Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1972, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1972, Blaðsíða 14
ROD STEWART ROD Stewart er löngu orðinn ís- lenzkum táninsum góðkunnur, bæði af veru sinni f brezku hljóm- sveitinni Faces og: af einstaklings- framtaki sínu, þ.e. sólóplötum sín- um. Fræguslí af plötum hans er tví- mælalaust „Every Picture Tells A Story“, sem út kom í fyrra, en þá setti Rod heimsmet eins og allir vita, er hann átti bæði vinsæiustu EP-plötu og vinsælustu EP-plötu í Bretlandi og samtímis í Bandaríkj- nnum. Snemma i haust sendi Rod svo enn eina plötuna frá sér og var sú skírð „Never Dull Moment“ og skauzt hún með ofsa hraða upp vinsældalistinn og hafnaði á toppnum eins og flest sem Rod hef- ur sent frá sér. Plata þessi er að mörgu leyti ágætá en er þó of keim- lík áður útkomnum plötum hans til að hún geti talizt fersk. Maður fær fljótlega leið á að hlusta á plötur Rods vegna þess hve tilbreytinga- lausar þær eru. Prátt fyrir til- breytingaleysið á Rod Stewart milljónir af aðdáendum, sem kaupa plötur hans eins og heitar vöfflur með rjóma, á fyrsta maí. Fessi nýja plata hefst á lagi sem heitir „True Blue“. Þetta er rokk- slagari í betra lagi og finnst mér þetta eitt bezta lag plötunnar. Næstu tvö lög eru frekar róleg og ekkert sérlega spennandi. Síðasta lagið á hlið eitt, „Italian Girls“, er svo þrælgott rokklag og vel til þess fallið að koma manni í gott stuð. Hlið tvö hefst svo með hinu frá- bæra Hendrix-lagi, „Angel“. Ekki er ég alveg sáttur við túlkun Rods á þessu lagi og kemst hann hvergi eins vel frá laginu eins og sjálfur Hendrix og þvl hefði hann átt að sleppa þessu lagi með öllu. Næsta lag heitir svo „You Wear It Well“ og er lag I nákvæmlega sama stíl og „Maggie May“, sem var ágætt á sfnum tíma en þetta stendur því hvergi jafnfætis. Á eftir þessu kem ur svo „I’d Rather Go Blind“, rólegt og fallegt lag, sem maður fær ekki svo fljótt leið á, þvi það er ekki oft sem maður heyrir lög af þessu tagi með Rod Stewart og mætti hann þvi koma með fleiri slík, þvf hann er einmitt beztur f rólegum lögum þar sem hann þarf ekki að reyna mikið á strigarödd- ina sfna. Síðasta lagið á plötunni er svo „Twistin The Night Away“, og er fjörugt og skemmtilegt rokk- lag sem minnir mjög á gömlu rokk- arana. 1 heild finnst mér þessi plata betri en „Every Picture“, en þó ekki jafn líkleg til að ná jafn mikl- um vinsældum og hún, vegna þess hve nauðalíkar þær eru. Rod verður að fara að breyta til ef fólk á að endast til að kaupa plöturnar hans, hann er alltof góð- ur til að falla á tilbreytingaleys- inu. Rod hafði mikið lið sér til að- stoðar við gerð plötunnar, allt frá bolabftstíkinni Molly til svertingj- ans Pete Sears, sem spilar á pfanó og bassa. Aðrir eru m.a. Kenny Jones á trommur. Ronnei Eane bassaleikari, orgelleikarinn Ian McClakan, Micky Qvittenton gítar- leikari ásamt ellefu mönnum öðr- um. Upptökunni stjórnaði Rod sjálfur og fórst það sæmilega úr hendi. Fyrir jólin er væntanleg plata með Faces og ég ætla að vona að „Smettunum“ takist betur upp en söngvara þeirra með sfna plötu, annað væri dauðadómur yfir Rod Stewart. KÖ. n Framptons Camel "¥r PETER Frampton, s& ágœti gítar- leikari, hefur ekki setið auðum höndum siðan hann yfirgaf fé- laga sina í Humble Pie í fyrra. 