Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1972, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1972, Blaðsíða 10
Til vinstri: Brjóstmyndir Ríkarós af Guðrúnu og- Þorsteini Erlingssyni. Kafli úr nýrri bók um Ríkarð Jónsson eftir Eirík Sigurðsson Faðir minn og systkini hans voru flest fædd og öil uppalin á Núpi, sem er næstyzti bær á Berufjarðarsitrönd, og var allmik- ill hákarlabær hér áður fyrr. ÖH voru þau systkinin vel gefin, og siðar meir fékk ég skynbragð af því, að sum þeirra hafi verið bráð gáfað fólk í hlutfaili við fjöld- ann. Faðir minn fluttist allsnemma frá Núpi og bjó all lengi suður í Lóni, svo sem skrifað stendur í æviágripi 'hans í bókinni „Faðir minn“, og áður er greint frá. Árni Þórarinsson, bróðir hans, fóP' til Ameríku, en þeir Hjödeifur og Einar bjuggu allan sinn búskap og hann iangan á Núpi, líklega sex til isjö áratugi. Báðir urðu þeir allgamlir. Hjörleifur dyggi- lega níræður, en Einar lézt vet- urinn 1952, 98 ára að aldri. Þeir bræður voru drykkfelldir menn í æsku, drukku þeir aðallega há- karlalýsi og aðra sjófeiti og virt- ist ekki verða verra af en mútíðar unglingum af amerískum „Cock tail“ og öðru brennivínssulli, enda urðu þeir a'llir hraustmenni, merkir menn og vaskir. Hér verð ur aðeins rætt um Einar Þórar- insson hinn sterka, sem kallaður var. Kunningi minn I Vestmannaeyj um, sem lengi var samtímis Einari á Núpi, skrifaði mér nýlega á þessa leið: „Alltaf er maður að lesa eftir- mæli um hina og aðra, en hvergi hef ég ennþá séð minnzt á Einar Þórarinsson. Sá maður mætti þó sízt óbættur hjá garði liggja, ann ar eins maður og hann var.“ Einar var einmitt sá maður, sem ég hefði einna helzt kosið að umgangast allra þeirra góðu manna, sem ég hef kynnzt. En því miður lágu leiðir okkar ekki mik- ið saman, þótt náskyldir værum og svo til nágrannar afla mína æskutíð. En fjörður var mllli frænda og vík mitli vina. Og þó að hann Berufjörður virðist ekki neinn ægilegur farartálmi i öflu skap- legu þá var okíkur unglingunum ekki tíðkvæmt yfir á Strönd, en 10 þá sjaldan að maður fékk orlof, var ,,rútan“ alltaf að Núpi til þess ágæta frændfólks þar, sem alltaf var gæðin tóm og fullt al- úðar og gestrisni. En hvað alla skemmtan og tilhreytni lífsins snerti, gat vitanlega enginn farið í föt Einars, þar þurfti nú meira til en eina einustu sveit, og þó fleiri væru. Verksvið það, sem ég kaus mér í iífinu og fannst ég vera til kjör- inn, veitti mér skjótlega og alla tíð síðan aðstöðu til þess að kynn ast, og iþað oft allnáið miklum fjölda manna, og jafnvel all flest- um úrvalsmönnum þjóðarinnar í öllum hennar greinum. Og ég verð að segja það, að manni, sem að jafnast að ö'llu á við Einar á Núpi, hef ég aldrei kynnst. Slí'k- ur kynngikraftur og frumkelda óspiiltrar gleði og mannlífs- ánægju, var ævintýrið sjálft íklætt holdi og blóði, þar fór allt saman, manngöfgi, gleði, and- legt fjör og svo hinn mikli lík- amskraftur að fylgja gáfum eftir. Snemma fór ég að frétta afreks sögur af Einari, og var hann okkur stráfkunum ímynd sannrar karlmennsku, einskonar forn- kappi sinnar tíðar. Það var gjör- samlega eins og drottinn hefði haft forskrift Sigfúsar Sigfússon ar þjóðsagnameistara um Sköpu- lag kraftmanna til fyrirmyndar, þá hann skóp Einar Þórarinsson. Einar var maður ekki ýkja hár, en allgildur og sívalvaxinn, svar- aði sér þó vel. Þykkur var hann mjög undir höndina og ávalur á herðar og brjóst og geysilega sterkur. Þó að Einar væri gild- vaxinn, var hann ákaflega fimur og snarmenni hið mesta. Hann var flestum mönnum fríðari og hvers manns hugljúfi. Hvers manns vandræði vildi hann leysa og þá var nú ekki að tala um skemmtunina í návist hans. Þess má geta, að Einar var skemmti- lega hagmæltur. Svo var það eitt sínn skömmu fyrir jól, að þeir Núpsbræður reru suðuryfir að kaupa til jól- anna á Djúpavogi. Leiðin frá Núpi til Djúpavogs er sennMega mikið til í vestur, en alltaf kall- að suðuryfir. Með þeim bræðrum munu hafa verið ein'hverjir fleiri Ströndungar, meðal annars einn, sem var barnmargur, en sauðfár og hjallsnauður að au'ki. Kemur hann nokkuð við þessa sögu. Inn eign hans í höndlaninni fyrir- fannst ekki utan skuldir, og voru slíkir fuglar engir aufúsu- gestir í krambúð dönsku sel- stöðuverzlananna gömlu og jafn- vel víðar. Virðing og viðmót