Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1972, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1972, Blaðsíða 4
La lune blanche luit dans les bois. De chaque branche part une voix. sous la ramée . . . O, bien aimée. (iuAimindur (iudmundsson skóla- skáld hefur þetta þannifi:: Máiiinn hvítur á skógra skín í limi þýtur — um laufsal streyma eimar lióðhreima . . . ('nnusta mín! Jakob Jóh. Smári hefur þaó þannig:: Tunfflsljósió hvítt i skÓKÍ skín. Illjómar þ.vtt um laufsins lín á hverri grein: Ó, ást mín ein! JielKÍ llálfdanarson orðar þaó hinsveffar þannig:: Mánaljós glitrar í laufskóga leynum, og rödd sem titrar í rökkvuðum greinum ómar og: dvín . . . ó, ástin mín. Vió samanburó kemur í ljós, að (iuómundur Guómundsson hefur bezt náð hrynjandi frumtextans, Jakob Jóh. Smári hefur á hinn bóg:- iun þýtt nákvæmast þessara þriffgja mynna, en Helfiá Hálfdan- arson er hvað leiiíjst frá frumtext- anum, líkt og hann hafi haft hann til hliðsjónar einungis. Ef til vill birtast þarna mismunandi sjónar- mió ffafriivart Ijóóaþýóinuuni, ann- arsvejfar aó vera eins trúr frum- textanum og fært þykir, hinsvegar þaó sjónarmið sem bendlaó hefur verið við Jónas Hallg:rímsson vegna meðferðar hans á Heine, að yrkja nýtt kvæöi upp úr erlenda kvæðinu, og: hafra því þannifr, að þaö verði sem kunnuglegast ís- lenzkum lesendum. Jakob Smári viróist hafa haldið fast við fyrri kostinn, (einnifi: Guðmundur Guð- mundsson, þótt miður tækist), en Helgi Hálfdanarson við síðari kost- Jxin. Orðfæri Verlaines er eins ein- falt ofr verða má. l»að er bókstaf- lega einkenni ljóðsins og styrkur. Jakob Smári reynir fíreinilega að ná þessum einfaldleik, þar fatast (íuðmundi Guðmundssyni, sérstak- iega í öðru erindinu, þar sem hann nær ekki heldur hrynjandi frum- textans (Skógartjörn blá —, skuggsjá djúpgljá — osfrv.) en Itelgi Hálfdanarson velur sér íburðarmeiri stíl en er á ljóði Ver- laines. Til dæmis má taka, að ekk- ert mánaljós glitrar í ljóði Ver- laines, heldur skín tunglið einfald- lega I skóginum, ekki í „laufskóga leynum“, og hvergi er getið um „rödd sem titrar“ né „rödd sem titr- ar í rökkvuðum greinum, ómar og dvín“, heldur einungis um rödd sem berst frá hverri grein undan laufinu. Hér gefur á að líta hver vandi Ijóðaþýðendum er á höndum, þeg- ar þeir þurfa að ráða við sig hvernig þeir skuli nálgast frum- kvæði. Segja má til dæmis að Guð- mundur skólaskáld og Helgi séu nokkuð langt frá frumtextanum, en Helgi nær því þó með aðferð sinni að yrkja fallegt ijóð á ís- lenzku, þar sem Guömundur fer vel af stað, en hlekkist fljótlega á, að þvl er mér sýnist fyrir þá við- leitni að vera trúr höfundinum. Jakob Jóh. Smári nær beztum ár- angri með því að temja sér það einfalda málfæri sem einkennir ljóð Verlaines og víkja til hliðar hverju aukaskrúði sem ekki heyrir Verlaine til. Ég gat þess að þýdd hafa verið tvö Ijóð eftir Verlaine frá þeim tíma, þegar hann hafði ekki enn kynnzt Itimbaud, og nú hef ég fjallað nokkuð um annað þeirra. Hitt ljóðið heitir á frönskunni (O J>LOQUE SENTIMENTAJ.,, sem þýðandinn, Jón Helgason prófessor, nefnir á íslenzku „Viðkvæma sam- ræðu". Skll ég ekki hversvegna 4 þýðandi notar hér orð í eintölu sem venja er í íslenzku máli að hafa í fieirtölu, og virðist engin ástæða hafa verið tii þess arna, þótt ein- tölumynd sé notuð í frönsku máli. En hvað sem því iíður, þá hefur þýðing þessa kvæði heppnazt mjög vel og líklega betur en aðrar