Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1972, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1972, Blaðsíða 8
1. HLUTI Þeir sem á annað borð fylgjast með skák i heiminum, hafa á undanförnum áratugum þekkt danska skákmeistarann Jens Enevoldsen. En hinir, sem ekki fylgjast gerla með árangri á alþjóðlegum skákmótum, hafa naumast komizt hjá að heyra þetta nafn síðastliðið sumar, þegar heimsmeistara- einvígið í skák fór hér fram. Enevoldsen er ritstjóri þeirra þátta Politiken, sem fjalia um skák og bridge og haon dvaldist hér allan tímann, sem heimsmeistaraeinvígið stóð yfir. Lím þær mundir var nafn hans oft á síðum heimsblaðanna, því að erlendir blaðamenn sóttust eftir að fá álit hans á stöðunni í hinum og þessum skákum. En lesendur Lesbókar þekkja Enevoldsen ef til vill bezt af greinum um skák, sem hann skrifaði öðru hverju í Morgunblaðið um sama leyti. Jens Enevoldsen er fæddur 1907 í Kaupmanna- höfn og hefur átt þar heima meirihluta ævinnar. Hann fór að tefla átta ára gamall og upp úr fermingaraldri fór skákin að verða honum ástríða, eftir því sem hann segir. Sextán ára tók hann í fyrsta sinn þátt í skákmóti og ári síðar var hann þátttakandi í norrænni skákkeppni. Allt síðan 1927 hefur hann skrifað um skák í Politiken og undanfarinn áratug hefur hann ritstýrt skák- og bridgeþáttum blaðsins. Enevoldsen er alþjóðlegur skákmeistari og á norrænt met í blindskák. Þar tefldi hann blindskák við 24 andstæðinga samtímis, vann 13, gerði 11 jafntefli, en tapaði engri skák. Danmerkurmeistari í skák hefur hann orðið sex sinnum, tekið þátt í mörgum alþjóðlegum skákkeppnum, nú síðast í Olympíuskákmótinu í Skopje í Júgóslavíu í september. Eftir hann liggja 17 bækur um skák, bridgebók og auk þess endurminningabók: Þrjátíu ár við skákborðið. Þar segir hann frá hinum og þessum ævintýrum frá því hann var atvinnu- maður í skák, t. d. úr borgarastyrjöldinni á Spáni og Suður-Ameríku á árum seinni heimsstyrjaldar- innar. Enevoldsen var félagi í hinni rómuðu andspyrnuhreyfingu Dana gegn þýzka hernum á stríðsárunum. Hann særðist alvarlega í skotárás danskra svikara og átti þátt í að afla andspyrnu- hreyfingunni fjármuna með bankaráni. Her og í næstu tveimur blöðum segir Enevoldsen frá því og afleiðingum þessa atburðar fyrir hann sjálfan. Þaö hefur átt sér stað merkis- afmaöli hér á landi. Hundraðasta ránið var framið fyrir skömmu. Upp í 'huga gamals bankaræn- ingja rísa minningarnar um þá tíð, þegar raunverulegir banka- ræningjar voru til. Nútíma bankarán eru mest- megnis leiksýningar. Með plat- byssum, kústsköftum í gluggun- um og flöskum fullum af tolávatni geta kræfir karlar numið á brott stórar peningafúlgur. Þeir sem nást reýnast oftast vera ámáttleg- ir viðvaningar í fagirru. Hinn svo nefndi undirheimalýður kemur þar hvergi nærri. Danmörk hefur ekki ennþá orðið fyrir þeirri for herðingu, sem einkennir glæpa- heiminn víða í útlandinu. Það er líka hægur vandinn að hræða fó'lk. Flestir menn eru hræddir. Hetjur eru ekki á hverju strái. Upp með hendurn- ar! Peningana á borðið! Leik- fangabyssan frá Thorngren í Vimmelskaftet var góð fjárfest- ing. Stjórnir bankanna hafa gefið þau fyrirmæli að ekki skuli veita viðnám ef rán á sér stað. Það á að láta kassann af hendi. Þær þora ekki að taka áihættuna af framtakssömum gjaldkera með byssu undir borðinu. Hið svonefnda Tuborg-rán er gott dærni um það hvernig ræn- ingi getur aflað sér forSkots með innantómum ihótunum. Allir voru lamaðir af skelf- ingu. Lögreglan gerði ekki mikið úr þeirri hlið málsins enda þótt einbverjir tautuðu í barm sér. Þeir sem hirða svimhá laun upp á hundruð þúsunda og láta undir höfuð leggjast að gera grundvall ar öryggisráðstafanir, verða að vera við því búnir að taka þá lítillegu áhættu sem er því sam- fara að gera lögreglunni viðvart áður en ræninginn er á baik og burt. Eins og nú er í pottinn búið með ónógar öryggisreglur og al- mennt kjarkleysi, verður ennþá lengi hægt að hafa drjúga pen- inga upp úr smá loddarabrögðum og stolnum bíl. Þess eru dæmi, að það hafi kostað mann lífið að vera banka- gjaldkeri. f bankaútibúi á Nörre- bro var skotið á nokkra banka- starfsmenn á meðan á ránstilraun stóð. Það var Patle Hardrup, gam al'l Hifó*-maður sem stóð fyrir * Hipó — Hi'lfs-polizei, danskir aðstoðarmenn Gestapo, eftir upp- lausn dönsku lögreglunnar (þýð). þeirri sýningu. En þar var um að ræða mann, sem var vanur að skjóta og kunni á skotvopn. Það var ekki til í dæminu að starfs- fólk bankans ógnaði honum. Hann varð bara taugaóstyrkur og hleypti af. Það hafði hann reynt áður. Þetta var hið forkostulega mál, þar sem Hardrup hélt því fram að hann hefði verið dáleiddur af Schouw Nielsen, sem væri hans „illi andi“. Þeir mannvesalingar, sem náðst hafa fram að þessu, væru þess ekki umkomnir að skjóta mann niður, nema þá að þeir væru sjálf ir 1 bráðri lífshættu, og með byss- unni frá Thorngren gera þeir yf- irleitt engan us'la að ráði. Málum var öðruvísi 'háttað á hernámsárunum. Þá var stníð, og kútur hvinu við eyrun á mönn- um. Það var annað hvort hann eða þú. Þá var stríð, þar sem hug sjónaeldurinn brann á báðar hlið ar. Maður drepur fyrir heilag- an og réttlátan málstað. Það er ekki MORÐ! Stríð er ekki unnt að reka nema með aðstoð peninga, og neð anjarðarihernaðurinn á stríðsár- unum einkenndist mjög af skorti á reiðufé. Peninga þurfti til alls. Ef maður þurfti að fara í felur, varð hann að fá mat á hverjum degi. Sama gilti um fjölskyldu hans. Þeir sem vildu komast yfir vopn, gátu oft íundið fúsa selj- endur, sem yfirleitt voru þýzkir hermenn. ( miðjum „Kongens Have“ var þekkt sölumiðstöð, þar sem skammbyssur, skotfæri og annað góðgæti var á boðstól-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.