Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1969, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1969, Blaðsíða 5
Egyptar og enn flelrl 'pJðOIr létu krossfesta menn. Rómverjar voru því í stórum félagsskap þegar þeir tóku upp krossfestinguna, enda ihélzt hún hjá þeim öldum saman. En það ber einnig að segja Róm- verjum til sæmdar að keisari þeirra, Constantínus fyrsti, lét afnema krossfestingu úr róm- verskum lögum (E.B.6. bd. 825) snemma á fjórðu öld e.Kr. Tal- ið er einnig að hann hafi bann- að þrælaeigendum að krossfesta þá þræla, sem þeir áttu, en fyrir því er ekki jafn örugg vissa. Það höfðu magir krossar verið smíðaðir í veröldinni áð- ur en Rómverjar létu smíða þann kross, sem Drottinn vor, Jesús Kristur, var negldur á. Krossinn er mjög gamall, bæði sem píslartæki og helgitákn. Og þótt furðulegt megi virð- ast, var hann víða til sem helgi- tákn, en þó ekki mikilvægt, hjá heiðnum þjóðum, og jafnvelhjá frumbyggjum Ameríku. í heiðn um trúarbrögðum er krossinn stundum lífstákn, en stundum dauðatákn, og svo sem einn trúarbragðafræðingur hefir sagt þá er krossinn ekki hlutlaus og hefir aldrei verið. Hins vegar er hakakrossinn af öðrum rót- um runninn. Sums staðar er hann mynd af sólunni eða tákn sólarinnar, hjá Kínverjum er hann tölutákn fyrir tíu þúsund og hamingjutákn í Búddhadóm- inum. í lögmáli Móse er hvorki tal- að um kross né krossfestingu. fsraelsmenn grýttu þá, sem dæmdir voru til dauða, og var það skjótur dauðdagi í saman- burði við krossfestingu. Vér sjáum Gyðinga að verki við líf lát Stefáns píslarvotts, en Róm- verjana við líflát Jesú. Kross- inn var hjá Rómverjum fyrst og fremst píslartæki og lífláts- verkfæri fyrir þræ'la, ræningja og einnig uppreisnarmenn í löndum, sem þeir höfðu lagt undir sig. En Gyðingar könn- uðust vel við krossfestinguna frá nágrönnum sínum, sem áð- ur var getið, og undir vald Rómverja komust þeir frá árinu 63. f.Kr. að telja. (Krossar og krossfestir menn) Þegar krossfesta skyldi ein- hvern mann, varð fyrst af öllu að hafa handbæran efnivið, holu I jörðina, og festa kross- inn í holunni, og var það stund- um gert með því að festa þar krosstré. Þá þurfti að grafa áður tréstubba, sem krossinn var bundinn við. Þeir krossar, sem Assýringar notuðu öldum fyrir Krist, voru eintrjáningar og ekkert þverrtré á þeim, og þetta hélzt einnig eftir að tek- ið var að negla menn á tré. Þessi kross var nefndur ein- faldur kross, crux simplcx. Menri voru þá krossfestir þann ig að armarnir voru teygðir upp fyrir höfuð og hendur negldar fastar við tréð, beint yfirhöfði mannsins. En þeir krossar, sem vér höfum séð, eru ekki þannig, heldur af öðrum gerðum, sem einnig eru mjög gamlar. Flestar gerðir af krossum höfðu eitt stórt þverrtré, og á það voru armar hins krossfesta negldar til hægri og vinstri. Þetta tré var nefnt patibulum. Á einni gerð af krossum, sem ýmist er kennd við Egypta- land eða dýrlinginn Antóníus, er þverrbjálkinn efst á því krosstré, sem í jörðu stendur og lítur þá krossinn út eins og bókstafurinn T þegar hann er upphafsstafur. Slíkur kross nefn ist crux commsisa eða crux an- sata. En kross af þeirri gerð, sem margir bera nú sem skartgrip um hálsinn, nefnist crux imm- issa eða crux capítata. Þegar hann er sléttur með öllu og án skreytinga, nefnist hann al- mennt latneskur kross, og tákn ar upprisuna. Hvernig var þá krossinn, sem Jesús var negldur á? Guð