Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1972, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1972, Blaðsíða 15
Mynd tekin á hemámsárunum af H. C. Hansen forsætisráð- herra, sem nú er látinn. Sagt var að hann hefði alltaf 50 milljónir á sér. Frederiksberg sjúkra'húsið. Skot í magann er ekkert spaug. Ég lá þár í þrjá sólarihringa en var þá fluttur á einkaheimili af mínum mönnum. Þeir óttuðust að mót- spyrnuhreyfingin kynni að ryðj- ast inn á sjúkra’húsið og Ijúka því sem Hipóunum mistókst. Síðast var ég í átta daga á laun í St. Joseph sjúkrahúsinu. Slóð- in var afmáð. Þegar ég skjögr- aði út um ’hlið sjúkrahússins aft- ur fór ég í felur. Skömmu síöar upprættu Þjóð- verjarnir hernaðarsamtökin. Tiemroth ofursti var tekinn hönd- um. Hann 'ljóstraði upp nöfnum a’l'lra deildarforingja sinna og setti sér stefnumót við þá þar sem Gestapo kom og hirti þá alla. E. Tiemroth ofursti, síðar hers- höfðingi, fyrirliði hernaðarsam- taka mótspyrnuhreyfingar- innar. Deildarforingjarnir, sem töldu sig ’lúta herstjórn og voru svín- beygðir af aga, ihlýddu fyrirskip- unum Tiemroths ofursta og mæltu sér álíka mót við undir- menn sína. Það var a’llt upprætt. Það vildi mér til happs að ég var laus úr sambandi við þann mannsöfnuð. Þjóðverjarnir náðu mér aldrei, ef frá er talin þessi eina mínúta þegar ég slasaðist lítilsháttar og tókst að skjóta mig í gegn. Tiemroth varð síðar hershöfð- ingi og var sæmdur tingarmerkj- um. Eftirleikurinn er ekki síðri til frásagnar af þessu máli. Framh. í uæsta Iblaði. Með oddi og egg Framh. af bls. 12 vísu svo, að allir Ijúga meira eða minna, en prestar Ijúga í Jesú nafni amen, hallelúja og taka fé fyrir. Það er svo mi'kil synd, að það er ekki til nokkur guðdómur, hvorki á himni né jörðu, sem er svo miskunnsamur, að hann geti fyrirgefið þeim það. Og ef hann fyrirgefur það samt, þá er það glæpur!“ Guðrún, dóttir Jóns í Borgar- garði við Djúpavog, giftist Hall- dóri Steinsen, lækni í Ólafsvík. Hún þótti dásamlega fögur kona eins og fleiri af þeim Borgar- garðssystrum. Ég átti eitt sinn tal um þetta við séra Árna, því að ég vissi, að hann þekkti hana vel. Ég spurði séra Árna: „Var hún ekki ákaflega lagleg kona hún Guðrún Steinsen?" „Lagleg kona hún Guðrún Steinsen. Nei, það fannst mér ekki.“ „Fannst þér það ekki?“ „Nei, hún var það ekki.“ „Ég skil ekki smekk ykkar á Snæfellsnesi. Hún þótti með glæsilegustu konum á öllu Aust urlandi." „Nei, lagleg kona hún Guðrún. Nei, það fannst mér ekki. — Hún var bara ægilega fögur. Hún var drottning, hún var gyðja, hún var fegursta kona á jörðu og þó víðar væri leitað. Það er ég alveg viss um. Hún var bara vansköp- uð af fegurð.