Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.1951, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.1951, Blaðsíða 4
224 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS VAXANDI ÁHUGI — Er ekki áhugi bænda fyrir kornræktinni heldur að glæðast? — Jú. Mjer virðist það. Eftir- spurnin eftir útsæði frá mjer er meiri nú, en hún hefur verið und- anfarin ár, einkum frá sunnlensk- um bændum. — Og hvað er það þá, að þínu áliti, sem eiginlega hefur tafið íyr- ir útbreiðslu kornræktarinnar? — Það er margt, sem þar hefur orðið til tafar. M. a. og ekki síst, skortur á nothæfu útsæði, hæfu til þroskunar í okkar loftslagi. Það hefur ekkert verið fáanlegt inn í landið af þeim afbrigðum, sem hæfust eru til þroskunar hjer. Sig- urkornið t. d. er ekki fáanlegt nema í Færeyjum, en þar er kornrækt svo litU, að erfitt er að fá bygg þaðan, Hafraalbrigðin tvö, þessi sem jeg hel'i nefnt, er líka erfitt að fá. En þau eru ekkert dýrari en önnur afbrigði af útsæðiskorni ef þau aðeins eru fáanleg. Svo er það vankunnátta bænda við kornyrkjuna, verkfæraskortur- inn og ótrú á kornræktinni, er síð- ast átti sína stoð i því, að fokhætt- an var svo mikil af þeim afbrigð- um, sem jeg notaði fyrst framan af. En þegar jeg fjekk Sigurkornið, þá var sú þrautin unnin hvað byggið snerti. Hafrarnir hafa aldrei orðið fyrir miklum vanhöldum, en Dönnes- byggið og önnur Norðurlandaaf- brigði reyndust mjer svikul vegna fokhættunnar, þó að sumarhitinn væri nægilegur til að þroska þessi afbrigði, En hvað stoðaði það þeg- ar maður varð að horfa á eftir korn inu út í buskann, áður en hægt var að hirða það. RAMSTARF í KORNRÆKTINNI — Getur þú ekki hugsað þjer að nokkrir bændur slái sjer saman um nauðsynleg verkfæri til kornrækt- arinnar? — Jú. Jeg tel að sú leið sje fær og að sú leið sje færust, þegar ekki er um að ræða mikla kornrækt á hverju býli, 3—4 bændur ættu að slá sjer saman með sjálfbindara, þreskivjel og myllu og nota þetta sameiginlega við kornrætkina. Það mun láta nærri að af hektara sje hægt að fá kjarnfóður, sem nægir fyrir 5—6 mjólkurkýr, svo 4 hekt- ara kornakur nægir í kjarnfóður á meðalstóru býli. IIÁVAXNAR GRASTEGUNDIR FYRIR SKRIÐULAR Ef menn gera sjer það að reglu, að hafa tvo hektara af nýju túni, þá er þetta ekki mikil ræktun. Við bySgjum of mikið á hinum skriðula lággróðri, sem vex á túnunum okkar. Við þurfum að rækta meira af hávaxnari tegundum til heyöfl- unar, af því það er meira fóður, sem fæst með því móti, af hverri flatareiningu . Svo er líka eitt atriði, að þessar skriðulu tegundir eins og túnving- ull, sveifgrös og língresi, eru ekki þær jurtir, sem hentugar eru í sáð- skiptiland. Fræ þeirra spírar venjulega þriðjungi til helmingi seinna, en af hávaxnari tegundun- um, eins og vallarfoxgrasi, há- vingli, rýgresi og axhnoðapunti? En þessar íjórar teglmdir eru hvort tveggja í senn harðgerðar og nokk- uð langlifar í túnunum. Jeg hefi 24 ára gömul tún, sem ekki hafa verið hreyfð svo lengi. En þau þurfa meiri áburð, en þau sem yngri eru. ÓÞRESKT KORNIÐ NOTHÆFT Ef bændur sneru sjer að því, að rækta kjarnfóður sitt sjálfir, í stað þess að kaupa erlent korn til fóð- urbætis, þá geta þeir það, án þess að þreskja kornið. Jeg hef reynt þetta á Sámsstöðum fyrir nokkrum árum. Gerði tilraun með það, hvort ekki væri hægt að gefa kúnum ó- þreskt kornið, þ. e. a. s. bygg og hafra á stráunum og láta það koma í staðinn fyrir innfluttan fóður- bætir. Tilraunirnar sýndu að ó- þreskt kornið jafngilti jafnri þyngd af maís og rúgmjöli. Alltaf einu sinni í viku var þresktur sá skammt ur, sem jafngilti því korni, er kýrn- ar fengu með hálminum. Jeg fylgd- ist með því hvað mikið korn var í bindunum og gaf jafnmikið af erlendum fóðurbæti. Sá flokkur kúnna, sem fjekk innlenda kornið, varð þjettari í háralagi og þreifst betur, mjólkaði betur, en hinn flokkurinn, sem fekk innflutta kornmatinn. Þetta er til leiðbein- ingar fyrir þá bændur, sem vildu hverfa að kornræktinni til fóður- bætisgjafa, enda þótt þeir hafi ekki íengið fullkomin tæki til þresking- ar og þess háttar. KARTÖFLUTILRAUNUM IIEFUR MIÐAÐ VEL Er hjer var komið sögu, spjöll- uðum við lítillega um kartöflutil- raunir þær, sem Klemens hefur gert á Sámstöðum mörg undanfar- in ár. Um árangur af þeim til- raunum komst hann að orði á þessa leið: Það sem gert hefur verið í kar- töflurækt á Sámsstöðum eru fyrst og fremst afbrigðatilraunir. Reynd hafa verið afbrigði bæði af er- lendum og innlendum uppruna. En þó sjerstaklega erlendar teg- undir. Oft hafa verið til athugunar 25 kartöfluafbrigði í einu á undan- förnum árum. Nú eru þau miklu færri, vegna þess, að maður hefur smátt og smátt losað sig við eða hætt við, þær útlendu tegundir, sem verst hafa reynst. Ef maður lítur yfir farinn veg þessara tilrauna, sem staðið hafa

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.