Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1966, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1966, Blaðsíða 11
SIGGI SIXPEHSARI A erlendum bókamarkadi Guðfræði Schleiermaclier On Christ and Religion. Richard R. Niebuhr. SCM Press Ltd. 1965. 45/—. Bók þessi kemur út í hinum ágæta bókaflokki SCM-útgáfunn- ar „Library of Philosophy and Theology". í þessum fiokki hafa birzt mörg ágæt rit eftir marga fremstu guðfræðinga nútímans. Schleiermacher var og er einn fremsti meðal guðfræðinga. Þessi bók er útgefin af Niebuhr, sem telur að höfundur sé nokkuð mis- skilinn af Brunner og Barth og því af fleirum, sem sækja sitt vit til þeirra. Hann útlistar í þesari bók ýmsar kenningar Schleier- machers, af mikilli nákvæmni. Fyrst tekur hann til meðferðar rit hans um almenn trúarbrögð mannkynsins og skilning hans á mannlegum tjáningarformum og siðfræði og áhrif hennar í hugs- unargang og sögu. í öðrum kafla ritsins tekur Niebuhr til með- ferðar rit Schleiermachers um kristindóm, þar sem hann reynir að svara því, hvað sé kristni og hvernig sé háttað sambandi kristninnar og annarra trúar- bragða. Einnig ræðir hann í þess- um hluta hvað sé guðfræði, og loks hver sé útlistun guðfræðinn- ar á Kristi. Þetta rit. er fyrst og fremst ætlað guðfræðingum, en er þó þann veg samansett að leik- menn, sem áhuga hafa á þessum efnum, geta notað það. Nú er mikill blómi í trúfræði meðal mótmælendakirknanna, ágætis rit hafa birzt undanfarin ár eftir hina lærðustu og gáfuðustu guð- fræðinga, þýzka, enska og banda- ríska. Það er fyrst nú að þessa eru farin að sjást einhver merki hér á landi meðal þeirra, sem eiga að starfa að þessum málum, og þá einkum meðal þeirra yngri. Þetta er eitt þeirra rita sem ætti að lesast. Bókmenntir Deutsche Prosa Erzáhlungen seit 1945. Hg.: von Horst Bingel. dtv 1965. Deutsche Lyrik Gedichte seit 1945. Hg.: von Horst Bingel. dtv. 1965. 2. Auflage. dtv. 1965. DM 13.60 (bæði bindin). Útgefandi hefur reynt að safna þeim smásögum í þessa bók, sem gefa bezta mynd af einkennum þýzkrar frásagnarlistar eftir síð- ari styrjöldina. Einkenni hvers höfundar birtast ekki nema að litlu leyti í svo knöppu úrvali, enda er tilgangurinn fyrst og fremst sá að ná heildarmynd- inni. Tilraunastarfsemi hefur verið mikil í þýzkum bókmennt- um eftir stríðið, eins og reyndar annarsstaðar í heiminum. Mikið af þessu efni er aðeins tilraun og verður aldrei annað, auk þess eru útgefendur óvíða eins ný- ungagjarnir eins og þýzkir út- gefendur þessara ára. Það skort- ir beinlínis höfunda. Tími og lestrarkunnátta eykst. stöðugt, bækur hafa aldrei verið eins auð- fengnar og ódýrar sem nú, og auk þess getur velheppnuð útgáfu- starfsemi orðið vel arðbær. Vasa- brotsbókin hefur valdið þátta- skilum í þessu efni. Þrátt íyrir þetta er erfitt að benda á einn höfund og segja: þessi ber af, þeir eru meira og minna sæmi- legir. Alls eru í bókinni verk eft- ir sextíu og sex höfunda, meðal þeirra eru Böll, Borchert, Dúrr- enmatt, Frisch, Grass, Hildes- heimer, Walser og nokkur fleiri þekkt nöfn Útgefandinn er skáld og hefur gefið út nokkur þekkt ljóðasöfn og auk þess þetta útval þýzkra ljóða eftir 1945. Þetta úr- val kom fyrst út hjá Deutsche Verlags-Anstalt 1961, var gefið út í þessari útgáfu 1963 og er nú prentað í annarri útgáfu 1965. Hér eru ljóð eftir eitt hundrað og eitt skáld, sem yrkja á þýzku. Tímabilið birtist skýrar í þessu formi en í óbundnu máli; þessi ljóð endurspegla Ragnarökkur Evrópu og minna á Ijóðaúrval, sem kom út eftir fyrri styrjöld- ina og hét „Menscheits- dammerung". Andi beggja bók- anna er keimlíkur, en tjáningar- form nokkuð frábrugðið hvort öðru. Ef til vill er meiri reisn yfir fyrri bókinni. Úrvöl bjóða alltaf þeirri hættu heim, að verða sparðatíningur, sem gefur vissu- lega einhverja mynd af þeim tíma, sem úrvalið spannar, en oft vill sú mynd verða mynd útgef- anda, aftur á móti geta úrvölin orðið mönnum tU leiðbeiningar um höfundaval. Einn höfundur er oft betri tjáning tímanna en úrval eftir ýmsa, þar sem öllum ægir saman. Þetta eru hvort- tveggja þarfar bækur, þeim fylg- ir báðum skrá yfir höfunda og verk þeirra og útgáfan er hin snotrasta. Þessar báðar bækur eru gefnar út í sérflokki útgáf- unnar „sonderreihe dtv“, sem er ætlað að birta nútímabókmennt- ir, bæði þýzkar og annarra þjóða; í þessum fiokki hafa birzt verk eftir, Saint-John Parse, Ezra Pound, Faulkner, Valéry, Robbe- Grillet, Jean Genet, Böll og fleiri. OSS hafa borizt þau tíðindi að í vændum sé ein