Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1977, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1977, Blaðsíða 11
Kvikmyndir Sigurður Sverrir Pálsson Oskubusku- ævintýri Línu rauðsokks LINA Wertmiiller nefnist lltil, ftölsk kona undir fimmtugt. Hún hefur á sfðustu tfu árum samið og leikstýrt um það bil jafnmörgum kvikmyndum f heimalandi sfnu. Myndir þess- ar hafa ekki vakið sérstaka hrifningu, hvorki hjá ftölskum áhorfendum eða gagnrýnend- um, þó þeir hafi talið þær vel gjaldgengar. Þessar myndir hafa nær ekkert verið sýndar f öðrum Evrópulöndum, og nafn Linu Wertmiiller er svo til óþekkt meðal kvikmyndahúsa- gesta þar. En á sfðasta ári fór lukkuhjólið að snúast heldur betur fyrir- Lfnu litlu. Hún hafði komið 4 myndum inn á Amerfkumarkað, og skyndilega uppgötvuðu dreifendur mynd- anna, að þær drógu að sér sæg áhorfenda. Gagnrýnendur bitu á agnið og Wertmuller var jafn- að við Fellini, Antonioni og Bertolucci. Og myndir hennar eru nú á góðri leið með að verða betur sóttar f Bandarfkjunum en myndir nokurra annarra erlendra höfunda. Ameriskir gagnrýnendur hafa sakað ítalska starfsbræður sina um sofandahátt í starfi, að sjá ekki snilli Linu. Evrópskir gagnrýnendur vilja hins vegar gera litið úr þessu mikla umtali. Þeir segja m.a. að Lína sé aðeins „New York- fyrirbrigði", Italarnir kalla hana hæðnislega „Santa Lina di New York“ og enski gagnrýn- andin Alexander Walker segir: „Hún er kvenhatari, en siglir undir fölsku flaggi sem pólitiskur krossfari." Wertmiiller telur þessi um- mæli ómakleg og bendir á, að í myndum sínum geri hún skefjalaust grín að karlmannin- um, heimsku hans og hégóma- girnd. Það rennir hins vegar stoðum undir þá skoðun Walkers, að hún sé kvenhatari, að i Bandaríkjunum skiptast gagnrýnendur nokkuð I tvo hópa I dómum sinum. Konurn- ar eru yfirleitt fremur neikvæðar í garð Linu, en karl- mennirnir eru hins vegar ósparir á fögur lýsingarorð. WertmUller þykir þessi afstaða kvenna til verka sinna vera byggð á misskilningi og finnst þetta ákaflega leiðinlegt þar sem hún segist vera „mjög hlynnt kvenréttindabaráttunni og ég er fús til að vinna fyrir konur — en innan minna eigin marka“. Hvort sem umtalið um Linu WertmUller er byggt á misskalningi eða ekki, er það staðreynd, að myndir hennar eru vel sóttar, og vekja athygli. Lina WertmUller gerði sina fyrstu mynd árið 1963. Nefndist hún The Lizards og fjallaði um hinn staðnaða lífstil og hugsunarhátt á S-Italíu, likt og myndir Pietro Germi. Að sögn WertmUller fékk hún 14 alþjóðleg verðlaun fyrir mynd- ina en þrátt fyrir það gengu sýningar á henni illa. Arið 1965 gerir hún myndina Let’s Talk About Men auk þess sem hún vinnur fyrir sjónvarp og 1967 gerir hún mynd um popptón- list. Það er svo ekki fyrr en 1972 að WertmUller gerir The Seduction of Mimi, fyrstu myndina af þeim fimm, sem umtalinu valda. Þessi mynd var sýnd hér sem mánudagsmynd fyrir um það bil 2 árum og segir hún frá ungum róttækum verkamanni (Giancarlo Giannini) sem lætur Mafíuna múta sér og missir áhugann á pólitískum hugsjónum, þegar hann verður ástfanginn og gift- ir ,sig. Love and Anarchy er gerð árið eftir og fjallar I meginatriðum um sama efni, þ.e.a.s. um róttækan ungan mann (Giannini), sem hefur í hyggju að myrða Mussolini, en ástin kemur í veg fyrir þá áætlun. 1974 gerir Wertmilller AIl Screwed Up og 1975 gerir hún tvær myndir, Swept Away og Seven Beauties, en báðar þessar myndir eru væntanlegar hingað á þessu ári. Fullu nafni heitir fyrri myndin Swept Away by an Unusual Destiny in the Blue Sea of August. Hér leikur Giannini enn róttækan, fátækan ungan mann, sem hefur orðið skipreka á eyðieyju ásamt ríkri og hortugri yfir- stéttarstelpu. Aldagamalt bál kúgarans og hins kúgaða bloss- ar upp á milli þeirra I orðum og athöfnum, þegar Giannini reyn- ir að hefna harma sinnar stéttar á fyrrverandi kúgara, The Seduction of Mimi Lina Wertmiiller