Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1966, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1966, Blaðsíða 7
JÞröngt var á þíngi. Hvert sæti þéttsetið á Æskulýðsheimilinu að Frikirkjuvegi 11. Kvöldstund aö Fríkirkjuv. 11 skulýðsráð Reykja- víkur hefur á síi> um snærum mjög fjölþætta starfsemi, sem miðar að því að gefa æsku höfuðstað- arins kost á að eyða tóm- stundum sínum á hollan og heilbrigðan hátt. Starfsemi ráðsins fer að töluverðu leyti fram í Æskulýðsheim- ilinu að Fríkirkjuvegi 11. Þangað lögðum við leið okkar fyrir skömmu. Það var þriðjudagskvöld, en við höfðum frétt, að það væri eitt þeirra kvölda þegar „opið hús“ væri hjá Æsku- lýðsráði. Okkur lék hugur á að kynnast lífinu þar og heyra álit unga fólksins á slíku fyrirkomulagi. I>egar við komum inn barst til eyrna ómur af bítla.i'ng og kliður af tali unglinga. Það fór ekki á milli mála að plötuspil- arinn var í gangi og virtust flestir viðstaddir hafa um nóg að ræða. Þröngt var á þingi, öll sæti þéttskipuð í flestum her- bergjum á hæðinni. Við geng- um um sali í fylgd Hjálmars Hannessonar, sem er einn þeirra manna, sem sjá um eftir litið á staðnum. Hjálmar sagði, að húsið væri opið fjögur kvöld vikunnar og aðgangur þá heim ill öllum unglingum, fimmtán ára og eldri. Á þriðjudags- og laugardagskvöldum væri opið hús. Á föstudögum væru k\bld vökiur eða kvikmyndasýning- ar. Aftur á móti væru dans- leikir á sunnudögum. — Hvers vegna er ekki opið á hverju kvöldi? — Það var reynt í fyrstu, þegar húsið var tekið í notkun, en það reyndist ekki nógu vel. — Hér er væntanlega algjört bindindi? — _1ú, hér skemmtir fólk sér án áfengis, og reykingar eru ekki leyfðar. Fyrst var haft sérstakt reykherbergi, en það gaf ekki góða raun, fyrir utan það, að hér er mikil eldhætta. — Hvað um umgengnina? — Hún er ekki nógu góð. Fer þó batnandi. Sérstaklega er hún slæm siðdegis á sunnu- dögum, þegar dansað er. Þá er ungiingum yngri en fimmtán ára heimill aðgangur. I herberginu, þar sem borðtennis er leikinn, var margt um manninn. Piltur og stúlka reyndu getu sína í íþróttinni, aðrir stóðu bara og horfðu á. Aðdáunarsvip mátti greinilega sjá á mörgum andlitum nær- staddra, en í einu horni her- bergisins húkti piltur yfir ein- hverjum trékassa og skeytti leik tennisgarpanna engu. Hann var með sítt, ijóst hár, sem iá í fellingum á herðum hans. Hann velti kassanum milli handa sér. Við kroppuðum í öxlina á honum til þess að gera vart við okkur. — Hvaða undratæki er nú þetta, hárprúður minn? — Þetta heitir „Velti-Pétur“. — Hvers konar Pétur er nú það? — Þetta er bara kassi með loki. Eins og þið sjáið, eru sextíu 'J'it á lokinu. Vandinn er fólginn í því að velta kúlu framhjá öllum götunum. — Hvað heitir pilturinn? — Smári Jónsson og er í Hagaskólanum. — Ertu tíður gestur hér? — Kem alltaf þegar opið er. — Hvernig líkar þér? — Allvel. Þó mætti vera fjölbreyttari tónlist. Nú þagnaði allt í einu plötu- spilarinn, en píanóleikur yfir- gnæfði allt. Við gengum á hljóð ið. 1 einu horni setustofunnar var píanó. Við það sat piltur, sýnu eldri en flestir aðrir. Hann lék á hljóðfærið með miklum sveiflum, angurblítt lag. Hann var í síðum frakka með grænan trefil, sýnilega var honum ekki of heitt. Virðu lega bar hann heljarmikil gler- augu. Að loknum leik færðum við okkur nær píanósnillingn- um. Þegar hann varð okkar var brosti hann og sagði: — Þið fáið nú litla innsýn í lífið hér með pví að tala við mig. Ég stunda ekki þennan stað. Líklega orðinn of gam- all, þótt ég sé ennþá á