Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1972, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1972, Blaðsíða 13
Lítil umferð en hætta á hverju strái Myndina til hægri hefur Kristmn Bendiktsson, ljósinynda.ri Morgrunblaðsins, tekið austur eftir Austurstræti.'Ætlunin var eimuigls |að taka mynd af venjulegri umf erð þarna og ljósmyndarinn var ekki sérstaklega d höttunum eftir umferðarbrotum. En þegar myndin ler athuguð, má sjá, að fimm umferðarbrot haf a átt sér stað ibara á þessu augnaiblild. Fótgangandi (fólk á langmestan jþátt í þeim. Svarta örin efst ivisar á mann, sem fer fót- gangandi upp ef tir miðju Bankastræti. Neðri svarta örih vísar á mann, iselm búinn er að taka til fótanna og ætlair augsýnilega iað skjótast Iþama á milli, enda þótt aðeins 'einn bUl sé ef tir í lestinni. Efsta hvíta örin vísar á brotlegian bilstjóra. Hann istöðvar bílinn á hOs-ski ThorvaldseiÆ ESTABUSHED .Souvenirt. Wooie ALi PROCEEDS Tn 1 rtlf'il ff3 j FHjlj M 'PÍÍS * || 11! II1 Itl lll I wfi J&óte* fflnBB 1 ^ t iiriii minnHBn i ylaB&ð i P'Íl'í grænu ljósi á gatnamótum Austurstrætis og Pósthússtrætis til þess að kaupa dagblað af blaðsöludreng. Næstneðsta örin (hvít) vísar á fótgangandi mann, sem lagður er aí stað út á götuna á rauðu Ijósi. I»egar maðurinn í bíhmm liandan við hann er búinn að kaupa blaðið, gæti hann hægiega ekið beint á ihann. Neðsta örin (hvit) sýnir hvar maður og kona koma skálmandi þvert útaí gangstéttinni og leynir sér ekki, hver ætlunin er. Þessi mynd er lýsandi fyrir ástandið í miðju höfuðborgarinnar og' er trúlegt að rvíða þyrfti að ieita til að finna hliðstæðu í svo f ullkomhmi vöntun á umferðarmenningu. Framhald af bls. 7 Ásgeir Gunnarsson, forstjóri SÆNSK BORGARUMFERÐ FLÝTUR ÁFRAM ÁN NOKKURRA TAFA EÐA STIRÐLEIKA Ég hefi oft velt iþeirrí spurningu fyrir mér, hvers vegna umferð á íslandi, og þá sérstaklega hér í Reykjavík, gengur miklum mun stirðlegar og seinna fyrir sig en í nágrannalöndunumn. Þar sem ég var við nám í Sví- þjóð f þrjú ár, og kem þar sökum atvinnu minnar tvisvar á ári, finnst mér naertækast að bera saman umferð á íslandi og um- ferð i Svíþjóð. Það er staðreynd, að, sænsk borgarumferð „flýtur" áfram án nokkurra tafa eða nokkurs stirð- 'leika. Það er erfitt í fljótu bragði að brjóta það til mergjar, hver orsökin fyrir þessu er í raun og veru. Orsakirnar hljóta að vera margar, en iþó ber eina þeirra lang hæst. Hún er þessi „klass- iski" íslenzki eiginleiki að gefa aldrei neitt eftir af rétti sínum, þó að iþað f mörgum tilvikum gæti liðkað umferðina. Það er þessi makalausa sjálfstæðis- kennd sem ríkir f hverjum íslend- ingi.'— Dæmi: Götuhorn, þarsem mikil umferðargata og lítif gata mætast í kross. Bíflinn á litlu göt- unni má f flestum tilvikum bíða. þar til eyða verður á stóru göt- unni, til að komast yfir hana eða inn á hana. Bíllinn á 'litlu götunni getur þurft að bíða æði lengi, ef umferðin á stóru götunni er mik- il, og safnast iþá gjarna biðröð á littu götunni. í Svíiþjóð mundi undantekningalaust fyrsti bíll á umferðargötunni ih'leypa bílnum á litlu gö.tunni inn á, og þar með er sá umferðarhnútur leystur. Annað dæmi: Sé ekið á akreina- götu aka um það bil álíka margjr bflar á hægri akrein og vinstri ak- rein. Þessi akstursmáti skapar hálfgert umferðaröngþveiti, því bílarnir eru sífellt að skipta um akreinar og keyra hver i veg fyrir annan. Slíkt háttalag væri öhugs- andi f Svíþjóð, enda