Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1969, Blaðsíða 21

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1969, Blaðsíða 21
hann hefur aldrei Stt sinn líka. Og eignast vonandi aldrei". Ji. júní 1967, örfáum dögum eftir samtalið við Broner, hvarf Elmyr frá Ibiza. Hann vair aft- Ur lagður á flótta, og á flótta fannst honum sjálfum hann hafa verið alla tíð. Faðir Elmyrs var opinber embættisimaður og óðalseigandi. Móðir hans var af bankastjóra- ættum, sem áttu jarðeignir og víngarða í Mið-Ungverjalandi. ,,Eg var alinn upp í barna- herberginu af fóstru og heilli röð af frönskum, þýzkum og enskum kennslukonum og við botrðuintuim af siltfiri og Meisismar- postulíni," segir Elmyr. „Eftir árstíðum dvöldum við í Biar- ritz, Ostend, Karlsbad og Par- ís. Ég átti næriri of örugga bernsku en ég lifði líka við allt of mikla vernd“. Þegar foreldr- amir skildu árið 1923, var El- myr 15 ána og nú varð hann eirðarlaus. Hann virtist búa yf- ir vissum listrænum hæfiieik- um og þar sem það var talin viðeigandi tómstundaiðja fyrir ungan mann af betri stigum, va/r hann sendur á listaskóla í Budapest, Munchen og loks til Panísar. Þegar hann var 19 ára, átti hann landslagsmynd á Parísair- sýningu, við hliðina á andlits- mynd eftir Vlaminck. Hann segist hafa þekkt þá Vlaminck, André Derain, Kees van Dong- en og Pablo Picasso. „Ég sat með þeim,“ segir Elmyr, „kvöld eftir kvöld og fram á nætur í café du Dóme, árum saman. Eins og flestir ungir málairar í Hverfinu, þekkti ég þá alla. Ég var nákunnugur þeim, nákunn- ugur þeim“. En Elmyr var að því leyti frábrugðinn flestum ungum málurum, að hann fékk eins mikla peninga frá fjölskvldu sinni og hann þuirfti á að halda. Hann var listamanns- glaumgosi, sem lifði í tveimur heimum — heimi málarans og heimi skemmtanafíkinnar auð- mannastéttar. Hann átti sér enga framadrauma og lagði lít- ið upp úr vinnu sinni. Hún var, eins og lífið, skemmtun og ekk- ert annað. Svo kom heimsstyrj- öldin. Elmyr fór heim til Ung- verjalands, þegar hún var rétt að byrja og ári síðar var hann strTWsfangl. TH allrar hamingju uppgötvaði fangabúðastjórinn að hann var málari og lét hann strax fara að mála af sér and- litsmynd. „Ég málaði hannmjög hægt og mjög nákvæmlega, með allar orðurnar á brjóstinu. Það var í fyrsta skiptið, sem listahæfileikar mínir urðu mér til bjargar, en ekki það síð- asta.“ Honum var sleppt — en ári síðar vajr hann aftur tekinn fastur, og vair nú sendur í aðr- ar fangabúðir, í Þýzkalandi. Þegar það rann upp fyrir Gestapo að hann var Gyðing- ur í aðra ættina, börðu þeir hann og brutu annan fótlegg hans. Hann var lagður inn í sjúkrahús fyrir utan Berlín og dag einn veitti hann því athygli að sjúkrahúshliðið stóð opið. Hann gekk út og yfir sjúkra- húslóðina á hækjum sínum — og leit aldirei um öxl. Þegar stríðinu lauk voru báð- ir foreldrar Elmyirs dáinir. Ætt- arauðinn höfðu Þjóðverjar tek- ið tiil hanidiangiagnis og nú voru vínekrumar þjóðnýttar af Rauða hemum. Elmyr sneri baki við Unigverjalandi og stefndi til Friakklands. Pairís var undursamleg. Þetta var allt eins og í gamla daga — með einni hræðilegri undan- tekningu: Elmyr vair peninga- laus. Vordð 1946 bjó hiamm í eirau herbergi við Jakobsgötu í Par- ís. Endrum og eins seldi hann einihverjum hinna gömlu vina sinnia málverk fyrir 100 doll- ara, en þegar hann bauð lista- söfnum Parísar landslagsmál- verk sín og nektarmyndir, var þeim hafnað. Dag einn heimsótti kona auð- ugs Englendings hann í vinnu- stofuna. Hún rak augun í teikn- ingu, sem hékk þar á vegg og sagði: „Elmyr. . þetta er Pi- casso, er það ekki?