Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1969, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1969, Blaðsíða 14
Komið að Kvískerjum loftinu eins og löngum í sumar. Við sátum i stofunni á Kví- skerjum og Guðrún, önnur systr anna, bar okkur kaffi. Þarna er •ndrúmsloftið mótað af rósemi og hljóðleika, og þannig er framkoma þeirra systkinanna. Þeir Flosi, Ari og Helgi voru ekki heima þessa stundina. En Sigurður og Hálfdán tóku því með stakri þolinmæði að vera tafðir frá varkum. Það væri synd að segja að þeir mikluð- ust af þekkingu sinni, eða reyndu að troða henni á fram- færi. Eins og góðra visinda- manna er háttur, eru þeir treg- ir til fullyrðinga, og yfirlýsing- ar um störf sín og athuganir hafa þeir ekki á hraðbergi. „Þið hljótið að lesa einhver kynstur“, sagði ég. En þeir höfðu heldur ekki á takteinum neinar yfirlýsingar um það, hvað þeir læsu. „Við lesum kannski eitthvað af því sem berzt“, sagði Sigurður. „Og hvað berst einkum?" „Það eru engin ósköp sem berast“. Og síðan ekki meira um það. En hvað með jörðina, ég spurði hvort hún væri góð. „Beit þótti góð hér á Kví- skerjum, þegar til náðist“, sagði Sigurður. „Það var talin höfuðkosturinn við þessa jörð. Og svo höfum við hlunnindi af selveiði. í ósnum þar sem Fjallsá rennur til sjávar, er oft nokkuð mikið um sel og þar veíðum við hann.“ „En að öðru leyti búið þið einkum með fé“, spurði ég. Þeir kváðu svo vera. Sögðu, að þar á Kvískerjum væru um 200 fjár og kýr til heimilis. Túnið er mjög lítið og ræktunarskilyrð- in eru ekki út um allt, nema ef hægt væri að rækta sandimn, eins og gert hefur verið með góðum árangri sumstaðar ann- arsstaðar. Og nú þegar búið er að brúa árnar, hvað þá með mjólkurframleiðslu og flutn- inga austur í Vík? „Ég hygg að það yrði erfitt“, svaraði Sigurður. „Breiða- merkursandur er oft ófær af snjó langtímum saman. Hér á Kvískerjum mælist vist einna miest úrkioma á landiniu: 3,50—4 metnar á ári. Samt eru úrkomu- dagar ekki- fleiri en í Reykja- vík. En það getuir orðið gífur- leg vatnskoma og snjókoma. Stundum bætir það við fann- fergið, að snjóiinm skefur nið- ur af jöklinum, en á svæðinu milli Kvíár og Fjallsár snjóar mjög oft í logni og snjór ligg- ur þair óskafinn tímunum sam- an og þá getur orðið erfitt að komast áfram. Þetta er ekki einsdæmi með snjókomuna hér á Breiðamerkursandi; á Mýr- dalssandi snjóar til dæmis meira en á svæðinu utnhverfis hann.“ IX. Oðru hverju hafa þeir stundað vinin/u að heirman; HáLf dán hefur verið margar vertíð- ir í Vestmannaeyjum og stund- um með vörubíl í vegavinnu, einkum þó innansveitar. Sigurð- ur hefur heldur ekki verið al- veg fastur við búskapinn á Kvískeirjum; hann hefur stund- um verið sumarlangt með jarð- ýtur í Öræfunum. Og um tíma vann hann vestur í Reykhóla- sveit og austur á Djúpa- vogi. En hann undirstrikar, að hann kunni alltaf bezt við sig í nánd við jökla og sanda heima- haganna. Við ræddum jöklana, sem alltaf eru að hopa og skilja eftir sig urðarhóla og malar- kamba. „Þeir virðast hafa verið í há- marki á árunum milli 1860 og 70, sagðd Sigurðiur. „Við Stemmu, nokkru austan við Jökulsá gekk Bireiðamerkur- jökull fram í fjöru á árunum 1891 og 1892, og ’þá varð að sæta sjávarföllum til að kom- ast þar framhjá. Það er svo margt í sambandi við jöklana, sem enn er óútskýrt. Brúarjök- ull til dæmis, hann hleypur fram á 70 ára fresti, og ég held að enginn viti hvaða lög- mál liggja því til grundvallar." X. E g minntist á, að umhverf- ið hlyti að hafa orðið þeim hvatning til athugana. Þessi sí- breytilega og sérstæða náttúra. Jöklar, sem hlaupa fram eða hopa á víxl, dutlungafullar jökulár og framsókn gróðurs- ins á þeim svæðum, sem nýver- ið hafa komið undan jöklinum. Þeir vildu heldur ekki gera lít- ið úr því; sögðu, að aðstaða til jarðfræði og náttúrufræðiiðk- ana væri einstök í Öræfunum. Einkum þó með tilliti til jökla- athugana. í ríki náttúrunnar er margt að sjá, ef vel er að gáð. Ég minntist fyrr í þessari grein á Esjufjöllin, lengst norður í Breiðamerkurjöklinum. Jökull- inn hefuir að vísu orsakað al- gera friðun, en hver mundi tirúa því að þarna þrífast nærri 100 tegundir háfjallaplantma. Sigurður sagði: „f Esjufjöllum er eitt fell, sem Jón Eyþórsson veðurfræð- ingur, hefur skírt og kennt við Steinþór Sigurðsson, jarðfræð- ing. Jón Eyþórsson á heiður- inn af fleiri örnefnum um þess- ar slóðir. Nyrzt í öræfajökl- inum er til dæmis snarbrattur hamar, sem Jón nefndi Mikil, eftir bónda sem bjó á Breiðá um 1587. Og á Breiðá var eitt sinn prestur sá er Fjölsvinn hét, og annan klett þama í jöklinum hefur Jón skírt og kennt við séra Fjölsvinn. Sum örnefnin uppi í jöklinum gefa bendingar og segja sögur, til dæmis Sveinsgnípa á austur- brúninni, sem kennd er við Svein Pálsson lækni. Þann 11. ágúst 1794 gekk hann á Öræfa- jökul og er ekki vitað til, að aðrir hafi gert það á undan honum. Þá stendur Kárasker upp úr jöklinum; kennt við Kána Sölmundarson og gæti hafa verið innan þess svæðis, sem Flosi fékk honum til ábúð- ar.