Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1966, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1966, Blaðsíða 2
rSVIPl lMVNDj Þegar Robert C. Weaver, hinn nýi ráðherra hús- næðismála og borgar- og bæjarfé- lagsmála í Bandaríkjunum, vann embættiseið sinn nú fyrir skemmstu, sagði Lyndon B. John- son, forseti Bandaríkjanna: „Þetta er stolt stund fyrir oss alla, — fyrir alla Bandaríkjamenn“. Robert C. Weaver er fyrsti svert- ingi, sem sezt á ráðherrastól í Bandaríkjunum. Þetta var stolt stund fyrir Weav- er, fyrir bandaríska svertingja og fyrir alla hina bandarísku þjóð, eins og forsetinn komst réttilega að orði. eaver hefur beðið eftir embætt- isveitingunni í fimm ár. Kennedy, for- seti, kvaddi hann til starfa í Washing- ton, skömmu eftir að hann fluttist inn í Hvíta húsið, og skipaði hann ráðu- neytisstjóra í borga- og bæjaskipulags- ráðuneytinu. Ætlun Kennedys heitins var að skipa hann fljótlega ráðherra, en tvívegis felldi fulltrúadeild þingsins tillögu hans í þá átt. í bæði skiptin voru það afturhalds'samir demókratar frá Suðríkjunum, sem mörðu fram meirihluta gegn tillögunni. Nú var skip- un Weavers í ráðherraembætti sam- þykkt án umræðna í þinginu. Það sýnir vel hver breyting hefur orðið í Banda- ríkjunum á þessum stutta tíma, og hve aðstaða Johnsons, forseta, er sterk. Meðal þeirra, sem veitt hafa Weaver öflugan stuðning, er Robert Kennedy. Hann sagði m.a. af þessu tilefni: „Sá timi er liðinn, að trúarbrögð frambjóðanda til embættis séu rædd. Sá dagur mun og renna upp, að kyn- þáttur frambjóðanda verður ekki til umræðu. Skipun Weavers í ráðherraem- bætti er gott teikn“. ílobert C. Weaver er nú 58 ára gamall. Langafi hans í beinan karllegg var þræll og síðar leysingi, en afi hans var fyrsti tannlæknir af svertingjakyni í Bandaríkjunum. Því má skjóta hér inn til gamans, að nú metast svert- ingjar um það opinberlega, hver eigi stytzt til þræla að telja að langfeðra- tali. Þykist sá mestur, sem átti þræl fyrir afa. Slíkur metingur hefði verið óhugsandi fyrir nokkrum árum, jafnvel meðal svertingja innbyrðis, en nú þyk- ir þeim engin skömm til slíks koma og taka það jafnvel fram í atvinnuumsókn- um. Weaver nam hagfræði við hinn nafn- togaða Harvard-háskóla og tók dokt- orsgráðu í þeirri grein. Arið 1933 varð hann ráðgjafi Harolds Ickes, sem var innanríkismálaráðherra í stjórn Roose- velts, í svertingjamálum. í heimsstyr- jöldinni starfaði hann að efnahags- og hagræðingarmálum á vegum ríkisstjórn arinnar, og eftir styrjöldina varð hann ráðgjafi Wagners, borgarstjóra í New York, í húsnæðismálum. Hann er nú talinn bezti sérfræðingur í Bandarikjunum í því máli, sem er efst á listanum í áætlun Johnsons um „Hið mikla þjóðfélag („The Great Society“>: Útrýmingu lélegs húsnæðis og byggingu mannsæmandi en fjárhagslega viðráð- andi íbúða. Þegar Kennedy varð forseti, var Weaver meðal hinna allrafyrstu, sem hann kvaddi sér til ráðuneytis. Ekki er nóg með það, að Weaver er fyrsti svarti ráðherrann í bandarískri ríkisstjórn, heldur er hann fyrsti ráð- herra, sem gegnir þessu embætti. Sér- stakur ráðherrastóll hefur verið smíðað- ur handa þessu embætti, sem á að hafa yfirumsjón með þróun íbúðabygginga og skipulagi borga og bæja, að svo miklu leyt. sem alríkisstjórnin og almenn yfir- völd geta seilzt inn á þau sérsvið frjálsra samfélaga. Þetta er geipilegt viðfangsefni í landi, þar sem sjö af hverjum tíu búa í þéttbyggðum stór- borgum og fólksfjöidinn vex stöðugt. Sagt hefur verið, að Weaver sé ekki einmana vorfugl, sem boði sumar, held- ur sé vorið þegar komið í kynþátta- máiunum í Bandaríkjunum. Á síðustu árum hafa æ fleiri svertingjar verið réðnir til æðstu embættisstarfa í Banda- rikjunum, og sú þróun hefur orðið þegj- andi og hijóðalaust. Embættisierxll nianna á borð við Ralph Bunche vakti alhygli á sínum tíma, en nú er óhætt að segja, að skipun svertingja í hátt- settar trúnaðarstöður veki enga sér- staka athygli. Svo að minnzt sé á fleiri svertingja, sem nú skipa trúnaðarstöður í banda- riska þjóðfélaginu, má geta þess, að næstæðsti maður bandaríska dómsmála- ráðuneytisins („solicitor general“) er Thurgood