Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1966, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1966, Blaðsíða 14
að á landinu sínu, enda er meira en helmingur þess utan seilingar frá sam- eignarbrunninum. Með úreltum plógi og takmörkuðum áburði eru 28 maund há- mark þess, sem þeir geta fengið af hverri ekru. Þeir höfðu reynt að rækta matjurtir og sítrusávöxt, en aldrei feng ið nægilegt til eigin neyzlu. Niadar hef- ur tekið upp skósmíði, hina fornu iðn forfeðra sinna. Synir hans hafa farið í vinnu sem ólærðir verkamenn í skot- færaverksmiðju í fimm mílna fjarlægð. Synir Badla hafa gengið í herinn. Báðir þessir harijanar voru örvænt- arfullir. „í ár verður uppskeran okkar helmingur þess, sem var í fyrra. Ef ekki væru þessir aurar, sem synirnir leggja í búið, yrðum við hungurmorða. Og sama gildir um aðra harijana“. Ekki kvörtuðu þeir neitt að vera ská- gengnir af hærri stéttunum, Ahirunum. „Við drekkum úr sömu krönunum. Krakkarnir okkar ganga saman í skóla og leika sér saman. Konurnar okkar slúðra saman í kvennaklúbbnum í félagsheimilinu. Við erum miklu betur á vegi staddir en harijanamir í öðr- um nálægum þorpum.“ Shamaspur á sér félagsheimili með þremur stórum stofum. Á veggjunum eru sýnimyndir af ýmsu úr sveitabú- skap — hvernig rækta skuli meira korn, hirða skepnur, hindra sjúkdóma, hafa hollan mat, draga úr fólksfjölgun o.s. frv. Þarna er útvarpstæki, eign þorps- ins, sem hefur verið í ólagi, mánuð- um saman, svo og harmóníum og tromma, sem notað er við sameiginleg- an söng. H, Landan við veginn er gamla ráð- húsið, hrörlegur kofi úr leir með strá- þaki. Það er varðveitt sem minjagripur til þess að sýna hvernig byggingar voru í Shamaspur fyrir nokkrum árum. Við hliðina á því er hrúga af múrsteinum til þess að auglýsa þá fyrirætlun að rífa kofann og byggja í staðinn. En nú er kofinn athvarf flugrefsins og ugl- unnar. Gamalt banjantré breiðir lim sitt yfir hrörlegt þakið sem hallast nið- ur að þorpstjöi-ninni. Enginn notar tjörnina lengur. Stelkar hlaupa eftir leirugum bökkum hennar. Nokkrir herralegir storkar spígspora fram og aftur, eins og þeir séu þarna á verði. Handan við tjörnina er barnaskóli þorpsins. Við snerum nú aftur heim til Prith- ipals Singhs. Harijanarnir fóru leiðar sinnar og ég hélt áfram að spyrja: „Hve tnörg tré hefurðu gróðursett?“. „All- mörg, en þó ekki eins mörg og átt hefði að vera.“ „Hve margar áburðar-rot- gryfjur hefurðu grafið?“. „Engar, þær hafa einhvem veginn ekki getað vakið athygli eða áhuga manna.“ „En hvað er að segja um fjölskyldu- áætlanir?“. „Það er lítið um slíkt,“ ját- ar Singh. „í mörg ár var bara talað um að takmarka barneignir. Það þýðir ekki að tala um það við fólk, sem kann ékki einu sinni á almanakið. Svo voru okkur fengin talnabönd og mislitar perlur en í náttmyrkrinu gat fólkið auð- vitað ekki séð, hvort upp kom rauð perla, sem þýddi „Vertu ekki að því“, eða græn, sem þýddi „Gerðu það bara!“ En svo var sent eftir læknum til að gera aðgerðir. Við höfum ekki haft hér nema sex tilfelli af sjálfviljugri vönun — fimm konur og einn karlmaður. Nei, fjölskylduáætlanirnar hafa ekki tekið miklum framförum“. Konan kom nú inn með nýjan te- bakka, og við létum ux.ræður niður falla, fyrir kurteisis sakir. En þegar hún fór út, tók Prithipal Singh upp miálið aftur. „Fólk hér er nú ekki eins andvígt hugmyndinni og áður fyrr. Einu sinni neituðu þeir að láta sprauta sig berklavarnarmeðali, af því að ein- hver fann það út, að stafirnir sem á því stóðu þýddu getnaðarvarnir. En nú eru konur með stóran barnahóp fús- ar til að láta gera sig ófrjóar. En það eru karlmennirnir, sem neita að láta gera sig ófrjóa. Þeir halda að þeir verði Harijani (stéttleysingi) í Shamaspur gengur dapur um skrælnaða akurskák sína þá náttúrulausir um leið. Ég spurði hann um pillur og aðrar getnaðarvarnir. Prithipal Singh hafði ekki heyrt þetta nefnt á nafn — hann á fimm börn. Konan hans kom nú inn að taka af borðinu og hann beindi ræð- unni að hveiti frá Ameríku. „Það er til skammar, að akuryrkjuland eins og okkar skuli þurfa að flytja inn mat- vörur. Við ættum að flytja hveiti til Ameríku í stað þess að vera að sníkja það.