Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1969, Blaðsíða 26

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1969, Blaðsíða 26
Frá töku togarans. Komlð með skipstjórann af togaran- um um borð í Óðin. Helgi Hallvarðsson Togarataka á aðfangadag Nína Björk Árnadóttir Jólastjarnan Skín á himni heimi sendir bjarmann sinn komin enn með bjarmann sinn jólastjarnan mín og þín. Segðu okkur enn í dag um frelsarann sem fæddist fæddist til að boða frið og fæddist fyrir mig og þig. Brennur hún í austri brennur hún af sorg jólastjarnan mín og þín. Enn brenna í austri ómáttugar þjóðir brenna af sorg brenna af kvöl þjóðirnar í austri brenna af kvöl. Segðu okkur enn í dag um frelsarann sem fæddist segðu að hann komi enn og breiði friðarfaðminn sinn móti heimi okkar og móti mér og þér að hrópað geti allir í heilagri gleði svo sorg hennar slokkni stjörnunnar okkar „Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Jesús í borg Davíðs“. V arðskipið Óðinn lagði af stað frá Reykjavík daiginn fyr- ir Þorláksmessu til Vestf jarða, þar sem skipið átti að vera á gæzlu yfir jólahátíðina. Við sem um borð vorum, í þessari ferð, vorum ákveðnir í því að láta jólahátíðina ekki fara fram hjá okkuir og því var nóg starf fyrir höndum að þrífa og pússa skipið. Skipherra í þessari ferð var Þórarinn heitinn Björns son. Á Þorláfcsmessudag kom beiðni um að við tækjum son vitavarðarhjónanna á Horni, sem staddur var á ísafirði, og flyttum hann til foreldra sinna, svo hann gæti verið þeim sam- vista á þessari jólahátíð og um leið jóla-glaðningur í einangr- un þeirra á þessum útkjálka ís- lands. Við komum til Isafjarðar á Þorláksmessukvöld. Ákveðið var að fara þaðan snemma morg uninn eftir, og vera komnir fljótlega eftir birtingu að Horni. En þar sem NA-áttin hafði ráðið ríkjum að undan- förn,u var óvíst hvort hægt yrði að koma piltinum í land við sjálfan Hornbjargsvita, eða hvort setja yrði hann í land á Hornvík, en þaðan yrði hann að ganga yfir fjallið, um 2ja tíma göngu, til að komast heim. IVIorguninn eftir var svo haJdið af stað á tilsettuim tima, en ekki leizt okkur alls kosta vel á útbúnað piltsins, til göngu yfir fjallið, því utanfata var hann aðeinis í sumarfrakka og á lágskóm. Er við höfðum orð á þessu við hann, virtist sem hon um fyndist athugasemdir okk- ar ástæðulausar, því hann taldi sér ekkert að vanbúnaði að vaða snjóinn yfir fjallið í þessum búnaði. Við héldum út ísafjarðair- djúp og svo eins og leið lá fyr- ir Rit, Straumnes og þaðam áfram norður um. Út af Straum nesi voru nokkrir togarar að veiðum. En þar sem þeir voru vel fyrir utan Mnu veittum við þeim enga nánari athygli. Þegar fór að nálgast Hornið, fór von okkar að glæðast um að koma piltinuim í land við Hornbjargsvita, þar sem veður var orðið stillt og komin smá NA undir alda. Og von okkar brást ekki því piltinum kom- urn við heiliu og höldnu í land. Fjölskyldunni á Hornbjargs- vi'ta var óskað gleð'ilegra jóla og síðan haldið suður um, sömu leið til baka. Um hádegið fór skipherrann að velta því fyrir sér, hvar hann ætti að láta akkerið falla, svo við gætum notið rólegrar jólahátíðar. Hann var enn ekki búinn að taka ákvörðun um það þegar við fórum að nálig- ast Strauminesið og togararnir fóru að koma í Ijós á ratsjár- skifuinni. Auðséð var að þeir höfðu nálgast Uniuna, frá því að við fórum fram hjá þeim um morgunmn. Staðarákvarðanir voru teknar af þeirn grynnstu og við útsetninigu reyndist einn þeirra vera um 2 sjóm. fyrir innan, en hinir á Mnu. Var þá þegar sett á fulla ferð og stefnt á togarann. Og það var eins og veðhlaupahesti væri gefinn laus taumurinn þegar hinumn 26 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. diesiember 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.