Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1969, Blaðsíða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1969, Blaðsíða 23
safnvörðurinn hringdi til að forvitnast um, hvemig M. Baynal eða Herzog barón hefði komizt yfiir þessa eða hina Braque eða Degas-mynd, var Elmyr viljandi loðinn í svör- um: „Fjölskylda mín eignaðist hana í Frakklandi fyriir mörg- um ámm. . . “ En loðin svör hafa bemsiýnilega eMá diregið neitt úr einbeitni kaupendanna. Elmyr bjó nú um sig í Flor- ida og gat því snúið sér af meiri alvöiru að olíulitum og striga. Olíumálverk hafa upp á að bjóða breiðari grundvöll og meiri hvatningu fyrir iista manninn en teikningar og vatns litamyndir, auk þess sem þau gefa meira í aðra hönd. En fyr- ir umfeirðafalsara skapa þau óleysanleg vandamál. Vatnslita og gouachemyndir þorna fljótt við heita rafmagnsperu; penna- teikningu þarf alls ekki að þurrka. En þótt olíumálverk virðist þurrt eftir nokkra daga getur það vetrið tæknilega „blautt“ árum saman: sé nálair- oddi rennt léttilega eftir yfir- borðinu, rispar hann það eða hangir í, í stað þess að renna liðugt, og baðmullarhnoðri vættur í terpentínu tekur í sig ofurlítinn lit. Það var Elmyr til láns fyrstu tíu árin sem hann var svo mjög á ferðinni, að hann kaus sár til samstarfs eins og Modigliani og Matisse, sem yfirleitt teiknuðu myndir sínrir beint á strigann, þynntu liti síná mikið með terpentínu og neru þeim oft beinlínis í strigann með penslunum. fburð armeiri vinnubrögð Bnaque og Picasso urðu að bíða bar til Ihianm var aeitzituir að í Miami oig hin þykka litaáferð Vlamincks og Derains þar til mörgum ár- um síðar að Elmyr hafði fund- ið sér enn varanlegri samastað í Evrópu. T eikningar voru einnig auðveldari viðfangs en olíu- málverk vegna þess að í Amieríku vair (hisagara að fnam- leiða gamlan pappír sjálfur, svo lítið bæri á, en gamlan striga. f New Orleans tókst Eimyr að hiaifa uipp á listmiál- atnalbúð, þair sam Ihainn beypti margar blokkir af dvrum, fröniskum teiknipappíir, sem Picasso og Dufy höfðu notað mikið. Hann rteyndi ýmsar að- ferðir til að gera hann ellileg- an; mundi þá eftir að hafa les- ið einihweins staðiaæ að Kíinivierjiair igerðu fíialbein ’sitt „igaimia(lt“ onieð því að sjóðia það í tei. Hann dró laust yfir pappírinn imleð baðimiulll vsetltri í tei qg 'fðkk fram hinn ákjósanlegasta gula elliblæ. Gamall ómálaður franskur strigi var blátt áfram ekki itil. Franskir bMnidiraimmar voru einnig sjaldséðir gripir í Holly- wood og Dallas. Fyrir 1954 hafði Elmyr leyst vandann með hugvitsamlegri notkun (aimeríslkira blindiraimimia og aimier ísks striga. Þegar málverk hans vair þonniað dkar hanin það var- lega af blindrammanum með rakblaði. Síðan límdi hann það framan á annan striga jafn- stóran, sem strekktur var á blindramma. Þetta var ekki óal- geng aðferð hjá sérfræðingum í málverkaviðgerðum, þegar um var að ræða gömul, verðmæt málverk, sem taka þurfti af upphaflegum blindrömm- um vegna verpingar eða fúa. Síðair, þagair Eiimiyr var setzt- ur að í Florida og byriaði hin Þessi „Matisse“ eftir Elmyr va r seld á of f jár í New York, en þegar upp komst um fölsunina, endurgreiddi gallcríið kaup- andanum og sat uppi með skaðann. ábatasömu pöntunarviðskipti, flutti hann inn einn ósvikinn, franskan blindramma, og lét furðu lostinn amerískan tré- smið smíða fyrir sig nokkra tugi nákvæmra eftirlíkinga. Sjálfur gaf hann viðnum elli- legt útlit með blöndu af terpen- tínu, óhreinni línolíu og brún- um lit, strekkti síðan nýja „franska” mynd á rammann og úðaði hana með sömu blönd- unni að aftanverðu, en til þess notaði hann flugnasprautu. „Mér þótti bara gaman að þessu öllu,” sagði hann síðar. Árið 1967 las hann grein þar sem hinn ungi, brezki falsari David Stein skýrði frá því að hann tæki Lipton’s te fram yfir annað