“ Prithipal Singh var vongóður um framtíðina. Ég lét hann nú komast til vinnu sinnar og fór út til að tala við fleiri Shamaspur-búa. Ég komst að því, að á tveim stöðum þar sem endurbæt- ur í landbúnaði voru í gangi voru horf- urnar ekki eins glæsilegar og Singh hafði valjað vera láta. F _ yrirætlanir stjórnarinnar um að framkvæma róttækar breytingar í sveit- unum byggjast á þeirri forsendu, að með tíð og tíma muni þorpsbúarnir, fyrir milligöngu sinna kjörnu þorps- stjórna, taka á sig ábyrgðina á öllum endurbótum, bæði í akuryrkju, fræðslu- málum, heilbrigðismálum og lýðhjálp. Þorpsstjórnirnar eru eldfornar stofnan- ir, sem ríkisstjórnin hefur verið að reyna að endurvekja og aðlaga nútíma- kröfum. Þetta er lögskipaður hópur, sem verður að hafa innan sinna vé- banda eina konu og einn fulltrúa úr hópi stéttleysingja, og halda fund að minnsta kosti einu sinni á mánuði. Hverjum slíkum hópi er veittur hluti af landsskuldinni og húsasköttunum, og sumir hafa aukatekjur af því að eiga haglendi eða brunna. Hlutverk nefndarinnar, sem einu sinni takmark- aðist að mestu við að sætta vígadeilur, hefur verið fært út, svo nú hefur hún á hendi stjórn lögreglu, skólamála, hreinlætismál og samræmingu fyrir- ætlana um endurbætur á akuryrkju, o. s. frv. En Panchyat Raj (lýðstjórn) hefur nú samt ekki fætt af sér eins mikla hrifningu af lýðræðinu og búizt var við. Mikinn hluta sakarinnar má eigna framkvæmdastjórninni, sem hefur verið treg til að gefa upp réttinn til að heimta skatta og fara með dómsvald. Kosn- ingarnar hafa ýtt undir flokkadrætti sem þó var piága fyrir, og ekki við bætandi. Þorpsstjórnin í Shamaspur er sam- sett af fulltrúum þriggja smáþorpa, Þetta fyrirtæki blessaðist vel: Shama- spur fékk sína múrsteina við kostnaðar- verði. Þessi reynsla kom harijönunum til að setja á stofn samvinnufélag um fyrirmyndarbúskap, leggja fram spari- skildingana sína og bora brunn. Þeir þurrkuðu út landamerkin milli jarða sinna, ræktuðu landið í einu lagi og skiptu svo uppskerunni hlutfallsega eft- ir fyrri landeign hvers einstaks. í ein tvö ár gekk þetta prýðilega. En þá hófst óánægjan. Duglegir verkmenn kvörtuðu yfir dáðleysingjunum og let- ingjunum og misstu þá hugann sjálfir. Framleiðslan fór minnkandi. Landa- merkin komu upp aftur, og hver fór að plægja sína jörð. í dag er ekki ann- að eftir af fyrirmyndarbúskapnum en brunnurinn. Það er sem sé ekki hægt að skipta honum. E Kona, 55 ára að aldri, af kynflokki harijana er í senn fulltrúi kynflokks síns og kvenþjóðarinnar. Hún er fimm barna móðir. Þorpsstjórnin fær 400 rúp- íur á ári (3440 kr.) í sinn hlut af lands- skuldinni og tvöfalda þá upphæð fyrir leigu á landi, sem er sameign. Enn hef- ur hún ekki getað létt af húsaskattin- um. Með þessum naumu 10.320 króna tekjum á ári reynir hún að reka barna- skóla með tveimur kennurum og halda við veginum að honum. Nú er hún að bora brunn til að. vökva sameignar- landið. En þar sem brunnurinn kemur til að kosta þrennar árstekjur, verður langt þangað til Shamaspur-brunnurinn tekur að gjósa vatni, nema ríkisstjórnin komi með aukafjárveitingu. Shamaspur, Teeghra og Ghasauli. Þ rátt fyrir menntamannsstjórn Prithipals Singhs og háa hlutfallstölu menntaðra bænda er þorpsstjórnin þarna í Shamaspur litlu betri en í öðr- um þorpum. Singh boðar samkvæmt skyldu sinni fundi í þorpunum þremur á víxl, og stundum er engin dagskrá á fundunum og þeir ekki annað en tæki- færi fyrir beztu menn þorpanna til að tala saman, og í öðrum tilvikum mæta kannski engir. En hvernig sem ástatt er, hindrar hinn rýri tekjustofn allar fram- kvæmdir. Þorpsstjórnin þarna í