“ Myndin var eftir hann sjálf- an, lítil teikning af stúlkuhöfði, ómerkt og óinnrömmuð. Elmyr brosti. „Hvernig veiztu að þetta er Picasso?" purði hann. „Ég veit dálítið um Picasso,“ sagði hún. „Og ég man að þú varst töluvert kunnugur hon- um fyrir stríð. Hún er mjög góð. Segðu mér, viltu selja hana?“ Tja, því ekki það?“ sagði Elmyr og andvarpaði. „Hvað viltu gefa fyrir hana?“ Þeim kom saman um 40 sterl- ingspund. Á þessari fúlgu gat Elmyr lifað í þrjá mánuði. Hann haifði teiknað myndir.a á tíu mínútum, einn rigningardag í mairz. N 11 okkrum dögum síðar fór frúin til Lundúna. Elmyr var dálítið sakbitinn yfir að hafa blekkt vinkonu sína — jafnvel þótt vinkonan væri rík. En þremur mánuðum síðar var auðsmannsfrúin komin aftur. í samkvæmi einu dró hún hinn skelkaða Elmyir afsíðis og sagði: „Ég veirð að játa fyrir þér, elskan, að ég hef dálítið samvizkubit út af Picasso- teikningunni, sem þú seldir mér. Ég var hálf peningalítil í London, svo ég fór með hana til listaverkasala, sem ég þekki. Hann keypti hana af mér á 150 pund.“ Eftir þetta sá Elmyr enga ástæðu til að forðast freisting- arn ar. Hann fór til vinnustofu sinnar, ráðfærði sig við gamla málverkaverðlista og næstu klukkustund var hann önnum kafinin við að búa til penna- teikningar á la Picasso. Hann teiknaði sex stúlkuhöfuð og valdi síðan úr tvö þau beztu. Amerísk stúlka leit inn til hans rétt sem snöggvast fyrir kvöld- verð. „Væri þór sama þótt þú færir úr fötunum og sætir í þessum körfustól?" spurði Elm- yr kurteislega. Henni var sama og hann teiknaði af henni nekt- armynd. Morguninn eftir fór hann með teikningamar þrjár i lista- safn eitt. Hann gaf þá skýr ingu að hann hefði þekkt Pic- asso á Montparnasse fyirir stríð og hann hefði gefið sér mynd- irnar. Tíu mínútum síðar gekk hann út með peninga í hönd- um — jafngildi 35 þúsund kórna. „Það var ævintýralegt," segir hann. „Þetta voru meiri pening ar en ég hafði átt í einu í sjö ár. Og ég fann ekki til sektar vegna þess að ég hafði ekki gert þetta af varmenmsku eða neinum til meins, jafnvel ekki með gróðaáform í huga. Þetta var sjálfsbjargarviðleitni. Eins og þér vitið var siðgæðismæli- kvarðinn allur annar árið 1946 en 1920 í þeim unaðsheimi sem við lifum í þegair við vorum börn“. En til að sanna að hann hefði ekki gert þetta með „gróða- áform í huga“, tók harrn, óðara og hann hafði peninga í vasan- um, til við að mála landslags- málverk sin og nektarmyndir. En ekkert seldist. Og pening- arnir eyddust og hurfu. I ágúst var ágóðinn af Picassomyndun- um upp urinn. I ágúst hafði harin einnig viðurkennt falsanirnar fyrir góðvini sínum, tuttugu og tveggja ára gömlum Fnakka, sem hann nefnir Jacques Chamb erlin. Chamberlin var ungur, frakkur, laglegur og af góð- um ættum faðir hans, sem var iðnrekandi, hafði verið vel þekktur listsafnari. Chamberl- in stakk kankvíslega upp á því að þeir gerðust félagar. Og aft- ur andvarpaði Elmyr og sagði: „Tja, því ekki það?“ Nú undirþjó hann verk sitt af meiri natni en áður. Hann fór á Picasso-sýningar og skoðaði bækur með eftirprent- unum af myndum Picasso. Hann hafði tekið eftiir því að lista- veirkasalinn bar blaðið upp að Ijósinu í leit að auðkennandi vatnsmerki. f ódýrri listmálara búð á vinstri bakka Signu keypti Elmyr blokk af gömlum teiknipappíir frá því fyrir stríð, Sem þegar var farinin að gulna í sniðum. Síðan fór hann í vinnustofu sína og teiknaði þar tólf Picasso-myndir. Hvergi, í tólf velþekktum listasöfnum víðs vegar um Evr- ópu misltóikisit