Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1977, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1977, Blaðsíða 4
Ragnar H. Ragnar og kona hans Sigrrður Jónsdóttir á ferð f Þingeyjarsýslu Sem óstöðv- andi leir- skriða skiptum sfnum gagnvart mér. Snemma sumars 1923 um það bil er ég leið mesta skortinn I Saskatoon lá hún vakandi snemma morguns í rúmi sínu. Sér hún þá Jón afa minn standa við rúmið og segja: „Hvað hugsar þú um Ragnar Hjálmarsson?" Hvarf hann síðan. Þá mundi hún ekki f svip hver þessi Ragnar Hjálmars- son var, en einhvern veginn gruflaði hún það upp að það væri pilturinn, er hafði heimsótt hana árinu áður. Nokkru seinna, er hún í dauðakyrrð sat undir guðs- þjónustu í kirkjunni sinni heyrði hún rödd afa míns segja: „Ragnar Hjálmarsson“ Enginn annar heyrði neitt hljóð, þá beið hún ekki boðanna lengur og fór að grennslast um, hvar þessi Ragnar Hjálmarsson væri niður kominn, en á endanum hitti hún Gunnar Erlendsson skólabróður minn og nemanda Jónasar Pálssonar, hann vissi hvar ég var og þá skrif- aði hún mér. Þetta er hennar saga og veit ég ekki hvað ég á að halda um hana, en Sigríður var góð, guðhrædd og vönduð kona á alla lund. Blessuð sé hennar minning. Ég varð nú aftur nemandi Jónasar og um tfma kennari við Tónlistarskóla hans f pfanóleik og tónfræðigreinum. En Jónas hætti kennslu, fór að selja og kaupa hveiti á kauphöllinni tapaði þar aleigu sinni, flutti vestur að Kyrrahafi og kom aldrei aftur til Winnipeg. Svo skall á kreppan mikla með atvinnuleysi og almennri fátækt. Ég varð fyrir barðinu á henni sem aðrir, nemendum fækkaði og innheimtur voru afleitar og mörg og erfið ár fóru f hönd, en nógur tími til að æfa sig. Þú varst lengi við söngstjórn vestra, hvernig vildi það til? Á þessum kreppuárum átti Þjóðræknisfélagið mjög erfitt uppdráttar og lá við að „Frón“ Winnipegdeild þess, lognaðist út af. „Frónsmótið" sem haldið var í sambandi við þingið í febrúar ár hvert — og er enn — var svo illa sótt 1935, að forseti deildarinnar (þar eru formenn félaga ætfð nefndir svo) Soffonfas Thor- kelsson keypti sjálfur og gaf mikið af miðunum, en þó komu ekki nema rúmlega 100 samkomu- gestir. Hann leitaði þá til mfn og bað mig að losa sig við þennan kross, og taka að mér „forseta" störfin og þá jafnframt „Fróns- mótið‘,‘ Til að gera langa sögu stutta tók ég þetta að mér þá um haustið og fór að undirbúa hátíð- ina á allan hátt, er ég gat. Karla- kór Islendinga f Winnipeg hafði þá ekki starfað um tveggja ára bil — æfði ég nokkra menn úr honum til að syngja á mótinu, stofnaði stóran söngflokk barna © HALDI þannig áfram sem nú horfir, má vel fara svo að fagurrri og vel saminni tónlist verði alveg rutt til hliðar innan tíðar, tónskáldin okkar dæmd úr leik og þeir er fást við vitsmunalega tónlist hæddir og fyrir- litnir. . ." SigrlBur Jónsdóttir með nemanda minn, Lily Bergson sem undirleikara, fékk valda ræðumenn og beið svo milli vonar og ótta eftir hvernig til tækist. Éinn bezti samstarfsmaður minn f að koma þessu f gang var Hjálmar Gfslason, bróðir Þorsteins Gfslasonar skálds og ritstjóra. Ég man enn þá hve við vorum kvíðn- ir, ég hafði aldrei stjórnað söng, var óvanur ræðumennsku og fundarstjórn — en Hjálmar sagði: „Vertu ókvfðinn, þetta fer vel.“ Og það fór lfka öllum vonum betur, á sjöunda hundrað manns troðfylltu húsið og þvflíkar við- tökur hafði ég aldrei fengið, lófa- takið lét sem stórviðri f eyrum mfnum og var sem þvf ætlaði aldrei að linna. Fáir hafa getað verið glaðari en við Hjálmar og samstarfsmenn okkar þetta kvöld. Á eftir var svo íslenzkur matur borinn á borð og dansinn dunaði langt fram á nótt og deildin „Frón“ var mörg hundruð dollur- um ríkari og laus úr öllum fjár- hagskröggum. Næsta dag er ég kom á Wevil Café að snæða hádegisverð var skáldið Páll Guðmundsson þar og rétti mér miða með þessari vísu og læt ég hana flakka: „Þakkir geldur múgur manns, miklu kveldi fangar, brenndur eldi áhugans undrun veldur Ragnar." I einu vetfangi var ég þekktur um allar byggðir Vestur- íslendinga og varð söngstjóri hins endurskipulagða Karlakórs ís- lendinga í Winnipeg — söngflokkar voru stofnaðir í N- Dakota og Nýja-Islandi til þess eins að fá mig sem söngstjóra, en áður var ég aðeins þekktur sem pfanóleikari og kennari. Svo fðrst þú frá Winnipeg og gekkst f her Bandarfkjanna. Arið 1941 flutti ég alfarinn frá Winnipeg til Islendingabyggð- anna í Norður-Dakota. Eftir árás Japana á Pearl Harbour lét ég skrá mig til herþjónustu, hélt svo áfram störfum minum þar