Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1966, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1966, Blaðsíða 8
Lotturnar söfnuðu mjólk meðo/ mæðra i borginni, handa islenzku börnunum hólmi og einmitt sama dag og Esja kem- ur til Petsamó leggja þeir af stað frá Stokkhólmi með lest norður á bóginn. Meðal þeirra nafna, sem við finnum í Mbl. frá þessum tíma er nafn Eggerts Guðmundssonar listmálara. Við höfum tal af honum og biðjum hann um að segja okkur eitthvað frá ferðinni. Egg- ert segir: — Þegar stríðið byrjaði var ég stadd- ur á Skagen í Danmörku. Við bjuggum þar hjónin, ég hélt sýningu í Árósum um sumarið og fluttumst við til Árósa um haustið. Meðan við dvöldumst á Skagen sást iðulega til herskipaferða úti á Norðursjónum, svo að það kom okkur svo sem ekkert á óvart, þegar Danmörk var hernumin. Við höfum því lengi hugsað okkur til hreyfings og ætluðum að sæta lagi við að komast til íslands við fyrsta tækifæri. — Voru þið stödd í Árósum 9. apríl? — Já, 9. apríl um morguninn vaknaði ég snemma við miklar flugvéladrunur og þegar ég leit út um gluggann á hót- elinu, sem við-bjuggum var himinninn svartur af flugvélum, þýzkir hermenn á öllum strætum, rétt eins og þeir hefðu komið niður í fallhlífum. Hótelið fyllt- ist síðan af þýzkum liðsforingjum og auðvitað gátum við ekki algjörlega sniðgengið þá, þar eð við bjuggum á sama hóteli. Man ég eftir því, að ég sagði þeim, að ég ætlaði heim til ís- lands, og urðu þeir þá hálf hvumsa við. Sögðu, að svo sannarlega væri ég að fara úr öskunnf í eldinn. En ég sagð- ist nú fara samt. — Síðast í september förum við svo til Kaupmannahafnar. í sendiráðinu fengum við að vita, að við fengjum að fara heim. Það voru ekki alljr, sem fengu að fara. Nokkrir Danir, sem lengi höfðu verið búsettir á íslandi óskuðu eftir því að komast til íslands, en fengu synjun, þar eð þeir voru ekki íslenzk- ir ríkisborgarar. S vo kom hinn stóri dagur er við fórum yfir sundið til Svíþjóðar. Við fórum síðan með lest til Stokkhólms, hvar ég var skipaður flokksforingi yfir 42 manna hópi, sem í voru 37 konur. í Stokkhólmi vorum við í fimm daga, flestir peningalausir, en þó gat ég feng- ið því framgengt, að hver farþegi fengi 5 krónur sænskar hjá sendiráðjnu, svo að fólkinu gæfist kostur á að sjá og skoða borgina. Svo blankur var hópur- inn, að félagi minn, sem átti engar síð- ar nærbuxur, varð að fá að láni hjá mér aðrar mínar, en ég átti tvennar, vegna þess, að enginn átti peninga til þess að lána honum fyrir buxum. — Hinn 2. október var svo haldið af stað norður eftir Svíþjóð í járnbrautar- lest. Rétt eftir að lagt var af stað var tekið manntal, sem framkvæmt var á þann hátt ,að öllum farþegunum var skipað í annan enda lestarinnar og þeir síðan látnir ganga yfir í hinn endann Um leið fékk hver og einn matarpakka að gjöf. — Þegar kom til Finnlands urðum við að skipta um lest, því að sænska lestin hélt ekki áfram. Finnska lestin var mjög sóðaieg og virtist svo sem slegið hafi verið fyrir alla glugga og líktist hún einna helzt gripalest. Varð fólk því að sitja á kössum og öðru slíku. Var ferðin því allt önnur en þægileg, en það kom ekki svo mjög að sök, því að alla ferðina var veðrið hið bezta. — Með í ferðinni var sendiherrafrú- in í Kaupmannahöfn frú Georgía Björnsson og lét hún sér einkar annt um líðan farþeganna. Man ég að við þurftum að hjálpa henni á milli vagn- anna til þess, að hún gæti fylgzt a£ eigin raun með ástandi fólksins. —A endastöð lestarinnar í Rovan» iemi gistum við á veitingastað, sváfum í matsalnum. í hópnum voru 22 ung- börn og vantaði því nauosynlega mjólk sem þá var ófáanleg þar um slóðir Þá var það, að Lotturnar komu til hjálp ar. Þær fóru um nágrennið og söfnuðu mjólk meðal mæðra í