spjöllin segja oss ekki annað um gerð krossins en að Píla- tus hafi látið rita yfirskrift og festa hana á krossinn, uppi yf- ir höfði Jesú. Samskonar yfir- skriftir voru algengar hjá Róm verjum. Yfirskriftin var letruð á fjöl og nefnd titulus. Þessi fjöl var ekki borin til aftöku- staðarins af þeim, sem kross- festa skyldi, heldur af ein- hverjum öðrum. Kirkjulegir listamenn hafa, með mjög góð- um rökum, gert ráð fyrir því að Jesús hafi deyddur verið á þeirri gerð af krossi, sem síð- ar var frá greint og nefnist crux immissa. Stundum var fest ein þverrfjöl á krossinn, svo að hún myndaði eins konar sæti fyrir þann, sem krossfestur var, og nefndist sedile. Undir fót- um hins krossfesta var enn ein fjöl, er nefndist hypopodi- um það er fótbretti. Tilgangur- inn með báðum þessum fjölum var sá að ekki skyldi allur lík amsþungi hvíla á handleggjum hins krossfesta. Það tíðkaðist oft að sá hinn dæmdi maður bæri sjálfur til aftökustaðarins það stóra þverr tré, sem hendur hans skyldu negldar á, en aðaltréð hafði verið sett upp áður. Krossfesting var oft þannig framkvæmd að hendur eða úlfn liðir mannsins voru negldar á þverrbjálkann, patibulum, og þetta tré var síðan fest á aðal- tré krossins, sem stóð fast í jörðu, og var svo þverrtrénu fest í 9 til 12 feta hæð frá jörðu. Þar á eftir voru fæturn- ir negldir við aðaltréð, með einum nagla hvor fótur. Krossfestur maður varð að þola hungur, þorsta, miklar kvalir og einnig krampa, unz líf hans fjaraði út eða hjarta hans brast skyndilega. Kross- festing endaði al'ltaf með dauða nema menn væru teknir niður af krossinum tiltölulega fljótt, en um slíkt eru aðeins mjög fá dæmi. Ef menn lifðu lengur á krossinum en valdsmenn eða böðlar töldu æskilegt vera, voru bein hinna krossfestu brotin með járnsleggju til að flýtafyr- ir dauðanum. Jóhannes segir oss í sínu guðspjalli að Gyð- ingar hafi beðið Pílatus um að bein þeirra þriggja manna, sem krossfestir voru á Golgata, skýldu brotin yfir hvíldardag- inn. Og hann segir að bein ræningjanna hafi verið brot- in, en ekki bein Jesú, því hann var þá þegar dáinn. Einn her- mannanna lagði spjóti í síðu Jesú og kom út blóð og vatn. Um Jesú síðu-sár fjallar hinn óviðjafnanlegi 48. sálmur Pass- íusálmanna, ortur út frá klass iskum týpólógiskum hugmynd- um Heilagrar kirkju, líkt og þær koma fram í Biblía paup- erum. En Biblía pauperum merk Rómverskur kross ir Biblía hinna fátæku, og hún var að mestu leyti í myndum, þar sem tvær og tvær myndir voru hlið vi'ð hlið, önnur úr Gamla testamentinu, en hin úr því nýja. Lærðir menn telja að a'llra þrekmestu menn hafi getað lif- að allt að því tvo sólarhringa á krossi, og mun það nærri hinu sanna, þótt til séu þeir, sem tilgreina lengri tíma. Að taka líkin niður af kross- unum og jarða þau, var sér- stæð krafa Gyðinga. En heiðn- ir herforingjar vildu hafa lík- in sem allra lengst á krossun- um, til þess að innræta almenn- ingi ógn og skelfingu. Líkin voru þá etin af ránfuglum eða rotnuðu í hitunum, en stundum ski-ælmuðu leifar holds og sin- ar á beinunum, svo að beina- grindurnar gátu haldizt á kross- trjánum mánuðum saman. Þegar talað er um krossinn í guðspjöllunum, þá er þar með átt við það píslartæki, sem Róm verjar létu smíða til að kross- festa Jesúm og þá tvo ræn- ingja, sem með honum voru líf- látnir. Þeir sem fram hjá gengu til að smána Jesúm, skoruðu á hann að stíga niður af kross- inum, og