Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1972, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1972, Blaðsíða 11
Ríkarður vinnur að tréskurði á vinnustofu sinni. snarræði fastataki á árásarmann- inum, keyrir hann upp yfir höf- uð og beint á hausinn í tunnu, sem stóð þar s'kammt frá, lét hann svo eiga sig, en hélt áfram með pundarann. Þá sagði faktor: „Það er víst bezt að láta helv. . . 'hann Einar hafa úttektina, áður en hann drepur eða lemstrar fleiri menn.“ En af faktorsfrænda er það að segja, að svo dyggilega hafði ver ið á eftir fylgt, að hann sat ríg- fastur á herðunum í tunnunni. Vildi :þá svo til að Jensen beykir var þar nærri staddur eins og fleÍTÍ. Sótti hann af hinni mestu skyndingu drífholt og sleggju til að slá manninn, en ekki köttinn úr tunnunni. Þess má geta að fakt orsfrændi var nærri tvö hundruð punda maður. Öðru sinni voru þeir Núpsbræð ur sunnan fjarðar sem oftar ásamt fleiri Ströndungum. Hitt- ist þá þannig á, að danskt her- skip lá inni á Djúpavogi. Voru skipsmenn 'i landi. Yfirmennirnir inni á kontór hjá faktor, sjálf- sagt á fyHiríi, en dátarnir stóðu heiðursvörð um athöfnina utan- búðar. Höfðu þeir raðað sér upp utan við búðardyrnar all langa röð tveir og tveir saman og sneru bökum við búðinni. . . Hér var ekki greitt aðgöngu fyrir Strönd ungana, með því að vitanlega hefði það gengið stórglæpi næst að fara að ama Dönum með fyr- irgreiðslu Isiendinga, og það fremur sauðfárra vaðmálskarla. Slíkt kom ekki til máia. Hjörleif- ur var sá einasti bátsverja, sem kunni löngulært babl í dönsku. Reyndi hann nú að gera Dön- um það skiljanlegt, að þeim dauðlægi á að komast að. Að hann væri Ijótur í dalinn. Haf- gall í austrinu. Aðgíll hafði runn ið undan sól nýlega og að Núps- höfði væri nánast hamragjögur eitt og hreinasti manndrápsbás í skammdegismyrkri og svöldr- anda. Danir tóku ræðu Hjörleifs að vísu ekkert iila. Skóku höf- uð sín smávegis, brostu góðlát- lega og veifuðu höndum frábægj- andi með tioffmannlegu handa- pati. Einar var víst heldur litið framgenginn i danskri tungu, en skildi þó hvað fram fór. Lét hann nú hendur standa fram úr ermum og verkin tala. Réðst hann á dátaröðina umsvifalaust, tók tvo og tvo í einu, sinn með hvorri hendi og þeytti þeim til hliðar. Skullu sumir en aðrir skondruðu eða fóru á handahlaup um út um ailt ,,Pláss“, þeir sem eftir voru viku undan, en Strönd ungarnir þustu hindrunarlaust inn í búðina. Það er nú stund- um gaman að geta tekið til hend- inni. Einu sinni sem oftar voru þeir bræöur syðra, þ.e. sunnan fjarð- ar. Þá var Jensen beykir, sá er sló manninn úr tunnunni, fuliur og siagsaði þar um „Plássið." Hann var slagsmálamaður og ill- ur viðskiptis og vandræðaseggur við öl. Stóð kvenfólki ógn af hon um, því að hann lamdi unglinga og hafði í hótunum við konur, en fuilorðnir karlmenn flestir á sjó. Þegar kvinnur staðarins sáu Núps bátinn við bryggjuna, ruku þær þangað og beiddust hjálpar, og var þá vitaníega sérstaklega treyst á Einar. Einar kvaðst ekkert kunna til slagsmála, gætu slíkir menn sem beyksi verið búnir að slá mann í rot,' fyrr en varði. Samt gæti hann ekki neitað því, að hann hefði gaman af að sjá framan i kauða í þessum ham. Fóru þeir Ströndungar svo með konunum upp á „Plássið", sem kallað var, ofan við áðurnefnda Löngubúð. Þar hjá er lítið ræsi og smábrú yfir, sem kölluð var „sliskinn" uppá danska tungu. Þegar þangað kom, er beyksi þar í þeim ham, sem áður er lýst. E.t.v. hefur Einar gengið fremst- ur og ræðst beyksi að honum um svifalaust með hinum ægilegustu boksaratflburðum og mi'klum háv aða. Hér urðu samt snögg um- skipti. Fyrr en varði var Jensen beykir kominn í háaloft á armsúl um Einars, sem