“ XI. Austur á sandinum hafði ég séð mér ókunnan fugl, stóran, gráan og bolmikinn. Tímunum saman hafði hann flogið yfir bílnum, og þegar við stigum út, sveif hann rétt fyrir ofan okk- ur, eins og honum léki allmik- il forvitni á því að athuga þessa ferðalanga sem bezt. Hálfdán sagði þetta vera Skúm og kvað varpstöðvar hans vera þarna á sandinum. Hálfdán hef Ur athugað fuglalífið í Öræf- um gaumgæfilega, en telur það ekki mjög blómlegt: Sjófugl í Ingólfshöfða, langvía, álka, lundi, fíll og svartbakur. Þar eru líka þrjú pör af silfurmáf, segir Hálfdán og fá pör af Síla máf. En svo er dálítið annað sem rekur á fjörurnar hjá fuglafræðingnum á Kvískerj- um. Hálfdán sagði: „Hirugað koma fugliat, s©m ekki eiga heima á íslandi. Þeir flækj ast hingað beinlínis eða villast: Svartþrestir, fjialllfiinikur, bók- finkur, nettusönigvari, laiuf- söngvarar og grassöngvarar. í Svínafelli fann ég hreiður frá hringdúfu; það er ekki vitað til þess að hún hafi verpt annars staðar hér.“ Samtals hefur Hálfdán haft hendur í hári 100 útlendra fugla tegunda. Einkum gerist það í október og nóvevnber, að þcýr berast upp á strönd Öræfanria og þá hefur Hálfdán vakandi auga. Hann gæti átt sjaldgæft og myndarlegt fuglasafn, en hann lætur náttúrugripasafnið njóta árvekni sinnar og kunn- áttu. Þar eru þeir stoppaðir upp. Hann telur að þessir fuglar komi einkum frá Englandi á vor in, en líka frá Ameríku. Það séu farfuglar frá Norður Ameríku, sem hafa að markmiði græna skóga Suður Ameríku, en villast þessi í stað norður um hafið og hafna á sendinni strönd Öræf- anna. Ég minntist á þá tíð við Hálf- dán, þegar við vorum saman í héraðsskóla á Laugarvatni og hann var alveg í sérflokki í grasafræðinni. Ég kvaðst hafa heyrt, að hann þekkti öll grös á íslandi. En hann var tregur til að viðurkenna það; sagðist þó þekkja öll grös í Öræfum og flest á íslandi. Það er nefnilega ein tegund grasa, sem Hálfdán hefur ekki enn komist yfir að rannsaka. Það er mosinn og hinar mismunandi tegundir hans. XII. En hvað um skordýrin? Síðastliðið vor var Hálfdán rúm an mánuð við skordýraathugan ir í Suritsiey; þar llíkaði homum lífið. Þar var hann einn með náttúrunni og enginn truflaði hann við athuganir hans, nema ef til vill sjófuglarnlr, sem flögra þar yfir. Og hvað fann hann? Jú, það voru eiukum fhig ur, en líka silakeppir, járnsmið- ir og fleiri skordýr. í Surtsey var margt, sem vakti áhuga Hálfdáns og hvaðeina varð honum rannsóknarefni. Ég minntist á fiðrildasafnið, sem margir vita að Hálfdán á í sínum fórum. Hann gerði lítið úr því, en náði í fjórar skúffur með þurrkuðum fiðrildum. Við hvert fiðrildi stóð heiti þess á latínu, svo og fundarstaður og tími. Mörg voru útlend; þau höfðu borizt yfir hafið. Sum þessara útlendu fiðrilda eru svo stór, að það væri auðvelt að ýmynda sér að þar væru fuglar á flugi, ef þeim sæiist bregða fyrir. Önnur eru örsmá. Áður en Hálfdán setti skúffuna með stóru fiðrildunum niður að nýju, tók ég mynd af honum og á bak við hann var málverk Asgrims Jónssonar af Öræfa- jökli; Fagurhólsmýri á kletta- kambinum, sem trúlega hefur verið sjávarhamar í eina tíð. En undirhlíðar jökulsins og snjó- hvítur kollur hans að baki. XIII. IVIeð nokkrum lævíslegum spurningum komst ég að því að lokum, áð Háiiifdiáin þeikikiir ailil'ar þær sextíu tegundir, sem til eru af íslenzkum fiðrildum Auk þess þekkir hann flest útlend fiðrildi, sem berazt hingað með loftstraumum, eða vörum. Að- mírálsfiðrildi kemur stundum í stórum breiðum, sagði hann, líka þistilfiðirildi, en hvorttveggja eru þetta útlend dagfiðrildi. Og stundum hefur hann orðið vair við kóngafiðrildi, sem er á stærð við smáfugla. Kvíárjökull, einn skriðjöklanna, sem flæða niður um þröng fjallaskörð í Öræfum. — Að neðan: Tveir bræðranna á Kví- skerjum, Hálfdán, til vinstri, og Sigurður til hægrL 1 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. desemibar 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.