Seven Beauties: Giancarlo Giannini með þvi að niðurlægja stelpuna og misnota á allan hátt. Mörk stéttaskiptingarinnar verða hins vegar nokkuð óljós, þegar ástin blandast inn i baráttuna. I Seven Beauties leikur Giancarlo Giannini ungan Napólibúa, Pasqualino, sem lifir ' samkvæmt þeirri meginreglu, að lifið verði aldrei of dýru verði keypt. Aðeins það að draga andann skiptir máli; til að ná þvi marki má fórna öllu. Og Pasqualino fær sannar- lega að auðmýkja sig og niður- lægja til að halda lifinu. Eftir að hafa drepið mann óviljandi, liggur einasta undankomuleið hans á geðveikrahæli, þaðan á vigstöðvar seinni heims- styrjaldarinnar og eftir að hafa gerst liðhlaupi þar er hann gripinn af nazistum og settur I útrýmingarbúðir. En Pasqualino er ákveðinn i að lifa þetta af þó svo að hann þurfi að niðurlægja sig og auðmýkja út yfir öll mörk. Myndir Wertmtillers eru all- ar gerðar i léttum dúr og þegar hún var spurð, hvort hún væri ekki hrædd um, að pólitískur boðskapur i myndunum færi fyrir ofan garð og neðan hjá áhorfendum í hlátursköstun- um, svaraði hún; „Hvers vegna þarf að segja alvarlega, póli- tíska hluti á alvarlegan hátt? Það er ekki eina leiðin til að koma pólitiskum vandamálum á framfæri. Þvert á móti; reynslan sannar hið gagnstæða; alvarleg umfjöllun um pólitisk vandamál er ekki eins árang- ursrík eins og gamansöm um- fjöllun. Mér stafar alltaf ótti af valdi, sem er birt i mjög alvar- legu ljósi, vegna þess að vald í sjálfu sér þarfnast þessarar alvöru til að vera ógnvekjandi. Til að viðhalda gagnrýnisgetu okkar, þurfum við einnig að sjá hinar fáránlegu hliðar á vald- inu. Við þurfum einnig að geta hlegið að sjálfum okkur, við þurfum hlátur, sem sýnir okk- ur, að við erum nógu skynsöm til að viðurkenna, að við erum fáránleg". Það er ekki ólíklegt, að létt- leikinn i myndum Linu eigi stóran þátt I vinsæidum þeirra. En hvers vegna eru það aðeins Bandarikjamenn, sem hlæja að myndunum? Hver er ástæðan fyrir þessum skyndilegu vin- sældum? Sú skoðun hefur verið látin í ljós, að þar sem pólitisk umfjöllun og hugmyndir um stéttabaráttu séu nær óþekkt fyrirbrigði í ameriskum kvik- myndum, þá kitli þessi létta umræða pólitiska vitund þeirra — I öruggri fjarlægð. Á Ítalíu hinsvegar er þessi umræða dag- legt brauð, og myndir Wert- muller, sem eru taldar aðeins til vinstri á pólitísku linuhni, eru þvi aðeins eitt blæbrigðið til viðbótar I hið pólitiska litróf á Italiu. Aður en fleiri myndir eftir WertmUHer hafa verið sýndar hér, en best að geyma frekari vangaveltur um það, hvað það er í myndum hennar, sem heill- ar áhorfendur. Það er hins veg- ar yfirlýst stefna Wertmúller, eftir reynsluna, sem hún hafði af Lizards, að hún ætlar mynd- um sinum að ná til sem flestra. Það er lítið gagn í þvi að gera meistaraverk, sem enginn nennir að horfa á, segir hún. Hér er um að ræða grundvallar- vandamál, sem allir skapandi listamenn verða að taka afstöðu til. Það er almennt viðurkennt i þessari listgrein, að láti lista- maðurinn undan kröfum áhorf- enda um dægrastyttingu og skemmtun, þá missi verkið jafnmikið I hugsun og listrænu gildi. WertmUller kveðst fús til að taka i þjónustu sina hákarla og brennandi skýjakljúfa, ef hún telur það nauðsynlegt, til að koma hugmyndum sinum á framfæri. Framleiðendum I Bandarikjunum líst vel á þess- ar hugmyndir Linu, og fyrir- tækið Warner Bros. hefur gert við hana samning um að gera þrjár myndir i Bandaríkjunum. Á meðan þær myndir eru í und- irbúningi (fyrsta myndin á að heita Perhaps, Perhaps, Per- haps — It’s All Brando’s Fault!) er WertmUller að und- irbúa aðra mynd, Tereza Batista, Tired of War, sem gerð verður í Braziliu, eingöngu af kvenfólki. Það mun þvi líða nokkur timi, þar til reynsla fæst af því, hvort Lina tekst að sætta sjónarmið lista og gróða, en enn sem komað er hefur það gengið heldur erfiðlega.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.