Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1966, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1966, Blaðsíða 10
SIMAVEÐTALIÐ Herferð í borgirmi — 14658. — Já. — Óli J. Ólason? — Jú, það er hann. — Þér eruð formaður Reykja víkurdeildar Rauða krossins — er það ekki rétt? Þetta er hjá Lesbók Morgunblaðsins — og við höfum heyrt, að þið séuð að undirbúa nýja herferð — er ekki svo? — Jú, við getum kallað það herferð. Á Öskudaginn, mið- vikudaginn, er aðalfjáröflunar- dagur okkar — og næstu viku ætlum við að reyna að nota að meira eða minna leyti til þess að kynna starfsemi Rauða kross ins, afla fjár — og nýrra fé- laga. — Hve margir eru félagarnir í Reykjavíkurdeildinni? — Við erum á þriðja þúsund — og þyrftum að auka töluna til muna. Starfsemin er að færast í aukana og við vonumst til þess að æ fleiri sýni mál- efninu áhuga í verki. — Hvernig hagið þið kynn- ingunni í vikunni? — Fyrst og fremst erindi í útvarpi, greinar í blöðum — og nokkrir mannfundir. Að kveldi Öskudags verður fagn- aður að Hótel Sögu og verður ýmsum framámönnum gefinn kostur á að taka þátt í honum. Það tíðkast víðast hvar um heim þar sem Rauði krossinn er starfandi, að framámenn á ýms um sviðum ljá félagsskapnum lið, m.a. með því að sækja slík- ar hátíðir — og vonandi verður það svipað hér. Nú, svo efnum við til tónleika fyrir ungt fólk í tveimur kvikmyndahúsum borgarinnar — sitthvað fleira verður á dagskrá. — Rauði krossinn hefur ekki íjáröflun aðeins í Reykjavík, heidur úti um allt land — þennan dag? — Já, deildirnar sjá um það á hverjum stað. Þær eru nú yfir 30 á landinu. En við í Reykjavik hugsum auðvitað að eins um borgina, hver deild sér um sitt svæði í þessu tilliti — og tekur helming ágóðans til eigin starsfemi. Hinn helming- urinn rennur til Rauða kross Islands, heildarsamtaka deild- anna. — Og hvert er aðalverksvið ykkar? — Hér í Reykjavík á Rauði krossinn sjúkrabifreiðirnar í borginni og rekur þær, en borg in sjálf leggur til ökumenn, greiðir vinnulaunin. Á dagskrá er nú hjá okkur að hefja „út- gerð“ blóðsöfnunarbíls. Reynd- ar er þegar búið að kaupa hann — og þess verður ekki langt að bíða, að bíllinn verði tekinn í notkun. Hann verður rekinn í samráði við Blóðbank- ann — til þess að auðvelda blóðsöfnun, bæði hér í Reykja- vík og úti á landi. Er ráðgert að hann fari t.d. á milli fjöl- mennra vinnustaða — og í bíln- um verður öll aðstaða til þess að taka mönnum blóð. Enn- fremur verður ekið út á land og safnað blóði. Rauða kross- deildirnar munu aðstoða við skipulagningu þeirra ferða, en Blóðbankinn mun hafa yfirum- sjón með geymslu og dreifingu blóðsins, eins og sagði áður. — Já, þetta er merkileg nýj- ung. Þetta er að sjálfsögðu sam kvæmt erlendri fyrirmynd? — Já, Rauði krossinn hefur veg og vanda af sams konar starfsemi í mörgum löndum, t.d. í Svíþjóð og í Finnlandi. —Og þið rekið sumardvalar- heimili fyrir börn, er það ekki? — Rétt er það. Við höfum rekið eitt slíkt á Laugarási í Biskupstungum — í húsnæði, sem er í eigu Rauða kross ís- lands. Við höfum líka átt þátt í rekstri sams konar heimila að Silungapolli og að Efri Brú í Grímsnesi. Höfum líka leigt skóla til þessarar starfsemi — í samráði við borgaryfirvöldin. Á siðasta ári nutu 265 börn sum- ardvalar á vegum Reykjavíkur deildarinnar og samtals voru dvalardagarnir 13,500. Gjarna vildum við færa út kvíarnar á þessu sviði, en ekki er það auðvelt. Erfitt er að fá húsnæði — og leigan á skólunum er m.a. mjög há. Þeir eru lika illfáan- legir til þessarar starfsemi í þokkabót. — Og einhvern hlut eigið þið að alþjóðlegu samstarfi, er það