Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1966, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1966, Blaðsíða 3
■i i. i ii — i >■ ■— i , — — — ■■ - ir hirðisins óskar eftir, að þú lærir ein- Dóttir hirðisins --- Eftir William Saroyan —- Hún er á þeirri skoðun hún amma *nín, Drottinn blessi hana, að öllum mönnum beri að vinna hörðum hönd- um, og við matarborðið hérna rétt áðan sa^ði hún við mig: „Þú verður að læra að leysa af hendi eitthvert gott starf, framleiðslu einhvers hlutar, sem kemur mönnunum að gagni, eitthvað úr leir, eða úr tré, eða málmi, eða vefnaði. Er nokkuð, sem þú getur búið til? Geturðu búið til einfalt borð, stól, venjulegan disk, ábreiðu, kaftfiketil?“ Og amma mín horfði á mig reið. „Ég veit,“ sagði hún, „að þú ert talinn vera rithöfundur, og sennilega er það rétt. Þú reykir vissulega nógu margar sígarettur til að vera hvað, sem er, og húsið er allt fullt af reyknum, en þú verður að læra að búa til áþreifanlega hluti, hluti sem eitthvað notagildi hafa, sem hægt er að sjá og taka á.“ „Það var einu sinni konungur í Persa- landi,“ sagði amma mín, „og hann átti sér son, og sá drengur varð ástfanginn af dóttur hirðisins. Hann gekk á fund föður síns og sagði: — Herra, ég elska dóttur fjánhirðis, og ég vil fá hana fyrir konu. Og kóngurinn sagði: — Ég er konungur og þú ert sonur minn og þeg- ar ég dey, verður þú konungur; hvernig má það vera, að þú viljir kvænast dótt- ur fjárhirðis? Og sonurinn sagði: — Herra, ég veit það ekki; ég veit aðeins að ég elska þessa stúlku og vil gera hana að drottningu minni. ICóngurinn sá, að ást sonar hans & stúlkunu.. var frá Guði, og hann sagði: -— Ég ætla að gera henni boð. Og hann kallaði til sín sendiboða og sagði við hann: — Parðu til dóttur hirðisins og segou að sonur minn elski hana og vilji fá hana fyrir konu. Og sendiboðinn fór á fund stúlkunnar og sagði: — Sonur konungsins ber ástarhug til þín, og vill fá þig fyrir konu. Og stúlkan sagði: — Hvaða vinnu stundar hann? En sendi- boðinn sagði: — Hann, sem er sonur konungsins? Hann stundar enga vinnu. Og stúlkan sagði: — Hann verður að læra eitthvert handverk. Og sendiboð- inn sneri aftur til konungsins og sagði honum orð stúlkunnar, dóttur hirðisins. I^óngur sagði við son sinn: — Dótt- hverja iðn. Viltu ennlþá fá hana fyrir konu? Og sonurinn sagði: — Já, ég ætla að vefa strámottur. Og drengnum var kennt að vefa mottur úr stráum, af mis- munandi lit og lögun og með skraut- legu mynztri, og að þrem dög_.m liðn- um gat hann ofið 'hinar vönduðustu mottur, og sendiboðinn fór aftur til dótt- ur hirðisins, og hann sagði: — Þessar mot-— hefur sonur konungsins afið úr stráum. Og stúlkan fór með diboðanum til hallar konungsins, og hún varð eigin- kona -óngssonar." „Dag -Okkurn, “ sagði . íma íín „var sonur konungsins á gangi um götur Bag- dad og rakst hann þá á matstofu, sem var svo hrein og svöl, _ð hann gekk innfyrir og settist við borð.“ „Þessi matstofa,“ sagði amma mín, „var bæli þjófa og ræningja og þeir tóku konungsson og vörpuðu honum í dýflissu mikla, þar sem margir helztu menn borgarinnar voru í haldi og þjóf- arnir og morðingjarnir voru að slátra þeim feitari til eldis hinum, sem magr- ir voru, og höfðu þeir þetta sem dægra- dvöl. Sonur konungsins var á meðal þeirra allra grennstu og enginn þelckti hann sem son Persakonungs; þvi var lifi hans þyrmt og hann sagði við þjóf- ana og morðingjana: — Ég er vefari og strámottur mínar eru mjög verð- mætar. Og þeir færðu honum strá og sögðu honum að vefa og hann óf þrjár mottur á þrem dögum og sagði síðan: — Flytjið þessar mottur til hallar Persakonungs og hann mun greiða yður hundrað gullpeninga fyrir hverja. Og motturnar voru fluttar til hallar kon- ungsins og þegar konungur sá mott- urnar, sá hann, að þær voru handaverk sonar síns, sem er týndur. Og dóttir hirðisins gaumgæfði hverja mottu um sig og fann ofin í mynztur þeirra skila- boð frá eiginmanni sínum, á hinu skrif- aða máli Persa, og flutti hún konung- inum boðin.