1 sumar sendi hann frá sér sína fyrstu sðlöplötu, „Wind Oí Change“, en hún fœr þvi miður ekki nðgu gððar vlðtökur. Nú hef ur Peter stofnað sína ciain hljðm- sveit og ber hún það undarlega nafn Peter’s Camel. Ekki eru það neitt sérlega frœgir menn, sem Peter fékk til Jiðs við sig, en allir þó góðir hljóðfæraleikarar. Mike Kelly er sennilega frægastur þeirra, en hann hefur unnið sér það til ágæt is að berja trommurnar hjá Spooky Tooth. Hann hefur líka unnið lítillega með Joe Cocker, m.a. er hann með Cocker á „With A Eittle Heip From My Fríends“. Mlck Gallagher heitir kappinn, sem mun sjá um orgel- og gítar- leikinn, en hann var áður með Graham Bcll. Bassaieikarinn heit- ir Rick Wilis og veit ég ekkert annað um hann en það, að hann var með Frampton á sðlðplötunni hans ásamt Kelly. Að sögn Framptons er hljóm- sveitin aðeins litlð barn sem ekki er enn farið að ganga. Hljóm- sveitin hefur aðeins litillega Iátið tii sín heyra í Bandarikjunum og fengið sæmilega döma. Að sjálf- sögðu er hljómgveitln „púra rokkband", en er þó ekki með þunga rokkið, heldur léttmeti, sem allir geta unað sér við að iilýða á, en þó stendur til að fara út í þyngri tónlist i framtiðinni. Fyrr á þessu ári var Peter bú- inri að leggja drög að þessari hljómsveit. Fjiilda manns var hann búinn að prófa, en fann enga sem honum líkaði. Það var ekki fyrr en eftir að hann hafði lokið við sólóplötuna að hann ákvað að taka þá Wilis og Keliy, en þeir þekktu Mick Gallagher og kynntu hann fyrir Frampton, sem réð hann á stundinnl. Að sjálf- sögðu mun Peter sjá um söng- inn ásamt gitarleiknum, en Itick og Mick eru einnig söngfuglar með ágætum og munu þeir sjá um að radda allt sem með þarf. Ekki er hljömsveitln með neitt nytt af nálinni, aðeins efni af sólópiötu Framptons svo og efni frá Humble Pie, en auðvitað er það alit samið af Peter Frampton. Hljómsveitin fór til Bandarikj- anna ekki alls fyrir löngu og spil- aði á sinum fyrstu tónleikum i The Academy Of Music I New York. Að siðustu óskum við Frampton til hamingju með þessa nýju hljómsveit sina og vonumst tii að fá að heyra í henni annaðhvort á tönleikum í Eaugardalshöllinni eða bara á plötu. gö. 14 Fyrrverandl Hipo-maður Palle Hardrnp var vanur að skjóta. En hann varð taugaóstyrkur í bankaránstiiraun og drap tvo bankastarfsmenn. .Jens Enevoldsen fyrir utan 'bankaútibúið, þá Iðnaðarbank- ann, þar sem hann tók þátt í að ræna peningum fyrir mót- spyrnuhreyfinguna. ENDURMINNINGAR BANKARÆNINGJA Framh. af bls. 9. Handfeuerwaffen. Viö ihrósuðum happi, því þarna höfðum við feng ið skotfæri. Þegar við brutum upp einn kassann, komumst við að raun um að þetta voru veiðiskot. Eftir að hafa jafnað okkur á fyrstu von- brigðunum, datt okkur í hug að selja skothylkin „á svörtum". Nógir voru kaupendurnir. Bens- ín, hjólbarðar, vindiingar og ann- að var sumt af því sem tekið var af Þjóðverjum þegar unnt var. Eftir aðgerðina í Valby Lang- gade var peningunum skipt niður á meðal verðugra og skýrsla gef- in hernaðarlegum deildarformgja, sem var 'henni samþykkur. Jafn- vel hann átti í erfiöleikum með að afla sér fjár. Undir lok hernámstímabilsins skutu upp kollinum dularfull póli tísk fjárfram'lög