Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1972, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1972, Blaðsíða 12
Ríkarður hefur grert fjölda margar brjóstmyndir og lágmyndir af landskunnum mönnum.Hér sjást nokkur verk hans úr þeim flokki. ríkssyni, þegar ég var viö nám hjá honum. Ég haföi þá afskap- lega gaman af að syngja, en tók víst lítiö eftir ræðunum, þó að ég hafi alltaf veriö trúaður á minn hátt. Ræður um heimsböl og erföa synd voru þó ekki að mínu skapi á þeim árum. En í bakhúsið komu síðar, eftir að ég flutti hingað, tveir sérkenni legir menn, sem urðu síðar vinir mínir. Það voru þeir séra Árni Þórarinsson og Jón í Skjálg. Skemmtilegri nágranna get ég ekki hugsað mér. Jón var frá 9kjálg í Kolbeinsstaðahreppi og höfðu þeir áður verið" nágrannar á Snæfellsnesi, þegar séra Árni var prestur á Stóra-Hrauni. Jón bjó í suðurenda bakhúss- ins uppi. Næst honum bjó kona,' Gudda að nafni, og var gift sjó- manni, sem sjaldan var heima. Hún vissi alit, sem gerðist í hús- inu og skildu menn ekkert í því. En eitt vor, þegar gert.var hreint hjá Jóni og skápur einn færður, sem stóð þar upp við vegg, þá kom í Ijós, að Guddu hafði tek- izt að gera gat á vegginn og heyrði allt, sem geröist inni hjá Jóm og þar var margt spja'llað. Þaðan hafði hún sínar fréttir. Þess vegna kallaði hann Guddu „húseyrað". Hvort hann hefur bú ið þetta orð til, veit ég ekki. Eitt sinn fór Gudda upp á Berg staðastræti að kaupa sér í mat- inn. Hún stytti sér leið með því að klifra yfir grjótgarð, en skell ur þá á andlitið og nefbrotnar. Ekki varð ég var við, að Jón yrði neitt angurvær við það. Skömmu síðar sagði Jón við mig: „Breytið er það með selinn. Það er alveg sama, hvar maður kemur á hann höggi, honum verður ekk- ert um það, neuna maður hitti hann á granirnar. Alveg eins er það með Guddu. Hefði hún skoll ið á rassinn, hefði það ekki gert henni neitt til. En af því að hún skall á granirnar, þá fór nú sem fór.“ Jón í Skjálg kunni ekki að tala öðru vísi en í háði og spólni. Þeg- ar hann bjó í Skjálg, fékk hann eitt sinn smið úr Reykjavík til að dýtta þar að húsum. Séra Árni MEÐ ODDI OG EGG bjó á næsta bæ og spurði Jón hvernig smiðurinn reyndist. „Hann er víst ágætur smiður, að minnsta kosti lét hann þess ekki ógetið strax og hann kom. En það er þó eitt, sem ég kann ekki vel við hjá honum." „Hvað er það?" spurði séra Árni. „Það er hvað hann er lengi að reka nagla." „Hvernig stendur á því? Er hann latur helv. . . maðurinn?" „Nei, það er bara af því, að hann á svo bágt með að hitta nagl ana á höfuðið. — Annars er hann víst ágætur smiður." Jón í Skjálg er lang fyndnasti maður, sem ég hef hitt á ævinni. Hann sagði aldrei ‘lofsyrði um neinn án þess að hnýta einhverju meinlegu aftan við. Eirrhvern tíma fór Jón að hirða mó með stúlku á Snæfellsnesi, sem hafði orð fyrir að vera mál- gefin. Við heimkomuna sagði einn heimamanna við Jón: „Það befur líklega ekki verið þagað lengi stundina þá. Þær eru ekki svo illa máli farnar þess- ar systur og allir þekkja túlann á þér.“ Jón svaraði viðstöðulaust: „Það er kannski ofsagt um hana greyið, að hún sé kjöftug, en hitt er annað mál, að hún skil- ur ekki mi'kið eftir af því, sem hún veit." Einu sinni fékk Jón nýjan vinnumann og kunningjarnir spurðu hann, hvernig hann reyndist. Jón lét vel af því. „Þetta er ágætur fjármaður og sérstaklega er hann laginn við sauði, — það er að segja, þegar þeir eru komnir á diskinn." Eitt sinn á yngri árum var Jón vinnumaður hjá prestshjónum á Snæfellsnesi. Eitt vor, þegar far ið var að harðna á dalnum með matföng hjá presti, þá fór prests konan að smyrja brauðið sjálf, sem hún hafði annars ekki gert. Einn morgun segir Jón