Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.1951, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.1951, Blaðsíða 2
LESBOK MORGUNBLADSINS frá Holti í Tromsö í Noregi. Það iiefur verið ræktað hjer siðan árið 1945. Það er skjótþroskaðasta byggið, sem hjer hefur verið reynt. Getur mjölríkt korn, góðan hálm og þolir mun betur veður en Dönn- es-bygg og Ecldu-bygg. SUNNANLANDS OG NORDAN Floja-bvgg hefur verið ræktað á Norðurlandi og reynst ágætlega. Bygg-tegundirnar Sigurbygg og Floja-bygg eru þær tegundir, sem við eigum, eftir minni reynslu, að leggja mesta áherslu á. Þær eru öruggar og árvissar til kornræktar, önnur fyrir Suðurland — Sigur- kornið, hitt fyrir Norðurland — Flojá-byggið, vegna þess að sú teg- und er fljótvaxnari en Sigurbyggið. Það munar 10—12 dögum á þrosk- unartímanum. Þessvegna er þessi tegund tilvalin til ræktunar nyrðra. —* Og hvaða tegundir hafa þjer svo reynst bestar af höfrum? — Af hafraafbrigðum, sem jcg hefi reynt á undanförnum 24 ár- um, má segja, að 3 hafi reynst mjer best og hæfust til ræktunar hjer á landi. Þetta eru Svalöf-orion-hafr- ar og Samehafrar, svo og Niðar- hafrarnir norsku. Er þroskunartimi þessara þriggja afbrigða mjög fndjjaður. Hafrar þessrr þurfa venjulega ekki lerrgri vaxtartíma en Sigur- byggið. Sænsku hafrarnir eru með dökku hýði mjölríkum kjarna, stinnu strái og gefa ágætan hálm sem jctst vcl, bæði af nautgripum og öðrum búpeningi. AÐALAfRlDI VIÐ KORNRÆKTINA — Og hvermg vilt þú gera greiri fyrir árangrinum af kornræktartil- raunum þínum í fáum orðum? Jeg sagði i fyrirlcstri er jeg flutti á fundi búnaðarkandidatu í vct- ur: liornræktiii iieíur verið að ymgu leyti betur og nákvæmar rann- sökuð, en ýmsar aðrar búgreinar hjer á Iandi. Höfuðskilyrðin til þess, að vel takist með kornrækt eru þessi: 1. Akurlendi sje uifnið vel að haustinu, svo sáðtíminn tefjist ekki á vorin vegna þess að jarðvitmslu sje ábótavantv 2. Velja þarf úrvalsafbrigði hjer á landi, til þess að geta fengið korn- ið fullþroskað. Jeg tel, að reynsla mín í þessu efni gefi öruggar bend- ingar um afbrigðavalið. Þ. e. a. s. við höfum fullnægjandi reynslu og þekkingu i þessum efnum, eins og sakir standa. En vitanlega verður leitinm haldið áfram til þess að fá betri og hentugri afbrigði. Því eins og kurmugt er, koma alltaf ný og ný afbrigði fram á markaðinn. 3. Menn verða að kunna rjetta notkun tilbúins áburðar í korn- ræktinni. M. a. það, að ávallt sje í hóf stillt með notkun köfnunar- efnisáburðar. Fái kornið of mikið af köfmmarefnisábtrfði, má' búast við, að það leggist, en það seinkar þroskuninni, gerir uppskeruna erfiðari og kostnaðarsamari. Sáningin á vorin þarf að vera ems fljótt framkvæmd eins og verða má. Hún þarf að fylgja klak- anum. Þegar 3 þumlungar eru þýð- ir af akurlendinu er hægt að sá. Átján ára sáðtilraunir rmnar sýna, að öruggasti sáðtíminn fyrir góða þroskun er síðasti þriðjungur- inn af april og fyrsti þriðjungur at' maí. Tíðarfarið hjcr á Suðurlandi hefur alltaf leyft, síðan jeg hóf lilraunir, að plægja akurlendið fram i iniðjan október, én oft leng- ur. Htnsvegar rriá vinna kornyrkju- landtð i agúst eða september, sje það ekki að suntrinu til þakið öðr- um nytjagróðri, sem hirða þarf. TÚNRÆKT SAMTÍMIS KORNKÆKT L'egar mii nýrækt er a3 v*ða, í sambandi við kornræktina, þá nota jeg venjulega landið fyrir korn í tvö sumur. Rækta þá á því bygg og hafra. En þriðja sumarið er sáð grasfræi jafnhliða bygginu. Er þá bygginu sáð eins fljótt og kostur er á, og sáð fullu sáðmagni, sem venjulega er 200 kg. á hektara. En ofan á kornsáninguna er svo sáð 30 kg. af grasfræi. Sáðtíminn er samtímis fyrir byggið og fræið. Byggið er látið þroskast, sem oft verður síðast í ágúst eða fyrst í september. Er þá túnið fullgróið jafnhliða og gef- ur þá 12—25 tunnur af byggi af hektara. En á landinu er þá um leið 10—15 cm. hátt gras. Þessi aðferð með kornyrkju samhliða túnrækt hefur verið framkvæmd á Sám- stöðúm síðastlðinn 8 ár. Þetta reynist mikið betur þegar um for- ræktun á arfaríku landi er að ræða, en að sá grasfræi eingöngu í landið á venjulegum grasfræsáningar- tíma, sem oft er ekki fyrr en í júm eða í byrjun júlí. Með þessu móti fær maður bygg-uppskeruna fyrir ekki neitt að heita má. Áður en jeg tók upp þá aðferð að sá bygginu með grasfræinu þeg- ar jeg ætlaði að breyta landinu í tún, þá fjekk maður oft ekki fyrsta árið annað en aría og gras sent reyndist erfitt að verka og gera úr nothæft vetrarfóður, jaínvel þó það væri sett í vothey. En með því að nota sama sáðtíma fyrir gras- fræið og venja er að nota fyrir kornið, verður það í framkvæmd- inni svo, að þó um mjög aríamikið land sje að ræða, gætir arfans lítið í grasverðinum, þegar fræi og korni cr sáð samtimis og þetta snemma á vorin. Liggur þetta aðallega í því að ef maður notar grasfrætegundir er gróa fljótt, þá verða þær á und- an arfafræinu að spíra, og taka plássið frá arfanum að mestu leyti, aður en að arfinn kemur verulega tíJ eÖgUIUMJT. ^ _______________

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.