Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.1951, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.1951, Blaðsíða 7
8T íjESbók morgunbladsins 227 hefði eignast son, 87 ára að aldri. Hin fregnin var um það, að Carl Henry Blake í Michigan, hefði eignast barn með 16 ára stúlku, en hann sjálfur á 14. árinu. FRJÓVSAMAR MÆÐUR Nýlega kom fregn um það að kona nokkur hefði alið tvenna tvíbura, fjögur börn, á sama ár- inu. í júní 1947 eignaðist 39 ára gömul kona í Michigan 20. barn sitt. Hún hafði fimm sinnum eign- ast tvíbura. En í Texas, þar sem alt er mest, ól 43 ára gömul kona 25 barn sitt, og það voru alt ein- burar. Hún hafði gifst begar hún var 11 ára og maður hennar var þá 14 ára. MARGRA BARNA FAÐIR Auðvitað getur engin ein kona fjölgað mannkyninu svo mjög sem einn maður. Ágúst sterki Saxakon- ungur, sem uppi var á 18. öld, átti 365 börn, að talið er. Maður er nefndur Sir William Johnson. Hann ferðaðist mikið meðal Indí- ána fyrir rúmri öld. Þá heldu Indí- ánar að framtíð kynþáttar síns væri undir því komin að blanda sem mest blóði við hvíta menn. Þetta varð til þess að Sir William eignaðist þar að minstá kosti 200 börn. í Austurlöndum, þar sem fjöl- kvæni er og'ríkir menn eiga stór kvennabúr, ganga ótrúlegar sögur um það hve mörg börn sumir hafi eignast. Sagnir eru um gamlan Farao í Egyptalandi, sem ljet smala ungum og fögrum konum í kvennabúr sitt og átti með þeim 1000 börn. Fateh Aly keisari í Persíu ól upp 3000 b'örn í kvenna- búrum sínum og var hann talinn faðir þeirra allra. Um eitt skeið voru 700 menn í lífverði hans, og þeir voru allir synir hans. STÓR OG LÍTIL BÖRN Eins og allir vita er það mjög ^mismunandi hvað nýfædd börn eru stór, enda þótt þau sje full- burða. Árið 1947 ól kona í Ken- tucky barn sem vóg 31 mörk. Læknar voru svo hissa á þessu, að þeir vógu barnið hvað eftir ann- að. En móðirin var heldur ekki neitt smásmíði. Hún vóg nær 170 kg. Samkvæmt skýrslum „Ameri- can Medical Association“ fæddist þó þyngra barn í Oak Park spítal- anum í Ulinois. Það vóg nær 32 merkur. Ljettasta barn, sem sögur fara af, vóg ekki nema 450 grömm. Það fæddist þremur mánuðum fyrir tímann og til þess að bjarga lífi þess var það fyrst í stað geymt í nokkurs konar útungunarvjel. Síðan eru nú liðin 59 ár og maður- inn er enn á lífi. Getið er um stúlkubarn, sem vóg ekki nema 600 grömm, en er nú tveggja ára og dafnar vel. ÓVÆNTAR FÆÐINGAR Það sem nú skal sagt, mun þykja einna ótrúlegast, að börr. geti fæðst öllum að óvörum. En til er það að konur hafa ekki vitað að þær voru með barni, og að læknar þeirra höfðu ekki hugmynd um það held- ur. Eitt dæmi um slíkt kom fyrir í Cleveland í ofanverðum maí 1949. Þar vöknuðu hjón upp við það um nótt, að konan hafði alið barn í svefni, en hvorugt þeirra hafði haft hugmynd um að von væri á barni. Arthur Snider, sem er vís- indalegur meðritstjóri „The Chicago News“, taldi að hjer hlyti að skjóta skökku við, og leitaði því til ýmissa lækna og spurði hvort það gæti skeð, að kona hefði ekki hugmynd um að hún væri óljett, enda þótt komið væri að því að hún skyldi fæða. Og læknamir svöruðu: „Það er sjaldgæít, en kemur þó fyrir.“ Fyrir kemur það, að læknar geta ekki gert sjer grein fyrir því, að konur sjeu komnar að því að fæða. Kom það fyrir í Chicago nýlega, að kona veiktist hastarlega og fekk óþolandi kvalir. Læknir helt að þetta væri svona svæsin botnlanga- bólga, ljet flytja sjúklinginn í spítala og þar átti að skera hann upp á líf og dauða. En þegar þang- að kom, tók annar læknir eftir því að kvalirnar komu í köstum og þótti honum það undarlegt. Var nú farið að athuga konuna betut og kom þá í Ijós að hún hafði tek- ið ljettasótt. Það kom einnig fyrir í Chicago að kona var flutt í spítala til upp- skurðar, og heldu læknar að hún væri með einhverja meinsemd inn- vortis. Meðan á rannsókn stóð fór hjúkrunarkonuna að gruna margt og það varð til þess að hætt var við uppskurðinn, og í þess stað tóku læknarnir á móti barni henn- ar. Stundum kemur það fyrir að konur halda að þær sjeu vanfær- ar, og læknarnir halda það líka, vegna þess að þær hafa öll ein- kenni þess og fá fæðingarhríðir. Þar vantar ekkert nema barnið. Þetta er mönnum ráðgáta KEISARASKURÐUR Það var sú tíð að keisaraskurð- ur var haldinn ákaflega hættuleg- ur og konur heldu að það væri sama sem dauðadómur yfir sjer, ef læknar sögðu að gera þyrfti á þeim keisaraskurð. En nú er keis- araskurður orðinn daglegur við- burður. í sumum fæðingarstofnun- um er talið að slík aðgerð fari fram á fimmtu hverri konu. Fram til skamms tíma var álitið að ekki væri hægt að gera keisaraskurð á sömu konunni oftar en einu sinni. En árið 1947 tilkynti læknir að hann hefði gert keisaraskurð fimm sinnum á þremur konum, með stuttu miliibiii, og það hefði hepn- ast ágætlega. Hann gat þess líka

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.