Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1972, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1972, Blaðsíða 9
urn handa „góðum málstað", gegn góðri borgun. Skömmu fyrir uppgjöfina var mér boðínn þýzkur hraðbátur til kaups með alvæpni. En það var mér ofviða. Auk þess yrði bráð- lega hægt að fá hann ókeypis! Þó voru vopn nökkurt vanda- mál á þá daga. Ekki vegna þess að þau væru ekki til. En þau voru unnvörpum geymd og falin til þe$s að þau lentu ekki í hönd um kommúnista. Það kostaði einnig fé að prenta ólögleg blöð og með peninga í bakhöndinni var auðvelt að koma í kring flutningi yfir Eyrarsund, ef fjandinn var á hælunum á manni. Margt og mikið mætti nefna, sem ekki var hægt nema pen- ingar væru fyrir hendi. Undir lokin var sagt að mót- spyrnuhreyfingin ætti nóga pen- inga. Söguna um H. C. Hansen og 50 mMijónirnar, sem hann gekk með í skjaiatöskum, þekkja víst ailir. Það liggur I augum uppi að embættismenn mótspyrnuhreyf- ingarinnar með freisisráðið í broddi fyikingar skorti ekki fé. Inni í ,,La Reine" eða hjá „Stadii" gat venjuílega að líta ýmsa, sem ekki voru á því að farast úr sulti eða þorsta við aðgerðir sínar til við- reisnar föðurlandinu. En maðurinn í skotgröfinni var síblankur og allslaus. Það var ekki heidur til þess ætiazt, að of imikil ihreyfing yrði á þessum indælis peningum öl-l um. Frá vissum heimiidum, mér aðgengilegum barst mér vitn- eskja um aðild H. C. Hansens í þeim leik. Ég hafði komið á fót ólöglegu blaði, sem prentað var á þýzku og hét „Die Waihrheit". Það var tilraun til að birta þýzku her mönnunum sannlei'kann um ástandið, þannig að þeir létu ekki nöta sig til einhverrar örþrifatil- raunar eftir að Þýzkatand væri hrunið hemaðartega. Blaðið var límt upp víðs vegar um borgina og á númersskildi sporvagnanna voru festir miðar með áietruninni „Bertin ist gefall en“ þegar tækifæri gafst. Ung- verska herdeildin, sem til húsa var í varðliðsskálanum við Rós- enborgarhöil, geröi uppreisn eft- ir að hafa lesið nægiiega mörg eintök af „Die Waihrheit". Það kostaði fé að koma út blaðinu og ég iét slag standa og tókst að fá viðtal við H.C. Hansen í þinghúsinu. Ég lagði spilin á borðið, gaf honum upp mitt rétta nafn og alla málavexti. Hann neitaði því eindregið aö hann heföi neitt meö peningamál- rn að gera. Ég hef sjaldan séð mann jafn hræddan. Peninga fékk ég enga. Eftir þvi sem árin liðu varð mér Ijóst, að allt var þetta viðleitni stjórn- máiamanna til að útvega sér — eigum við að kalla það fjarvist- arsönnun. Hvort skerrvmdarverka mennirnir heföu peninga tiil um- ráða eður ei, var þeim auðsjáan- lega öldungis sama um. En þetta var alþekkt fyrirbæri og víða leystu menn vandann með því að taka peningana traustataki þar sem að þeim varð komizt. Margir möguieikar voru fyrir hendi. Hernámsmangari var eins og hundeltur héri. Hann gátu menn rólegir rúið eða beitt fjár- kúgun. En það var líka hægt að tæma ban'ka, og nú erum við komnir að efninu. Eigi að leysa bankarán af hendi svo vel sé, verður að gera sér glögga grein fyrir vissum hlutum. Aðalvandinn er að kom- ast burt með fenginn. Það hefur reynzt fremur auðvelt að ganga að gjaidkerastúkunni og fá pen- ingana afhenta. Þegar við létum til skar- ar skríða í þá daga, var allt fyr- irtækið vel undirbúið og skipu- lagt með hernaðarlegri ná- kvæmni. Það hefði orðið heldur neyðarlegt ef við hefðum lent í ógöngum með þess konar tiltölu- lega auðveld atriði. Ég ætla að greina frá einni ákveðinni aðgerð, sem beint var að útibúi Iðnaðarbankans við hringtorgið í Válby Langgade skammt frá Roskilldevej. Þarna mætast fimm vegir — hættuleg staðsetning fyrir banka. Mögu- lei'karnir til undankomu voru fjöl margir. Umferð var engin að kalla og við höfðum bíla til umráða. Furðu lítið hefur heyrzt getið af hálfu mótspyrnuhreyfing arinnar um þessar fjáröflunarað- gerðir. En