þýð- ingar á ljóðum Verlaines. Jón Helgason hefur farið eins nærri frumtextanum og kostur var, en jafnframt leitazt við að halda hug- blæ Verlaines. l»á skal vikið að þeim tveimur Ijóðum Verlaines frá tfmabilinu eft- ir örlagarík kynni hans af Him- baud sem til eru í islenzkri þýð- ingu. Annað þessara ljóða er úr Ijóðabókinni ROMANCES SANS PAKOL.ES, frægt ljóð, einfalt og furðulega sterkt f orðfæð sinni; um tómleikagrát hjartans, líkt við regnið sem fellur stillt á bæinn. (II pleure dans mon coeur comme il pleut sur Ja ville). I»etta kvæði hef- ur Helgi Hálfdanarson þýtt. Hann hefur breytt hættinum nokkuð til að ná meiri kliðmýkt, en við það hætast aukaorð inn í Ijóðið og það fjarlægist höfund sinn, svo sem upphafið sýnir: Mitt lijarta í hljóði grætur er hnígur regn á bæinn . . . Hitt ljóðið orti Verlaine í fangels- inu í Belgíu, og birti í bók sinni SAGESSE. I»á var hann búinn að snúa fullur iörunar aftur til kat- ólskrar kirkju, þótt ekki reyndist það haldgott. JJóðið hefst á þess- u m orðum: Le ciel est, perdessus le toit, si bleu, si calme,“ Skáldið sér úr klefa sínum bláan himininn, en pálmagrein vaggast yfir húsþaki. Tveir menn hafa þýtt þetta Ijóð, Helgi Hálfdanarson ann- arsvegai og Magnús Ásgeirsson hinsvegai. I»ýðing Magnúsar er tómur misskilningur frá upphafi til enda. Hér kann að hafa ráðið það sjónarmið, að hafa ljóð Verlaines aðeins til hliðsjónar við að yrkja nýtt kvæði á íslenzku, en í þessu tilviki fer illa á því og endar með leirburði sem í sjálfu sér hefði ekki átt að bendla við Verlaine. Heitið, sem Magnús Ásgeirsson velur ljóð- inu, hljómar eins og öfugmæli, þeg- ar haft er í huga hvernig ljóðið varð til og hvers eðlis það er. „Heimkoma“ er yfirskrift Magnús- ar á þessu ljóði, sem Verlaine yrk- ir í fangklefa sfnum. I»ar var sann- arlega ekki um neina heimkomu að ræða. Himinninn og tréð sem Verlaine getur um í ljóðinu, er sá himinn og það tré sem hann sér út um gluggann á klefanum sínum, og hljóðin sem heyrast eru hljóðin úr horginni, utan fangelsismúr- anna: Cette paisible rumeur — la vient de la ville. Fanginn, sem horfir á bláa himinrönd og hlust- ar á hljóðin fyrir utan, beinir hug- anum að sjálfum sér: l»ú, sem þarna grætur, hvað hefurðu gert við æsku þína? — (iu’as-tu fait, o toi que voila Pleurant sans cesse, Dis, qu’as-tu fait, to que voila, De ta jeunesse? I»ar segir Magnús: Hvað gerðir þú, sem grætur hér við gömlu árin? I tveimur fyrri vísuorðunum hef- ur hann ,,gest“ sem „grætur hér“, líkt og átt sé við gamlan mann sem kemur gestur í átthagana, saman- ber nafnið sem Magnús velur kvæðinu — „Heimkoma*4 —, sem á sér enga stoð f frumkvæðinu. I»ar var enginii gamall maður að koma heim, heldur sat ungúr mað- ur í fangaklefa sínum. Helgi Hálf- danarson hefur sfðustu vísuorðin þannig: Hvert hurfu liðin æviár með æsku þína? i»etta er að því leyti betra að hugmyndin um gömlu árin er horf- in, en það er að öðru leyti fjar- lægt frumkvæðinu. Verlaine er Framh. á bls. 16 fslenzka fjölskyldan í Malasiu, Birgir Hermannsson og Alda Sig^ryggsdóttir með börnin þrjú, Salome, I>órð og: Guðmund. r-J \f( 0 D n 7 7H r-1 — m uí iL/u 1 u JoU V LuJ í heimsókn hjá íslenzkri f jöl- skyldu í Malasíu Eftir Elínu Pálmadóttur o dLí Birgir fer út á mámidagrsmorgniim á 200 tonna bátnum KL JUBAU FAO 59, fiskar í gfampandi sólskini og blíðviðri í Bengal- flóa í 28 stijra heitum sjó oa: kemur inn um hádegi á föstudögiun. Venjulegra