Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1966, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1966, Blaðsíða 12
GRUSK: ess er hvergi getir í Egils sögu Skallagrímssonar hvar þeir Kveldúlfur og Skalla- grímur hiíi átt heima í Noregi. Var Kveldúlfur þó lendur maður og hafði hersis nafnbót, en slíkir menn höfðu umboð af hendi kon- imgs til löggæzlu og landvarnar. Sagan gefur þó ýmsar upplýsing- ar um hvar bústaðar hans sé að leita. Þegar hún hefst, eru enn fylk- iskonungar í Noregi, en Haraldur hárfagri er þá að brjóta landið und- ir sig. Húnþjófur hét konungurinn á Norðmæri og féll hann fyrir Har- aldi konungi í orrustu. Þá tóku sig saman konungamir þar fyrir sunn- an, Amviður á Sunnmæri og Auð- bjöm í Firðafylki og hugðust verja lönd sín og fara með her á móti Haraldi. Söfnuðu þeir liði um ríki sín og sendi Auðbjörn konungur þá til Kveldúlfs og bað hann koma með alla þá menn, er hann ætti yf- ir að ráða. Af þessu sést. að Kveld- úlfur hefir átt heima í Firðafylki. Skallagrímixr fékk þeirrar konu er Bera hét Ingvarsdóttir. Faðir hennar var talinn „ríkur og auðugur" og hafði ver- ið lendur maður fylkiskonungs. Hann átti heima „í Fjörðum" og hyggja menn að hann hafi verið nágranni Kveld- úlfs. Þegar þeir Kveldúlfur og Skallagrím- ur ákveða að flýja land, „þótti þeim fýsilegt að leita til íslands. Þar voru komnir vinir þeirra og kunningjar, íngólfur Arnarson og förunautar hans“. Þetta þykir einnig benda til, að ekki hafi verið langt á milli bústaða þeirra Ingólfs og Kveldúlfs. En nú er vitað, að Ingólfur bjó á Fjöllum í Dalsfirði, og hefði bústaður Kveldúlfs þá átt að vera þar á milli og Norðfjarðar, ekki langt frá sjó, því að sagt er að hann hafi leitt Þórólf son sinn til skips. Um Skallagrím er það sagt, að hann hafi snemma gerzt umsýslumaður mik- il'l. „Hann fór oft um vetrum í síldfiski með lagnarskútu og með honum hús- karlar margir“. Skammt norðan við Dalsfjörð er annar fjörður sem kallast Sunnfjörður. Nú er það merkilegt vegna þessarar frásagnar í Egils sögu, að yzt í þessum firði hefir verið stundum síld- veiði frá ómuna tíð og fram á þessa öld. Var Sunnfjörður um skeið talinn mesta síldveiðistöð í Noregi, eða meðan opnir bátar stunduðu síldveiði með „lögn“, en það voru ádráttarnet. Fóru þá flestir Sunnfirðingar til síldveiða og einnig kom þangað fjöldi fólks ofan úr dölum. Á öldinni sem leið stunduðu menn þesar síldveiðar á fjögramanna- förum og sexæringum. En þeirri útgerð lauk þegar vélbátar og herpinætur komu til sögunnar. — Nú þykir sagan um síldveiði Skallagríms benda til þess, að þeir feðgar hafi átt heima í Sunn- firði eða þar í grennd. í 19. kapitula sögunnar segir: „En er Þórólfur kom norður fyrir Fjörðu, þá sneri hann inn af leið og fór á fund Kveldúlfs föður síns“. Af þessari frá- eögn mætti ráða, að Kveldúlfur hefði búið norðan við Sunnfjörð og ekki mjög langt frá siglingaleiðijni þar fyrir utan. Þess er líka getið, að þegar menn Har- alds konungs tóku skipið af Þorgilsi gjallanda í Furusundi (sem er skammt norðan við Sunnfjörð) þá fengu þeir Þorgils sér flutningar heim til Kveld- úlfs. í 25. kapitula er sagt frá ferð Skallagríms á konungs fund, en kon- ungur var þá á Vors. Segir svo frá