Marshall, 57 ára gamall svert- ingi. Mjög liklegt er, að svertinginn Ed- ward Brooke verði öldungadeildarþing- maður á þessu ári, og yrði hann þá fyrsti svertinginn á hina virðulegu öld- ungasamkundu. Hann er einn virtasti og vinsælasti stjórnmálamaður- inn í Boston og er nú saksóknari í Massachusetts-ríki. Bandaríkjamenn hafa oft sent svert- ingja sem ambassadora til svertingja- ríkja, en fyrir nokkrum árum var í fyi-sta skipti svertingi skipaður sendi- herra í hvítra manna landi. Það var, þegar Carl Rowan var gerður sendi- herra í Finnlandi. Hann var síðar kvaddur heim, til þess að verða æðsti yfirmaður Upplýsingaþjónustu Banda- ríkjanna, sem starfar um allan heim (U.S.I.S.) (United States Information Service) eða U.S.I.A. (United States Information Agency)). F yrir nokkru var ungfrú Patricia Harris, blökkukona, skipuð sendiherra Bandaríkjanna í Luxemborg. Hobert Taylor, 45 ára gamall svert- ingi, var nýlega ráðinn stjórnarformað- ur Export- og importbankans, en það er ákaflega valdamikil staða. Hann er fæddur í Texas-ríki og er einn nánasti ráðgjafi Johnsons, forseta. Víst þykir í Washington, að hann hafi mi’kil áhrif á gerðir forsetans, því að auk þess að vera fróður og gáfaður ráðgjafi, sem getur talað beint upp í eyra forsetaná ár. milliliða, eru þeir Johnson gamlir og góðir vinir persónulega, sem hittast með konum sínum utan vinnutíma. Taylor hefur nú lykilstöðu í „Baráttunni geyn fátæktinni“, sem Johnson hefur yfir- umsjón með. Þykir sumum einkenni- legt, að slíka baráttu verði að heyja í sjálfum Bandaríkjunum, enda núa repú- blikanar Johnson því óspart um nasir, að hér sé um áróðursbrellu að ræða a£ hálfu demókrata, en þess ber að gæta, að fátækt í Bandaríkjunum er annað en fátækt annars staðar í heiminum. Hér er miðað við hlutfallslegan murx á þjóðfélagsaðstöðu, og hann er vita- skuld fyrir hendi í Bandaríkjunum eins og annars staðar. Lögfræðingurinn Adam Clayton Po- vmll er umdeildur maður. Hann er þing- maður í fulltrúadeildinni fyrir Harlem- hverfið í New York, enda er hann svert- ingi. Hann er tíður gestur í Hvíta hús- inu og er talinn hafa mikil áhrif á Johnson. Jr að er ekki eingöngu innan æðstu stjórnarvalda í Washingtonborg, sem svertingjar hafa komið fram á sjónar- sviðið. Um gervöll Bandaríkin er sömu sögu að segja. Athygli vekur, að það er ekki hvað sízt í Suðurrikjunum, sein þeir hafa látið að sér kveða á opinber- um vettvangi. Nýlega voru tíu b |>k. u- menn kosnir til ríkisþingsins í Georgíu, og jafnvel í Alabama situr einn svert- mgi á þingi. Svipað er að gerast í athafna- og viðskiptalífinu. Samkvæmt nýjustu út- reikningum eru nú 82 svertingjar marg- faidir milljónamæringar (í Bandaríkja- dollurum, vel að merkja!) í Banoa- ríkjunum. Enn fleiiú eiga yfir eina milljón bandarískra dala á bankainni- stæðu. Samkvæmt hagskýrslum vinna 12.000 svertingjar sér inn meira en 1.102.500 ísl. kr. yfir árið hver, og hátt á fjórða hundrað þúsund svertingja hef- ur meira en 517 þús. ísl. kr. í sjálfupp- gefnar árstekjur, þegar undan eru skild ar hinir fyrrnefndu 12 þúsundir. S imeon Booker, einn hinn þekkt- asti í hópi bandarískra ritstjóra og út- gefanda af svertingjakyni sagöi ný- lega: „Hafi svertingi nauðsynlega hæfileika til að bera, getur hann á okkar dögum hiotið hvaða stöðu sem er innan banda- rísks þjóðfélags. Sumum finnst það kannske hlálegt, en eitt hið mikilvæg- asta, sem gerzt hefur í málefnum okk- ar svertingja á síðustu árum, er sá at- burður, þegar Johnson, forseti, bauð konu vinar síns, Hoberts Taylors, sem er svertingi, upp í dans í Hvíta húsinu, þegar hann hélt veizlu í tilefni af inn- setningu sinni í embætti. Jafnvel Kennedy vogaði sér ekki að gera neitt slíkt. Síðan þetta gerðist, hefur enginn aðili í Washington boðið til veizlu eða Framhald á bls. 3. Framkv.siJ.: Sigfns Jónsson. Ritstjórar: SigurOur Bjarnason frá Vieur Matthías Johannessen. Eyjólfur KonráO Jónsson. Auglýsinear: Arnl Garöar Krlstinsson. Ritstjórn: Aðalstræti G. Sími 22480. Utgefandl: H.f, Arvakur. Reykjavllc. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. febrúar 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.