Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1969, Blaðsíða 22

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1969, Blaðsíða 22
EL.MYR listaverkafalsarinn antísk. . . .„En sýningin var fjárhagsleg ördeyfa, sem Elm- yr lét sér að kenningu verða. Hann hafði þegar prófað gildi atvinnuleysistryggingar sinnar skömmu eftir komuna til New York. Þá keypti hann sér í fornbókasölu gamla, franska myndabók frá 1920, skar gæti- lega úr henni saurblöðin og teiknaði eina Pícasso-mynd, sem hann fór síðan með til Perls-safnsins og seldi á átján þúsund krónur. Þannig varð Klaus Perls, sem nítján árum síðar, þá eldri og reyndari maður, kvað hiklaust upp dóm- inn „Fölsun!“ yfir málverkum Meadows i Texas, „fyrsta am- eríska fórnarlambið mitt“ eins og Elmyr segir með barnslegri ánægju. „Um þetta leyti“, segir Elmyr, „gerði ég mjög stóra vatnslita- mynd (gouache). Picasso hafði eitt sinn gert höggmynd, sein hann kallaði „Maður með kind“, stóra bronsmynd. Ég hafði miklar mætur á henni, og vatnslitamyndin mín gat verið vinnuteikning að þessarihögg- mynd, ef svo mætti segja. Ég átti ekki einu sinni nóga nen- inga til að innramma hana fyr- ir. Laugardagsmorgun einn fór ég til Perls. Hann bað mig að skilja vatnslitamyndina eftir yf ir helgina — hann langaði til að skoða hana nánar og sýna hana öðrum sérfræðingum. Á þriðjudag kom ég aftur, og eft- ir hið venjulega þjark bauð hann mér 750 dali (um 65 þús. kr.)“. Um veturinn ákvað Elmvr að fara til Kalifomíu. „Mér lék mikill hugur á að skoða Am- eríku“, segir hann. ■ím. stöðum eins og Holly- wood, San Francisco og Se- attle varð Elmyr að de Hory barón. Hann skipti um nafnbót eftir því hvemig lá á honum. Zsa Zsa hafði sagt honum, að „þetta kynnu Ameríkanar vel að meta. Barón verður greifi, greifi verður hsrtogi. Maður verður að blása sig ofurlítið upp, fólk býst við því“. „Ég var nú að verða leiður á Picasso — auk þess sem Sa- bartés var byrjaður að gera skrá yfir verk hans — og lang aði að reyna mig við Mat- isse og Renoir“. Við komuna til Los Angeles hófst hann strax handa og þrernur dögum síðar gekk hann inn í sýningarsal í Bevesrley Hills. „Ég hafði Mat- isse og Renoir teikningarnar með mér og var mjög forvitinn um það hvemig þeim yrði tekið. Ég var viss um hæfileika mína við Picasso, en hafði enga reynslu í Matisse og Renoir. Eg kann að hafa verið hálf tauga- óstyrkur, en það kom ekki að sök. Ég seldi þrjár Matisse pennateikningar á staðnum“. Þetta var nú farið að ganga svo vel, að Elmyr _ ákvað að færa út kvíarnar. í þetta sinn varð Texas fyrir valinu og bar valið vott um fyrirhyggju og feiamsýni þar sem þetta er áir- ið 1949 og enn hafði lítið verið í hámælum haft um menningar- þyrsta olíukónga. Kvöldið fyrir brottförina kom Elmyr við í Stendahl lista safninu til að losa sig við síð- ustu Matisse-myndina og léi þá Earl Stendahl kæruleysisleg orð falla um „hvort hann ætti nokkuð kúbistiskt eftir Pic asso“. Elmyr hnyklaði brúnir þungt hugsi. Æ, jú, bíðið við, hann ætti eina — hún væri svo sem ekkert sérstakt, ofurlitil gouache. Gæti hann komið með hana um morguninn, áður en hann flygi til Texas? „Tja,“ sagði Elmyr, „ég skal reyna að koma því við, en ég lofa engu“. iiann hélt til hótelherbergis síns og bjó til litla kubistiska temperamynd, rauða og svarta. Hann þurrkaði hana með því að halda henni upp við ljósa- peruna í náttborðslampanum. Morguninn eftir fór hann með hana, snyrtilega upplímda og óinnrammaða, til listaverkasal- ans, sem yppti öxlum og fitjaði upp á nefið og sagði: „Ojá, satt er það, hún er svo sem ekkert sérstakt. Viljið þér láta hana á 200 dali? “ í Dallas var Elmyr tekið með kostum og kynjum. Gamall vin,- ur hans frá Parísarárunum kynnti hann