stórkostleg hagræðing — meðal margra annarra — það er umskipting um- ferðar frá vinstri til hægri á vegum vorum. Með því að vér aðhyllumst miðlæga stefnu, tökum t.d. miðju vegarins fram yfir skurðina til hægri og vinstri, getum vér litið málefna- lega á það mál, sem fyrir liggur til umræðu. Auk þess er oss af eigin reynd kunnugt um þjóð Miðríkisins, en hún fram- kvæmdi sams konar umskiptingu í umferð um það leyti sem síðari stórstyrjöld lauk, og skipti nokkrum árum síðar um í pólitíkinni frá hægri til vinstri, enda er mönnum það enn í minni. Vér gætum því miðlað þjóð vorri nokkurra milljón króna virði af reynslu og þekkingu með fáeinum setningum, ef ekki væri svo í pottinn búið að pjóðin er andvíg sparnaði, en sparifé skal frysta í bönkum eins og sakir standa. Þess vegna munum vér ekki sýna stjórnarvöldum vorum þá þrjózku að sleppa þessum verðmætum á markað fyrr en skynsamlegt kann að vera að hagnýta þau. Ennfremur berast þau tíðindi frá Svíþjóð að þar hafi menn í hyggju að feta í fótspor Kín- verja, færa umferðina til hægri, en þjóðfélagið til vinstri. Gæti þá verið skynsamlegt að sjá hverju fram vindur með Svíum, sækja hjá þeim nokkrar ráðstefnur, tala við blaða- menn og sjónvarpsmenn, fá þarlenda hagfræðinga til að fram- kvæma útreikninga, koma síðan heim og leggja fram þá þekkingu, sem maður áður hafði, í von um að þjóðin mætti góðs af njóta. í guðfræðinni hafa menn lengi greint á milli villukenninga til hægri og villukenninga til vinstri, en hin rétta kenning er jafnan í miðju. Nú hafa kommúnistar fyrir löngu lært þessa aðferð af guðfræðinni, og hreinsanir þeirra í flokkun- um eru framkvæmdar með aðgerðum gegn vinstrivillu eða hægrivillu eftir því sem fyrir liggur að rannsóknum loknum. Að kunna skil á hinni réttu, miðlægu kenningu, en vita þó hvort einhver villa er til hægri eða vinstri, er í guðfræðinni háleit lærdómslist, og ekki síður háleit í hugsjónafræði kommúnismans. >ó geta venjulegir menn skilið allmikið í þessum listum, ef auðið er að gera málin nógu einföld, því ekki er allt sem sýnist. Sum stórskáld veraldarinnar hafa diktað í áratugi án þess að þekkja veginn (Tao) og hafa lent í þeirri háðung að lofa manndráp til vinstri (eða hægri), en gleyma hinni miðlægu mannúðarstefnu, sem er einföld, eins og fagnaðarboðskapurinn og kærleiksboðorðið. En í pólitík- inni eru fleiri vandamál en í skáldskapnum, t.d. rétt tímaval (timing) fyrir aðgerðir og framkvæmdir. Nú er einhverju komið í framkvæmd með of miklum hraða, og er þá um flýtisvillu eða hraðavillu að ræða í framkvæmdum, en slíkar villur leiða til þess að stjórnmálamenn hljóta engar þakkir þegar frá liður, þótt verk þeirra séu góð. Gangi framkvæmdir of seint, þá er um seinagangsvillu að ræða, en slíkar villur eru algengar í menntamálum, til dæmis með vanþróuðum þjóðum, þar sem ráðamenn halda dýrar veizlur með þrjátíu til sextíu réttum, en lýðurinn er lítt læs og óskrifandi og óviðbúinn, þegar menningin skellur yfir hann, líkt og skúr yfir nýslegið hey á sumardegi. Menn finna það á sér að þessar villur eru óæskilegar og vilja komast hjá þeim (umskiptin verða dýrari og erfiðari með hverju ári sem líður), en þá getur svo farið að þeir lendi í einni villu, sem enn er ótalin, það er flækjuvillan eða öðru nafni öngþveitisvillan. Hér var á ferð sérfræðingur, sem flutti erindi í Háskólanum og lét í ljós nokkurn ótta við að lífið kynni að vera orðið svo flókið eftir 15—20 ár að það yrði mörgum mönnum óbærilegt. Enginn hér lét sér bregða hið minnsta við þetta og blaðamenn gátu þess að engu. Þó var þessi maður svo dýr og dýrmætur að menn hafa ekki efni á því að tala við hann í Bandaríkjunum, eftir því sem hann sjálfur sagði, en þetta sagði hann oss alveg ókeypis. Hvort sem umferðin er hægri eða vinstri, þá gilda í henni mjög einföld sannindi ef menn vilja forðast árekstra. Látið jafnan vera hæfilegt bil milli ökutækis og sams konar tækja annarra manna. Þegar maður sér hve lítið þetta bil er hér í umferðinni — og lögreglan virðist skeyta lítið um þetta — þá er ekki að furða þótt það eyðist stundum með öllu og árekstur verði. Að vísu er hér um að ræða nokkra skerðingu á persónufrelsi, en þó ekki meiri en svo að mönnum finnst eftir á að betra hefði verið að halda þessu bili. Meðan þjóðin var alin upp með búpeningi, var mönnum það ljóst að lítil hætta stafaði af því að ein skepna rakst á aðra, en nú er þetta breytt, eins og samtíðarsagan sýnir. 20. febrúar 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.