Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1966, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1966, Blaðsíða 6
tfl pólitísks gerræðis sem verður æ áþreifanlegri. Vinda verður bráðan bug að ráðstöfunum sem bindi enda á ófremdarástandið. Ég lagði til í hitteð- fyrra, að hlutlausri stofnun væri falin úthlutunin, og nefndi til fulltrúa frá Iheimspekideild Háskóla íslands, Lista- safni ríkisins, Tónlistarskólanum og kannski líka Landsbókasafninu og Hug- vísindasóði, en menntamálaráðherra skipaði oddamann. Sú hugmynd fék'k ekki undirtektir, og vil ég nú gera aðra tilraun til að bera fram ti’llögu sem ég Iheld að sé framkvæmanleg og mundi draga mjög úr pólitískum álhrifum á út- Ihlutunina. Eins og lagt var til í leiðara Morgun- blaðsins nýlega er kominn tími til að setja hér á stofn einhvers konar aka- demíu eða listaráð, sem hafi meðal ann- arra verkafna umsjón með úthlutun listamannafjár. Þetta listaráð er í raun- inni þesar fyrir hendi þar sem er efsti flokkur listamannalauna ásamt þeim sem hljóta heiðurslaun frá Alþingi. í þessum hópi eru menn úr öllum höfuð- listgreinum, sem þegar eru komnir á föst árslaun til æviloka. Þeir standa því ut- an og ofan við allar d_eilur um úthlut- un listamannafjár. Árslaun þessara manna mætti hæglega hækka upp í 100.000 krónur, og síðan kysu þeir úr sínum hópi fimm eða sjö manna nefnd til að skipta þeim fjánmunum sem þeir hafa til úthlutunar á ári hverju. Þegar einhver þeirra félli frá, mundi ráðið sjólft velja nýjan mann í hans stað. Ef nauðsyn þætti bera til, mætti auka við þessa „akademíu“ með því að kveðja til prófessora við Háskóla íslands eða aðra sérmenntaða menn á vettvangi bókmennta og lista. M ITHeð þessu fyrirkomulagi væri veigamiklum þætti íslenzkrar menning- arviðleitni bjargað undan kaldri hendi stjórnmálamannanna, sem gína bókstaf- lega yfir öllum hlutum hér á landi, og mundi það án efa verða til að efla og örva allt menningarlíf og listsköpun í landinu. Um úthlutun listamannafjár ætti síð- an að setja strangar reglur, þannig að tryggt væri að hin árlega fjórveiting kæmi að tilætluðum notum fyrir inn- lenda listsköpun. Hugsanlegt væri að veita rífleg verðlaun fyrir beztu verkin í hverri listgrein, en hitt væri þó enn líklegra til ábata að gefa ungum lista- mönnum kost á að sækja um ríflega Vinnustyrki, þannig að þeir gætu lagt frá sér brauðstritið um lengri eða skemmri tíma og helgað sig alla listinni. Með vaxandi f jölda listamanna og list- greina í landinu er að sjálfsögðu höfuð- nauðsyn að auka mjög fjórveitingu til listsköpunar, ekki sízt með hliðsjón af þeim gífurlegu fúlgum sem varið er til að styrkja landbúnað og sjávarútveg. Menntamálaráðherra hefur haldið því fram í blaðaviðtali, að listamannalaun hafi hækkað hlutfallslega meira en laun opinberra starfsmanna, og fékk þá út- komu á einkar frumlegan hátt með því að bera saman heildanhækkun lista- mannalauna, sem nú eru komin upp í 3,4 milljónir króna, og hækkun á laun- um eins einstaks ríkisstarfsmanns. Þetta er auðvitað blekking, sem ég vona að ráðherrann hafi ekki slegið fram gegn betri vitund. Hve mikið skyldu heildar- laun ríkisstarfsmanna hafa hækkað á árunum 1050-1965, meðan listamanna- laun