fyrirfólki staðar- ins — „Meadows? Ég man ekki eftir honum þama,“ segir Elm- yr. „Hann hlýtur enn að hafa verið að grafa eftir olíu“. Eftir örfáar vikur var Elmyr farinn að halda kokkteilveizlur fyrir milljónamæringana í Dallas. Ekkja ein frá Lubbock í vest- ur Texas sendi einkaflugvéi sína reglulega eftir honum til hádegisverðar, keypti margar Matisse-myndir hans af lista- verkasölum i Dallas og bauð honum til sumardvalar í Color- ado Springs „Ég vair steinhissa á, hvað þetta fólk var allt gest- risið og elskulegt," sagði Elm- yr. „Það opnaði hús og heimili hverjum sem koma vildi“. E Imyr lifði í vellystingum í boði alls helzta ríkisfólksins í Dallas, en þess á milli heimsótti hann listsýningarsalina. Þar hafði hann þann háttinn á, að sýna fyrst fram á listþekkingu sína en kynna sig síðan sem pólitískan flóttamann. Þvinæst spurði hann eins og af hend- ingu, hvort listaverkasalinn hefði ef til vill áhuga á þess- ari eða hinni teikningunni, sem hann af tilviljun ætti í fórum sinum. Hann hafði myndina aldrei með sér í fyrsta skipt- ið. Ef til dæmis vair um Mod- igliani að ræða, gat hann sagt að myndin hefði verið í eigu hans í mörg ár og hefði hann fengið hana frá eiginkonu Mo- ise Kisling. Kisling var ung- ur málari, sem leigði vinnu- stofu ásamt Modigliani á Mont- pannasse. Þar sem Elmyr var þanna öllum hnútum kunnugur, vissi hann nákvæmlega hver vair líklegur og hver ekki til að hafa haft aðstöðu til að eign ast myndir eftir Modigliani Pic asso, Braque eða Léger. Hann þekkti nöfn evrópskra safnara og listaverkasala, sem keypt höfðu og selt ódýrt á árunum milli 1920 og ‘40. Hinum amer- ísku listaverk*sólum varð fljót lega ljóst, að Elmyr var það sem hann sagðist veira, en það styrkti þá í þeirri trú, að það sem hann hefði á boðstólum væri jafn ósvikið. Þegar hann kom svo með myndina daginn eftir og lista- varkasalinn sá að þetta var ekki aðeins mynd eftir Mod- igliani, heldur mjög góð mynd eftir Modigliani, þurfti ekki frekair vitnanna við. Væri þess óskað skildi Elmyr myndina eft ir í nokkra daga til þess að kaupandinn hefði tíma til yfir- vegunar og ráðfærslu. „Ég knúði aldnei fram sölu“, segir hann. „Ég kom aftur á tilsett- um tíma og þá var ekki annað eftir en að karpa um verðið við listaverkasalann. Þá renn- ur nú heldur betur af þeim menningarglansinn og þeir sýna sitt rétta andlit: kaupahéðnar á markaði, sem berjast með kjafti og klóm til að kaupa ódýrt og selja dýrt. Eins og bilasalar! Og þeir hafa ekki einu sinni fagkunnáttu á við venjulegan bílasala. Bílasali getur reynt að hlunnfara þig, en hann þekkir þó muninn á Ford og Cadillac" F Lj r komið var framundir 1950 höfðu tveir eða þrír góð- kunningjar Elmyrs einhvern ávæning af leyndarmáli hans, og einn þeirra segir frá þvi að milli þess sem hann leigði sér íbúðir, hafi hann búið og starf- að í KFUM húsi í New York. „Einu sinni kom hann of seint í kokkteilveizlu og þegar gest- gjafinn spurði eftir honum, sagði einhver: „O, hann kemur bráðum, ég skildi við hann fyr- ir klukkustund í KFUM, þar sem hann var að Ijúka við Mod igliani-mynd“.“ Eftir nokkurra vikna dvöl í New York fór Elmyr til Flor- ida og síðan til New Orleans. Þar komst hann í náin kynni við margt fyrirfólk, meðal ann ars borgairstjórann, de Lesseps Morrison, sem fól honum að annast viðgerðir á dýrmætu málverkasafni ráðhússins. Fyr- ir það verk fékk hann 5000 dollara og var gerður að heið- ursborgara New Orleans-borg- ar; fékk hann skjal upp á það og gulllykil að borginni. En þegar hann reyndi í sendiráð- inu þar að fá endumýjað löngu útrunnið franskt vegabréf sitt, fékk hann neitun. Hann þorði ekki að senda opinberlega um- sókn til Bandaríkjastjómar af ótta við að þar kynni að liggja