Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1969, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1969, Blaðsíða 16
Sigurður Bjarnason frá Vigur Brúðkaupið sem aldrei var haldið Örlagasaga frá horfinni öld S vörtuklettar heita þeir, og skaga út í sjóinn sunnanvert við bæjarvíkina. Þeir standa þama sorfnir hvíldarlausu gnauði haföldunnar. Fremst eru þeir vaxnir þangi. Þar get- ur jafnvel að líta krækling og öðuskel í lágsjávuðu. En ofar, nær þurrlendinu eru þeir í- hvolfir og skápóttir. Þar má geyma gull og gersemar, gimb- urskel og kufung, brimsorfið Igulker eða hörpudisk. Á þessum klettarana stendur eitt milt vorkvöld ung kona, og veifar. Báturinn, sem kemur að utan, stefnir framhjá eynni. Sex menn róa knálega, og hann ber hratt yfir. En hin unga kona virðist eiga brýnt erindi við bátsverja. Hún leysir af sér svuntu sína og veifar henni sem ákafast. Ætla þeir að daufheyrast við kalli hennar? Eru mennirnir hjartalausir, eða þekkja þeir erindi hennar og þykir sér ó- skylt að sinna því? Hún veifar einu sinni enn og kallar. Sexæringurinn sveigir af leið og lendir við Svörtu- kletta. Konan gengur fram á klöppina og heilsar? „Þið komið úr kaupstaðnum”, segir hún „og eigið eitthvað handa mér?” Formaðurinn verður fyrir svömm: „Jú við komum að utan. Eitt- hvað er víst aflögu handa heimasætunni”. Tvær flöskur em réttar í land, og formaðurinn tekur við gullpeningi til endurgjalds. Viðskiptunum er lokið og bát- urinn leggur frá landi. Konan, sem stendur eftir í þang- inu horfir döprum augum eftir honum, fylgir áratökunum og sér hann hverfa austur fyrir klettana. Þá er eins og hún ranki við sér, þar sem nú stendur í rauðum sokkum, á hvítbryddum lambskinnsskóm í brúnu þanginu. Hún þrýstir flöskunum tveimur að barmi sér og gengur hnarreist til bæjar. — Hver er hún, þessi unga kona, sem kallar sexmannafar að Iandi til þess að fala brenni- vín, og greiðir það meira að segja í gulli? Hún er dóttir dannebrogsmannsins, frænka kammerráðsins, mesti kven- kostur héraðsins. Þessi mynd stígur upp úr móðu áranna, fyrist þofkukennd og óskýr, síðan hrein og sterk. í henni rifjast upp vestfirzk örlagasaga frá horfinni öld, dagar æskuásta og hamingju, djúprar sorgar og vonbrigða. Hverfum svo 112 ár aftur í tímann. F jarðasýsla hefur fengið nýjan sýslumann, aðeins 26 ára gamlan, nýkominn heám frá kóngsins Kaupmannahöfn, þar sem hann hefur lokið lagaprófi með láði. Hinn ungi valdsmað- ur eir maður fríður sýnum, með- alhár, ljúfur og prúður í allri framgöngu. Hann verður á skömmum tíma hvers manns hugljúfi. Sérstaklega er við- brugðið siðfágun hans og hoff- mannlegri kurteisi við háa sem lága. Slíkum siðum á alþýða ekki að venjast af umboðs- mönnum konunglegrar hátign- ar á miðri 19. öld. Hitt er tíð- ara að embættishroki og dreiss- ugheit móti framkomu þeirra við almúganm. Einn Ijóður þykir mönnum ó ráði hi.ns unga sýsluimanns. Hann er ókvænt'ir og býr í einu leigukammelsi í Fjarða- kaupstað, þar sem íbúar eru um 140 taisins, er hann tekur sér þar bólfestu. Áður hafa sýslu- menn héraðsins setið á ýimsum stóirbýlum þess, og margir hald ið sig höfðinglega. Fjarðamenn kunna því fremur illa við að yfirvald þeinra sé tómthúsmað- ur á mölinni. Ekki er örgrannt um að hof- róður héraðsins renni hýru aruga tH hlns unga sysítimMins, Kemur þar, að ástir takast með honum og einni þeirra. Það þykja mikil tíðindi og góð þeg- ar sú fregn spyrst að Eyjólfur sýslumaður og María, dóttir dannebrogsmannsins í Vestur- ey séu heitbundin. Er festaröl þeirra drukkið í Vesturey síð- ari hluta sumars við mikinn fögnuð. Framtíðin blasir við, full fyrirheita um farsæld og hamingju. U nnusta sýslumannsins er aðeins 17 ára gömul. Fað- ir hennar, Arnór dannebrogs- maður í Vesturey er látinn fyrir nokkrum árum, en maddama Ragnheiður ekkja hans býr á- fram við reisn og skörungs- skap. Hún situr í auðugu búi, þar sem ekkert skortir, heldur fjölda hjúa og elur einkadótt- ur sína upp í eftirlæti, sem jaðrar við taumleysi. Heimasætan í Vesturey, hin verðandi sýslumannsfrú er fremur lágvaxin, dökkhærð, föl á hörund, fótnett og hand- smá. Hún er talin ein fríðasta kona héraðsins. Um hana er rætt sem mikinn kvenkost, enda þótt hún sé naumast af bamsaldri. En hún er ör I skapi og svipar þar til móður- frænda síns, kammerráðsins I Dal. María í Vesturey er vön því að fá allt, sem hugur hennar girnist. Og örlögin hafa til þessa verið henni hliðholl. Nú síðast hefur hún unnið hug þess manns, sem fremstur er að virðingum og ágætastur talinn að mannkostum í öllu héraðinu. En í þetta skipti hefur hún ekki aðeins unnið sigur. Hún hefur sjálf verið sigruð. Henn- ar unga hjarta slær að vísu ennþá í brjósti hennair. En það er Eyjólfur sýslumaður, sem á það. Þegar þau kveðjast að drukknu festaröli í flaeðarmál- inu í Vesturey, og nokkurra vikna aðskilnaður er framund- an, er sem síðsumarsólin hverfi af himninum, og kaldur gustur einmanaleika og saknaðar fari um þetta lífsþyrsta eftirlætis- barn. I ún gengur hægum skref- um vestur á klettinn Hregg- nesa. Þaðan sér hún út yfir sundin, og á eftir áraskipinu, sem var að leggja frá landi með unnusta hennar. í huga hennar er skip, sem fer tákn kvíða og óvissu. Kemur það nokkurin tíma aftur? Hversox otft haifa þessi sund ekki rokið upp í fjallháa gufu eða velt sér græn golandi að strönd og ey? Hafa ekki forfeður hennar háð ei- lífa baráttu við hafið, þessi aflsælu mið, sem hafa skapað auðsæld og velmegun í búi margra eyja- og Fjarðabænda? Oftast hafa þeir sigrað, komið að landi með hlaðin skip og jafnvel seilar. En stundum hafa þeir lotið í lægra haldi. Segl þeirira hafa horfið við hafs- brún, eða bátur brotnaði í brimskafli við landsteina. En hvers vegna sækja þess- ar dapurlegu hugsanir að henni nú? I kvöld eru sundin kyrr og lygn, rauð af sól, sem er að síga í vesturhafið milli núp- 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. desiember 19G9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.