kváðust þá vilja trúa á hann. En Jesús hafði áður fyrir sagt að hann myndi á krossi deyddur verða, og líka yrði sá, sem honum vildifylgja að taka upp sinn kross ogbera hann á eftir honum (Matt. 16,24 og hliðstæður Mk. 8,34 og Lúk. 9,23). Þrisvar sinnum sagði Jesús fyrir pínu sína og dauða samkvæmt samstofna guðspjöll unum þremur. Þegar Pál'l postuli talar um kross Jesú Krists, þá á hann við sögu, rás viðburða, þar sem krossfestingin og þjáning Jesú og dauði hans á kross- inum er þungamiðjan. Kross- inn stendur þannig í miðri hjálpræðissögunni og bendir á hjálpræðissöguna sem heild. Orð krossins, segir Páll, er heimska þeim sem glatast, en oss sem hólpnir verðum, er það kraftur Guðs. En orð krossins er sú saga, sem greinir frá því, sem á krossinum gerðist og sá boðskapur, sem túlkar þá við- burði og greinir frá gildi og þýðingu þeirra. Það sé fjarri mér, segir Páll, að hrósa mér, nema af krossi Drottins vors Jesú Krists, fyrir hvern heimurinn er mér kross- festur og ég heiminum. Með þessu á Páll við það að kross Krists geri að engu alla til- Þrefaldur kross, nefndur Páfa-kross hneigingu hans og annarra trú- aðra manna til að hrósa sér af eigin ágæti en aftur á móti hrós ar hann Guði fyrir þá andlegu gjöf, sem hann þiggur frá hon- um fyrir dauða Jesú Krists. Þegar Pá’ll segir að heimur- inn sé honum krossfestur, þá merkir það að heimsins hrós og lystisemdir eru að engu gerðar í augum hans. Það sem veraldlega sinnaðir menn sækj- ast mest eftir, svo sem auður, völd og frægð, er orðin einskis virði í samanburði við andlegar gjafir Guðs fyrir dauða og upp risu Jesú Krists. Einnig and- leg verðmæti, sem áður höfðu fyrir hann mikið gildi, verða að víkja fyrir þeim nýju verð- mætum og þeirri nýju þekk- ingu, sem fæst með trúnni á Jesúm Krist, krossfestan og upprisinn (sbr. Fil. 3,7—11). Þannig verður krossins orð, bæði hjá Páli postula og þeim mörgu boðendum trúarinnar, sálmaskáldum og öðrum, svo sem Hallgrími Péturssyni og Lúther, sama sem fagnaðarboð- skapurinn í heild. (Friðartáknið). Tilgangur manna með kross- festingunni í heiðnum sið var sá að pína og deyða aðra menn. Það er ljóst af sögu krossins, sem áður var sögð. Krossinn var hroillvekjandi pís'lartæki í höndum grimmra manna. Jesús sagði sjálfur að hann myridi verða píndur og kross- festur og gefa líf sitt sem lausn- argjald fyrir marga (Mt.20,28) Með því að Jesús dó á kross- inum, umbreytti Guð honum úr píslartæki í friðartákn. Eða eins og segir í einum sálmi í sálma- bókinni, þá er krossinn í aug- um kristinna manna friðþæging arkross. En friðþæging merkir sama sem sáttargjörð. 1 stað óvináttu kemur vinátta. í stað ófriðar kemur friður. í stað von leysis og tilgangsleysis kemur von um eilíft líf og markmið í himneskri veröld Guðs. Um þá sáttargjörð, sem með krossinum kom, segir Páll post- uli á þessa leið (Efes. nýlega þýtt úr grísku). í Kristi Jesú aftur á móti eruð þér, sem fyrrum voruð fjarlægir, nú orðhir nálægir fyrir blóð Krists. Því hann er vor friður, hann sem báða hefir að einu gjört og brotið hefir niður múrinn, sem á milli stóð og skildi oss hvora frá öðr- um, með því að í holdi sínu hefir hann afmáð óvináttuna, það er lögmál boðanna í fyrir- mælum þeirra, til þess að skapa í sjálfum sér einn nýjan mann úr hinum tveim með friðargjörð sinni, og að friðþægja báða í einum líkama við Guð, er hann í sjálfum sér hafði deytt óvin- áttuna með