Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1966, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1966, Blaðsíða 4
EFTIR PÁL V. G. KOLKA George Wilhelm Friedrich IlcSel Elskuhugar spekinnar. yrsta lserdómsstig eftir stúdentspróf er það að verða cand. phil. eða candidatus philosophiae, og þýðir samkvæmt orðanna hljóðan að maður hafi átt ástmök við spekina, því að philo- sophia (eða fílósófía) er grískt orð, sem þýðir ást á speki. Forngrikkir voru furðuleg þjóð, því landsvæði grískrar tungu var skipt í fjölmörg borgríki, sum á stærð við eina sýslu á íslandi og önnur á stærð við hrepp, en borgimar sjálfar að fólksfjölda eins og ís- lenzk verstöð eða kaupstaður, Aþ- ena á blómatíma sínum eitthvað ná- lægt því sem Reykjavík er nú. Sí- felldur rígur var á milli þessara frændríkja og oft fullur fjandskap- ur og styrjaldir, «n sameiginleg tunga og menning gerði þó Grikki að slíkri öndvegisþjóð, að þeir ÞRIÐJI HLUTI lögðu þann grundvöll að læknis- fræði, stærðfræði, rökfræði, og hugsunarfræði, sem byggt er á enn í dag. Þar voru uppi menn, sem héldu því fram, að jörðin gengi kringum sólina — 19 öldum á und- an Kópernikusi, að efnið væri byggt upp úr atómum — 22 öld- um á undan Dalton og Berzelius, að lífverur hefðu þróazt stig af stigi. — 21 öld á undan Darwin. Leikritaskáld þeirra eru talin á borð við Shakespeare, og ekki má gleyma myndlistinni. Sökum sífelldrar óánægju með stjórn- arfarið, sem sveiflaðist milli múgræðis og einræðis, og stöðugs flokkadráttar, varð þessi gáfaða þjóð pólitískt fóta- skinn Makedóníumanna, Rómverja, keisaranna í Býzans og Tyrkja í meira en 2000 ár. Má einnig draga af því nokkurn lærdóm. Mestrar virðingar meðal Grikkja nutu fílósófarnir — elskhugar spekinn- ar, Platon og Aristóteles mótuðu alla heimspeki miðaldanna og eiga sína fylgjendur enn í dag. Þeir, sem á síðari öldum þóttust geta reiknað út alla til- veruna, lifandi og dauða, sitjandi í sín- um skrifborðsstóli, tóku þessa virðingu í arf. Þegar kom fram á 18. öld höfðu Vesalius, Paré og Harvey stundað ná- kvæmar rannsóknir og orðið upphafs- menn að læknisfræði nútímans, en Leeuwenhoek fundið smásjána. Þessara manna hefur verið lítt getið í algengum mannkynssögum allt fram á miðbik þessarar aldar, en heimspekingar hafnir til skýja, einkum þeir Voltaire, þessi hégómagjarna en hárbeitta smásál, sem smjaðraði fyrir harðstjórum, svo sem Friðriki Prússakonungi og Katrínu Rússadrottningu — og hlaut gull að launum — og Rousseau, sem hefði ýmist verið geymdur á Kleppi eða Kvía- bryggju, ef hann hefði lifað um miðbik 20. aldar á íslandi. Á síðastliðinni öld og fram á þessa hafa ekki aðrir heimspekingar verið metnir meir en Hegel, sem útskýrði kenningar sínar í 18 þykkum doðrönt- um. Þetta þýzka skrifborðs-stórhveli varð andlegur lærifaðir marxismans og nazismans, þótt síðarnefnda stefnan væri einnig mótuð af kenningum Nietzsches um ofurmennið, sem síðar birtist heiminum í persónum þeirra Stalíns og Adolfs Hitlers. Svo mikill er máttur Orðsins. N ú eru elskhugar spekinnar ekki lengur hágöfugir hirðmenn í ríki vest- rænnar menningar, því að þar hafa náttúruvisindin setzt í hásætið. Sumir þeirra sitja við að afmarka orð og hug- tök málsins og semja yfir þau spjald- skrá. Þetta er að vísu þarflegt starf, því að hugtakaruglingur og grautarleg bugsun er þrándur í vegi allrar þekk- ingar. Starf annarra beinist að því að sannfæra manninn um hans eigin til- vist og þá undankomulausu nauðung, sem henni er samfara, en það er að taka persónulega afstöðu til fyrirbrigða tilverunnar, og þá ekki sízt til þess at- viks, sem alla snertir, en það er