keyrði beykinn umsvifalaust inn undir annan brúarsporðinn (sliskann), og kast aði Einar nokkrum steinvölum undir brúarsporðinn á eftir boks aranum. Grjót hafði áður verið hrunið undir hinn brúarsporð- inn, svo að beyksi var þárna fullkomlega innilokaður, þangað til hjálp hefur komið utan að. Þó að „fjarlægðin geri fjöllin blá og mennina mikla", þá breytt ist þetta aldrei hvað Einar snerti. Hann hélt alltaf sínu áliti fram í háa elli, og ekki hreif hann mig minnst í hinzta sinn, er ég hitti hann sumarið 1943. Þá var Einar 89 ára að aldri og var um nokk- urra ára skeið í Fögruhlíð við Djúpavog, en þar hafði frá ómunatíð verið ógróinn (nakinn) kletturinn upp af bænum. Veturinn áður hafði Einar unn ið að því a'lf lengi að bera mold í pokum á bakinu úr fiögum þar i nánd upp á klettinn. Síðan bar hano fiskislóg á vertíðinni einnig á ba'kinu alla leið utan úr Ytri- Gleðivík upp á klettinn og sáði í um vorið. Enda var iðiigras á klettinum strax þar um sumarið. Leiðin, sem Einar bar slógið, er sjálfsagt dyggilega hálfur kíló- metri. Þar af tvær brattar brekk- ur og mýrarsund, allt vitund ógreiðfær leið. Gjöri aðrir betur, þótí yngri séu. Morguninn, sem við Karl bróð- ir minn fórum inn i Fögruhlíð til að kveðja Einar, sá ég sjón, sem rann mér svo til rifja að mér var um stund algjörlega máls varnað, og okkur bræðrum báðum. Það sem hafði sl'ík áhrif á mig var að sjá þennan gamla íslands kappa slá á hnjánum, sökum fót- hrymi ellinnar og sjóndepru, en þannig var hann búinn að slá allt túnið, og er það eitt fegursta af- rek, sem ég hef heyrt um getið. Veður var fagurt og heitt þenn- an dag og var Einar fáklædd- ur og sló af feikna áfergju og í einu kófi, og þá sá ég aðra sjón, sem mér þótti merkileg, því að hún gaf mér vitneskju þess, sem ég vissi ekki að til væri. En það var fagurlega vöðvaður og slétt afrenndur líkami níræös manns, svo sem ungur íþróttamaður væri. Þá skildi ég fyrst til fulls hina fágætu kjarnorku þessa manns, sem ég hafði heyrt svo mikið af látið. Og ef það eru ekki slík öldur menni sivinnandi landi og þjóð til hags og sóma allt fram í and- látið, sem bera skal virðingu fyr- iir, þá þekki ég ekki hvar og Ihvenær vér skulum kné vor jbeygja. Skemmtilegir nágrannar Hér á Grundarstíg 15 höfðu búið tveir rithöfundar áður en ég kom hingað. Þaö er eins og hús- inu fylgi eitthvert listrænt and- rúmsloft. Hér bjó Guðmundur Magnús- son (Jón Trausti) um skeið og skrifaði hér mikið af sögum sín- um. Talið er, að hann hafi skrif- að þær mest milli klukkan 4—7 á daginn. Hann var prentari að atvinnu og vann i Gutenberg, en hætti nokkuð fyrr en aðrir og skrifaði fram að kvöldverðartíma. Á kvöldin gekk hann oft út í bæ- inn með konu sinni og dóttur. Hann andaðist úr spönsku veikinni 1918 á bezta aldri. Þá var hér slegið á nótur sorgarinn- ar. Hér bjó einnig Helgi Valtýsson um skeið. Hann var einnig rithöf- undur og eldheitur hugsjónamað ur. Helgi var einn aðalstofnandi Ungmennafélags Reykjavíkur og Sambandsstjóri Ungmennafélag- anna um skeið. Já, það hefur ým- islegt gerzt í þessu húsi. Af Helga keypti ég þetta hús, sem hefur verið athvarf mitt síðan, bæði íbúð og vinnustofur. En bakhúsið hér á Grundar- stig 15 er einnig merkilegt. Það mun upphaflega hafa verið byggt af Davíð Östlund fyrir kristni- boðsstarfsemi og prentsmiðju. Ég söng þar stundum með Stefáni Ei- Til hægri er hin kunna teikning: Ríkarðs af Bólu-iHjálmari, gerð eftir lýsingu þeirra, sem mundu skáldið. Til samanburðar er hér til vinstri mynd af Hjálmari Hjálmarssyni á Húsavík, frænda Bólu-Hjálmars. Bíkarður þekkti hann eklá, þeg- ar myndin var gerð, en svipm-inn leynir sér ekki. 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.