Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1972, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1972, Blaðsíða 3
T.ISTIR Um þýðingar franskra ljóða á íslenzku 4. og síðasta grein — Eftir Jón Óskar NOKKRUM árum áður en Stephane Mallarmé fór að taka á móti bók- menntalegum gestum hvern þriðju- dag: á heimili sínu við Rómargötu í París, þar sem hann lifði kyrr- látu lífi með fjölskyldu sinni, voru tvö ung skáld að spinna saman ör- lagaþræði sem áttu eftir að marka til frambúðar líf þeirra og skáld- skap; Paul Verlaine og: Arthur Rimbaud. Ekkert er ólíkara en lífsferill þeirra þriggja manna sem að fram- an eru nefndir, og urðu, hver með sínum hætti, forverar tuttugustu aldar skálda á Vesturlöndum. Þeir voru upphafmenn breytinga sem áttu eftir að leggja undir sig: allan heiminn. I»eir voru íyrirrennarar allra þeirra skálda uni víða veröld sem á tuttusustu öld hafa verið tengd saman með einu orði: mód- ernismi. I»að orð hefur þó ekki verið notað eingöngu, lieldur ýmis staðbundin orð, eftir liópum og löndum, fútúrismi hér, hermetismi þar, atómkveðskapur hér o. s. frv. Eitt veigamikið atriði var sameiff- inleíft þeim þremur skáldum sem að framan getur (sbr. Edmund Wilson í bók sinni Axel’s Castle, 1931): Þau lögðu öll stund á enska tungu. Frá Þýzkalandi hafði róm- antíska stefnan komið til Frakk- lands á sínum tíma, og: nú komu upphafsáhrifin til mótunar nýrrar stefnu einnig frá útlöndum, því vitað er með vissu að Baudelaire hreifst af Edgard Allan Poe og kenniiiífum hans, en síðan komu skáldin þrjú sem öll kynntu sér ljóðagerð á enskri tungu. Stephane Mallarmé fæddist 1842. Hann kenndi lengi vel ensku í ýms- um menntaskólum úti á lands- byggðinni. Undi hann þar illa brauðstriti og einangrun. En loks fékk hann kennarastöðu í París, og settist að í Rómargötu 1875. Hann hafði sex árum áður en hann flutt- ist til Parísar skrifað vini sínum þessi orð: „Af mér er það að segja, að nú er ég tekinn til starfa af einbeitni. Ég er loks byrjaður á HERODIADE. En mér ógnar það, því ég finn upp tungumál sem verður ófrávíkjan- lega að spretta upp úr alveg nýrri ljóðagerð (poétique), sem ég gæti útskýrt í tveimur orðum: Að mála, ekki hlutinn, heldur áhrifin sem hann veldur.“ Vera má, að Mallarmé hafi stað- ið of mikil ógn af hugmyndum sín- um til að honum gengi þrautalaust að fylgja þeim fram til sigurs. Nú átti allt að verða fullkomið í hugs- uninni, en jafnframt skyldi ekki segja neitt ljósum orðum, heldur sveipa hversu einfalda hugsun sem var í dularbúning. Þetta minnir ís- lending óhjákvæmilega á fornt ís- lenzkt skáldamál dróttkvæðanna, þar sem helzt aldrei mátti nefna konuna konu eða manninn mann, heldur þurfti samsetningu tveggja og helzt þriggja orða til að tákna tyrirbærin. Symbólismi var sem sé tíðkaður á íslandi til forna, svo Mallarmé hefði ekki þurft að finna mikið upp, ef hann hefði þekkt þann skáldskap, rétt eins og Col- umbus hefði ekki þurft áð finna Ameríku, ef hann hefði jgetað lesið fslenzku. En Mallarmé fann nú engu að sfður upp sitt líkingarmál, þar sem hann gaf jafnframt venju- legum orðum nýjar merkingar, og af þessum sökum gátu ljóð hans ekki