fyrir kæra frá einhverjum lista verkasalanum. Af sömu ástæðu sló hann striki yfir hvert listasafn strax og ha/nn hafði átt við það meiri háttar viðskipti. Hann var í hinni einkennilegu aðstöðu manns, sem hefur drýgt glæp er verður auðveldlega rakinn til hans, en veit aldrei hvort upp kemst um glæpinn eða ekki. ... Elmyr flakkaði nú norður og vestur á bóginn og seldi undir ýmsum nöfnum. Var hann ýmist Elmyr Hoffmann, L.E. Raynal eða Herzog barón. Listaverka- Þessi mynd er merkt Modigliani, en olíumilljónerinn frá Tex as, sem keypti hana, vissi ekki, að hún var eftir Elmyr. — salamir vom famir að raka saman fé á því sem þeir höfðu keypt af honum, en sjálfm var hann ennþá óþekktur málari. Og þar kom, í Los Angeles ár- ið 1952 að hann stakk við fót- um og tók þá hetjulegu ákvörð un að snúa baki við fölsun- unum og verða það sem hann hafði ávallt viljað verða, raun- vemlegur málari. Hann leigði sér herbergi og eldhúskytru og vann sieitu- laust í sex mánuði þar til pen- ingar hans voru á þrotum og hetrbergið svo fullt af málverk- um, að hann gat varla lagzt til svefns. Á listasöfnunum var horft, kinkað kolli og hafniað. Elmyr valdi úr þær myndir, sem hann áleit útgengilegastar og fór með þær í húsgagnaverzl anir. „Þeir borguðu mér 10—15 dali fyrir hverja mynd. Þeir kaupa svona myndir eins og þeir kaupa öskubakka og blómavasa. Einn spurði mig hvort ég gæti málað fyrir hann nokkrar hundamyndir". „Þetta var einkennilegur timi,“ segir Elmyr hálf-angur- vær, „en xaunar ekki slæmur. Ég var bíllaus, peningalaus. Matreiddi sjálfur heima. Keypti jafnvel gamalt brauð. Hafði vaila efni á bjórflösku. Og þó var ég ekki óhamingju- saraur. Ég stundaði barina öll kvöld og málaði alla daga. Ég ætlaði aldrei að snerta við Pic- asso framar“. E n eina vikuna gerðist hið óumflýjanlega — hann seldi ekkert og skuldaði húsaleigu. Með saknaðarandvairpi seild- ist hainm í ferðatöskuna og tók upp atvinnuleysistrygg- inguna sína. Hann teiknaði hratt — eftir mynd í listatíma- riti — og klukkustund síðar var hann kominn í sín beztu föt og á leið til Dalzell Hatfi- eld safnsins í Ambassador hót- elinu, þar sem hann kynnti sig sem L.E. Raynal og bauð litla Modigliani sjálfsmynd til sölu. „Ég kaupi ekki teikningar", sagði Hatfield, „aðeins mál- verk. En konan mín á litið einkasafn og hún er mjög hrif- in af sjálfsmyndum. Ég ætla að hringja til hennar og lýsa myndinni“. Þegar eiginkonan hafði heyrt lýsinguna, spurði Hatfield hvað myndin ætti að kosta. „250 dollara?" sagði Elmyr. ,Ég læt yður hafa 200 út í hönd“. Síðar var þessi mynd seld James Aldorf í Chicago, sem um eitt skeið átti eitt stærsta Modigliani-safn í heiminum. „Þegar ég frétti það, hringdi ég til listaverkasala í Chicago og spurði hann á hvað myndin hefði selzt. Hann gizkaði á fjög ur til sex þúsund dollara. Mér sortnaði fyrir augum“. Elmyr ákvað að einbeita sér aftur að fölsunum. Hann var orðinn þreyttur á að eiga varla til hnífs og skeiðar og þó enn þreyttari á að arka á milli lista safna með framleiðslu sLna und ir handleggnum. Hann lagði af stað akandi með ungum vini sínum til Miami, leigði sér þar íbúð niðri við ströndina og tók að skrifa bréf. Þau voru yfir- leitt á þessa Ieið: „Kæri henra. Ég á í fórum mínum tvær Matisse- penna teikningar frá tímabilinu 1920- 25, og vil selja þær. Þær eru af naktri konu, sem situr við borð og konu með blómvönd. Ef þér hafið áhuga, get ég sent yður ljósmyndir.. ..“ N 1 ’ æstu tvö arin saldi hann myndir til meiriháttar lista- safna um gervöll Bandaríkin eftir þessari pöntunaraðferð. Ef einhver listsalaireigandinn eða 22 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. deaember 1069

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.