ekki? — Jú, Rauði kross íslands er aðili að Alþjóða Rauða kross- inum. Innan þeirra vébanda hefur Rauði krossinn á Norð- urlöndum byggt upp Rauða krossinn í Nígeríu — og látið sig heilbrigðismál miklu skipta í því landi. Við leggjum á- kveðna fjárhæð til þeirrar starf semi á hverju ári, en hingað til höfum við ekki sent starfs- menn til þess að vinna að heil- brigðismálum í Nigeríu. Von- andi getur það orðið einn góð- an veðurdag. — Gætuð þér sagt mér eitt- hvað fleira markvert varðandi fyrirhugaða sókn ykkar hér í borginni? — Merkjasalan á miðvikudag inn er mikilvægust. Við biðjum fólk að taka vel á móti ungl- ingunum. Á undanförnum árum hefur þessum stóru fjölbýlishús um með dyrasimum fjölgað mjög í borginni — og brögð hafa verið að því, að ungling- unum með merkin okkar hef- ur ekki verið hleypt inn í þau vegna þess að húsreglur mæla svo fyrir, að krökkum skuli ekki leyft að valsa um húsin. Hér gegnir vitanlega dálítið öðru máli — og við reynum að sjá um, að ekki komi nema einn merkjasali í hvert hús. IJndan- farin ár höfum við notið góðr- ar aðstoðar Kvennaskólastúlkna svo og nemenda Hjúkrunar- kvennaskólans. Vonumst við til þess að fieiri slíkir skólar veiti okkur aðstoð, því að hún er mjög mikils virði. Dyrnar standa opnar öllum þeim, sem á einhvern hátt vilja styrkja starfsemi Rauða krossins. Ár- lega njóta mjög margir aðstoð- ar okkar í einni eða annarri mynd — og nægir í því sam- bandi að benda á sjúkrabílana. Á okkar vegum hafa verið haldin námskeið í hjálp í við- lögum í fjölmörg ár — og þá fræðslu vonumst við til að geta aukið, ef fjárhagurinn batnar. Þess er sannarlega ekki van- þörf nú á tímum og í rauninni er sjálfsagt og eðlilegt, að hver og einn kunni eitthvað í sjúkra- hjálp og lífgun úr dauðadái. Vonandi verður þess ekki langt í skyldunámi hvers einstakl- að bíða, að þetta verði liður ings. Kunnátta, sem fólk hefur aflað sér að sjálfsdáðum á þessu sviði, jafnvel mjög tak- mörkuð kunnátta, hefur oft bjargað mannslífum á íslandi. INDLAND Framhald af bls. 1. sem mikið er af þarna, voru á ökrun- um. Shamaspur er gjörólíkt ióllum öðrum indverskum þorpum. í staðinn fyrir hinn venjulega hrærigraut af leirkof- um eru þarna samstæður af litlum hús- um, sem mörg hafa matjurtagarða út af fyrir sig. í stað hins venjulega þorps- brunns, þar sem konur draga vatnið upp í fötu og fylia krukkurnar sínar, var þarna 60 feta hár vatnsturn og svo kranar fram með götunum. Eftirtekt- arverðast þótti mér samt, að á þessum tíma morgunsins skyldi ekkert fólk vera að ganga örna sinna á ökrunum. í Shamaspur er kamar í hverju einstöku húsi. E g stöðvaði bílinn fyrir framan hús þorpsráðsformannsins. Prithipal Singh var að koma rússnesku dráttar- vélinni sinni í gang. Hann kom niður úr hásæti sínu og heilsaði mér með handabandi. Þetta var maður ,| ;mlega þrítugur, ofurlítið sköllóttur að framan, en kraftalega vaxinn og laglegur mað- ur. Hann tók eftir minnisbókinni minni og pennanum og drap á dísilvélinni, sagði: „Ræsirinn er í ólagi, ég verð að láta ýta henni aftur.“ Hann gaf mér greinilega í skyn hvernig væri að verða 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS fyrir svona ónæði. „Ég er þegar orð- inn afturúr með plæginguna mína; all- ir í þorpinu luku henni fyrir meira en viku.