Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1969, Blaðsíða 27

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1969, Blaðsíða 27
tvelmur, samtals 5700 hestafla, véiuin Óðins voru gefnar full oiíugjöf. Óðinn öslaði áfram og nálgaðist togarann óðfluga. Um leið og iarið var að nálgast togaranm, sást að hanm var með vörpuna í sjó og þegar komið var að hlið hans var dufl sett út, honum gefið stöðvunar- m.p-ki með skipsflautunni og kallað yfir til hans í hátalara um að stöðva og innbyrða vörp una. Strax og togarinn byrjaði að framkvæma þá skipun, var gúmmiíbátur varðskipsins sjó- settur og ég ása.mt þriðja stýri manni og tveimuir hásetum, fór- um yfir í togarann. Við stýri- mennimir vorum vopnaðir skamm byssu.m af gerðinni Colt 6 skota 38 cal. og þakka ég Drottni mikið, að hafa aldrei þurft að beita byssu, því bæði er það að um miðun í þröngri brú er ekki um að ræða og ef maður yrði það heppinm að ■hitta í útlim manns, undir þeim kringumstæðum að nota yrði byssuna, þá er ég viss um að sá maður mundi ekki nota þamm útlim meir. Um borð í togaran- um framkvæmdum við þessa venjulegu athöfn. Tiikynntum togaraskipstjóranujn, að h>ann væri hamdtekinn fyrir ólögteg- ar veiðar og leituðum að frek- ari sönnuniargögnum. Síðarn fór ég með togaraskipstjórann yfir í varðskipið, til frekari yfir- heyrslu hjá skipherra, en þriðji stýrimaður varð eftir um borð í togaranmm ásamt einum há- seta. Við nánari yfirheyrslu, um borð í varðs'kipinu, kom í ljós að radar togarans vair bilaður og að togarar þeir sem í nám- unda við hann voru, höfðu lof- að að fylgjast með honum í rad ar og gefa honuim upp staði, en það virtust þeir hafa svikizt um. að var átakanlegt að horfa framian í togaraskipstjór- anm og sjá hversu niðurbrot- in.n maður hann var. Hann hafði engar athuigasemdir að gera við staðaTáikvarðanir varð skipsins og þegar honum var tilkynnt, að hanm yrði að fylgja varðskipinu eftir til ísafjarð- ar, var sem hann kikknaði í hnjáliðum og bað um að fá að skreppa á salernið. Fylgdi ég honum niður á salerni og beið fyrir utan. Þegar mér fannst hann vera búinn að vera nokk- uð lengi inni, fór ég að tvístíga fyrir utam og þax sem ég minnt- ist hversu niðurbroti'nn hann hafði verið, fóru alls konar myndir að læðast í huga mér. Loks var þessi hugarrennimg- uir minn farinrn að naga mig svo, að ég stóðst ekki lengw mátið og svipti dyrumum upp, en þær voru ólæsitar. Og sú sjón sem við mér blasti, hefur enn ekki farið úr huga min.um, þvíþama stóð hann boginn yfir salernis- skálinni og kúgaðist, ég lét hurðina hægt aftur og beið. Loks kom hann út og var fölur. Á leiðinni upp í brú vax hann að tauta við sjálfan sig að nú mum.di konan sín ábyggilega fæða fyrir tím.anm, þegar hún fengi þessi sorgaTtíðindi. Það hvorki datt af honum né dra.up, þegar við fluttum hann aftux yfir í togarann. íílukkan var orðin 4 e.h. þegar skipin héldu af stað inm til ísafjarðar. Það vax ful'lvist að við mundum ekki geta sezt að jólaborðinu á hintum venju- lega tíma. Á leiðinni inn gekk öll skipshöfnin rösklega fram í því að skreyta skipið að innan sem bezt og úr eldhúsiwu mátti finna ilmandi hamborgaraJykt. Og við vonuðumst til að rauð- vínssósan mundi smakkast vel, sérstaklega þar sem við höfð- um splæst í þessar tvær rauð- vínsflöskur, áður en við fórum út frá ReykjaiVÍk, því brytimn hafði kvartað mikið umdam þvi að það yrði ekkert bragð af sósunni, ef hann fengi ekki rauðvin til að blanda hana með. Þegar inn til ísafjarðar kom, lögðums't við fyrir akkeri á Pollinum, en togarinn hélt að bryggju. Við settumst að jóLa- borðinu kl. 7 og smakkaðist mat urinn vel. En þar sem við fund- Uim ekkert rauðvinsbragð ' af sósunmi, höfðum við brytann grunaðan um græsku. Ókkur fanmst hann vera orðin-n nokk- uð rauður í framan og þegar hamn sagði, m-eð sinni smá- mæltu röddu. „Jé skil ekket í fólki sem getur drukkið rauð- vin.“ Þá þóttumst við öruggir. A ð lokinni máltíð, þyrptist öll áhöfnin í kringum skipherr- ann, sem útdeildi jólagjöfum frá kvenfélaginu Hrönn, en í því félagi eru eiginkomur stýri manna, sem um mörg ár hafa sent jólagjafir til sjómanna, sem fjarri hafa verið heimilum sínum á aðfangadag og þeirra gjafir hafa glatt margt sjó- mamnshjartað, hafi þær þúsund þakkir fyrir. Að þessari at- höfn Lokinni, fór hver maður í sitt herbergi, nema þeir sem á verði voru, til að opna jóla- pakkana, sem ástvinir þeirra höfðu gefið þeim, áður en far- ið var að heiman og allir fund um við til hinnar inmilegu jóla- gleði i hjörtum okkar og von- uðium innilega að togaraskip- stjórinn mætti einnig njóta þeirrar jólagleði í hjarta sínu. A leiff um borð í brezkan togara, sem tekinn vas í landhelgi Hanna Kristjóns- dóttir i. Ef vorið kemur sunnan yfir sæinn, hvaðan ber þá veturinn að, norðan úr nyrztu höfum, náanna heimi? Tveir vetur Vetur, sem sezt á herðar okkar, veifar glaðlega kyrrlátum snjóflyksum, vinalegur er hann framan af eins og gamall og kalkaður afi, svo herðir hann smám saman takið rétt án þess við vitum og áður en varir er veturinn allt í kring, þó brosum við enn, einn vetur telst ekki tíðindi lengur, svo kemur vorið að lokum, sunnan yfir sæiim, þá liggjum við frosin í hel við fætur þess. II. Meðan blómin sungu í görðum og sólin leitaði hærra upp á himinhvolfið, nóttin var björt, eins og bam í svefni voru augu mín óþreytt og skær, svo haustaði að, við heyrðum vetur ganga að garði, eins og þann gest, sem kemur og fer, fjölær grösin féllu og dóu, grettin af þjáningum, er hann opnaði hliðið, sópaði burt öMu sölnuðu laufí. og settist um húsið, vetur og myrkur og ég málaði mig kringum þreytuleg augun. 22. deseinn.ber 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.