“ Séra Árni bjó í allmörg ár hér í bakhúsinu á Grundarstíg 15 og var létt um má'lið, þegar hann kom úr borginni á kvöldin, því að þar var alltaf eitthvað stór- kostlegt að gerast. Einu sinni sem oftar fór ég að hvetja hann til að skrifa ævisögu sína, en hanr. þverneitaði því gersamlega. „Ég hef margsinnis reynt að skrifa ævisögu mína, sjálfsagt þrisvar sinnum, og eflaust þrjá stundar- fjórðunga í senn. En þetta gekk ekki nokkurn skapaðan hlut, svo að ég steinhætti aiveg við það,“ sagði prestur. — Síðar kom Þór- bergur til sögunnar. Ingimundur Franvli. aí bls. 7. gera og maður gæti eins verið að vísa þessum vegfarendum út í op inn dauðann. Ég hef lika ekið í Englandi og verð að segja, að þar er bezta umferðarmenning, sem ég þekki. Bretar eru svo þolinmóðir öku- menn og gefa mikinn gaum að um ferðinni i kring. Slysafjöldi mun einnig vera minni þar en víðast annars staðar. ÍTALSKI spállarirm Avarelli sýnir í efibirfarandi spili hveamig örygigisúrspil er fraimkvæmt á mjög aiuð- veldan hátt. Er spid' þetita gott dæmi um þennan veiga- mikla þátt i bnidigekunnáttu hjá hverjum spilara og hetfiur svipuð sitaiða vaifailaust oft komið upp hjá flest- um spdlunum. Norður Vestur é V ♦ * K 8 D 3 6 D G 6 2 9 7 6 5 ¥ ♦ * 5 G G 10 8 10 10 8 7 Austur A G 10 9 3 V 654 ♦ K 5 4 3 * K 4 Suður A D 7 4 2 ¥ K 9 8 7 ♦ Á 9 2 * 3 2 Avarelli sat í vestur og var sa©nhasfi í 3 gröndum, en anidstiæðingamir höfðu allitiaf saigt pass. Norður lét út la'ufaidroittninigiu, sem er versta útispihð fyrir sagnhafa. Sagnlhalfi drap i borði með kón'gi', lét út hjantia, drap heima með táunni oig norðiur fékik slaiginn á drottning- una. Nú var norður í vanda, iþví sama er hvað hann lætur út, sagnhaifi vinniur allltaf spi'lið; hann fær 4 siaigi á itíigiul, einn á spaðia, 2 á lauf og 2 á hjanta mieð því að svína hjarta aftur. Augljóst er að spilið tapast, ef sagnhafi 'byrjar á því að gera tí'gulinn góðan. Láti hann út tigui, drepur suð- ur imeð áisi, iætur því næst út lauf og sag-nhafi fær að- eins 8 sla'gi áðiur en norður kemst inn itii' að 'taka frí- sllægina á Haiuf. Öryggisúiispilið felist í þvi að láta sitrax út hjarta og koma nonðri inn, áður en siuður getur iátiO út iauf í geigmum Á-10, sem sagnbatfi á heiima. Þvi mið- ur tapa 'margir spili eins ag þessu, því iþeir láta hugs- unanlaust út 'ttgul áður en, þeir gera sér grein fyrdr að. þanni'g fá þeir aðedns 8 slagi. Þau undur og stórmerki hafa gerzt uppá síðkastið, að allt í einu er talsvert frið- vcenlegra í heiminum en verið hefur allt uppundir fjóra áratugi. Fréttir blaða, út- varps og sjónvarps snúast ekki fyrst og fremst um hernaðarátök, tölu fallinna og hina hraksmánarlegu útreið óvinarins. Önnur minni háttar átök virðast einnig hafa hjaðnað í bili. Stúdentaóeirðir og kynþáttaárekstrar, sem neikvœðir spá- menn töldu að bœru í sér dóminn yfir þjóðskipulagi Vesturlanda, hafa ýmsum til sárra vonbrigða orðið sífellt sjaldgœfara fréttaefni. Þess í stað hefur athygli heimsins beinzt að því i bili, að þjóðir, sem um hríð hafa verið fjandsamlegar, eru nú að nálgast hver aðra í uinsamlegum samskiptum. Kalda stríðið er ekki líkt því eins kalt og áður; menn hafa jafnvel tekið svo djúpt í árinni að segja það búið. Sumir telja, að mannkindin ráði, því miður, engu um þetta; það sé almæt'tið eða gangur himin- tungla og innbyrðis