táninga- aldrinum. Það er köld stað- reynd, að krakkar á mínum aldri hafa ekki ánægju af því að vera hér. Hér eru allir fimmtán ára og hafa allt önn- ur áhugamál en sautján, átján ára gamlir unglingar. Ég leit hér inn í kvöld með kunningj- um mínum, vegna þess að við gátum ekkert annað gert af okkur. Hvar eigum við að vera? Á götunni? — Hvað heitir maðurinn? — 3jörn Baldursson. — Hvað varstu að spila? — Lagið heitir „Endir“. Um höfundinn skulum við ekki ræða. — Því ekki það? — Lagið er frumsamið. IVikk fyrir samtalið, en nú verð ég að láta mig hverfa. Þeir voru hugsandi á svip, Þórður og Gústaf, þar sem þeir sátu að tafli. Ljósm. Sv. Þorm.) Björn skundar á braut og heldur til tveggja pilta, sem sitja a tðafli. Við héldum í hum átt á eftir honum. Þegar Björn sér, að hann er ekki laus við okkur baðar hann þt öllum öngum og segir: — Há ég kynna! Þessi með augnbæturnar eins og ég heitir Þórður Gunnarsson, skólafélagi minn og fóstbróð- ir. Hinn heitir Gústaf Adolf Skúlason, sömuleiðis skóla- bróðir minn. — Eruð þið allir reiðir, ung- ir menn? Þórður: Ónei! I það minnsta látum við ekki bera á því. Gústaf; Hættu þessu blaðri, Þórður. Eigum við ekki að klára skákina? Við sáum, að við vorum eng- ir aufúsugestir við borð þeirra félaga og færðum okkur því innar í setustofuna, þar sem unglingar sátu og spiluðu á spil, eða léku sér við marg- vísleg leiktæki. Þar rákumst við m.a. á stúlku, sem kvaðst heita Margrét Guðnadóttir. Hún vildi hafa fleiri böll. Einn- ig vildi hún, að krakkarnir tækju oftar lagið saman. halda á brott, enda nálgaðist klukkan ellefu, lokunartíma hússins. Uti á hlaðhellunni rákumst við á Vilhjálm H. Vilhjálms- son, unga hermikráku, sem er mörgum að góðu kunnur fyr- ir eftirhermur sínar. — Á hvaða ferð ert þú, Vil- hjálmur? — Á heimleið. Var uppi á lofti að lesa inn á segulband. — Hver er tilgangurinn? — Nokkrir meðlimir úr Leik- húsi æskunnar hafa tekið sig saman að lesa ýmsar góðar sögur og ljóð inn á segulband, sem síðan á að leika fyrir blinda fólkið. — Hvað er annars títt af Leikhúsi æskunnar? — Við sjáum um k\óldvök- urnar, sem eru stundum haldn- ar hér á föstudagskvöldum. Svo var hugmyndin að troða upp með leikrit, en þetta er allt á byrjunarstigi enn sem komið er. að var rokkið, þegar við yfirgáfum Æskulýðsheimilið að Fríkirkjuvegi 11. Úti á Hjalmar Ilannesson cftirlitsmaöur i glöðum liópi ungra gesta. Svo var hún þotin inn í eitt herbergið, þar sem krakkar voru að spila bobb. I þessu bar að Reyni Karlsson, framkvæmdastjóra Æskulýðsráðs. Hann sagði, að staðurinn væri vel sóttur. Oft- ast fullt hús, yfir hundrað manns. Þó væru þeir ekki með taldir, sem væru í hinum marg víslegu klúbbum, sem hafa starfsemi sína í húsinu. Hvað þá allir þeir, sem sækja nám- skeið og klúbba þá, sem eru til l| '.sa í mörgum skólum, starf- ræktir af Æskulýðsráði. í kvöld væru aðeins tveir klúbb- ar. Ljósmyndaklúbburinn væri í fullum gangi í bakhúsinu undir stjórn Ingvars Valdimars sonar, svo og einn stúlkna- klúbbur, þar sem unnið væri að mósaík. Nú var tími til kominn að Tjörninni renndu unglingar sér á skautum, en í einu horninu norpuðu endur og gæsir. Við sáum ekki betur en að endurn- ar mændu löngunaraugum til Æskulýðsheimilisins, líkt og þær vildu óska sér, að þær fengju að spila bobb og hlusta á allar plöturnar á sama hátt og unglingarnir. En því mið- ur — þetta stendur aðeins mannfólkinu til boða — fimm. tán ára og eldra. — b. sív. LESBÓK MORG UNBLAÐSINS 7 20. febrúar 1960

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.