Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1977, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1977, Blaðsíða 14
Þýðingar barnaböka Bóklestur er mikilsverður þáttur í uppeldi og þroskaferli barna, ekki síður en I andlegu viður- væri hinna fullorðnu. Barnabókaútgáfa hefur aukizt mjög hér á landi á undanförnum árum, og er alla jafna vandað mjög til útlitsins. Oft eru barnabækur Ijósprentaðar eftir erlendum bókum þannig að aðeins er skipt um texta. Að þessum vinnubrögðum er sparnaðarauki, og þannig fást hér dýrindisbækur, fagurlega myndskreyttar, á svipuðu verði og í nágranna- löndunum. Margar þessara bóka eru til fyrirmyndar hvað útlit, efni og þroskavænlegan, boðskap áhrærir, en því miður er lesmálinu allt of oft stórlega ábótavant. Sumt er meira að segja fyrir neðan allar hellur og á því miður lítið skylt við íslenzkt mál. Ekki þarf lengi að fletta til að sjá að fremur ætti að tala um að lesmáli þessu sé „lauslega snúið" á íslenzku en að það sé þýtt. Það er eftirtektarvert, að þar sem þannig er staðið að málum, láta útgefendur oft undir höfuð leggjast að geta um nafn þýðandans á titilblaði og þýðandinn virðist þá heldur ekki sækjast eftir þvi að láta bendla sig við verkið. Ekki verður hjá þvi komizt að gagnrýna harðlega slik vinnubrögð. Ábyrgð þeirra, sem flytja ritað mál, er vissulega mikil, og enn meiri er hún þegar lesmálið er ætlað börnum. Flest börn læra málið ekki síður af bókum þeim, sem kunna að reka á fjörur þeirra, en af vörum þeirra, sem þau blanda geði við. Það sem stendur svart á hvitu prentast inn í vitund þeirra likt og Ijósmynd, sem seint verður af- máð. Blaðamönnum er oft legið á hálsi fyrir óvand- aða og hroðvirknislega meðferð íslenzks máls. í því sambandi er þeim stundum virt til vorkunn- ar, að blaðamennska og fréttaskrif séu störf, sem alla jafna séu unnin i flýti, og má það að nokkru leyti til sanns vegar færa. En málkennd og málsmekkur eru eiginleikar, sem lítið koma hraða við, og bögubósi getur seint talað eða ritað gott mál, hversu mikinn tima, sem hann hefur til umráða. Útkoma bóka á sér lengri aðdraganda en útkoma blaða, og börn lesa oft margsinnis sömu bókina. Því verða áhrif af lélegu málfari á bókum enn skaðvænlegri en þvi sem lesa má i dagblöðum, þar sem nýr texti birtist á degi hverjum og eintakinu er vafið utan um soðn- ingu eða fleygt eftir lesturinn. Það kann rétt að vera, að bókaútgáfa sé orðin svo kostnaðarsöm, að ýtrasta sparnaðar þurfi að gæta svo ekki sé hún rekin með tapi, en sá sparnaður má sízt orsaka að höndum sé kastað til þýðinga og framsetningar máls á barnabók- um. Sjálfsagt er að geta þess sem vel er gert. Það framtak Fræðsluráðs Reykjavikurborgar að veita árlega verðlaun fyrir beztu frumsömdu barnabókina, svo og þá bezt þýddu, er til fyrirmyndar, og er óskandi að fleiri verði til að vekja athygli á þvi, að vanda þarf lesefni það, sem koma á fyrir sjónir barna. Þeir, sem leggja fyrir sig þýðingar á barna- efni, ættu að skoða bækur þær, sem hafa komið út hér í þýðingu Freysteins Gunnarsson- ar skólastjóra, sem látinn er fyrir nokkru. Þar fara saman næmur skilningur á efni þvi, sem fjallað er um, málkennd, lipurð, tilgerðarleysi og vönduð vinnubrögð, og gæti athugun á þessum bókum ugglaust orðið þeim til nokkurs gagns, sem sinna þvi vandasama verkefni að búa til prentunar bækur fyrir börn. — Áslaug Ragnars. Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu n <20a~~ ft<T' HÁM- UK1 PV’ 1 |Ki*í NAi>ur Hlt- oV- r n e i r 11 K U W e R 5 T o R >T,.l M 6. A £> t L Þ Lt 'T ýoPM í. A' HeiB- R/7R 5 Æ M 1 R c V C. U £> 0L- 6TT- UR J> E ¥ 1 L L k-£y« hc- £ /Nfl A K o s Ju A M A U X A R '0 T u K T L •io\- R A K: t R A Hlioul/ Jlfuíiff Æ R A M F H R '1 H Á X V JoaJD- flC- ! L L A R ír'ÍTI M A flJ- c?T' >P A l N 7f»7íl S N Æ B/Iwo F Á L N A R vi£> d> M 5 Txo# ÍUU 5 K * £> 1 "n 'jtA*- A 1 £ L i *<■- V A- 4 / i«tr* MutPÍ- K 1 5 T A rt,m ‘0 L 4 A T ÍT-S- fþnv- |-rfte ir R Æ i) U R 6^ / ÍAJUS- K U Ð U At 4 F E 06» - T 'V /uND 5 U A R A U M A R BflR- íflál A T R A íft-jL ftLtC. f? L F-íRif? OfrtW 0 F A R íflr* Hu. ToMfl LflU i A u á> A u L '1 T t L L L 6 M U R MflRK 1 Vs |H«- lei^' 1 pt«. K A R % P. í\ K T Y U 1 H£ID- UP- Æ R A 1 ÚR Ulöt'iK HflFU Hir A K'oHfl lV \ U ilCT- Jám i /flB- M2- FÆRI O 5 *c- LMM - T * “ 1 5<c- oe - H'flFlÐ y al / CoF- /JAFfl ýieiKH 3tih\ ZIuT mufí /5LAHD Re ið- JfCUCL F/eoo- UfL Sflm- H 1-T. ir? WEPfl (cf?- OPP UUÐ fUEL- AR Urt F- 7=ÆR[ jr/fAw- /V/V, FRoS- /AJ 57c>'f? ze/ns wpp- 1 u- RD Rfl- 1 F'Aca IR UHfl RM- Bc>£) m WW- Ai>W MlMA PUZL- / fJN PoJkr- u /R HÆN/R A£ pAk ír£-- FHfl Ry 5/c- /wí/fR Skyld- A R ■ F |An£) Œotft- Þflur £1- P - ír/Ee i H o ^AIVC - 1 N/Ko RE ’/KTq e- T°L- A fí ur- vmR Ko nr - UUH 5 Atm - re^c. UR l TP/L fc ÍIL • nr- 1 L.L. STftt- U(Z + LLfíÐl k f) M P£(J- 1 ML AR

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.