hækkuðu um 550%? Það er eini sanngjarni samanburðurinn, og væri fróðlegt að fá hann birtan. að ætti að vera í augum uppi, að riki sem ekki ver einum eyri til landvarna (og hefur jafnvel varnir landsins að fáþúfu) hljóti að vera í betri aðstöðu til að styðja innlenda menning- arviðleitni fjárhagslega en þau ríki sem bera drápsklifjar vígbúnaðarútgjald- anna. Þar við bætist að traust innlend menning er raunverulega eina vörn ís- lendinga og einasti tilverugrundvöllur þeirra sem sjálfstæðrar smáþjóðar. Þess skyldu þeir minnast sem sjá ofsjónum yfir því lítilræði sem nú er lagt fram ti'l menningarmála. — Húmanismi Framhald af bls. 4. þverrandi álits meðal lækna í seinni tíð og eru margar af kenningum hans nánast skoðaðar sem hrein og bein hégilja. Frá hálfu sálfræðinga sæta þær einnig nú orðið mikilli gagnrýni, eins og kemur berlega fram í U&es and Abuses of Psychology (1962), eftir H J. Eysenenck, prófessor í sálfræði við Lundúnaháskóla. Hann hælir Freud að vísu mikið fyrir að hafa blásið fersku lofti inn í rykfallna og skrjáf- þurra heimspeki 19. aldarinnar, en bætir því við, að sálkönnun sé dauð frá vísindalegu sjónarmiði, enda þótt enn sé hægt að hafa hinn smurða ná hennar til sýnis fyrir þá sanntrúuðu. A Ifred Adler var Vínarbúi og Gyðingur eins og Freud, en snemma skildi leiðir með þeim, því að Adler telur metnaðarhvötina vera aðaldrif- fjöðrina í fari manna. Grundvöllur „einstaklingssálarfræði“ hans er það, að allir finni sig standa að einhverju leyti höllum fæti gagnvart lífinu, m.a. vegna þess, að líkamlegur máttur barns- ins fylgist ekki með þroska skynjana þess og skilnings eins og gerist yfirleitt með dýrunum. Þessa vanmeta- kennd eða minnimáttarkennd geti erfiðar aðstæður eða skakkt upp- eldi aukið að mun, svo að einstakling- urinn gefist upp og flýi inn á öræfi Alfred Adler ofdrykkjunnar eða inn í myrkviði sjálfs blekkingarinnar, þar sem hann reyni að mikla sig fyrir sjálfum sér og öðr- um með broslegu monti oflátungsins, þegar bezt lætur, en óhóflegum stór- mennskudraumum, þegar lengra er villzt, svo að hann telur ímyndað eða raunverulegt vanmat annarra vera of- sókn gegn sér. Þetta geti þróað hjá honum fjandskap til umhverfisins, svo að hann verði glæpamaður eða endi í oísóknarbr j álæði. Vanmáttarkennd bernskuáranna hefur líka sína jákvæðu hlið, að dómi Adlers, því að hún knýr marga til að taka við- fangsefni lífsins fangbrögðum og yfir- vinna þau, og verður þannig orkugjafi til dáða. Menn leita einkum ofbóta (Ub- erkompensation, overcompencation) við þeim ágöllum, sem þeir hafa fundið sárast til. Litli liðþjálfinn frá Korsíku varð keisari Frakklands og er þekktur í sögunni með nafninu Napóleon mikli. Miklu minna 'hefur verið skrifað um Adler en þá Freud og Jung, enda eru kenningar hans einfaldari og því ekki eins æsilegar. Benda má á litla og ljóst skrifaða bók um hann: Alfred Adler, An Introduction to His Psychology, (1956) eftir Lewis Way, einn af læri- sveinum hans. Þýzk-svissneski læknirinn Carl Gust- av Jung sagði snemma skilið við Freud og byggði upp sína eigin djúpsálarfræði með þjóðfræðilegri eða ethnólógiskri undirstöðu. Samanburður á trúarskoð- unum, goðsögnum, þjóðsögum og skáld- skap