunningi minn góður, Helgi Elíasson, fyrrverandi fræðslumála- stjóri, var vanur að segja, þegar kvartað var yfir námsskrám, að þetta væru alls óþarfar kvartanir. Námsskrár væru svo rúmur rammi, að innan hans gætu kennarar hagað kennslu mjög að vild sinni, og í rauninni væri fátt, sem bannaði þeim það. Að visu er orðið nokkuð langt síðan þetta var sagt, og vera má að námsskrár séu nú orðnar nokkuð ýtarlegri (einhvern grun hef ég um það). En þó hef ég það fyrir satt, að það sé að minnsta kosti ekki ætlun þeirra, sem námsskrár semja, að binda einkaframtak kennara, heldur sé hlutverk þeirra fremur öðru leiðbeinandi. Hugsjónir um að gera menn betri og vitrari. Stangazt framkvæmd þeirra á við starfsemi, sem bundin er föst af reglum og fyrirmælum? Er nauðsynlegt að fara áður ótroðnar slóðir? Vissulega er örðugt að stað- hæfa margt um svo heimspekilegt efni. Hvernig betri? Hvernig vitrari? Um málefni sem þessi hafa menn deilt öldum saman, án þess að kom- ast að niðurstöðu. Ég get aðeins látið þá skoðun í Ijós, að þróun í þessa átt þurfi að eiga sér að for- sendu frelsi. Frelsi til að hugsa eftir eigin leiðum, frelsi til að haga starfi sínu og lífi án of mikilla ytri afskipta. Hver sá sem mikið er bundinn af ytri viðjum stendur óhjákvæmilega í stað. Vera má, að hæpið sé að fullyrða, að menn verði bæði betri og vitrari, ef slíkt frelsi er fengið (enda þótt ýmsir spakir menn hafi haldið fram ásköpuðum góðleika mannsins og vizkumöguleikum hans), en nokkuð er víst að frelsis- skorturinn leiðir hjá flestum til stöðnunar og vanlíðunar. Nokkur merki hins siðarnefnda má finna í skólum víða, eða a.m.k. er ekki fráleitt að líta þeim augum á hinn margumtalaða „námsleiða" nem- enda og „starfsþreytu" kennara. En þau tvö fyrirbæri hneigist ég til að skoða sem tvær greinar á sama meiði. Það er því talsvert sem bendir til þess, að í skólastarfi þurfi að ríkja allmikið frelsi. Skólastarf þarf að vera „skapandi" starf, jafnt fyrir nemendursem kennara. Og skap- andi starf felur alltaf í sér einhverja óvissu, lausn, árangur, sem ekki varð séður fyrir og sem er manns eigin. Slíkum áfanga fylgir djúp gleði, — sköpunargleðin, — sem er burðarás allra verulegra framfara. Þess vegna þarf kennarinn að vera reiðubúinn til þess að ieggja út í óvissa leit með nemendum sínum á hverju hausti, — leit að veröld mannsins og stöðu hans í henni. Nemendurnir uppgötva fyrirbæri fersk og ný, sem koma þeim við, og kennarinn uppgötvar nemendur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.