fengi slík- ur ökumaður fljótlega áminningar hjá sænsku lögreglunni. Svíar virðast meta og vega aðstæður hverju sinni, þannig að umferðin imegi ganga sem greið- ast, og Svíar virðast kunna um- ferðarreglur mi'klu betur en ísilend- ingar, virða þær og fara eftir þeim, en geta samt sem áður hliðrað til, ef slíkt færir umferð- ina á betri veg í það skiptið. Kurt- eisin er aðalatriðið, svo að um ferðin gangi sem greiðast. Lokaniðurstöður þessa mismun ar á íslenzkri og sænskri umferð hljóta að beinast að þamkagangi íslendinga miðað við Svía og iþess um dæmigerða fsilenzka þráa, sem auðkennir okkur í 'hvívetna. Guðjón B. Ólafsson_________________ Framh. af bls. 7 eru alltof oft f hættulegum hræri- graut. Staösetning skóla er Víð- ast án tillits til umferðar. Börn þurfa að fara í stórihópum yfir fjölfarnar umferðargötur við mis- jöfn skiiyrði. Víða mætti hafa um- ferðarverði til að bæta úr þessu, en slíkt ererfitt, m.a. vegna óreglu legs skólatíma. Gatnamerkingar, gatnamót og staðsetning „eyja" er víða þannig að mikif 'hætta staf ar af. íslenzkir ökumenn þurfa margt að læra. Eins og áður segir, held ég að hraður akstur sé ekki mesti Ijóður á þeirra ráöi. Mér virðist, að hætturnar skapist, þegar ek- ið er inn á akbraut fullkomlega skeytingarlaust, rétt fyrir framan aðvífandi ökutæki. Einnig þegar menn halda sig í vinstri akstrin- um eins og ekkert 'hafi í skorizt og aka fram úr án aögæzlu. Margt fleira mætti tii nefna. Mér dettur í hug að lokum, að nýlega sat ég í bíl hjá leigubíi- stjóra og við ræddum vandamál umferðarinnar. Leigubílstjórinn var talsvert harðorður og sagði: „Verstir eru þeir þessir öku- menn, sem engum reglum fylgja." í þeim töluðum orðum tók hann alranga beygju inn í næstu götu. Sverrir Þóroddsson Framh. af bls. 6 Ij'ósi, þá er nokkuð öruggt, að manni er hleypt inn í röðina. í Bretlandi er mjög sjaldgæft að rétti sé stolið og afar sjaldgæft, að menn séu að svína sér inn á aðalbrautir. Miðað við Bretana var ég ókurteis ökumaður. Eitt sinn var ég að reyna að troða mér Inn í röð af bílum og þá sagði einn: Don’t use your weight, it does not pay in Eng- land." ísland: Umferðarmenningin. Ef Islendingar vita að þeir eiga réttinn, þá halda þeir hon- um, hvað sem á dynur. Umferðin gengur mjög hægt hérna, vegna þess að einstaka menn eru að reyna að fara eftir þessum fárán- legu reglum um hámarkshraða. Auk þess eru kannski 60% af bíl- unum öfugu megin, þ.e. vinstra megin. Það vantar allan rythma og menn hafa ekki hugann við það sem þeir eru að gera, enda hefur það verið rannsakað erlendis, að þar sem umferð geng- ur mjög hægt, þar veröur mikið af umferðaróhöppum. Umferð- in hér er mjög varasöm og menn virðast eiga mjög erfitt með að meta það, hvað aðvífandi bíll er langt í burtu. Umferðarmenning verður að skapast. En það tekur langan tínia. Því miður finnst mér að lögregla og umferðaryfirvöld sýni ekki nægilegan skilning. Tökum tii dæmis eitt atriði. Á aðalumferðarvegi eins og Hafn- arfjarðarveginum kemur oft fyr- ir að einstaka maður tekur uppá því að aka iöturhægt, segjum á 25—30 km hraða og smám saman myndast löng lest ójjolinmóðra ökumanna þétt á eftir, en eng- inn treystir sér til að fara framúr sökum umferðarinnar á móti. Stundum sér maður, að lögreglan er við veginn og fylgist með, en ég hef aldrei séð að hún færi á kreik og tæki í lurginn á viðkom- andi. 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.