Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1966, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1966, Blaðsíða 15
um, sem eru að söngla margföldunar- töí'luna. Fyrir framan húsið er húsa- garður, nokkrum fetum lægri en húsið. í báðum endum garðsins eru beð með gulrótum og hreðkum („sem nemend- urnir hafa gróðursett," segir skóla- stjórinn). Hópar af drengjum og stúlk- um ganga fram og aftur og sveif'la ákaft örmunum. Maður með græna dátahúfu öskrar fyrirskipanir á ensku. Hann skip ar þeim að stanza, snúa til hægri og stilla sér upp. Svo gengur hann fram fyrir hópinn og heilsar hátíðlega. Ég geng fram fyrir hópinn eins og Ihöiðingi, sem er að kanna heiðursvörð. Ég stanza hjá laglegustu stúlkunni. Þetta er hraustleg 15 ára stúlka, ólívu- græn á hörund með augu eins og í dá- öýri og jarpt hár. „Og hvað heitir þú nú?“ Hún réttir úr sér: „Shashi Bala.“ „Og af hvaða stétt?“ ,,Harijan!“ Eg er mest hissa á, að stéttleysingi skuli geta verið svona hörundsbjartur, því að oftast eru þeir miklu detkkri og líkjast næstum svertingjum. Eg legg fleiri spurningar fyrir hana. Faðir hennar er í skrif- stofu í Guargaon. Börnin eru fjög- ur og ganga ö'll í skóila. Flestir harijanar í Jahrsa eru chamars: menn sem filá vísundahræ og búa til úr skinnunum skrautskó, sem þeir selja til Nýju Delhi. Enginn þeirra er landeigandi. Þeir eru tfátækasta stéttin í Jharsa. En öll börn- in þeirra ganga í skó'la. „Er nokkuð litið niður S ykkur harijana?“ spyr ég stúíkuna, Hún svar- en£u og ég reyni að ýta undir hana. „Finnst þér, að það sé litið niður á þig hérna í skólanum.“ Það kemur hræðslusvipur á fallega andlitið og hún lítur óróleg til beggja hliða og á skólastjórann, en opnar ekki munninn. „Hvers vegna svararðu ekki?“, segir skólasljórinn í áminningartón. „Verð- urðu fyrir nokkru ranglæti hérna?“ „Nei.“ Og aftur lítur hún órólega til skólasystkina sinna. Ég klappa henni föðurlega á kinnina með spékoppun- um í og held áfram leiðar minnar . N Itæst fer eg inn í bek.kjastofurnar. Þær eru troðfullar af börnum. Þau sitja í skipulegum röðum á gólfinu sem er bert og úr steini. Þau rísa á fætur og hrópa „Jai Hind!“ öll í senn, og setjast síðan aftur. Húsgögn eru alls engin í þessum skólastotfum, ekki einu sinni veggtafla, engin kort, engir stó'l- ar, engir bekkir — ekki einu sinni kenn- arastóll. Flest börnin hafa tréspjöld til að skrifa á og fáein hafa einhverjar bækur. Þau eru þarna öll í hóp: jatar, brahminar, mahajanar (okrarar) og harijanar. Skóflastjórinn skýrir frá því, að þau eti og drekki UNICEF-mjódk saman, en það mundu foreldrar þeirra ekki gera enn í dag. „Stéttaskiptin.gin er búin að vera og horfin úr sögunni, eða ekki nema 5% af því, sem áður var,“ fullvissaði hann mig um. Ég er nú ekki viss um, að þetta sé rétt hjá honum. Opinbera skýrslan frá umsjónarmanni hinna „skrásettu stétta,“ (svo kallaðar af því nöifn stéttleys- ingjanna eru skráð, að fyrirskipun lag- anna sem afnema stétfcleysið), og þessi skýrsla hermir, að við eigum enn langt í land að afnema stéttleysið. Ég minni skólastjórann á ummæli, sem fram komu í Bandaríkjunum frá harijan- þingmanni, en hann sagði, að sverting- inn í Ameríku sé óendanlega miklu bet- ur settur en indverskur stéttleysingi. „Þetta tekur allt sinn tima,“ segir umsjónarmaðurinn. Við göngum úr skólanum út í hin þefjandi stræti og loks út úr hinum enda þorpsins. Reyrkvörn er þarna í gangi, dregin af tveimur uxum, sem ganga alltaf sama hringinn. Sterkleg 18 ára stúlka stikar á eftir uxunum með tvíóla svipu í hendi. Einir sex karlmenn og konur sitja þarna til hlið- ar og skera laufið af reyrnum áður en leggirnir fara í kvörnina. Og að baki þeim eru nokkrar konur að hreinsa hismi úr korni. 