afstaða þeirra, sem sijórni svona löguðu. Aðrir þakka þessa þróun þeirri tilviljun, að mannkynið búi um stundarsakir við skárri leiðtoga en stundum áður. Allmargir áhrifamiklir þjóðaleiðtogar trúa raunverulega á jafn- rétti og brœðralag fremur en ,,lebens- raum“ og einhverja ofstœkisfulla stjórn- málakreddu. Það bjargar heiminum á vor- um dögum, að húmanistar og friðarsinnar á borö við Willy Brandt, ráða meiru en smáhitlerar eins og Idi Amin í Uganda,. Meðal þess, sem ástæða er til að fagna, er innganga Kína í Sameinuðu þjóðirnar og nýhafin samskipti Kínverja við Banda- ríkjamenn. Einnig eðlileg samskipti þýzku ríkjanna og stórfelld verzlunarviðskipti Rússa og Bandaríkjamanna. Umfram allt er fagnaðarefni, að nú hillir undir stríðs- lok í Viet Nam. Hitt er svo annað mál, að margt er harmsefnið í veröldinni. Misskipt veraldargœði, ólæsi og jafnvel hung- ur á stórum svœðum. Sýnileg óhœfni nýfrjálsra ríkja til að stjórna sjálf- um sér. Átthagafjötrar mr.lljónanna i Austur-Evrópu og R.ússlandi og hr'.kalegt andlegt ófrelsi, sem þar ríkir. Viðbjóðsleg nýlendukúgun Portúgala í portúgölsku Guineu á vesturströnd Afríku. Og þannig mætti víst lengi telja. Valdhafar og stríðsspekúlantar hafa löngum séð, að fátt var vænlegra til að œsa upp lýðinn en hjartnœmar og tilfinn- ingaheitar rœður um föðurlandsástina og umfram allt: Yfirburði föðurlandsins. Þarmeð er föðurlandsrembingur og gorgeir hcnn raunverulegi boðskapur og mikið hefur sá boðskapur fundið fínan hljóm- grunn í hjörtum margra vaskra drengja. Sígilt dæmi um þetta eru órar nasista um forustuhlutverk Þýzkalands og yfirburði hins aríska stofns. Þór Wihitehead kom einmitt að þéssu nýlega í Lesbókargrein um Paradísarmissi Gerlachs hins þýzka. Rœalsmaðurinn átti von á að hitta hér stórvaxna og Ijóslitaða Aría af norrænu hetjukyni, en fann þeirra í stað ofur venjulega menn. Og í fullu samrœmi við allt annað úr þeim herbúðum, breyttist eftirvœntingarfull aðdáun hans í haitur. Föðurlandsrembingur er mjög í œtt við hreppapólitík, aðeins meiri ummáls. Þjóðir heimsins hafa við hin og þessi tœkifœri kynt undir þennan rembing; til dœmis hafa Olympíulerikarnir verið notaðir til þess. Þjóðfáni sigurvegarans í hverri grein dreginn að hún, þjóðsöngur leikmn. Og á eftir er helzt að sjá að sigurinn, sem hinir einstöku afreksmenn höfðu stefnt að og þjálfað sig fyrir árum saman, heyri fremur til ákveðnu landi, jafnvel ákveðnu þjóðskipulagi. Til dœmis komust Rússar að þeirri mjög svo gleðilegu niðurstöðu í sumar, að þeir hefðu ,,unnið“ Glympiu- leikana. En eftir heimsókn arabískra ,,föðurlandsvina“ á Olympíuleikana, verða þeir aldrei hinir sömu. Augu manna opn- uðust fyrir því, að þjóðmetnaðurinn á ekki heima á samkomu, sem œtti að stuðla að kynnum og friði. Þessvegna verður lík- lega horfið frá því í fyrsta s.inn í Montreal 1976 að draga upp fána og leika þjóð- söngva. Og það er mjög líklega spor í rétta átt. Gísli Sigurðsson. 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.