te til að setja ellilit á pappíirinn og notaði háfjallasól til að þurirka vatnslitamynd- irnar, en Stein hafði gert marg- ar Chagall og Picassofalsanir. „Ég varð hálf gramur”, játar Elmyr. „Mér fannst það lítil háttvísi hjá manninum að ljóstra upp um svo mörg fag- leyndarmál. nú myndu aílir rjúka upp til handa og fóta”. ■mt etta voru góðir dagar á Miami Beach — of góðir til að þeir gætu enzt. Árið 1955 seldi Elmyr nokkur málverk til Chicago og var kaupandinn þekktur listaverkasali, Joseph W. Faulkner að nafni. Faulkn- er segist hafa keypt nokkur „Modigliani“, „Matisse" og „Renoir“ málverk af manni, sem nefndi sig E. Raynal og síðan sent sex eða sjö þessara verka ásamt öðrum málverkum til sýn ingar í Delius listsýningarsaln- um í New York. Tveimur vikum síðar fékk Faulkner bréf frá Delius. sem tjáði honum að sýningunni hefði verið aflýst, þar sem „tvær Renoiir myndanna væru eftirlíkingar — ekki frum- myndir.“ Delius tortryggði einnig nokkrar Modigliani-teikningar frá Faulkner og hafði sent ljós- mynd af Matisse-olíumálverki til fyrrverandi einkaritara Mat iisse, sem sendi svair om hæl og sagði að málverkið væri falsað. Faullknier var ifllla briuigðið. Hann hringdi til Elmyrs og bað um ábyrgðarskírteini fyrir myndirnar, sem Delius hafði vé fengt. „Ég hef áneiðanlega engin ábyrgðarskírteini," svaraði Elm yr. „En ég skal gæta að því og ef ég finn eitthvað skal ég senda yður það í pósti“. Hann aðgætti, og ákvað að íhuguðu máli, að finna ekki neitt. I stað þess sendi hann Faulkner skeyti: „Ef nauðsyn knefur skal ég koma til Chi- cago en munið að ég hef alltaf veitt yður allan þann umhugs- unarfrest sem þér vilduð og aldrei rekið á eftir ákvörðun. Næstu daga verð ég að vera með vini mínum sem nýkominn er frá Evrópu. Raynal“. Daginn eftir fór Elmyr frá Florida. E n Faulkner gerði þeim við skiptamönnum sínum viðvart, sem keypt höfðu falsanirnar og bætti þeim skaðann að fullu. Fjárhagslegt tap hans varð um 163 þúsund krónur. Honum tókst að fá dómsúrskurð gegn Elmyr í Florida, fyrir löghaldi á bamíkaiininstæiðu ihians og bankahólfi. En er til kom var þar ekkent að hafa. Gegn ráð- um annartra listaverkasala, sem töldu viðskiptin í hættu, höfð- aði Faulkner opinbert mál á hendur Elmyr í Chicago, á þeim forsendum að póstur og sími hefðu verið notaðrr í svik- samlegum tilgangi. „Ég hafði greitt mínum viðskiptavinum fullar bætur,“ sagði hann, „og hafði ekkert að óttast“. En hann varð of seinn. Skömmu eftir flóttann frá Mi- ami hafði Elmyr hringt til vin- ar síns og sambýlismanns til að komast að hvaðan vindurinn blési. Vinurinn sagði honum að tveir FBI menn hefðu þegar heimsótt íbúð þeirra. Þeir (heiffflu ekki leiba® en litazt um og spurt hvenær Elmyr kæmi aftur. Elmyr andvarpaði. „Ég lagði saman tvo og tvo,“ sagði hann síðar, „og fékk út fimm. Ég var á flótta". Hann var nú ekki aðeins flakkari, heldur eftirlýstur mað Ur á flótta undan lögraglunni. Eftiir að hafa farið huldu höfði í hálft ár og átt von á FBI úr hverju skoti, ákvað hann að taka sér frí frá öllu saman um tíma. Þar sem bandarískir borg arar geta farið vegabréfslausir yfir suður-landamærin, varð Mexico fyrir valinu. Þ egar Elmyr fór frá Mexi- co skildi hanin eftir sex mál- verk í umboðssölu hjá Oscar Herner, þar á meðal Matisse- olíumálverk af stúlku við borð með blómavasa á. Fyrir þessa mynd vildi Elmyr fá 12.000 doll ara, hvað sem þar yrði framyf- ir yrðu umlboðsfliaiun handia Osc- ari, sem var svo viss um að geta selt myndina, að hann greiddi Elmyr 2000 dollara fyr- irfram. Misseri síðar opnaði Elmjnr listatímarit og fann þar heil- síðumynd af Matisse-málverki sinu. Nú hét það „Stúlka með blóm“ og undir því stóð KNO- EDLER stofnað 1846. Elmyr flýttá sér 'tffll gisitilhiúisis sínis og hringdi til Knoedler safnsins í New York. Kvaðst hann