ferðalaginu: „Þeir höfðu róðrarferju, er Skallagrímur átti, fóru suður með landi, lögðu inn í Ostrafjörð, fóru þá landveg upp á Vors“. Þessa sömu leið hafði og Ölver hnúfa farið áður, er hann fór að leita sætta með konungi og KveldúlfL Er þetta löng leið, en þó er talið að sigla megi á einum degi, ef góður er byr, alla leið úr botni Ostrufjarðar og norður í Sunnfjörð. Þess má geta að alfaraleið milli Vors og Björgvinjar var eftir Ostrufirði allt þar til járnbrautin kom. Allt bendir þetta til að Kveldúlfur hafi átt heima í Sunnfirði. En hvar var bær hans? S unnfirðingar hafa nýlega gefið út „Sunnfjord Soga“ eftir Albert Joleik. Er þetta mikil bók í tveimur bindum, og á ég það Áma G. Eylands fulltrúa að þakka að ég hefi komizt í kynni við hana. Þarna er rakin saga Firðafylkis frá öndverðu og fram til aldamótanna 1800. Er þar getið um ýmsa menn, er til íslands fóru á landnámöld, og auðvitað er minnzt þar á Kveldúlf. Varpar höf- undur fram þeirri spurningu hvar hann muni hafa átt heima, og segir að því muni auðvelt að svara. Og svo segir hann: „1 Vövringssókn norðan Vövrings- fjarðar (sem skerst út úr Sunnfirði) er bær, sem heitir Kvellestad. Því mið- ur eru ekki fornar heimildir um hvernig nafnið hefir verið ritað. Staðarins er ekki getið fyrr en á 15. öld og þá er nafnið afbakað og ýmislega ritað. Hér er því ekki við annað að styðjast en hvernig nafnið er ritað nú. En það er góður leiðarvísir. Kvellestad — það er Kveldúlfsstað- ir, eða jörðin þar sem Kveldúlfur Bjálfa son átti heima. Ekki er nú hægt að sanna, að Kvelle- stad sé orðið til úr Kveldúlfsstöðum. En hitt er hægt að sanna, að Kveldúlfs- staðir hlutu að verða að Kvellestad. f máli Sunnfirðinga hafa hljóðin -ld og -nd haldizt frá fornöld. En þar er þó ein undantekning, sem er tillík- ing. Eldlhús er orðið að ellíhús (með tveim ur linum 1). Og d í Kveldúlifur hefir eigi haldizt vegna þess að 1 fer á undan og eftir. Þar sem nöfn enda á -ulfr, hefir endingin dregizt saman í eitt -el í Sunnfjarðarmáli. Kveldúlfsstaðir hlaut því að breytast í Kvellestad. Á sama hátt hefir farið um tvö bæjarnöfn í Sogni, sem getið er í fornritum. Bæði Hille- stad í Hafslo og Hillestad í Borgund hétu að fornu Hildólfsstaðir". — Bærinn Kvellestad er að norðanverðu við Sunnfjörð utarlega. I hinu mikla riti „Norske Gaards- navne“ segir O. Rygh svo: — Kvellestad er við ós lítillar ár í Vefring og vera má, að í upphafi nafns- ins sé árnafnið. Sama máli getur gegnt um Kvelstad í Værdalen, því að sá bær stendur við sömu á og Kvello, og virð- ist því eðlilegt að bæði nöfnin sé dreg- in af árnafni, en það hefir ef til vill verið Hvella, dregið af lýsingarorðinu hvellur. Þessi skýring er þó óviss. — Vevring er líklega dregið af árnafni, sbr. og Vevringsdalen milli Kirkjubæjar og Víkur sunnan Sogns. Gæti það árnafn verið komið af sögninni „að vafra“ og er nú ritað Vefring.