staðreynd voru þær engu að síður og enda með sam- þykki frá æðstu stöðum. Sú aðgerð, sem hér skal greint frá var samþykkt af hernaðar- legum deildarforingja, Ole Stang, liðsforingja, sem íét lífið i sprengjuárásunum á Shelhhúsið. Yfirmaður hans var þáverandi ofursti E. Tiemroth, nú hershöfð- ingi, og hafði honum verið gert aðvart. Átta manns tóku þátt í aðgerð- inni. Tveimur þeirra var aðeins komíð fyrir á hernaðarlega mik- ilvægum stöðum í næsta ná- grenni og voru þeir vopnaðir byssum. Þeir voru með ef Ske kynni að hið ófyrirsjáanlega ætti sér stað. Það gat allt i einu kom- iö bíll með Hipo-mönnum. Tveir menn urðu eftir við bíl- inn. Annar var reiðubúinn að aka af stað, hinn átti að verja hann. Sjálfur gekk ég frá bíln- um, sem beið beint fyrir utan bankann, og hélt með vélbyssu í höndum að innganginum, þar sem þrír menn bættust 'í 'hópinn. Við gerðum okkur enga rellu út af áhorfendum ef einhverjir væru. Þeir myndu áreiðaniega halda sig í hæfilegri fjarlægð. Þetta var atvara í þá daga. Við gengum inn fjórir. Einn varð kyrr við innganginn. Við urðum að hafa bakhjarl. Ég tók afgreiðslusaíinn. AMir viðstaddir og banka- starfsmennirnir að gjaldkeranum undanteknum voru reknir upp að vegg, þar sem ég hélt þeim í skefjum með vélbyssunni. Einn maður fór að gjaldkerastúkunni til að tryggja sér það sem við vorum að sækja. Loks fór einn innfyrir og sótti þann hluta starfsfólksins, sem ekki var í af- greiðslusalnum. Þar á meðal var útibússtjórinn. Með peningana í skjalatösku, sem höfð var meðferðis, fóru fyrst tveir menn út úr bygging- unni og gengu út að bílnum. Ég fékk merki frá manninum viö innganginn um að þeir væru sloppnir upp í bílinn og að við gætum dregið okkur i hlé. Við gengum afturábak út. Úti á göt- unni beið bíllinn með vélina í gangi og opnar dyr. Við skriðum inn og ókum á brott. Engin lif- andi sála æmti eða skræmti. Öll aðgerðin hafði tekið samtals tvær mínútur og tíu sekúndur sam- kvæmt skeiðklukku Okkar. I ban’kanum vörpuðu menn öndinni fegnir. Útibússtjórinn var sá eini, sem ekki tókst strax að róa. í ægilegu ofdirfskukasti fleygði hann stól gegnum glugg- ann. Eiginlega áttum við ekki von á neinum mótþróa við svona tæki- færi. Flestir töldu, að peningarn- ir rynnu til þess sem þá var kall- aður „góður málstaður". Þó hef ég orðið fyrir þvi að bankastarfs- maður hreyfði mótmælum, en fast tak um vélbyssuna nægði ti! að stilla hann. Enginn efi er á því að við hefðum hleypt af, ef um viðnám hefði verið að ræða, en við höfð- um þá reglu, að ekki væri nauð- synlegt að hæfa mann á milli augnanna til að gera hann óskað- legan. Vitað er um hörmulegt dæmi þess að bankagjaldkeri varð að gjalda fyrir „hetjuskap" sinn með lífinu. Það var í aðgerð hjá stjórnarnefnd fyrir vöru- dreifingu, þar sem nokkrir menn röðuðu sér upp í gjaldkeraskrif- stofunni með hlaðna hólka í 'höndum og heimtuðu innihald peningaskáp>sins. Gjaldkerinn tók dýfu og skellti aftur skáphurðinni. Hana var ekki hægt að opna nema kunna stafalykilinn. Kúla gegnum höf uðið voru þakkirnar fyrir trú- mennsku hans og kostgæfni. Að sjálfsögðu var ógerningur að greina á milli hvort glæpa- menn eða mótspyrnumenn áttu hlut að slíkri aðgerð. Margir féHu I freistni og einkurn á hinu lögreglulausa tímabili var auð- velt að afla sér aukatekna með rösklegri ránsferð. Það voru ekki eingöngu pening ar sem mótspyrnumennirnir höfðu á'huga á. Vörur, sem hægt var að koma í verð, voru vel þegnar. Ég man að við tókum einu sinni bílfarm af kössum með utanáskriftinoi Ammunition fiir Framh. á bls. 14 Greinarhöfundur á þeim tíma er hann tók þátt í baráttunni gegn hernámsliðinu, en fékk i staðinn að kenna á ranghverfu dansks réttarkerfis. Götumynd frá hernámsárunum. Þýzkur „dreki" heldur uppi „lögnm og reglu" á Báðhústorginu i Kaupmannahöfn. —j* 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.