Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1969, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1969, Blaðsíða 8
Dies irae í þýðingu Páls V. G. Kolka BÖKMENNTIR OG LISTIR Dies irae er einn af frægnstu sálmum kristinnar kirkju, ortur af Tómási frá Celano um 1250 og sung- inn við flestar sálumessur kaþólsku kirkjunnar í sjö aldir. Matthías Jochumsson þýddi sálminn allan, 17 erindi, en hélt bragarhættinum óbreyttum til enda. Á frummálinu, latínunni, eru tvö síðustu erindin með öðrum hætti, og er svo einnig gert hér, svo að niður- lag sönglagsins haldist óbreytt. Aðeins tvö fyrstu erindin hér eru bein þýðing, efni hinna dregið saman í sex erindi, en reynt að halda blæ ljóðsins frekar en orðalagi. Þessi tvö erindi hljóða svo á frummálinu: Dies irae, dies illa solvet sæclum in favilla teste David cum Sybilla. Tuba mirum spargens sonum per sepulcra regionum coget omnes ante thronum. P. V. G. K. Dies irae Dagur reiði, dagur voða dóms, er fornar völvur boða. Hjaðnar öld sem hjóm og froða. Dómsins lúðrar drynja, gjalla, dána lýði saman kalla fyrir hástól alla, alla. Eg er sekur, sál mín stynur, saemd og metorð af mér hrynur. Jesú, þú ert veikra vinur. Allt mitt starf er orðið reykur, ævi mín sem brunninn kveikur, sigrar hennar sorgarleikur. Þú barst kvöl hins þjáða og seka, þess, er synd og villur fleka. Veit mér lækning brota og breka. Fyrir líf og fórnardauða frelsa mig úr viðjum nauða. Þú munt bæta þörf hins snauða. Hrökklast hef eg villuvegi. Vek þú mér á efsta degi traust, er engar ógnir bifa. Drottinn, veit þeim líkn, ei lifa. Lýs þeim dimman veg, gæzka guðdómleg. A-m-e-n. L Þegar varpa á afdrifaríkum sprengjum, er oft valin til þess jólanótt, því þá eru úngu her- mennirnir í loftvamaliðinu oft svo annars hugar, að þeir koma alls ekki auga á sprengjuflug- vélarnar, þrátt fyrir, að þær eru stórar og íburðarmiklar. Ein slik sprengjuflugvél flaug hátt yfir íshafinu, gegnum snjó fjúkið, í áttina til óvinalands- ins. I aftursæti vélarinnar húkti úngur hermaður með sprengju í fánginu, sprengju svo viðamikla, að hún gat lagt óvinalandið í rústir einsog það lagði sig, ef hún félli á réttan stað. En vindurinn, sem blæs eftir eigin geðþótta getur fært jafnvel allra þýngstu sprengj- ur af réttri leið. Þessvegna var besta fallhlífarhermanninum gefin skipun um að stökkva út með sprengjuna, og hann stökk auðvita. Hann hafði góðan tíma tilað búa sig undir síðUstu orð- in sín í þessu lífi, því það var lángt til jarðar. Karlmannleg- ar þrumur flugvélarinnar voru fyrr en varði yfirgnæfðar af vindinum sem æpti einsog felmtri sleginn kvenmaður og stjörnurnar depluðu óttaslegn- ar skínandi augum. Hermaður- inn ætlaði að herða upp hug- ann með því að hugsa um dásamlegasta augnablik æfi sinnar, en hann gat ómögulega munað hvort það hafði átt sér stað í Hfi hans eða einhvers annars. Hann var líka settur útaf laginu, — af fögrum ein- radda söng sem færðist æ nær, og þegar hann fór að svipast lun, kom skínandi hvítur engla- skari fljúgandi til móts við hann. Hann horfði reiðilega á ljósar brár þeirra, en þegar honum varð ljóst, að þeir voru allir steyptir í sama mótið, fyllt ist hann fovitni og byrjaði að huga betur að hverjum ein- stökum og sá sér til furðu, að þeir voru þrátt fyrir allt hver um sig þeir sjálfir, en ekki ein- hver hinna. Hann byrjaði síðan að smá- brosa til þeirra, en hætti þvi, þegar enginn þeirra endurgalt brosið, heldur fóru örlitlar feimnar viprur um rauða munna þeirra. Svörtu skugg- arnir umhverfis augu þeirra voru jafn greinilegir á hvítum andlitunuim og gleraugnaum- gerðir. Kannski syrgðu svona góðir