við prestskonuna: „Skelfing er það raunalegt með mig ekki eldri mann en ég er, hvað ég ér farinn að tapa sjón." „Er það virkilega," sagði prests konan. „Já, ég hef tekið eftir því núna upp' á síðkastið, að ég get varla greint gráðann ofan á brauðinu." Konan skildi sneiðina og hafði nú drýgra ofan á brauðinu dag- inn eftir og segir: „Jæja þá, Jón minn, hefur sjón in nokkuð batnað síðan í gær?" „Jú, jú, hún fer snarbatnandi. Mér finnst ég sjá alveg til botns í kaffibolianum." Það er sannarlega mikið lán að kynnast svona skemmtilegum mönnum. Séra Árni kom oft til mín á vinnustofuna, spjallaöi við mig og hafði frá ýmsu að segja. Eitt sinn staðnæmdist hann við eina brjóst myndina og segir: „Er þetta prestakragi?" ,.Já, það er prestákragi." „Heyrðu, er það prestur þessi ósköp?" „Já, hann var prestur." „Hvar var hann prestur?" „Hann var prestur á Snæfells- nesi." „Nú, allan andskotann geta þeir brúkað fyrir presta á Snæ- fellsnesi." Þetta var myndin af honum sjálfum, sem hann var að skoða. Séra Árni sagði, að Snæfellingar segðu ekki sannleikann, því að þeir þekktu ekki sannleika frá lygi. Þetta væri ekki hægt að kenna þeim. „Ég hef verið að reyna það í hálfa öld, en árangurinn er eng- inn," bætti hann við. Nökkru síðar sagði séra Árni: „Á ég að segja þér nokkuð?" „Já, blessaður gerðu það.“ „Heyrðu, það er ég viss um, að prestar eru langsa-mlega syndug- ugustu menn á jörðu. Það er að Framh. á bls. 15 12 i—•• -........■._________________________________________ __________________________.....n Dönsku blöðin EKKI er ég alls kostar sanunála því, sem G. S. skrifaði í Lesbókina um dönsku blöðin á dögunum. Ég hef nú að staðaidri undanfarin tvö til þrjú ár séð eitt þessara blaða og blaðað i því mér til núkillar ánægju, iesið þar ágætar greinar um ýmis vandamái mannlegs eðlis, lesið nokkrar sögur, t.d. eftir Scott Fitzgerald, H. E. Bates, Klaus Kif- bjerg, Anders Bodelsen o. fl. — allt höfunda, sem myndu sóma sér vel i Eesbóldnni. Og mlkið getum við landar, sem hingað til hefur verið tröllriðið af harðviðarmenningunni, lært af greinum og myndum um heimiU og húsbúnað i dönsku blöðunum. Þar kemur að vísu fram mikU dýrkun á „antik“-iiúsmunum, sem sannarlega er ekki á ailra færi að eignast. En í grein- imi þessum er mjög Iögð áherzla á það, sem er ódýrt og einfalt og að búa tU eitfchvað úr „engu“ eins og t.d. að nota málaða kassa fyrir hUlur, borð og skápa og hekla tusku- mottur. Þarna ætti ungt fólk að geta séð sér leik á borði og fengið hugmyndir að myndun hlýlegs og snoturs heim- ilis á sem ódýrastan hátt. Loks, þegar aliir á heimilinu hafa skoðað og iesið nægju sina í blöðunum, má kUppa úr þeim Utmyndirnar og vegg- fóðra með þeim stærri og minni fleti. Löngnm hefur verið gert grín að væmnum skáldsög- um í dönsku blöðunum og má vei vera, að þær séu betri í þýzkum blöðum eða frönskum. Og svo sannarlega „er ekki ÖU vitleysan eins“, það sannfærðist ég um hér um daginn, þegar ég sat og hlustaði á sögu Guðrúnar frá Lundi, en eiginmaður minn sat og horfði á „Ironside“ — og ætla ég mér sannarlega ekki þá dul að dæma um hvor dagskrárUðurinn er betri. Eins og marga ef tU vUl grunar, hlýtur að vera ákaf- iega þreytandi að vera mjög gáfaður til lengdar. Sumt gáfufólk gengur bókstaflega í keng undir ofurþunga vizk- unnar, á öðrum er andlitið stirðnað í gáfulegum steUing- um, það þykir svo barnalegt að brosa eða hlæja, í hæsta lagi ieyfir þetta fólk sér einstöku sinnum að glotfca háðs- lega að heimsku annarra. Þessu fólki vU ég nú ráðleggja að slappa af, þó ekld væri nema endrum og elns við að lesa og skoða dönsku blöðin. Anna María Þórisdóttir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.