faktoranna svonefndu gagnvart íslenzkum bændum fór að mestu eftir sauða tölu þeirra og inneign. Það var því engin furða, þó að sauðlausi bóndinn barnauðgi fengi frernur kaldar kveðjur hjá faktor og það þvi fremur, sem faktorinn var tal inn harðmenni og fauti illur við- skiptis og ósár á pústra við snauða menn, sem leyfðu sér þá ósvinnu að tala upphátt. Faktor- inn var karlmenni mikið og harð- skeyttur, svo sem áður er sagt, og lét ekki liggja í láginni, að hann ætti í öllum höndum við fiesta menn. Innanbúðarmaður í höndlan- inni var frændi faktors, jasa- menni á allan hátt og sterkur að sama skapi, en þó vart eins harð- leikinn og frændi hans. Segir nú fátt af Ströndungun- um annað en það, að hinir kinda- ríku töluðu fyrst við faktor, lögðu fram pöntunarseðla sína, sem voru nákvæmlega útskrifaðir fyrir fram í samráöi við húsfreyj- urnar og fara engar sögur af þess ari jólaúttékt, fyrr en röðin kom að hinum snauða búandkarli. Rétti hann faktor lítinn kaupseð- il með óstyrkri hendi og umlaði samtímis nokkur orð á lítt skilj- anlegu máli og var röddin bæði lág og geigul. Varla hafði faktor litið yfir seðilinn, fyrr en hnef- inn reið á borðið, grýtti bleðlin- um í bónda með þrumandi neit- un og svip þess, er valdið hafði. Bóndanum, sem átti ekki neina teljandi stoð í sauðkindinni aust an fjarðar, varð svo bilt við, að hann kom engu orði upp, enda Strýta í Hamarsftrði í Suður-Múlasýslu, þar sem foreldrar Bíkarðs bjugrgu og þar sem hann ðlst upp. Hjónin María Ólafsdóttir og Bikarður Jónsson. var faktor strax stórreiður yfir dirfsku mannsins. Þá var það, að Einar Þorarins- son blandaði sér í málið. Reyndi hann að tala máli granna síns, fyrst með hægð, en þó fullum al- vöruþéttingi. Jókst nú orð af orði unz báðir voru reiðir, því að fakt or svaraði næsta lítið nema skömmum og skætingi. Þegar Ein ar sér, að ekki tjóar nein auð- sveipni né samningaleið, segir hann: „Það kemur ekki til mála að fara með manninn bjargarlaus an til konu og barna og það á þessum tíma árs, það gerum við Ströndungar ekki. Ég á þó nokk- uð inni hér í höndlaninni og þori vel að lána nágranna mín- um eina jólaúttekt, þó að heil stór verzlun þori það ekki.“ „Þú ert alltaf nógu helv. . . tannhvass Einar sterki," segir faktor, „og væri þér nær að fara heim og hirða rollur þínar, heldur en að standa hér og rífa kjaft um mál, sem þér kemur ékkert við. Af því að þú hyggur þig vera pund- inu sterkari en fjöldinn, slettir þú þér fram í alla skapaða hluti. En það er ég, sem stjórna hér verzluninni, en ekki þú skaltu vita. Hér færð þú enga úttekt meira en lofað er að þessu sinni og skaitu hafa það fyrir þinn 'helv. . .. slettirekuskap." Bóndanum sauðlausa hafði orð ið á sú frekja að leggja hendurn- ar fram á búðarborðið og umlaði eitthvað sér til liðs og áréttingar beiðni sinni, þá skipti það engum togum, að faktor lét hnefann ríða á hendur hins snauða manns, svo að blóð spýttist fram undan nögi- um. Nú svall Einari móður. „Ég heimta úttektina hvað sem þú seg ir, og þó að við Ströndungar sé- um fáliðaðir, trúi ég ekki öðru, en eitthvað gangi á, áður en við erum allir að velii lagðir. Og þótt þú ifáir sjálfan djöf . . . í Iið með þér, skal ég hafa þá úttekt sem ég vil, það skalt þú sjá. Þér skal ekki takast að svelta öreiga fjöl- skyldu í hei núna um jólin, og máttu sjá sjálfum þér fyrir ann- arri jólaskemmtun." Og í þeim töluðum orðum þríf- ur Einar utanbúðarmanninn, sem af tilviljun var framanborðs og stjakar honum á undan sér með beinum handlegg, (segir Gunnar í Fögruhlíð, er var sjónarvottur þess, er hér gerðist) út úr kram- búðinni og áleiðis til svonefndrar Löngubúðar, þar sem mjölvara var mæld og vegin. Við þessar að farir slumaöi í faktor, og ló við, að þeim frændum féllust hendur. Varð nokkur metingur um það þeirra á milli, hvor þeirra skyldi ráðast á Einar. Þar sem báðir öugðu sig ofurmenni, mun þeim hafa þótt það höfuðskömm að láta nokkurn mann sjá, að þeir réðust á hann báöir í senn. Ruddust þeir nú samt fram úr búðinni og varð faktorsfrændi fyrri til, nær Ein- ari með utanbúðarmannmn á „Plássinu" og þrífur báðum hönd um aftur í axlir hans. Þegar Ein- ar finnur tilræðið, snýst hann við hart og títt, lætur lausan utan- búðarmanminn, nær með ægilegu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.