borginni. Varð það til þess, að yngstu ferðalangarnir fengu mjólk að drekka. — Frá Rovaniemi fórum við svo árla næsta dag á mörgum langferðabifreið- um. Ókum við um vígvöllinn frá því, er Rússar og Fjnnar höfðu barizt þar skömmu áður. Var það ömurleg s. jn, því að eyðileggingin var algjör. Ferð- in var löng og erfið og voru tveir vagn- stjórar í hverjum bíl og óku þeir hratt og að okkur fannst glæfralega. Þetta var um 500 km leið og vegirnir álíka góðir og íslenzkir þjóðvegir. Alla leið- ina vorum við alltaf að sjá öðru hverju Miðvikudngur 16. okt. 1940. MORGUNBLAÐIÐ „Esjan“ er komin að landi með 258 farþega Gort hershöfð- Fjögur ny prestsembætti (Reykjavík Fyrstu umsóKnirnar Komnar : -yj jscmstjörnaöibreskal þ_ — II l&' jhernum í Frakklandij tVUIll hingað G i gær OK'f LÁ VAKOl’f:, hiiin Xrýgí fiershui'tMngí Bretíi, var yfinmiður iuenkit heivfais í. Frakklamli í veuir, ,er komími hingaA tif lands Knm hfnnhöíóingtnit i va nnovgun uj. v;tt lektó á móU honum á hafmirbakkanuiii t Rser með nilklUi viöliöín; Hki|i L..IK Ii*«r8b»r Luftwt )<H li';r«uw -..wwu • v*>*'«**<.i tí«n«, <n |Mð vnr fkl<i l.»i* ... tmdi. liúitfKi <«A liivntSwrlnn kom J t"...t Jh.m utmmi hu(A< vruA.rJM -r Itstv<n linfi>»rt<ntrl<:(ii'im l.ar tu.m . Fyrirsöga fréttarinnar af heimkomu Esju. I* ■ ■ ■ ■■■■■.»■ ».i ■ ■ ■■ ■ ■ ■ ■.■ • ■ ■■■ ■*■■ «X* .■ ■ ■ ■ ■ j HVAR ERU ÞEIR NÚ? j * » • (•■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ A aðalfréttasíðu Morgunblaðsins, hinn 16. október 1940, stendur þessi fimm dálka fyrirsögn: „Esjan“ er komin að landi með 258 farþega". Síðan segir í fréttinni: „Sú fregn flaug eins og eldur í sinu um bæjnn í gærmorg- un, að Esja væri að koma og hennar væri von upp úr hádeginu. Átti enginn hér von á henni svo snemma, því bú- izt var við, að 'Jin hefði tafizt í brezkri eftirlitshöfn fram yfir helgina. En skýr- ingin á því, hve fljót l|in var hingað kom brátt. Skoðun sú eöa eftirlit, sem búizt var við í Bretlandi, fór aldrei fram. Það er framkvæmt hér, og byrjaði í gær og verður vafalaust lok- ið í dag. Á meðan það stendur yfir liggur Esja á ytri höfninnj." Þannig hefst ein hinna mörgu frétta af heimkomu Esju þennan dag. Það má með sanni segja, að öll þjóðin hafi beðið með óþreyju heimkomu skipsins, því að þá voru válegir tímar og sjald- gæft, að fólk færi í skemmtiferðir yf- ir heimshöfin, enda var hér um allt annað en skemmtireisu að ræða. Um borð voru eins og áður er getið 258 far- þegar, er lokast höfðu inni, þá er Þjóð- verjar hernumdu Danniirku og Noreg. Skiptust farþegarnir þannig: 217 komu frá Danmörku, 33 frá Svíþjóð og 8 frá Noregi. Esja lagði af stað í þessa för hinn 20. september og var ætlunin, að skip- ið sigldi rakleiðis til Petsamó, sem þá var nyrzt í Finnlandi. Þýzk og brezk Eggert Guðmundsson listmálari. yfirvöld gáfu bæðj leyfi til fararinnar en þegar skipið var statt út af Vestfjord en í Noregi komu þýzkar sprengiflug- vélar á vettvang og skipuðu því að sigla til Þrándheims. Var þeim sagt, að skjp- ið hefði leyfi þýzkra hernaðaryfirvalda til þess að sigla til Petsamó, en svör- uðu flugvélarnar þá með vélbyssuskot- hríð fyrir framan stefni skipsins. í Þrándheimi var skipið kyrrsett og komu þar þrír farþegar um borð. Esja lá í Þróndheimi í fjóra daga, en var þá látin laus og skipstjóri, Ásgeir Sigurðs- son, beðinn afsökunar, þar eð um rnis- skilning hafi verið að ræða. Hinn 2. október sigldi svo Esja inn á Petsamóflóann en þá voru væntanlegir farþegar ókomnir þangað. Þ egar hér er komið sögu eru far- þegarnir að safnast saman í Stokk- Farþegarnir, sem komu með Esju frá Petsamó. PETSAMOFERÐ ESJU 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20: febrúar 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.