Shama- spur á það sameiginlegt með öðrum slíkum í Indlandi, að hún hefur lítil fjárráð og ennþá minna að gera. Samvinnubúskapur er annað vand- ræðamálið frá fyrir stjórnina. Árum saman hafa sósíalistasinnaðir skipu- leggjarar trúað því, að eina ráðið til að eyða vandræðum smábúanna væru samvinnubú (ef ekki samyrkjubú) eft- ir rússneskri eða kínverskri fyrirmynd. Samyrkjubúin voru þó látin lönd og leið sem óframkvæmanleg, en alvarleg- ar tilraunir voru gerðar til að koma upp samvinnufélögum um ýmsar þarfir manna, svo sem lántökur, útsæði, áburð, brunna, dráttarvélar og afurðasölu. Á sumum sviðum, svo sem í bankamálum og þjónustustarfsemi, gaf samvinnan mjög sæmilega raun. En á öðrum, og þá sérstaklega í búrekstri, hefur útkom- an orðið vesaldarleg. Reynslan í Shamaspur sýnir hin tak- mörkuðu áhrif samvinnuskipulagsins. Árið 1953 voru íbúarnir taldir á að rífa leirkofana sína og byggja múrsteins- hús. í þeirri veru stofnuðu þeir sam- vinnufélag til að framleiða múrsteina. g lagði upp frá Shamaspur síð- degis og stefndi til Jharsa. Sólin var björt og heit. Akurhænumar voru þöglar, en lævirkjarnir fylltu loftið söng sínum. Græni liturinn á unga hveitinu, sinnepi og sykri veik fyrir brúnni mold með röstum af visnaðri uppskeru. Og svo kom kafli þurrar og harðrar jarðar, þar sem enginn gróður sást nema toppar af pampasgrasi og úlfaldaþyrni. Þegar ég stanzaði aftur við pallinn tesalans í Jharsa, dró rykskýið undan bílnum mínum mig uppi og rauk allt kringum mig. Ég steig út úr bílnum og hélt treflinum mínum fyrir vitin. Rykið er í dag hinn drottnandi guð- dómur, alls staðar nálægur og þekj- andi allt. Það hangir í loftinu og íell- ur á andlit manna eins og duft. Blöð- in á trjánum hanga máttaus undir þunga þess. Hoshiar Singh, skólastjóri í miðskóla stjórnarinnar og umsjónarmaður þorp- anna, kom til mín við tepallinn, og við fórum saman í eftirlitsferð. Við vöð- um gegnum ökladjúpt rykið og stefnum til vísundahjarðar einnar. Hópur stúlkna er á eftir hjörðinni, og þær fara í kapp- hlaup ti‘l þess að tryggja sér glóðvodg- an saurinn frá skepnunum. Á hverju opnu svæði við stíginn eru hlaðar af þurrkuðum kúadillum, og veggir á hús- unum eru skjöldóttir af öðrum, sem verið er að þurrka í sólinni. Strætin mjókka óðfluga. En grái for- arstraumurinn, sem liggur etftir þeim miðjum, breikkar að sama skapi, þangað til við verðum að renna okkur á rönd utan við hann og snúa baki að hús- veggjunum. En við verðum að fara var- lega, af því börn sitja á hækjum sín- um og leggja fná sér saurinn og hund- ar og svín eru þarna á ferðinni og virða engar umferðarreglur. Flugnasveimur rís upp af haugum af rotnandi sorpi, Óþefurinn úr ræsinu er svo magnaður, að ég neyðist til að halda vasaklútnum fyrir nefið. „Við höfum verið með ráðagerðir um að steinleggja göturnar og fylíla upp ræs- ið,“ segir umsjónarmaður þorpanna. „Hvenær? Er það sjötta fimm ára áætlunin?“ spyr ég. Hann lætur eins og hann taki ekki eftir þessu háði mínu. „Þetta tekur allt sinn tíma“, svarar hann góðlátlega. Nú sný ég mér að skólastjóranum og fer að spyrja hann um skólann. Hann hefur 1100 drengi og stúilkur, sem skipx er í tvo hópa. Uppfræðsla er ekki lög- bundin, en í Jharsa er varla nokkur krakki, sem ekki gengur í skóla. „Mennt unin hefur sannarlega unnið á,“ segir sikólastórinn hreykinn. „Allir eru æstir í að senda krakkana sína í skó’la. Þeir einu, sem ekki koma þangað, eru þeir vangefnu." „Fyrir tuttugu árum hefði mátt telja það fólk á fingrum sér, sem kunni að lesa og skrifa. Eftir tuttugu ár hér frá verður sá maður ekki til, sem ekki kann það. Úr algerri fáfræði uppi í 100% læsi er hreint engin smábylting." V »ið förum nú inn í skólahúsið. Til beggja handa við ganginn eru skóla- stofur. Ég heyri suðuna úr krökkun- 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. febrúar 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.