englar yfirvofandi dauða hans, því þegar þeir höfðu lokið einradda söngnum, þögðu þeir og horfðu á hann stórum sorgmæddum augum. Hann vildi gjarnan gera þeim ljóst, að þar sem hann væri her maður þá óttaðist hann ekki dauðann, og hann reyndi að hefja við þá hversdagsrabb, þarsem þeir virtust hvorteð var vera á sömu leið og hann. Þó var hann ákveðinn í að ljósta ekki upp hernaðarleyndarmál- um. Það er naumast stjörnurnar depla, sagði hann og benti á þær með annari hendi, því í fallinu var sprengjan léttari og honum nægði önnur höndin til- að halda hennd. Englamir flugu lengi vel og horfðu hvor á annan áður en þeir sögðu í kór gegnum munn þess engils, er næstur var hermanninum: — Herra, hefur grunur okkar nokkuð uppá sig, — er ljósið, sem þú færir til jarðarinnar skærara heldur en sjálft skin stjarnanna? — Að vísu, sagði hermaður- inn afundinn, því honum var Ijóst, að englarnir voru að reyna að veiða uppúr honum, — já, honum flaug í hug, að þeir væru eftilvill leynilegur hluti af flugher óvinanna. En mikil var undrun hans, þegar hann heyrði þá hefja hljóm- fagran fagnaðaróð og sá þá leika flu’glistir með fimum vængjum og spenna þá saman í yfirnáttúrulega stóra vínkla. En þegar hann sá þá svífa öfuga með fætuima uppímóti og höfuði'ð niður, þá gat hann sem þjálfaður fallhlífarstökkv- ari ekki orða bundist: — Það er óhollt að svífa á haus, hróp- aði hann og varð þegar ljóst, að vindurinn hafði af tillits- semi dregið sig í hlé og að allt var kyrrt og þessvegna vair engin ástæða tilað hrópa: — Blóðið þrúgast niðrí höfuðið og maður hvikar af stefnu, sagði hann. Þegar í stað snéru englarnir höfðunum upp og fótuinum nið- ur og flugu hlýðnir við hlið hans, en það var skömmustu- roði í kinnum þeirra. — Við höfum beðið komu þinnar svo lengi, sögðu þeir sér til afsök- unar. Þú sem átt að síga frá himni tilað frelsa jarðarbúa. Hermaðurinn deplaði skilníngs- hvass öðru auganu: — Ég var sendur ofan tilað eyða stór- veldi, sagði hann ákveðinn, og enginn fær mig ofanaf því að gera skyldu mina sem her- manns. — Það vituim við þegar, tón- uðu en.glarnir, veldi myrkra- höfðíngjans mun líða undirlok, hallelúja, hallelúja. — Hm, sagði hermaðurinn — eruð þið á okkar bandi? — Já, herra, lustu englarnir upp forviða. — Hm, sagði hermaðurinn aftur. Hversvegna talið þið um veldi myrkrahöfðíngjans, þegar óvinaríkið er lýðveldi? — Vegir þínir eru órann- sakanlegir, herra, svöruðu englarnir, og við skiljum ekki svona erfið orð, en við vitum, að það sem þú gerir er alltaf rétt. — Er það svo? sagði hermað- urinn. Feginn er ég. Ég hef heldur ekki hugsað útí hvort það sé ílllt eða gott, ég geri að- eins skyldu mína sem her- manns. En ef ég geri góðverk með að fórna lífi mánu — þá get ég dáið rólegur. — Já, herra, sögðu englarnir hljóðlega, við vitum, að þú verðuir að deyja ásamt ræn- ingjunum tilað frelsa manm- kynið, á sama hátt og þú varst að láta lífið fyrir það áður en þú steigst til hiirma. — Varð ég að láta lífið? endurtók hermaðurinn móðgað- uir, því hann var ennþá lifandi og gat þessvegna ekki látið sér detta annað í hug en að engl- arnir væru að narrast að her- mönnum flughersins. Og í reiði simni laust ha.nn næsta en/gil þéttíngsfast á vángann og þeg- ar engillinn bauð þegar í stað fram hinn vángann, laust hönd- in ennþá fastar. — Hermenm flughersins eru lifandi úngir mienm, sagði hann leiðréttandi, en þá sáu frán augu hans, að vánga-r engils- ins, sem hann hafði lostið, höfðú Jólanótt Smásaga eftir Willy Sörensen 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. deseimbeir 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.