Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1966, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1966, Blaðsíða 9
þýzka hermenn, það virtist vera tölu- vert af þeim í Finnlandi á þessum tíma. — Hvenser komuð þið svo til Petsa- mó? — Hinn 5. október komum við til Petsamó og var það skemmtileg sjón að sjá Esju liggja þar við landfestar í góða veðrinu. t»egar við stigum á skips- fjöl var klukkan um 2,30, en ég var í íyrsta bílnum. >egar síðasti bíllinn hins vegar kom, var klukkan orðin yfir mið- nætti. — Rétt áður en við fórum frá Petsa- mó komu nokkrir borgaralega klæddir menn um borð, fóru upp til skipstjóra, en hvað þeim fór á milli fékk enginn að vita, né heldur hverjir þeir voru. — Var ekki feikjlegur fjöldi um borð? — ,|i, og skömmu eftir að lagt var af stað var gerð björgunaræfing um borð og kom þá í Ijós að engin björgunar- belti voru til á börn. Varð því að sauma þau saman, að neðan, svo að börnin misstu ekki jafnvægið er þau kæmu í sjóinn og var það gert að fyrirskipan stýrimannsins. Um borð var nóg að borða og skemmti fólk sér eftir föng- um. Gefið var út blað, og var Skúli Skúlason ritstjóri þess. Hlaut það nafn- ið Íshafspósturinn og kom það í hlut minn og nokkurra annarra að safna efni fyrir Skúla, sem hafði afnot að klefa 1. vélstjóra, Kristjáns Sigurjónssonar. Kom íshafspósturinn út daglega meðan á ferðinni stóð. —ar á fór fram fegurðarsamkeppni um borð og varð fararstjórinn H. J. Hólmjárn hlutskarpastur og sagði hann sjálfur eftir á að það væri kvenþjóð- inni að þakka, að hann skyldi verða hlutskarpastur. — Og þið hafið alltaf haldið, að þið væruð á leið til íslands? — Já, fyrst í stað héldum við það, en það voru nú siglingafróðjr menn um borð meðal farþeganna og þeir vissu svona nokkurn veginn hvar við vorum staddir. Einn morgun tók þó einn okkar, Ólafur Davíðsson, eftir því að sólin, sem þá átti að vera í austri sendi geisla sína inn um hliðarglugga skipsins. f»etta gat ekki þýtt annað en að við sigldum nú í suður, enda kom það á daginn. Við vorum alls ekki á leið til íslands, heldur til Kirkwall á Orkneyjum. Þetta urðu að sjálfsögðu mikil vonbrigði fyrir okkur og varð það til þess, að nafni íshafspóstsíns var breytt og hlaut hann nú nafnið Jobs- pósturinn. — Og nú farið þið að nálgast strend- ur Bretlands? — Já, á leiðinni suður með Noregi sáum við einu sjnni nokkur rekdufl, annars var lítið um að við yrðum mannaferða vör. Við sigldum ávallt með fullum ljósum á næturna og var okkur sagtf að það væri vegna sam- — Húmanismi Framhald af bls. 6 fastlheldni við úreltar bardagaaðferðir. Virðingin fyrir hefðbundnum venjum og siðalögmálum var á þrotum, og eftir þvingaða sjálfsafneitun í skotgröfum og hergagnaverksmiðjuim vildi unga kynslóðin njóta lífsins. Freud lagði upp í hendur hennar þá sjálfsréttlætingu, sem mennirnir reyna alltaf til að fóðra með lesti eína. Kynlhvötin varð lausnar- orðið í lífi og list. Bókmenntirnar virt- ust sækja andagift sína í Psychopathia sexualis geðveikralæknisins Krafft- Bbings, þar sem öllum sjúklegum af- brigðum kynferðislífsins er lýst, frá