orðið almenningseign, og hlutu jafnvel mörg að verða flest- um mönnum óskiljanleg. En það var ekki heldur nauðsynlegt að skilja ljóð á sama hátt og áður, ef menn aðeins gátu skynjað feg- urð þeirra. Hversu ólfkir voru þeir ekki þessu skáldi, Verlaine og Rimbaud, bæði í ljóðagerð og lífsháttum. Arthur Rimbaud kom sautján ára gamall til Parísarborgar eftir að hafa sent Verlaine nokkur kvæða sinna sem öll voru í hefðbundnum stíl Parnass-skáldanna, nema kvæðið um drukkna skipið, 1*E BATEAU IVRE, en það lfkist engu sem áður hafði verið saman sett í franskri ljóðagerð og var eins og forboði kenningar höfundarins um DÉREGLEMENT DE TOUS LES SENS, rugling allra skilningarvita, sem hann taldi skáldskapnum nauðsyn, og súrrealistarnir tóku í rauninni upp síðar meir, enda töldu þeir Rimbaud ásamt Comte de Lautréamont helztu lærimeistara sfna. Rimbaud hafði verið afburða- nemandi í menntaskóla, en hann var geðríkur og reyndi snemma að strjúka að heiman frá móður sinni sem veitt hafði honum strangtrú- arlegt uppeldi á katólska vfsu. Fað- ir hans hafði hlaupizt brott frá fjölskyldunni, þegar Rimbaud var barn að aldri. Strengilegt uppeldi megnaði ekki að gera Rimbaud auðsveipan og guðrækinn. Hann gerði uppreisn gegn þjóðfélaginu og öllu hefðbundnu, einnig gegn guði. Af þeim sökum þurfti hann áð heyja harða andlega baráttu sem speglast í verkum hans. Með Rimbaud og Verlaine tókst mikil vinátta sem kom harkalega niður á hjónabandi Verlaines, því þeir félagar voru heldur slarkgefn- ir. Svallsaga þeirra í drykkjukrám Parisarborgar eða annarra borga verður ekki rakin hér, en þó staldr- að við örlagaríkasta atburðinn i sambandi þeirra, sem fullvíst þyk- ir að hafi verið öfugsnúið ástar- samband, þar sem Rimbaud hafi verið sterkari aðilinn, þótt hann væri tíu árum yngri (eða kannski einmitt vegna þess). Þá gerðist sá ntburður í Briissel í Belgíu, þegar Rimbaud hafði ákveðið að slíta sambandi þeirra, að Verlaine keypti sér skammbyssu, skaut á vin sinn £ ölæði og særði hann.' Ekki var hann fyrr búinn að fremja verkn- aðinn en hann iðraðist beiklega og bað Rimbaud að skjóta sig. En nokkrum dögum síðar tók hann aftur að veifa skammbyssunni á götu, þegar vinur hans sýndi á sér fararsnið. Rimbaud flýði undan honum og leitaði á náðir lögregl- unnar sem tók Verlaine fastan. ltimbaud reyndi að fá hann lausan aftur með þvl að falla frá kæru, en það var til einskis. Verlaine var leiddur fyrir rétt og dæmdur til að vera tvö ár í belgísku fangelsi. Þegar hann kynntist Rimbaud hafði hann gefið út þrjár ljóðabæk- ur, POEMES SATURNIENS, FÉTES GALANTES og LA BONNE CHAN- SON. En meðan samband hans við Rimbaud stóð með drykkjusvalli og flækingi, allt til þess hörmu- lega lokaþáttar sem fyrr getur, orti hann í fjórða ljóöabók sína, ROMANCES SANS PAROIÆS (sem er að hluta undir áhrifum frá Rim- baud). Tvö af þeim fjórum ljóðum sem þýdd hafa verið á íslenzku eft- ir Verlaine eru ort áður en hann kynntist Rimbaud. Annað þeirra hafa þrír íslcnzkir menn spreytt sig á að þýða, og er fróðlegt að bera saman þýðingar þeirra. Fyrsta erindið er þannig á frönsku: 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.