Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.1951, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.1951, Blaðsíða 6
22fi LESBÓK MORGUNBLAÐSINS — Stór börn, lítil börn — Ungar mæður, gamlar mæður — Margra barna feður — MARGSKONAR hjátrú er ríkjandi viðv'íkjandi meðgöngutíma og fæð- ingum. Aðallega snýst hún um það að vita fyrirfram hvort barn verður drengur eða stúlka. Læknar munu hafa að segja margar sögur um það, því óteljandi eru þau tákn, sem fqreldrar fara eítir til að ganga úr skugga um það fyrir- fram hvort þeim muni fæðast drengur eða stúlka. Alt á þetta sjer langan aldur og sumt er komið aftan úr grárri forneskju. En um eitt eiga öll þessi tákn sammerkt, að ekkert mark er á þeim tak- andi. Hjer skal því ekki farið út í að lýsa þessu nánar, en aðeins sagt frá ýmsu merkilegu í sambandi við fæðingar. MEÐGÖNGUTÍMí Venjulega er svo talið að með- göngutími kvenna sje 9 mánuðir, geti verið nokkrum dögum meira eða minna. En í Englandi er þetta ekki viðurkendur meðgöngutími. I fyrra kom læknum og vísinda- mönnum þar saman um, að með- göngutíminn gæti stundum orðið alt að því eitt ár, eða að minsta kosti 349 dagar. Þetta kom út af því, að enskur hermaður var send- ur úr landi 28. ágúst 1948 og var að heiman heilt ár. Kona hans ól barn hinn 12. ágúst 1949 og hann vildi ekki gangast við því, en heimtaði skilnað. Læknar kváðu þá upp þann úrskurð, eftir ræki- lega rannsókn, að þetta væri hjóna- bandsbarn, og maðurinn fekk ekki skilnað. Hitt er rjett, að venjulegur með- göngutími er 270—290 dagar, og læknum er illa við ef konur ganga með lengur en 300 daga, þva að þá er barnið venjulega svo stórt að tvísýn^er hvort konan getur fætt. Þess eru dæmi, skráð af læknum, að konur hafi gengið með 323 daga, 324 daga og 336 daga. Þessi börn voru óVenjulega stór. Hið fyrsta vóg rúmar 22 merkur, annað 25 merkur og hið þriðja 30 merk- ur. Svo eru einnig til konur, sem ganga skemur með. í Pensylvanía í Bandaríkjunum vildi maður fá skilnað við konu sína vegna þess að hún ól bam 222 dögum eftir að þau giftust. Þóttist vera svik- inn á henni og mundi hún hafa verið barnshafandi er þau giftust. En læknarnir færðu sönnur á að liann væri faðir barnsins, og kon- an mundi ekki hafa gengið leng- ur með, enda þótt barnið virtist fullburða. Dómararnir tóku vitnis- burð þeirra gildan og neituðu manninum um skilnað. UNGAR MÆÐUR Yngsta móðir, sem sögur fara af, er Lina Medina, Indíánastúlka frá Peru. Hún var aðeins fimm ára þegar hún ól barn, en það varð að bjarga því með keisaraskurði. Síðan eru liðln tíu ár, og þegar seinast frjettist dafnaði bæði móð- ir og barn ágætlega. í Band£ríkjun,.,n eru [ ^ss ua'mi að 10 ára stúlku. ali bó n. Árið 1948 ól tíu úra stú.ka í Delaware efnilegt stúlkibarn 13 merkur að þvngd. Árið 1949 ól önnur tíu ára gömul stúlka í Alabama efnilegan dreng 14 merkur að þyngd. Lækn- irinn, sem tók á móti barninu, hafði tekið á móti móðurinni í september 1938, en þetta skeði í maí. Snemma á árinu 1949 hrósaði frú Wahley í Ohio sjer af því, að hún væri yngsta amman í öllum Bandaríkjunum. Iiún var þá aðeins 33 ára gömul. En er blöðin fluttu þessa fregn, komu þegar mótmæli frá írú Maybelle í Idaho. Hún var orðin amma tveggja barna og ekki nema 28 ára að aldri. Dóttir henn- ar, 15 ára gömul, hafði eignast tví- bura. GAMLAR MÆDUR Talið er mjög sjaldgæft að konur ali börn eftir að þær hafa náð fimmtugsaldri. En þó virðast lítil takmörk fyrir því, hvað mæður geti verið gamlar. Að vísu trúir nú enginn sögunni um sænsku kon- una, sem átti að hafa alið hraust og efnilegt barn þegar hún var 105 ára. Saga þessi er líka orðin svo gömul að hún telst með þjóðsög- um. En til eru sannar sögur, stað- festar af læknum, um að konur hafa átt börn í elli sinni. Fyrir nokkru eignaðist gift kona í Ohio 27. barnið sitt og var hún þá 65 ára að aldri. Skosk kona eignað- ist 22. barn sitt þegár hún var 62 ára. Og nýiega ól írú Turley í Arkansas efnilegan dreng og var þá á 60. árinu. UNGIR OG GAMLIR FEÐUR Snemma á árinu 1949 fluttu frjettastofur nær samtímis tvær fregnir er báðar þóttu mjög merki- legar. Önnur var um það, að dr. Andrew Lawson, prófessor í jarð- fræði við háskólann í Columbía, 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.