Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1969, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1969, Blaðsíða 12
' ' ' „, ,'' ' ■ ■ iawy, íjííí OH.Kl- \JuK l'LL WtV'. v.ff'wlsír Texti og myndir: Gísli Si ' '' ' '', ' . ' * -tk> ■ ... . . . ' , 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. deEiemibar 1069 c andurinn, árnar og ná- lægð jöklanna; þetta setur mest an svip á umhverfið og geirir það í senn rismikið, ægifagurt og eilítið ógnvekjandi. Af Breiðamerkursandinum nýtur ftegurð jöklanna sín til fulln- ustu og opinberast í allri sinni dýrð, þegar komið er að jökul- lóninu við úfinn jaðar Breiða- imetrkurjökuls. Hve ósnortið allt e,r hér. Aðeins hjólför í sandinum benda til mannafeirða. Og brúin. En það er þó frem- ur fegurð kuldans og auðnar- innar, sem blasir við; um lónið sveimar floti mismunandi stórra ísjaka, sem brotnað hafa framan af skriðjöklinum. Þeir glitra í sólskininu, dæmdir til að eyðast. Hve allt er hljótt, svo undur hljótt. Og þó. Hljóm ar ekki þungur undirtónn, þeg- ar betur er hlustað. Niður frá hafinu og Jökulsá. Og einstaka fugl. Stundum tært brothljóð eins og þegar örþunnt gler brotnar. Hvaðan? Jú, frá lón- irau. Þa)ð eivu jaikiamir. Stuind- um snertast þeir eða rekast saman með einkennilegu, næst- um klingjandi marri og öðru hverju teksrt suimiarhitainium að bræða af þeim nibbu eða horn, sem fellur niður í blágrænt djúpið. Þessi blágræni blær stafar ef til vill af sjó, sem nær þarna inn í lónið á há- flæði. Jakaborgin og kollur ör- æfajökuls speglast í köldum fletinum, en allt í kring: Sand- urinn, svartur að mestu. Sumstaðar í lóninu mynda jakar 'þröng eða þvögu, en það er ekki vegna þess að þeir standi í botni. Samkvæmt mæl- ingum er lónið allt að 100 metra djúpt, og þar af leiðandi með dýpstu vötnum á íslandi. Þeg- air gengið er niður tiltölulega brattan malarkambinn og alveg niður að vatninu, þá stafar af því helkulda, sem kemur ein- kennilega fyrir á þokkalega -'heitum sumardegi. Og þama er alltaf eitthvað að gerast. Hægt og þungt sígur Jökulsá út úr lóninu og hrífur með sér þá jaka, sem eru í þann vegiran að leysast upp. En skömmu neðar: brúin, þetta glæsilega mann virki, sem Ingólfur r-áðherra opnaði með því einu að klippa á silkiborða. Svona var það einfalt og sjá: hér komumst við yfir og undirhlíðar öræfajök- uls nálgast og þar með sú byggð sem löngum var á fs- landi talin afskektust. Að vísu telst Jökullónið og Jökulsá til Suðursveitar; hreppamörkin eru vestar, en allt um það: Ör- æfin blasa við og tignarlegir skriðjöklar breiða úr sér niður á sléttlendið. Breiðamerkursand- ur er spordrjúgur. En hann er engan veginn sú líflausa eyði- mörk, sem ég hafði hugsað mér að hann væri. Hvergi sést þar þessi ljósi jökulleir, sem verður eins og púður í þurrki og þyrl- ast upp undan hægum vindi. Þvert á móti er sandurinn gróf- ur, líkt og möl úr farvegi og um allar trissur eru örsmáir hólar og hryggir, sem jökull- inin hefiuir sikiiið eftir siig á uind- anhalldi síniu. Hér skortir síat af öllu úrkomu, enda er sandur- inin gróinin víða. Og gróðurinn fer vaxamdi um leið oig jöklam ir ganga að sér. Af sandinum að sjá stelur Breiðamerkurjök- ullinn senunni og sýnist harla lanigt að runrainn.. En lenigst í norðlri gnæfa Esjufjöll upp úr honum, eins og einmanalegar eyjar í úthafi jökulflóðsins. Frá Jökulsá eru 17 km. að Kvískerjum; sá bær er austast- ur í Öræfum. Á þessum spotta er margt að sjá, ef skikkan- lega er farið yfir og athyglin ekki öll bundin við að stara í hjólför vegarins. Nálægð öræfajökuls verður hrikalegri með hvemri mínútunni, þegar vestar er haldið; Hrútárjökull og Fjallsjökull flæða þarna nið ur hlíðarnar og hafa nú slitn- að úr sambandi við Breiða- merkurjökul. Og Breiðamerkur- fjallið er ekki lengur eyja í jöklinum, eins og það varð fyr- ir aldamótin 1700, þegar jöklar fóru til muna að aukast og hlaupa fram. Þannig var það allt til ársins 1946. Þá höfðu jöklarnir hopað svo að auður kriki myndaðist inn til fjalls- ins. Fullvíst má telja að allmiklu blómlegra hafi verið á þessu svæði í þá tíð, er Þórður illugi nam hér land. Hann varð fyrir því óláni að brjóta skip við Breiðársand og segir lítt af því, hvað hann hafði meðfarðis að lokum til að hefja með lífsbar- áttu í ónumdu landi. Hins veg- ar þá hann land af Hrollugi Rögnvaldssyni milli Jökulsár og Kvíár og bjó „undir felli við Breiðá“. Það mun hafa verið við undirhlíðar Breiðamerkur- fjalls, sem skagar langt uppí jökulinn og enn hylur hann bæjarstæði Þórðar illuga. Ekki vita menn nú hvenær byggð lagðist niður á landnámsjörð- inini uinidir feifti. Anmiaðhvort hefur það orðið þegar jökull- inn fór að gerast nærgöngull um of, eða ef til vill árið 1362, þegair öræfajökull spúði vikri yfir sveitina, og segir um það gos í þeinri einu samtímaheim- ild sem til er; í annálsbroti kenndu við Skálholt: ’T Lj ldar uppi í þrem stöðum fyrir sunnan og hélst það frá fardögum til hausts, með svo miklum býsnum, að eyddi allt Litla hérað og mikið af Horna- firði og Lónishverfi, svo að eyddi 5 þingmannaleiðir. Hér með hljóp Knappafellsjökull fram í sjó, þair sem áðuir var þrítugt djúp, með grjótfalli, aur og saur, að þair uirðu síðan slétt ir sandar. Tók og af tvæir kirkjusóknir með öllu, að Hofi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.