Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.1951, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.1951, Blaðsíða 1
 15. tbl. JHoYgunÞIato im Sunnudagur 22. apríi 1951. XXVI. árgangur. Kornrækt Klemensor Kristjánssonor hefir reynst örugg og arðsöm í 28 ár Eftirtektarverðar niðurstöður FYRIR nokkru átti jeff all-ítarlegt samtal við Klemens Kristjánsson, um kornrækt, túnrækt og aðrar tilraunir, sem hann hefur fengist við. Hann hefur nú stundað kornrækt í 28 ár. Tilraunastöðina á Sámstöðum hel'ur hann rekið fyrir Búnaðarfjelag íslands og ríkið í 24 ár. Jeg bað Klemens að gefa mjer stutt yfirlit yfir þessar tilraunir sínar og reynslu, sem hann hefur fengið í þessu langa og ötula starfi hans, í þágu ræktunarinnar. FYRST byrjuðum við að tala um árangurinn og veðráttuna í sumar sem leið. Komst hann þannig að orði: 20 TUNNUR AF HEKTARA Veðráttan í fyrravor var fremur góð en miðpartur sumarsins var erfiðari. Sumarið var í meðallagi hlýtt, september góður, óvenjulega þurr um uppskerutímann. Korni var sáð síðustu daga apríl og áfram með vissu millibili fram til 10. maí. Kornið þroskaðist fremur seint, en náði að lokum ágætum þroska. Nýting var góð og náðist kornið vel þurrt inn. Alls voru hjá mjer um 8 hektar- ar undir korni, bæði byggi og höfr- um. Um þ>að bil helmingurinn af þessu landi var nýbrotið land. Uppskeran reyndist að meðaltali rúmar 20 tunnur af héktara, en hefði orðið ’mikið meiri, ef ekki hefði korn fokið af tveimur bygg- tegundum, Dönnesbyggi og Eddu- korni. Aftur á móti varð Sigur- kornið færeyska nú 26 tunnur af hektara. SIGURKORNIÐ FÆREYSKA ER TILVALIÐ Uppskeran af þessu Sigurbyggi hefur komist allt upp í 30 tunnur á hektara í Færeyjum. Það er þó ekki mjög bráðþroska. Hjá mjer hefur náðst 29Ví tunna af hektara. Síðan jeg byrjaði að rækta Sig- urkorn, hefur minnsta uppskeran hjá mjer verið 18 tunnur á hekt- ara. Þetta var sumurin 1947 og 1949. En af öðrum byggtegundum, sem jeg hefi ræktað, hef jeg feng- Klemens Kristjánsson. ið minnsta uppskeru 5—6 tunnur af hektara af Dönnesbyggi og Eddu-byggi. En að uppskeran varð svo lítil, stafaði eingöngu af því, hve mikið fauk af korninu, áður en það var slegið og hirt. Sigurkornið færeyska er örugg- asta byggtegundin. sem hjer liefur verið ræktuð á þeim 28 árum, sem tilraunir mínar hafa staðið yfir. Auk þess má nefna Floja bygg

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.