fer fjöl- skyldan hans i klúbbinn sinn á föstudags- kvöldiuu, þar sem þá er sýnd kvikmynd á stóru tjaldi úti við sundlaugina. Krakkarn- ir liorfa á kvikmyndina og hjónin geta á meðan setið á hlýju kvöldi með glas á barn- um, sem er opinn út yfir sjóinn, ef bau ekki kæra sig um að sjá kvikmyndina. Siðan eig:a þau öll helgina saman. Það hlýtur að vera nokkuð annað líf fyrir íslenzkan skip- stjóra og fjölskyldu hans en þegar hann sótti í vetrarveðrum á norðlæg: Islandsmið á fiskiskipi alla dag-a er gaf á sjó. Þessa fjölskyldu, Birgi Hermarms- son, Öldu Sigtryggsdóttur konu hans og börn þeirra þrjú 'hiitti blaöamaður Mbl. í Penang í Malasiu, á 5. 'gráðu norðlægrar brei'ddar. Þar starfar Birgir á vegum FAO, Matvæla og landbúnaðarstofnunar Samein- uðu þjóðanna og kennir fiskimönnum, ger- ir veiðarfæratilraunir og kannar ný 'fis'ki- mið. Þarna í Penang, sem er (talin einhver þægilegasti dvalarstaðurinn í Suðaustur- Asíu, hafa þau verið í eitt ár, en voru áð- ur á Jamaica í 2 ár. Öll kann Ifjölskyldan ákaíilega vel við sig 4 hitalbeltinu. Börnin, sem eru Guðmunda 11 ára, Þórður 9 ára og Salome 6 ára ganga í enskan skóla, en voru í sumarleyifi uim mánaðamót ágúst og sept- ember, þegar landa 'þeirra frá íslandi bar að garði og dvaldi hjá íþeim í nokkra daga. Slikt hafði ekiki fyrr gerzt, utan 'þegar Þor- björn Finnbogason skipsitjóri kom með bát sinn á flótta undan stríðinu S Bangadesh í lok nóvember, og þegar Björn Bjarnason skipstjóri kom í snögga heimsókn imeð (fjöl- skyldu sína frá Singapore. En ibáðir vinna á 'þessum stöðum að svipuðum vertoefnum og Birgir fyrir FAO. — Og víst ekki hætta á að íslenzku gestirnir verði fleiri, sagði Alda. Á Jamaicu hittum vð aidrei íslending utan íslenzka ikonu, sem þar er gilft. Hér eru meira að segja sárafáir Norðurtandabúar, bætti hún við. Rétt að hægt var að drifa upp 5 Norðurlandakonur til að útbúa nor- rænt kynningarkvöld hjá KFUK 'fyrir skömmu. Birgir er frá Isafirði, einn af hinuim kunnu afflaskipstjórum, sonum Her- manns Hermannssonar, sem ilengi var í Ög- urvik, og Salome Gunnarsdóttur. Ald'a er lika Isfirðingur, dóttir Sigtryggs Jörunds- onar, brunavarðar iþar og Hjálmfríðar Guðmundsdóttur. Þegar Birgir hafði lokið námi 1 verzlunarskóla og Alda orðin hjúkr- unarkona, giftu þau sig. En Birgir var þeg- ar tfarinn að vera á sjó með Þórði bróður slnum á Þorsteini Ingólfssyni og hefur síð- an ekki farið í laind. Hann itók stýrimainns- próf, var um tiima á Auðunni Ifrá Hafnar- firði og síðan á Ögra þeirra bræðra írá þvi skipið kom til landsins, tfyrst sem Stýrimað- ur hjá Þórði bróður slnum og síðan sem skipstjóri, þar til skip og skipstjóri fóru utan og teiðir skildu. Birgir fiskaiði síðasto farminn á Ögra, áðtur en hann var seldur til Suður-Ameríku, og flaug svo morgun- inn eftir sjálfur til Róma'borgar til fundar við FAO-menn. Það var í iok október 1969. Hilimar Kristjónsson, forstjóri hjá FAO, hafði iþá verið á Islandi og falað islenzka fiskimenn til FAO. Hilmar ætlaði Birgi að fara 'til Panama, en í Róm var þvi breytt ytfir í starf í Mexico. En þá vantaði illilega skipstjóra til Jamaica. Þangað fór Birgir í desember og Alda ktom á eftir honum með börnin, sem þá voru 3ja, 7 og 8 ára gömul. Þau bjuggu svo 5 Kingston á Jaimaica í tvö ár, en likaði ekki sértega vel. — Þú ættir að sjá hve allt var sMtugt og fátækt þar, sögðu krakkarnir við mig.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.