Ohambeinlin að selja það sem hann hafði með- ferðis í möppu sinni. En Elmyr fór að gruna að hann fengi ekki alveg sinn helming af ágóðanum. Nokkrum dögum eft ir eina söluna, varð honum gengið inn í listsýningarsal og sá þar eina teikningu sína uppi á vegg. Verðið var svo hátt, að þótt gert væri ráð fyrir sann- gjarnri álagningu var þetta uppgötvun, sem boðaði félags- slit við Chamberlin. í febrúar 1947 kwaddi Elmyr og fliaug til Kaupmannahafnar, einsamall. Hann átti tæpar níu þúsund krónur í peningum og nokkra gamla vini dreifða um Skandi- navíu. Að sögn Elmyrs greiddi listasafn í Stokkhólmi honum fimmtíu og þrjú þúsund krón- ur fyrir fimm Picasso-teikning- ar — næriri helmingi meira en hann hafði gert sér vonir um. Daginm eftir innleysti Elmyr ávísunina og fór rakleitt úr bankanum í ferðaskrifstofu. Honum virtist upplagt að hafa sig burt úr Stokkhólmi. Af loft ferðakortinu virtist honum, að lengra yrði ekki komizt burt frá hervirkjum Evrópu (svo ekki sé minnzt á irefsivönd sænskrar réttvísi) og þó verið innan þess, sem hann taldi hinn siðmenntaða heim, en til Rio de Janeiiro. Tja Því ekki það? Hann hafði aldrei komið til Suður-Ameríku. Af hagsýni — eða forsjá — keypti hann aðeins miða aðra leiðina. Elmyr kom til Brasilíu með fyrsta Evrópumannastraumn- um eftir stríðið og var tekið opnum örmuim. Hann málaði andlitsmyndir af brasiliskum fjármóla og stjómmálamönnum Þessa föisun Elmyrs á Matisse keypti Fogg safnið í Boston Skúrkarnir sem virkjuðu föls- unarhæfileika Elmyrs. — Til vinstri: Réal Lessard og að of- an: Fernard Legros. Sjálfir lifðu þeir lúxuslífi, en sáu um að Elmyr fengi hæfilega lítið. og þurfti ekki á Picasso að halda. „f þá daga“, segiir hann, „hugsaði ég aldrei um þetta sem atvinnuveg. Þetta var eitt- hvað sem ég hafði gert vegna þess að ég varð að lifa. Þegar ég átti peninga vildi ég ekki einu sinni hugsa um það. Ég var óskaplega baimalegur. Hafði ég framið glæp? Það hvarflaði aldrei að mér. Senni- legast er þó að ég hafi alltaf haft það bak við eyrað að ég gæti gripið til þess aftur ef fj árhagsörðugleikar steðjj uðu að. Það vair eins og . . . nokk- urs konar atvinnuleysistrygg- ing“. Hann ótti eftir að grípa til hennar fynr en hann ætlaðL í ágúst 1947 flaug Elmyr til New York. Þar valdi hann sér stóra íbúð við sj ötugustu og áttundu götu og bauð til sín í vígslu- samkvæmi gestum eins og Zsa Zsa Cabor og systur hennar Mögdu, Anitu Loos, Averell Harrimann, Lönu Tumer, Dan Topping og René de Hamon- count frá Museum of Modem Art. Elmyr hafði þekkt Zsa Zsa í Budapest og segir hann að í New York hafi hún látið hann mála af sér mynd. En í minni ungfrú Gaboir kweðurvið ofurlítið annan tón: „Jú, ég man vel eftir honum. En hann málaði aldrei mynd af- mér. Ár- ið 1949 heimsótti hann mig á Plaza og seldi mér tvær Dufy- myndiir á 5000 dali. Þær voru falsaðar. Ég er fegim að þið skylduð ná honum. Nú get ég fengið aftur peningana mína“. Hann hafði fengið á sig orð sem málari og Lilienfeld sýn- ingarsalurinn á fimmtugustu og sjöundu götu bauð honum að halda sína fyrstu eins manins sýningu. „Þarna var allt fínasta fólk- ið í New York samankomið. Sýningarkvöldið skall á blind- hríðarbylur; fólk gat ekki náð í leigubíla, það varð að ganga í storminum og samt kom það. En ég seldi aðeins eina mynd. Gróðinn var ekki einu sinni nægilegur til að standa undir kostnaðinum af sýningar- skránni." Gagnrýnendurnir sögðu um verk Elmyrs, að þau væru hríf- andi, kunnáttuleg, falleg, róm- 22. diesemibar 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.