ein- faldri kynvillu til kynmaka við andvana lík. Það sem þar er skráð á latínu, af því að það er aðeins ætlað læknum til lestr- ar, var borið á borð fyrir börn og un.g - linga. Völsinn — phallusinn — sem Freud sá hivarvetna í draumum sjúk- linga sinna varð möndullinn, sem allt gnerist um. komulags milli styrjaldaraðilanna. Annars var það víst sjaldgæft á þess- um tímum að sjá slíka sjón, uppljómað skip. — Svo var það eitt kvöldið, að skip- stjóri kom og tilkynnti farþegunum, að nú myndi skipið stöðvað og látið reka um nóttina. Vorum við þá stödd úti fyrir staönd Orkneyja. Bað skip- stjóri menn um að vera rólega dg láta ekki bugast. Munu fáir hafa háttað þá um nóttina og flestir sváfu í björgun- arbeltunum. Hversvegna þessj töf varð, mr viðtöku hér heima,. því- að það kom ■ iKdagjnn, er heim var komið, að þeir vi%su t.d. um aliar mínar ferðir í Dan- mörku og geri ég ráð fyrir að um aðra hafi eins verið. ' — Og frá Kirkwall siglið þið rakleiðis til Reykjavíkur? •— Já, og eina skipið, sem við sá- um alla leiðina sáum við á Pentlands- firðinum, skömmu eftir að við létum úr h/5fn í Kirkwall. Var það stórt brezkt herskip. — Hinn 15. október árla dags komum -gott- að vera kominn heim. — Og þegar þú hugsar til baka, mi þegar langt er u-m liðið, Eggert, hvað finnst þér þá eftirminnilegast við þessa för? — Tvímælalaust vonbrigðin, sem við urðum fyrir er komið var heim og okkur var sagt, að við fengjum ekki að fara í land fyrr en að afloknum yfirheyrslum. Fannst mprgum biðiti löng og súrt í broti að fá einungis að horfa til lands, þar sem þeir vissu að Fyrsti hópurinn kemur í land. Skipið er brezkur línuveiðari, sem selflutti farþegana frá Esju að hafnarbakkanum. fengum við ekki að vita, en ég býst við, að hún hafi verið gerð í öryggisskyni. Skömmu eftir að skipstjóri hafði gef- ið út tilkynningu sína og fólk var að velta fyrir sér ástæðunni, kaliaði ein- hver hrekkjarlómurinn: „Kafbátur!" og varð mörgum hverft við. M.a. leið yf- ir tvær konur. Fékk þessi herra síðan áminningu hjá skipstjóra. — Hvenær komið þið svo til Kirk- wall? angað komum við fimmtudag- inn 10. október í dumbúngs veðri. Þar var okkur sagt, að nú myndi beðið eft- ir þvi, að eftirlitsmenn kæmu frá Lond- on. Við biðum í hálfan annan sólahring, en ekki komu eftirlitsmennirnir. Hvers vegna veit ég ekki, en ef til vill hafa Bretar ekki verið tilbúnir að veita okk- Þessi kynslóð, sem kölluð hefur verið „The lost generation“, átti sína afsök- un. Slíkt kynæði greip t.d. um sig sums- staðar eftir pestir á miðöldum. Menn höfðu séð vini og félaga falla þúsundum saman fyrir drápstækjum, er hin dáðu vísindi 19. aldarinnar höfðu átt sinn þátt í að framleiða. Barnaleg bjartsýn- isrómantík aldamótanna hafði endað í eymd og volæði, svo að margir töluðu nú um hrun Vesturlanda með Oswald Spengler. Menn voru nokkuð sammála um að hafna heilanum og hjartanu sem bústað sálarinnar og flytja hana niður á milli lendanna. Hér kom annað til. Æsing kynlhvatar- innar varð sumum stórgróðavegur — big business. Kvikmyndaiðnaðurinn, næturklúbbaeigendur, bókaútgefendur og „djarfir“ höfundar notuðu hana sem tekjulind, sórust þannig í sálufélag við pútnamiðlara og hvíta þrælasala. Enn halda þeir áfram þeirri iðju, þótt almenningur sé að fá sig leiðan á framleiðslunni. við svo á ytrj höfnina hér í Reykja- vík. Fyrstu mennirnir, sem komu úr landi voru brezkir hermenn, sem okkur þóttu lítt hermannlegir. Sögðu þeir okk- ur, að eftirlitsmenn myndu brátt koma og taka af okkur skýrslu. Komu þeir skömmu síðar og spurðu margs. M.a. man ég, að þeir fóru að spyrja mig um hernaðarmátt Þjóðverja í Dan- mörku. Sagði ég þeim, að á því hefði ég ekkert vit, og myndu þeir líklega vita mun gleggri skii á honum en ég, þó að ég værj að koma frá Danmörku. Sögðust þeir ætla að hafa tal af mér seinna, en af því varð nú aldrei. — Og að aflokinni yfirheyrslu haf- ið þið svo fengið að fara í land? — Já, við vorum ferjaðjr í land smátt og smátt. Við hjónin vorum svo lánsöm, að verða í fyrstu ferð. Var gott að hafa nú aftur fast land undir fótum og Þorskurinn fylgir þeirrj eðlishvöt að gjóta 'hrognum og sviljum á hrygningar- stöðvum sínum við íslandsstrendur, án þess að hængur og hrygna mætist. Sum- ir fuglar skreytast litfjöðrum og leika með söng og dansi við maka sinn í til- hugalífi. Á milli þessara tveggja stiga er langur áfangi á leið framiþróunarinnar, og annar þaðan til farsæls fjölsikyldu- lífs meðal siðaðra manna. Það lýsir ekkj mjög háfleygum skilningi á lífinu þeg- ar þeirri skoðun er haldið fram á prenti, að íslenzkt Skáld, sem var uppalið meðal heilbrigðs sveitafólks og við fuglasöng bjartra vora, hafi ekki þurft að verða fyrir neinu sálarlegu áfalli við að missa æskuunnustu sína, af því að kynmökin veiti þá æðstu nautn, hvort sem um viðvarandi samband sé að ræða eða „stutta ögurstund“ — og þá sennilega í hóruh'úsi í Holmens Gade í Kaup- mannahöfn, því að þar dvaldi þetta skáld. Aumingja skáldin! Þau verða margt að þola, lífs og liðin, af hendi ritskýrenda sinna. ástvinirnir bjðu, segir Eggert að lok- um. Þannig endar þá þessi glæfraför far- sællega. Esjan var komin heim, en hennar var „beðið með eftirvæntingu og óþreyju, ejgi aðeins af ástvinum far- þegar heldur af allri þjóðinni", svo að notuð séu orð Morgunblaðsins. — mf. Hagalagöar Samt græddu þeir. Kaup hjúa var lágt.eftir eða um 1870. Munu fáir vinnumenn hafa haft hærra kaup en 40 kr. og 3-4 flíkur, en sokkaplögg og vettlinga að auki og skófatnað allan. Vinnu- konur höfðu oftast hálfu lægra kaup, en að öðru leyti sömu kjör. Oftast mun kaupið hafa verið goldið að mestu í kindafóðrum eða úttekt í kaupstað. Þó voru eins/iku vinnu- menn, sem græddu drjúgum á þess- um árum. Sumir fjölguðu kindum, aðrir söfnuðu peningum og ekki gerðu þeir betur síðar, þegar kaup- ið var orðið fjórfalt hærra. (Sagnaþ. Guðm. frá Húsey) Dýravinur. Einn af sóknarmönnum hans hafðj sagt; ,,Nýtt var það hér um sveitir, þegar sr. Þorvaldur Jakobsson varð prestur okkar, að eins þyrfti að hlynna að hundinum og fylgdar- manninum.11 (Merkir íslendingar) 20. febrúar 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Q

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.