vera safnari, hafa séð mynd af Mat- isse-málverkinu „Stúlka með blóm“ í tímiairiti oig laniga tiil að vita hvaða verð væri á því. Því miðiuir, vair hionium sagt, væri myndin seld, en í næsta mán- uðii æittu þeiir "vion á aniniairri. Væri hún ef til vill ekki eins 'góð og nioMkinu mimmi, eruda ódýnari — um 60.000 dollara. „Seldist „Stúlka með blóm“ á meira en það“, hrópaði Elmyr upp yfir sig, forviða. „Þetta var mjög óvenjuleg mynd,“ sagði fulltrúi Knoedler safnsins þolinmóður. „Matisse- mynd í þessum gæðaflokki sést sjaldan á frjálsum markaði, skal ég segja yður“. ÖSkureiðuir hringdi Elmyr til Oscars Hemer í Mexico og krafði hann um peninga sína, en Oscar kvaðst ekkert vita. Hann hefði fengið umboðsmanni í Sviss málverkið til sölu ásamt öðrum Hann neyndi að róa Elm yr, flaug til Los Amgeles tveim- ur dögum síðar og greiddi hon- um 3000 dollara til viðbótar og lofaði að hitta hann í New York eftir tvær vikur áður en hann færi til Genf. I Uu heilli fyrir Elmyr, gat hann ekki vegna fyrri við- skipta við Knoedler-safnið spurzt fyrir um það sjálfur, hver hefði selt þeim Matisse- málverkið. f stað þess beið hann í New York eftir OscarL Þótt ótirúlegt megi virðast taldi Oscar hann á það, þegar þeir hittust, að láta sig hafa nokkur málverk og teikningar til við- bótar, þar á meðal litla Mat- isse-olíulitamynd og sótti bann myndirnar í íbúð Elmyrs á Waldorf-Astoria hótelinu. Sam anlagt markaðsverð mynda af þessu tagi var jafnvel bá um tuttugu og sex og hálf milljón króna. Hann virti Matisse-myndina fyirir sér um stund og sagði svo með hálfgerðri gremju, eins og Elmyr hiafði ætlað alð setja fyr- ir hann einkair ótugtarlega gildru: „Finnst þér ekki að þú ættir að setja „e“-ið í undir- skrift Matisse?“ „Þá,“ segir Elmyr mæðulega, „vissi ég að hann grunaði mig um græsku. Þessi litla skyssa kom mér í slæma klípu. Ég veit ekki hvemig hún var tiTkomin — ef til vill hefur síminn hringt þegar ég var að ljúka við nafnið. Ég bætti úr bessu á meðan hann beið og svo fóir Oscar til Sviss“. Þeir höfðu komið sér saman um að Oscar hringdi ef eitthvað seldist en allavega yrði hann kominn aftur til New York eft- ir hálfan mánuð. Elmvr frétti ekkert. Að lokum hafði hann uppi á hinum hála Austurríkis- manni í Mexicoborg mánuði síð ar, gegnum síma. Að sögn Elm- yrs svaraði Oscar fyrirspum- um hans á þessa leið: „Ég hef engair fréttir. Ég hef ekkert selt. Ef þú vilt tala við mig, þá komdu hingað“. Svo lagði hann á. Þegar Elmyr hringdi aftuir viti sínu fjær, hafði Oscar skipt um skoðun: „Ég skal segjaþér að það er ekki heilsusamlegt fyrir óæskilega útlendinga að koma til Mexico. Pistoleros (byssubófar) eru ódýr vinnu- kraftur hér“. T erðið á myndum Elmyrs fór síhækkandi í hinni miklu eftirspum eftir verkum franiskra impressionista, en á sama tíma tók að halla á ógæfu hliðina fyrir honum sjálfum. Kviksögur tóku að berast um hinn bandaríska listaheim eft- ir kæru Chicago listaverkasal- ans til FBI og markaðir Elm- yrs drógust saman og þrengd- ust æ meir. í Kalifomíu fór hann með nokkrar teikningar 1 Beverly Hills safnið, sem sýndi þær Frank Perls, bróður Klaus. Hann gat ekki sannað að teikn ingarnar væiru falsaðair en gaf Elmyr í skyn með nokkrum þunga, að loftslagið í Kali- forníu væri ekki nærri eins heilnæmt og ferðaskrifstofur vildu vera láta. Elmyr tók bendingunni og hafði sig á brott. Lagðist nú lítið fyrir kapp- ann um stund. Hann tók að falsa steinprentanir, aðallega andlitsmyndir eftir Braque, Pic asso og Matisse, sem hamn seldi til minniháttar listmunaverzl- ana fyrir 17—27 þúsund krón- ur stykkið. „Steinprentanirnair" gerði hann með kolkrít á teikni pappír, sem hann úðaði síðan með „fixatívi“ svo hún smitaði ekki fná sér. Þetta var hógvær 22. detsemiber 1069 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.