og mótspyrnu- hreyfingin varð dyggðug og borg araleg. Maður mátti ekki lengur afgreiða sig sjálfur. Stórrbróðir er með peninga handa þér! Þeir atburðir sem lýst er hér á eftir voru afleiðingar af þessari stefnubreytingu. Það getur stund um virzt eins og fjarstæða þegar maður fréttir af því sem átt hefur sér stað. En ekkert af þessu er upp- spuni. Atburðarásin verður meitl- uð í huga minn þangað til ég ann að hvort kaika eða hverf inn um hið gullna hlið. Með Hansenmilljónunum fylgdi einnig áminning til mótspyrnu- hreyfingarinnar. Ek'ki fleiri „rán“ og þar voru forkólfarnir sammála. Það voru þeir menn, sem a'ldrei hafði skort fé. Ákvörðunin um stöðvun fjár- málaaðgerðanna var lengi að síast niður á við og á tímabilinu þar til hún varð almenningseign, voru ýmis rán framin. Þegar þetta varð Ijóst fór að fara um suma. Þeirra á meðal voru Tiemroth of- ursti og menn hans. Hafin var leit að einhverjum blórabelg. Það var ég sem fék'k það hlutverk. Ole Stang tilkynnti mér að sam vinnunni við herinn yrði að vera lokið. Flestir piltanna í flokknum voru fluttir yfir um. Ég hélt að- eins tveimur mönnum eftir. En ekki nóg með það. Búin var til saga þar sem ég var látin vera aðalpersónan. Ég átti að hafa skotið á mína eigin félaga við til- tekið tækifæri. Fundur um málið og skipun um að koma mér fyrir kattarnef. Hinum gömlu félögum minum var falið verkefnið en þeir neituðu. Nýr fundur og skipunin endur tekin. Þrír menn lögðu af stað nauðugir út að heimili mínu til að Skjóta mig. Ég mætti þeim á Peter Bangs- vej. En ég hafði ekki verið að- gerðalaus. Hafði hugboð um að eitthvað væri á seyði. Þess konar hugboð komu sér vel í þá daga. Ég náði á mitt váld einurn pilt- anna, sem ekki þoldi vissan þrýst ing og hann Ijóstraði upp nægi- legu til að ég vissi hvers kyns var. Við hittumst sem sagt á Peter Bangsvej. Ég var með tvo menn með mér og var í skotheldu vesti. Ég hafði verið að eltast við flugu mann þá um morguninn. Það hefði getað orðið sitthvað úr þessu, en við ræddum um hlut- ina. Ég bundskammaði þá og þeir viðurkenndu fúslega að þetta væri allt ein fásinna. Aðferðin þá var sú, að þegar upp komu vandamál af þessu tagi var náð í sökudölginn til yfir- heyrslu. Svi'karar og aðrir álíka voru teknir af lífi. Möguleikar voru á að senda menn yfir ti'l Sví- þjóðar, til dæmis fyrir agabrot. Þá væri hægt að gera út um mál- ið eftir að Þjóðverjarnir væru farnir. En engir voru teknir af lifi nema fyrir lægju óyggjandi sann anir fyrir samvinnu við Þjóð- verja. Dauður maður hefur breið- asta ba'kið. Það er hægt að skella öllum skuldum á hann. Mönnum úr svonefndri „Aagesen-sveit" var einnig falið að ráða niðurlög- um mínum. Þeir tóku sér stöðu kringum húsið og voru áminntir um vaska framgöngu. „Hann skýt ur úr mjaðmarhæð með báðum höndum jafnt," var vitnisburður- inn sem ég fékk. Þeir fóru heim við svo búið. Vildu ekki frekari trakteringar. Hefðu BOPA eða Holger danske verið látnir fjalla um málið, hefði það sennílega ver ið afgreitt. En það voru samtök, sem ekki tóku menn af lífi án saka. Þessi hlið á máiinu lagaðist af sjálfu sér smám saman. Þann 5. febrúar særðist ég illa í átök- um og var lagður ólöglega inn á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.