fjarskyldra þjóða um allan heim sýnir, að þar koma fram svipaðar hug- myndir eða tákn, enda þótt ekki sé hægt að finna neitt sögulegt né landfræðilegt samband milli þessara þjóðflokka. Þessar sömu myndir eða tákn koma einnig oft fram í d'raumum nútíma- manna á Vesturlöndum. Af þessu dró Jung þá ályktun, að hver einstaklingur hefði efcki aðeins auk yfirvitundar sinn- ar sína persónulega undirvitund, byggða á gleymdri reynslu eigin ævi, heldur hefði allt mannkyn sameiginlega eða Jcollektíva djúpvitund, þar sem samaii væri söfnuð öll reynsla þess frá upphafi og ef til vill frekari þekking. Þessi dul- vitaða þekking birtist aðeins í táknræn- um myndum, sem Jung kallaði erkitýp- ur, flokkaði í kerfi og gaf sérstök nöfn svo sem Mikla móðir, Vi'tri öldungur, Animus, Anima, Skuggi, Persóna o.s.frv. Þessar myndar birtast mönnum með nokkuð mismunandi hætti eftir eðlisgerð þeirra til líkama og sálar, og er sú sómatótýpun eða eðlisflokkun þekkt annars staðar úr læknisfræðinni. Hin kollektíva djúpvitund eða dulvit- und Jungs er því nokkurs konar Mímis- brunnur, sem menn hafa ausið af á öllum öldum, svo sem þegar tvö skáld eða uppgötvendur koma samtímis með sama yrkisefni eða lausn á sama verk- efni, og þekkja þó hvorugur til annars. Þannig hefur menn órað fyrir ýmsu, sem síðar átti eftir að koma fram, svo sem Forngrikki gerði með atómkenninguna, göngu jarðar kringum sólu og framþró- un líf'veranna. Kenning Jungs um dul- vitundina opnar ímyndunarafliniu óra- víddir, t.d. að því er snertir trúarhug- myndir, miðilsástand og dulræn fyrir- brigði alls konar. Um hann hefur verið mikið rætt og ritað, en hér aðallega stuðzt við The Psychology of Jung eftir Avis M. Dry (1961). í íslenzku eru til mörg heiti á manns- huganum, oft notuð sitt á hvað af handa hófi. Ef til vill mætti sérhæfa þau betur svo að Hugi sé látinn tákna yfirvitund- ina, Muni persónulega undirvitund manns, en Sefi dulvitundina. Akurinn er plægður N ýjar hugimyndir eru eins og sáð* kornið, sem því aðeins nær að vaxa, að það falli í frjóa jörð. Framþróunarkenn- ing Darwins fékk ekki öra útbreiðslu fyrir einni öld vegna þess að almenn- ingur hefði svo mikinn áhuga fyrir vís- indum, heldur af því að snjall áróðurs- maður, prófessor T.H. Huxley, lagði Martin Heidegger áherzlu á, að það héldi velli í lífsbar- áttunni, sem hefði beittastan kjaft og hvassastar klær. Það skildi hver grunn- fær stjórnimálamaður og harðfrosinn hershöfðingi, sem vildi sölsa undir sig lönd í Asíu eða Afríku og stofna þar ný- lendu. Það skildu nýríkir iðnrekendur Englands, sem gátu með því afsakað svívirðilega meðferð sína á þeim ör- eigalýð, sem streymdi að verksimiðjum þeirra. Akurinn var plægður fyrir nýja lífsskoðun í ■ stað margþvældra kenn- inga kristins dóms um kærleika og bræðralag allra manna. Áhugi fyrir sálinni var ekki heldur sérlega mikill fyrir 40—50 árum, en kenning Freuds um kynlhvötina átti erindi til margra. Hermennirnir komu örþreyttir, forugir og lúsugir úr skot- gröfunum í Frakklandi, þar sem tugum þúisunda var slátrað daglega, oft og ein- att fyrir heimsku hershöfðingjanna og Framhald á bls. 9 Q LESBÓK MORGUNBLAÐSINS' 20. febrúar 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.