krossinum. Og þegar hann kom, þá flutti hainn fagmiaðairboðlsikap um frið fyrir yður, sem fjarlægir voruð, og frið fyrir þá, sem ná- lægir voru. — IJér með á Páll við Gyðinga og heiðingja, sem urðu að nýjum Gu’ðs lýð í krist- inni kirkju, en áður hafði félags legt og trúarlegt djúp verið staðfest á milli Gyðinga og heiðingja. Nú var ný öld runn- in upp. Þannig skóp Guð með krossi Krists nýja öld í samskiptum þjóðanna meðal allra þeirra, sem tóku við orði krossins, það er að segja boðskapnum um hinn krossfesta og upprisna Frelsara. Um þróun krosstáknsins I kirkjulist og guðfræði. Fyrstu aldir kristninnar not- uðu trúaðir menn krossa miklu minna en vér gerum, og svo virðist sem þeir hafi farið ákaf- lega duR með þá. En kross- táknið sem athöfn var mikið notað, það er að segja, menn gerðu krosstákn með hendinni í loftið fyrir framan sig, líkt og menn gera enn, þegar þeir signa sig í sambandi við hélgar at- hafnir. Orðin „krossfestur dá- inn og grafinn" eru með elztu hlutum trúarjátningarinnar tekin beint úr Nýja testament- inu (1. Kor.15). En sýnilegar myndir af krossinum voru afar sjaldgæfar í elztu kirkjulist og finnast varla í katakombunum né á öðrum kristnum minnis- merkjum fyrr en á 4. öld. Þó munu kristnir menn hafa haft litla trékrossa í húsum sínum. í borginni Herkulanum hafa menn fundið leifar af heimili kristinna manna frá postulatím- anum, en eins og kunnugt er, þó fór þessi borg í kaf undir gjalli og ösku frá Vesuvíusi árið 79. Þar fundu menn kross af þeirri venjulegu latnesku gerð á veggnum, beint á móti aðaldyrum hússins, og bænastóll var þar fyrir framan krossinn. Þarna fannst far í gipsinu, sem var innan á húsinu, flisar úr krossinum og naglarnir, sem höfðu haldið honum á sínum stað, voru fastir í veggnum. Litlar hurðir höfðu verið til beggja handa og var hægt aS loka þeim yfir krossinum, líkt og þegar menn loka skáphurð- um, og opna, þegar næði var ti.1 að gera bæn sína. Þessi kros3 fannst árið 1938 við fornleifa- gröft. Kirkjufræðingar teljaað hófsemin í notkun krossins í listinni hafi verið til þess að heiðingjum gæfist síður tæki- færi til að smána krossinn. Það voru ákveðnir viðburðir á fjórðu öld, sem hér ollu breytingum. Kristindómurinn varð þá leyfi'leg trú í rómverska ríkinu. Um vitrun þá eða sýn, sem Constantínus keisari sá við milvisku brúna árið 312 hafa flestir kristnir menn lesið. Þar um segir að hann hafi á vest- urhimni séð kross og með kroáíp- inum þessi orð: In hoc vinces — með þessu skaltu sigra. Og Constantínus varð sigursæll. —. Nokkru síðar létu þau Con- stantínus og Helena, móðir hans, byggja kirkju yfir gröf Frels- arans, og sagan segir að þeir, sem að verkinu stóðu, hafi þá fundið kross í jörðu og einnig járnnagla. Þá staðhæfðu sumir að þar með væri fundinn sá sami kross, sem Jesús hafði verið negldur á. Sögulega séð virðist lítt hugsanlegt að hér sé um að ræða sama krossinn, en hins vegar er það vitað að krossfundur nálægt miðri 4. öld vakti mikla athygli mann^., og sá kross var varðveittur um tveggja álda skeið í Jerúsalem. Hann féll síðar sem herfang í hendur Persum, þegar þeir her- námu Jerúsalem 614—615, og tóku þeir hann með sér tilPer- síu, en krossinn komst aftur til Jerúsalem árið 628. Var þá há- tíð haldin, þann 14. september, og nefnist hún í voru alman- aki krossmessa, og í svigum 22. dieseimibeir 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.