“ „Og konungurinn,“ sagði amma mín, „sendi flokk hermanna í þjófa- og morðingjabælið og hermennirnir björg- uðu öllum föngunum og drápu alla þjófana og morðingjana og sonur kon- ungsins var fluttur heill á húfi til hall- ar föður síns og til samvista við eig- inkonu sína, litlu dóttur fjárhirðisins. Og þegar pilturinn kom inn í höllina og sá konu sína aftur, þá vottaði hann henni auðmýkt sína, hann faðmaði fæt- ur hennar og sagði: — Ástin mín, það er þér að þakka, að ég skuli enn vera á lífi. Og konungurinn var harðánægður með dóttur hirðisins." „Jæja,“ sagði amma mín, „sérðu nú, hversvegna allir menn ættu að læra heiðarlegt handverk?" „Ég sé það mjög ljóslega,“ sagði ég, „og strax og ég hef unnið mér inn næga peninga til að kaupa sög og hamar og eitthvað af timibri, þá skal ég leggja mig allan fram við að smíða einfaldan stól eða hillu undir bækur.“ Torfey Steinsdóttir þýddi. SVIPMYND Framihald af bls. 2 móttöku án þess að hafa svertingja með“. Sá staðfasti ásetningur Johnsons, sem enginn vænir um uppgjafarhugsunar- hátt, að ýta duglega á eftir hagstæðri þróun í kynþáttamálunum, er góðs viti. Enginn sanngjarn maður, sem þekkir eitthvað til þessara örðugu, vandasömu og viðkvæmu viðfangsefna, getur ætl- azt. til þess, að skjót lausn verði fund- in í einni svipan. Þess vegna er fagn- aðarefni, að núverandi forseti öflugustu lýðræðisþjóðar í víðri veröld skuli hafa jafnsannan áhuga á lausn þeirra og jafnsterkan vilja og getu til þess að leysa þau og raun ber vitni. B ræðralag mislitra kynþátta er ef til vill langt framundan á skeiði mann- kynsins til heimsslita. f Bandaríkjunum má hiklaust gera ráð fyrir nýjum á- rekstrum milli svartra og hvítra, ein- mitt vegna þess að þar er stærsta til- raui. mannkynsins til þessa gerð með að sætta þá við sambýlið. í Suðurríkj- unum og jafnvel í stórborgunum í norðri má búast við blóðugum átökum, þar sem fólk af blönduðu þjóðerni býr í nábýli. Segja mætti, að nær væri að hafa engin áhrif á þróunina, lofa sam- býlisháttum svartra og hvítra að þró- ast af sjálfu sér, en bandaríska rí’kis- stjórnin hefur tekið ákvörðun um það, að vandlega yfirveguðu máli, að slík bið sé ógerleg. Ahíkisstjórnin verði að skerast í leikinn. Umheimurinn fylgist með og bíður árangursins. Skipun Weavers í ráðherra ernbætti er ekkert einstakt tilvik, held- ur þáttur í skipulögðum þróunarferli, sem mikið er komið undir, að takist. Allt mannkynið getur dregið lærdóma af því, sem nú er að gerast í Banda- ríkjunum. Þess vegna er þessi skipun mikilvæg. Antonio Machado (1875—1939): Klukkan sló tólf Klukkan sló tólf — tólf sinnum þótti mér rekan nema við jörð. Stund mín komin! hrópaði ég en þögnin svaraði og sagði: Yertu óhræddur, þú munt ekki sjálfur augum líta síðustu dropana titra á þarmi vatnsklukkunnar. Þín bíða ennþá ótaldar stundir svefns á ströndinni hérna megin. — Og svo einn fagran morgun muntu vakna við það að báturinn þinn er bundinn við bryggjuna hinum megin. Sonja Diego þýddi 20. febrúar 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.