dauð- inn. Þessi tilvistarstefna innan heim- spekinnar eða existensíalismi mótar bæði guðfræðina og þá kenndur við Sören Kierkegaard, og guðleysistrú og þá oftast kenndur við Heidegger. Þvi að komast í gegnum heimspeki hans hefur verið líkt við það að synda gegn- um sandbleytu, en það á vist við fleiri tegundir þýzkrar heimspeki. Frægast- ur fylgismanna hans er Jean-Paul Sartre, sem álítur tilveruna að vísu eina hringavitleysu án marks og miðs, er ekki þá haglega gerðu gestaþraut, sem heimspekingar allt frá dögum Aristótelesar töldu hana vera. Hér birt- ist þó hinn nýi húmanismi í því, að maðurinn svífur niður úr háloftum ískaldrar rökhyggju og skýjaþykkni frumeðlisfræðinnar (metafýsik) niður á jörðina^ í leit að sjálfum sér. Hjá sumum er það dauðaleit. ÍIR DJÚPUNUM P rófessor Erik Nordenskjöld lýs- ir upplýsingarstefnunni í lok 18. aldar svo í hinni stóru líffræðisögu sinni The History ©f Biology (1928), að hún hafi verið lífsskoðun, sett fram að nokkru leyti sem kreddubundin kenning um blessunarástand til handa öllum almenn- ingi, ef hann fengi frelsi til að njóta lífsins óháður öllum arfhelguðum siða- lögmálum. Það sem Nordenskjöld telur sérstaklega einkennandi fyrir þessa stefnu var það, hvað hún var reiðubúin tii að svara öllum hugsanlegum spurn- ingum eftir þessari formúlu, fastákveð- inni í eitt skipti fyrir öll, og gátu þá furðulegustu hrófatildur hugsunarinn- ar og innantómustu orðaflækjur gilt sem fullkomnustu vísindalegar sannanir, svo framarlega, sem fylgt var kenningunni um vélrænan gang náttúrunnar ein- göngu. Nú var síðari hluti 19. aldarinn- ar sérstakur blómatími raunvísinda og höfnunar alls þess, sem ekki verður vegið eða mælt, svo að maður skyldi ætla, að þessi lýsing gæti ekki átt við neinar þær stefnur, sem eru tilkomnar á 20. öld og náð hafa útbreiðslu. Skal það nú athugað nánar. Allir kannast við Vínarlækninn Sigmund Freud, og allir eru sammála um, að kenning hans um undirvitund- ina og ýmisleg áhrif í frumbernsku á hátterni manna síðar meir í lífinu hafi markað tímamót í geðlæknisfræði og sálarfræði. Þennan kjarna sveipaði Freud í þykkan vaðmálshjúp úr heila- spuna um Eros Og Þanatos, kynhvötina og dauðahvötina. Uppistaðan í þeim vef var sú, að taugaveiklun og geðflækj- ur stöfuðu frá bælingu kynhvatarinn- ar, sem væri meginþáttur kenndalífs- ins þegar frá bamæsku og birtist þá hjá drengjum í kynferðislegri ást til móðurinnar og afbrýði í garð föðurins. Hvert sveinbarn bæri í raun og veru þa undirvituðu þrá í brjósti að verða friðill móður sinnar og morðingi föður síns. Þessa bældu hvöt eða duld kallaði Freud „Ödípúsar-komplex“ eftir grískri goðsögn. Að vísu dró hann nokkuð úr þessu á síðari árum og lét Eros eða „libido“ ná yfir viðara svið kenndalífsins en kynhvötina eina. Á þessari trú sinni byggði Freud sálkönn- un sina eða psyko-analysis, fólgna i því að reyna að draga gleymdar minn- ingar fram úr djúpi undirvitundarinn- ar með blaðri um hvaðeina, sem í hug- ann kemur við fullkomið hvíldar- ástand, og með því að ráða drauma sjúklingsins. Freud var mjög kreddu- bundinn í allri afstöðu sinni og tók illa öilum breytingum, sem lærisveinar hana gerðu á skýringum hans og aðferðum, en þeir urðu margir, og kom þeim illa saman, enda niðurstöðurnar mjög mót- aðar af persónulegu mati hvers og eins, en ekki á obéktívri rannsókn, eins og krafizt er yfirleitt, þegar um vísinda- legar rannsóknir er að ræða. Þess vegna nýtur sálkönnun að hætti Freuds mjög Framhald á bls. 6 LEIT AÐ MANNINUM 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. febrúar 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.