til ég var kallaður f herinn 1942. Var það ekki undarleg tilfinning fyrir tslending að vera kominn f her? Jú, sjálfsagt var það, en ég var búinn að hugsa mér að fara f herinn þegar Bandarfkin drægjust f strfðið. Það var að vissu leyti léttir að vera farinn að taka einhvern þátt í þessum hildarleik. Þangað til var maður sf og æ að hlusta á stríðsfréttirnar og hugsunin um stríðið og áhyggjur gáfu manni engan frið eða ró. En hermennirnir höfðu verk að vinna, að binda sem fyrst enda á þessar skelfingar og enginn efaðist um, að við ynnum fullkominn sigur. Það er satt að „Fall er hermönnum öllum ætlað“ en við vorum fjórtán milljónir og þvf miklar líkur til að flestir okkar kæmust heilir frá þessu. Herinn sá fyrir öllum þörf- um okkar, en við létum honum I té skilyrðislausa hlýðni. Við lærð- um fljótt að svara öllum fyrir- spurnum á hermannavfsu og segja aðeins „Yes, sir“, kveða fast að orðunum og gera skyldu okkar. Ég vissi, af kynnum mfnum við hermenn úr strfðinu 1914—1918, að þetta ævintýri yrði mikil og stórkostleg reynsla. Ég var sendur til heræfinga sunnarlega í Louisiana-ríki, þar sem hitinn er mikill allan ársins hring og loftið rakt. Af ein- hverjum misskilningi lenti ég ekki strax í réttu deildina og kom ungur liðsforingi að sækja mig og fylgja mér á rétta staðinn. A leiðinni tók hann mig tali og spjölluðum við um ýmislegt. Honum þótti nafn mitt óvenjulegt og spurði mig um þjóðerni mitt. Er hann vissi að ég var fslenzkur, vaknaði forvitni hans og hann spurði mig margra spurninga um sjálfan mig, þó einkum um kunnáttu mfna á fslenzkri tungu, landi og þjóð. Ég var vanur slíkum spurningum frá fólki, er lítið vissi um tsland og svaraði þessu öllu greiðlega. Að lokum spurði hann mig, hvort ég gæti gefið sér nöfn einhverra í Kanada og Bandarfkjunum, er gætu sann- að þessa frásögn mfna og fannst mér það dálftið undarlegt. Við urðum seinna kunningjar, hann var hámenntaður maður, prófessor við Harward háskólann og elskuverður maður í viðmóti og allri kynningu. Löngu seinna, er ég var kominn til Islands komst ég að þvf, að hann var f upplýsingaþjónustu hersins og hafði átt frumkvæði að þvf, að ég yrði sendur til íslands þar sem þessi sérstaka þekking mín á landinu og málinu gæti orðið mikilsverð. Þarna í Louisiana var ég svo við heræfingar um vetur- inn, þar til ég var sendur úr landi og sigldi frá Boston þann 6. ágúst 1943 á því góða skipi Mariposa með sex þúsund öðrum hermönn- um. Auðvitað vissum við hermennirnir ekki hvert förinni var heitið, áttum helzt von á að vera sendir til Miðjarðarhafsland- anna. Eftir fimm daga siglingu þóttust félagar mínir sjá heljar- mikinn fsjaka rfsa úr hafi, sem reyndist við nánari athugun vera Snæfellsjökull. Brátt vörpuðum við akkerum í Hvalfirði f sólskini og blíða logni. Fyrsta kveðja mín frá Islandi var hvellur rómur hávellu, er flaug upp undan skip- inu og hvarf inn f sólsetrið. Mér er minnisstæð fyrsta nóttin hér heima. Mér var fenginn til um- ráða lítill herskáli og var þar aleinn. Skálinn stóð á eyðimel austan Reykjavfkur. Ég gekk út um nóttina og settist á stein. Það var niðaþoka og suddi. Kalt regnið draup af andliti mfnu og fötum. Vegna þokunnar sást ekkert nema gróðurlaus melur- inn. Mér fannst þetta allt kaldranalegt og framandi og ég vera orðinn ókunnur landinu og varð hræddur um að tengsl mín við það hefðu rofnað við þessa löngu útivist. Það tók mig nokkurn tfma að jafna mig. Mér var tekið forkunnar vel hér heima og endurnýjaði ég brátt kynni við ættingja og vini. Sem dæmi um það get ég sagt þér þessa sögu. Eina bernskuleiksyst- ir mfn var Sigrfður Stefánsdóttir frá Brettingsstöðum f Laxárdal, er varð eiginkona Sigfúsar Sigur- hjartarsonar, en hann var nýlega kominn heim úr fangavist f Bret- landi. Var ég uggandi um viðtökur þeirra hjónanna, er ég hugðist fara á furid hennar, skömmu eftir að ég kom hingað til landsins aftur. Ég klæddi mig upp á f einkennisbúninginn og hringdi dyrabjöllunni hjá henni. Er hún sá hermanninn f dyrunum varð hún vægast sagt byrst á svip- inn, en þegar ég hafði kynnt mig, féllumst við f faðma og leiddi hún mig inn að kynna mig manni sínum. Þá sagði hún að „aldrei hefði sig órað fyrir þvf, að hún ætti eftir að faðma amerískan hermann." Ég var þrjú ár i hernum og gegndi þar trúnaðarstöðu. Ég reyndi að fremsta megni að gegna skyldum mínum og vona að það hafi tekist en þó um leið orðið Islendingum að liði með þvf að leiðrétta misskilning á báða bóga

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.