1-4 g heilsa karlmönnunum og sezt hjá þeim. Ég byrja á þessari vanaspurn- ingu um uppskeruna: Úti í sveitunum er þetta jafn sjálfsagt og það er annars staðar að spyrja um líðan þess sem tal- að er við. „Eitthvað þriðjungur ti'l helmingur af okkar uppskeru er ónýtur,“ svarar gamal'l maður að nafni Pirbhoo, sem hefur verið að totta pípuna sína í róleg- heitum. „Hveitið festi rætur, en svo fúnaði það. Við höfum ekki einu sinni borið við að sá gram. í fyrra gátum við selt hveiti og reyr, en í ár höfum við ekki einu sinni nóg ofan í sjálfa okkur.“ Ég kemst að því, að Pirbhoo gamli er einn hinna efnaðri bænda. Hann á meira en 40 ekrur lads. Hann á einn son í háskóila. Hin börnin hans — fjór- ar dætur — hafa enga menntun feng- ið. „Það var ekki til siðs í þá daga að vera að mennta kvenfólkið,“ segir Pirthoo. „Hvers vegna hafið þið ekki fleiri brunna?“ „Spurðu stjórnina," segir hann og lít- ur á umsjónarmanninn. „Við höfum eitthvað um 200, og fimmtíu í viðbót hafa fengið vélar, en bíða nú bara eftir rafmagnssambandi. „Komdu á morgun,“ segir blókin í skrifstofunni. Sá morgun- dagur er nú búinn að dragast í þrjú ár. Hve margir okkar hafa efni á að setja 4000 rúpíur í brunn og láta þær liggja verklausar í þrjú ár? Og svo heimta þessir okrarar vexti af okkur.“ „Okkur skortir rafmagn,“ segir um- sjónarmaðurinn. „Þetta tekur allt sinn tima.“ Ég spyr Pirbhoo um samvinnufélagið. Hann segir, að það sé ekki annað en pappirsgagn. Og hann afgreiðir endur- bætur stjórarinnar á sveitabúskapnum með tveim hræðilegum orðum. Og alltaf grípur umsónarmaðurinn fram í: „Þetta kemur, en það tekur sinn tíma.“ egar ég spyr Pirbhoo um fjöl- skylduáætlunina, tekur hann út úr sér pípuna og spýtir á jörðina. „Til hvers ættum við að vera að takmarka barna- hópinn okkar? Hverjir standa í Kínverj- um og Pakistönum, ef jatar og síkliar hætta að framleiða hermenn til að standa gegn þeim? Og hvað sem öðru líður, þá þrælum við allan daginn, og þegar kvöldið er komið, erum við svo þreyttir, að við getum ekki annað en sofið. Það erum ekki við, sem eigum stóra krakkahópa. Það eru okrararnir, sem sitja í búðunum sínum allan dag- inn og gera ekki annað en pru-mpa og feitrassaðar kerlingar þeirra, sem hlaða niður ómegð eins og gyltur — þau og svo borgarbúarnir. Það ætti að tala við þetta fólk um fjölskylduáætlanir, en ekki við okkur.“ Svo mörg eru þau orð um pillurnar og aðrar getnaðarvarnir. Ég frétti hjá umsjónarmanni þorpanna, að af 10.000 manns hafi innan við 30 verið gerðir ófrjóir á siðustu tíu árum. „Fjöilsky'ldu- áætlunin hefur ekki gengið í fólkið," útskýrði hann. „Þetta tekur allt sinn tíma.“ Pir'bhoo gamli snýr sér að mér og segir: „Er það satt, að Bandaríkjamenn hafi komizt til tunglsins?“ Ég sneið svar mitt eftir umsjónar- manninum áðurne-fnda: „Ekki enn — þetta tekur a-llt sinn tíma.“ 20. febrúar 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.