-------- Hér er ekkert fullyrt og ekki minnzt einu orði á að bæjarnafnið Kvellestad geti verið dregið af mannsnafni. Þess vegna haggar þetta ekki við skýringu Joleiks, og meira hafa sum nöfn afbak- azt í Noregi heldur en þótt Kveldúlfs- staðir yrði að Kvellestad (eða Kvellsta). Samt sem áður er ýmislegt við þetta nafn að ahuga. Það er þá fyrst, að Kveldúlfur hét réttu nafm Úlfur, og hefir verið heit- inn í höfuðið á móðurföð\r sínum, Úlfi hinum óarga í Hrafnistu. Voru þeir Hrafnistumenn tröllum líkir og brá Úlfi í móðurætt sína. Faðir hans er nefndur Brunda-Bjálfi og mun hafa átt heima í Fjörðum. Úlfur var lengi í hernaði, en settist að búum sínum þeg- ar hann kvæntist. „Úlfur var maður auðugur, bæði að löndum og lausum aurum. Hann tók lends manns rétt, svo sem haft höfðu langfeðgar hans, og gerðist maður ríkur“. En er hann eltist gerðist hann kvöldsvæfur og þá úrillur, og þess vegna var nafn hans lengt og hann kallaður Kveldúlfur. H ér segir sagan að Úlfur hafi setzt á feðraleifð sína, er hann hætti hern- aði. Hefir það verið höfuðból þar sem forfeður hans hafa setið, því að þeir voru hersar mann fram af manni. Þetta höfuðból hefir átt nafn, en það hefir ekki getað heitið Kveldúlfsstaðir, og mjög ólíklegt að breytt hefði verið rnn nafn á því eftir að nafn Úlfs var lengt í elli og hann kallaður Kveldúlfur. í öllum landnámum á fslandi munu finnast bæjarnöfn, sem landnámsmenn hafa flutt með sér frá Noregi, og mun þar vafalaust vera um að ræða þau nöfn er þeim þótti vænzt um. En í landnámi Skallagríms eru engir Kveld- úlfisstaðir. Þó eru þar ýmis bæjarnöfn hin sömu og í Fjörðum, eða skyld. Skal hér minnzt á nokkur þeirra: Hlöðuvík — Hlöðutún í Stafholts- tungum. Hvammur á tveimur stöðum —■ Hvammur í Norðurárdal og Forni- hvammur. Nes á þremur stöðum og auk þess Rótanes — Efra og Neðra Nes í Staf- holtstungum. Leirflöt, Leirvogur, Leirpollur — Leirulækur á Mýrum. Völlur á tveimur stöðum, Vellir og Seljavellir — Valbjarnarvelíir á Mýr- um. Hváll — Hóll í Norðurárdal. Múli og Múladalur — Múlakot í Staf- holtst. og Múlasel á Mýrum. Einivellir — Einifell í Stafholtst. og Einiholt á Mýrum. Araklettur og Arasteinn — Arnar- stapi á Mýrum, Arnarholt í Stafholtst. Hofland á tveimur stöúum, Hof — Hofstaðir í Stafholtst. og á Alftanesi. Brekka — Brekka í Norðurárdal. Sólheimar á þremur stöðum — Sól- heimatunga í Stafholtst. Hamar — Hamar í Borgarhreppi og Hamrar í Hraunhreppi. Stafseiði, Stafsnes og Stafur — Staf- holt í Stafholtst. Vogur — Vogur í Hraunhreppi. Gröf á tveimur stöðum — Litla Gröf í Borgarhreppi, Stóra Gröf og Grafar- kot í Stafholtst. Haugur á tveimur stöðum — Haugar í Stafholtst. Skógur — Litli og Stóri Skógur 1 Stafholtst. Háland á tveimur stöðum — Háhóll á Álftanesi. Bugur — Lækjarbugur í Hraunhreppi. Miklibólstaður (nú Myklebust) — Miklaholt í Hraunhreppi. Hindarey — Hindarstapi í Hraun- hreppi. Þetta nafn er athyglisvert, því að það var mjög sjaldgæft í Noregi að kenna við hind. Þegar augum er rennt yfir þessi nöfn, og hvar bæimir eru, þá mun sýnast ólíklegt að nokkurt nafnanna hafi ver- ið á ættaróðali Kveldúlfs í Fj örðum, En svo verður að geta hér fleiri nafna, því að samkvæmt Egilssögu virðast nafngiftir í landnámi Skallagríms hafa verið með öðrum hætti en vant var. Bæir voru þar kenndir við frumbýling- ana. Segir svo frá því: Áni bjó að Ána- brekku. Grímúlfur byggði fyrst á Grím- olfsstöðum. Grani bjó að Granastöðum. Ættstöövar Skallagríms 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. febrúar 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.