“ Ég baðst afsökunar og mér var fyr- irgefið með vingjarnlegu klappi á öxl- ina og síðan var ég leiddur inn í húsið. Þarna var köld stofa með bedda, þrem- ur strástólum og útvarpstæki á borði. Veggimir voru kaldbláir á lit, auðir ef frá eru tekin þrjú gömul almanök, og var á einu mynd af Gandhi, öðru mynd af Nehru og á því þriðja var mynd af dráttarvél. Áður en ég hafði lokið við að skoða stofuna, kom kona Prithipals Singhs inn berandi bakka með teboll- um og sjóðheitu halva. Fyrst fékk ég hagfræðilegu tölurnar: íbúafjöldi um 500, helmingurinn Ahir- ar — en það er akuryrkjukynflokkur sem þykist vera kominn af Hindúaguð- inum Krishna — en hinn helmingurinn harijanar (stéttleysingjar). Mestur hluti hinna 400 ekra lands er í eigu Ahiranna, sem búa í illskárri húsum í vestur- hluta þorpsins. (Ekra er nálægt 0,405 ha). Shamaspur hefur rafmagn og öll nema þrjú rúmlega 100 heimila eru lýst með rafmagni frá Bhakrastíflunni (sem amerískt verkfræðingafirma byggði), en leiðslurnar liggja 320 km. veg yfir Panjab. Atta fjölskyldur eiga útvarps- tæki. Shamaspur hefur eigin barnaskóla með 71 barni (51 dreng og 20 stúlkum), sem læra Hindi, reikning og landafræði. Mér var sagt, að hvert barn í þorpinu gengi í skóla. Shamaspur hefur 24 boraða brunna, sem vökva 60% af landi þorpsins. Hin 40% af landinu höfðu orðið fyrir barð- inu á þurrkinum. Vetraruppskeran af gram (eins konar baunir), byggi og sinnepi (blöðin af því eru aðalfæða bóndans í NOi'Vu-Indlandi), sem var sáð í land háð regninu, var þegar skrælnuð. Haldi þessum þurrki áfram íer sumaruppskeran sömu leiðina P 1 rithipal Singh kallast á skrif- stofumáli „framfarabóndi“. Hann er háskóiagenginn. Tveir bræður hans hafa meistarapróf og eru háskólakennarar. Sá yngsti gekk í herinn þegar Kínverj- ar réðust inn í landið í október 1962. Yngsta systirin er á síðasta ári í gagn- fræðaskóla. Fjölskyldan á í sameiningu 45 ekrur lands, sem eru ræktaðar af Prithipal Singh. Hann er sá eini í þorp- inu sem á dráttarvél. Ég spurði hann um afleiðingar þurrks- ins í Shamaspur, og hann sagði: „Auð- vitað gefur land, sem hefur orðið fyrir þurrkinum, ekkert af sér, en svo eru skurðir og vatnsgeymar og brunnar. Eg rækta ekki nema þær 32 ekrur af mínu landi, sem ég get vökvað frá brunnun- um, og reyndar yrði ég að láta nokkuð af því skrælna undir öllum kringum stæðum. Ég hef haft meiri tíma til að plægja, ég hef notað meiri áburð, ég hef sáð nýrri tegund af hveiti, Son- oro 64, frá Mexíkó, sem mér er sagt að muni gefa af sér þrefalt á við það inn- lenda. Ég vonast til að uppskera eins mikið og í fyrra — ef ekki meira. Komdu sjálfur og sjáðu“, sagði hann og stökk upp af beddanum. Ég fylgdi honum út úr litla húsinu. Við fórum fram hjá húsagarðinum, þar sem vísundur og kálfur voru tjóðrað- ir. „Þetta eru einu skepnurnar sem ég hef. Ég fæ nægilega mjólk úr kúnni og eins smj|ór handa fjölskyldunni. Þegar ég keypti dráttarvélina, seldi ég arður- uxana. Dísilolía er ódýrari en fóður, og dráttarvélin vinnur vandlegar og á ti- unda hluta tímans. Ég nota hana líka við þreskjun. Það sem uxarnir voru tvo daga að troða er nú gert á tveimur klukkustundum. Að baki húsagarðinum voru konur að hreinsa hismi úr korni. „Þetta er kaupa- fólk,“ sagði Prithipal Singh. „í gær var engin gola, og ég hefði orðið að greiða þeim kaup fyrir enga vinnu. Þess vegna kom ég mér upp blásara. Og allt þorpið kom til að sjá þessa nýj- ung“. Hann var hreykinn af þessu. Við fórum fram hjá hrúgu af kúa- dillum. Jafnvel Prithipal Singh hafði ekki getað komið í veg fyrir, að þessi dýrmæti áburður væri notaður til elas- neytis við matarsuðu. „Við höfum eng- in kol eða við“, sagði hann, „og við höf- um ekki efni á rafmagnsofnum. Það verður merkisdagur þegar við förum að geta borið mykju á akrana okkar í stað tilbúins áburðar." Framhadl á bls. 13 20. febrúar 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.